Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 33 ✝ Anna MargrétÞorkelsdóttir fæddist í Bót á Fljótsdalshéraði 15. febrúar 1914. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Seyðisfirði 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Björns- son, f. 24. júní 1894, d. 9. ágúst 1974 og Helga Ólafsdóttir, f. 29. janúar 1892, d. 12. júní 1967. Systk- ini Margrétar: Krist- ín María, f. 2. júní 1918, d. 1. júní 1985, Þórný, f. 4. september 1920, d. 31. mars 1961, Anna Birna, f. 3. desember 1923, d. 25. apríl 2006, Ingólfur Arnar, f. 23. janúar 1925, d. 3. janúar 2005, Þórður, f. 2. jan- úar 1929, d. 21. mars 2004, Soffía, f. 5. júlí 1931, d. 1. september 2004. Maður Margrétar: Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 20. september 1914. Þau eignuðust fimm börn: 1) Hjálmar, f. 25. september 1937. Maki: Kolbrún Sigurðardóttir, f. 2. mars 1940. Þau eiga fjögur börn: A) Sigurður Stefán, f. 2. apríl 1961, m. Jóhanna Erlingsdóttir, f. 14. desember 1962. Börn þeirra eru: a) Tómas, f. 24. janúar 1987, b) Hjálm- ar, f. 25. ágúst 1988 og c) Marteinn f. 15. júlí 1990. B) Kristín Anna, f. 23. september 1962, m. Jón Þór Geirsson, f. 9. febrúar 1962. Börn þeirra eru: a) Þórhildur Ögn, f. 21. desember 1981, m. Halldór Ægir Halldórsson, f. 18. október 1979. Sonur þeirra er Úlfur Ægir, f. 4. júlí 2006, b) Kolfinna, f. 6. desem- ber 1995, c) Ína Björg, f. 28. nóv- ember 1963, m. Sigurður Þór Jóns- son, f. 25. apríl 1963. Börn þeirra eru: a) Kolbrún, f. 23. febrúar 1988, b) Jón, f. 26. september 1993 og c) Stefanía Helga, f. 2. desember 1998. d) Vilhjálmur, f. 1. febrúar 12. september 1962, þeirra dóttir Ástrún Jóhanna, f. 10. júní 1997. Seinni maður Guðjón Halldórsson, f. 19. ágúst 1966. Þeirra synir eru Hafsteinn Smári, f. 12. maí 2003 og Hákon, f. 13. október 2004. D) Anna Guðrún, f. 14. júní 1976, m. Guð- mundur Ríkarðsson, f. 5. ágúst 1975. Börn þeirra eru: a) Sigfús Valur, f. 13. mars 2002 og b) Jónína París, f. 29. júlí 2005. 4) Stefán, f. 11. september 1949. Maki Helga Frímannsdóttir, f. 9. júní 1947. Syn- ir þeirra eru: A) Frímann, f. 18. desember 1976 og B) Vilhjálmur, f. 31. október 1978. 5) Anna, f. 7. mars 1954. Maki Garðar Eiríksson, f. 1. október 1952. Þeirra börn: A) Þorsteinn Ingi, f. 2. september 1975, m. Hrafnhildur Sif Hrafns- dóttir, f. 10. febrúar 1973. Þeirra börn: a) Ingvar Hrafn, f. 3. nóv- ember 2000, b) Elfar Ingi, f. 9. ágúst 2003 og c) Elma Finnlaug, f. 20. apríl 2006. B) Sveinn Óli, f. 22. ágúst 1978. C) Stefanía Ósk, f. 25. nóvember 1987. Margrét ólst upp á Galtastöðum ytri í Hróarstungu hjá Sigfúsi Magnússyni og Margréti Björns- dóttur föðursystur sinni. Amma hennar, Anna Björnsdóttir, þar til heimilis, annaðist hana fyrstu ævi- árin og afi, Björn Pétursson kenndi henni að lesa. Eiríkur Stefánsson var farkennari í Tungunni og séra Sigurjón á Kirkjubæ fermdi Mar- gréti. Hún var í Húsmæðraskól- anum að Hallormsstað tvo vetur, lauk prófi 1935. Margrét og Vilhjálmur giftu sig 12. desember 1936 og bjuggu á Brekku, fyrst með foreldrum Vil- hjálms, síðan með syni sínum Sig- fúsi og Jóhönnu konu hans, þar til þau tóku við búinu að fullu. Frá 1950 var Vilhjálmur löngum að heiman á vetrin vegna starfa sinna í Reykjavík – og Margrét frá 1973, en heima á Brekku á sumrin. Árið 2000 færðu þau vetursetu austur að Egilsstöðum og síðustu misserin hefur Margrét dvalist á Sjúkrahús- inu á Seyðisfirði. Útför Margrétar fer fram frá Mjóafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. 1967. 2) Páll, f. 23. maí 1940. Maki Krist- ín Gissurardóttir, f. 17. apríl 1938. Þau eiga fimm börn: A) Vilhjálmur Grétar, f. 21. október 1959, Maki Soffía Sig- björnsdóttir, f. 17. nóvember 1958. Börn þeirra eru: a) Páll, f. 25. júní 1984, m. Ninja Ýr Gísladóttir, f. 5. mars 1984 og b) Arna, f. 3. janúar 1991. B) Valgerður, f. 9. apríl 1961, m. Sigurjón Þór Haf- steinsson, f. 1. maí 1958. Börn þeirra eru: a) Vilhelm Már, f. 16. september 1980, b) Vaka Kristín, f. 20. júní 1984, c) Hanna Rut, f. 18. desember 1990 og d) Þórunn, f. 5. september 1992. C) Svanbjörg, f. 20. október 1963, m. Auðbjörn Guð- mundsson, f. 23. júlí 1960. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 15. desem- ber 1987, b) Ester, f. 31. maí 1994 og c) Eygló, f. 31. mars 1999. D) Anna Margrét, f. 20. maí 1969, m. Ægir Örn Sveinsson, f. 6. mars 1968. Þeirra börn eru: a) Margrét Lilja, f. 6. september 1992, b) Ásdís, f. 25. apríl 2000 og c) Páll Ísak, f. 23. ágúst 2002. E) Jóhanna, f. 27. janúar 1973, m. Jürgen Mumelter, f. 19. febrúar 1973. Þeirra börn eru: a) Viktor, f. 23. mars 2004 og b) Tristan, f. 9. nóvember 2007. 3) Sigfús Mar, f. 28. nóvember 1944. Maki Jóhanna Lárusdóttir, f. 16. október 1948. Börn þeirra eru: A) Ingólfur, f. 21. apríl 1967, m. Krist- ín Kjartansdóttir, f. 9. desember 1974. Börn þeirra eru: a) Róshild- ur, f. 16. janúar 1996 og b) Hjalti Mar, f. 6. ágúst 2002. B) Lárus, f. 22. desember 1968, m. Birgit Þórð- ardóttir, f. 28. janúar 1975. C) Mar- grét, f. 9. september 1971. Fyrri maður Sigurður Kári Sigfússon, f. Í dag kveð ég Grétu tengdamóður mína, konuna sem mér þótti svo vænt um og var mín stoð og stytta í nærri 40 ár. Ég kom að Brekku í Mjóafirði á 17. ári vorið 1965. Þá var síldarævintýrið í fullum gangi fyrir austan og Gréta með fullt hús af bryggjusmiðum og fólki sem til- heyrði uppbyggingu á síldarplaninu við Sólbrekku. Á Brekku bjuggu þá ásamt fleir- um tengdaforeldrar hennar og föð- urbróðir Vilhjálms. Hún þjónaði öllu þessu fólki með glöðu geði. Gréta var uppi fyrir allar aldir og gekk síðust til svefns. Hún var snillingur í öllu sem sneri að heimilishaldi, útsjónar- söm og ósérhlífin. Ekki lét hún held- ur sitt eftir liggja úti við, mjólkaði oftast kýrnar og lét sig ekki vanta í heyskapinn við að raka dreifar og snúa í, sér til mikillar ánægju og upplyftingar. Þarna réðust örlög mín. Við Sig- fús, sonur Margrétar og Vilhjálms, gengum í hjónaband og áttum heim- ili með þeim lengst af. Segja má að Gréta hafi kennt mér nær allt sem ég kann – hjálpað mér að takast á við lífið, sem stundum var ekki beinlínis leikur einn fyrir kornunga Reykja- víkurmey, sem fór að heiman áður en foreldrarnir voru í raun tilbúnir að sleppa af henni hendinni. Aldrei bar skugga á samskipti okkar Grétu í erli og annríki dag- anna. Kom þar fyrst og fremst til eðlislægt viðmót hennar eins og til- litssemi, traust og ljúft, stundum glettniblandið hugarþel, sem ætíð var í fyrirrúmi. Allt þetta gerði það að verkum að nálægð hennar var þægileg og ánægjuleg. Allir þessir kostir hennar nutu sín einkar vel í samskiptum hennar við foreldra mína, sem dvöldu oft löngum stund- um á Brekku meðan þau lifðu, enda naut hún óskiptrar virðingar þeirra og innilegrar vináttu frá fyrstu tíð. Sem dæmi um góðlátlega glettni hennar sagði hún gjarna í léttum tón, þegar einhverjum varð á í messunni: „Við skulum aldrei kæra okkur.“ Eins ef eitthvað var gert sem þótti miður skemmtilegt, sagði hún gjarn- an: „Þá er það frá.“ Hún hafði ótrú- legt minni: kunni ógrynni af ljóðum, kvæðum og þulum. Þær voru ófáar spurningarnar sem Vilhjálmur lagði fyrir hana þegar hann ritaði bækur sínar. Þegar hún þurfti að hressa upp á minni hans við slík tækifæri, átti hún til að gera gáskafullt grín að honum, skella sér hlæjandi á lær og segja: “Mikið lifandis skelfing get- urðu verið vitlaus, Vilhjálmur.“ Hún var í raun bæði uppalandi minn og vinkona. Ég fann það best þegar þau byrjuðu í „ráðherrastúss- inu“ eins og hún kallaði það þegar Vilhjálmur varð ráðherra og hún fór með honum til Reykjavíkur til að standa við hlið hans í því starfi. Þá var ekki laust við að tómleiki kæmi upp í huga mér og ýmislegt breytt- ist. Sannaðist þá strax hið forn- kveðna að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þótt Margrét hafi vafalaust verið hvíldinni fegin er okkur nú og ekki síst barnabörnunum mikill söknuður í huga. Mest hefur þó Vilhjálmur tengdafaðir minn og lífsförunautur hennar misst, eftir meira en 70 ára sérlega farsælt hjónaband. Guð gefi honum styrk til að eiga gott og æðru- laust ævikvöld. Með þessum fátæklegu orðum færi ég henni hjartans þökk fyrir öll árin – allt sem hún var og gerði fyrir okkur hjónin og börnin. Megi góður Guð varðveita hana á nýjum vegum. Jóhanna Lárusdóttir. „Tsja, skyldi hann ekki ætla að raka sig?“ Árið var 1971. Tilvonandi tengdamóðir mín sá hávaxinn, síð- hærðan og skeggjaðan ungan mann í rósóttri skyrtu og gulum molskinns- buxum, að rokk- og hippastíl þess tíma, sem var að sniglast í kringum einkadótturina. Henni líkað flest nema skeggið á strák og hafði orð á því við Stínu tengdadóttur sína. Þetta var þó upphafið á tæpra 40 ára samferð í vináttu og virðingu. Tengdamóðir mín var einstök kona. Hún hafði næmt auga fyrir fögrum hlutum og klæðum. Eftir hana liggja listileg handverk sem lýsa natni hennar með nálar og tvinna. Mörg eru vettlingapörin og sokkarnir sem afkomendur hafa þegið úr hendi hennar í gegnum tíðina. Gréta, tengdamóðir mín, var glettin og afar minnug. Kunni býsn af sögum, kvæðum og þulum sem hún fór með fyrir afkomendur sína og aðra. Sem betur fer eru til upptökur af upp- lestri hennar sem geymast munu af- komendum. Tengdafaðir minn er þjóðþekktur sögumaður en í ófá skipti leiðrétti hún mann sinn ef hann fór ekki alveg rétt með því hún mundi margt betur. Nú er komið að hvíldinni eftir vanheilsu um hríð. Ég sé Grétu tengdamóður mína fyrir mér í eldhúskróknum með kaffiboll- ann og jólakökuna góðu, segja góða sögu frá liðinni tíð, hjala við barna- börnin eða tala um málefni líðandi stundar. Hún slær sér létt á lær og segir: Tsja. Vilhjálmi og afkomendum öllum sendi ég mínar hjartans samúðar- kveðjur. Garðar Eiríksson. Það mun hafa verið sumarið 1960, sem ég kom fyrst að Brekku í Mjóa- firði í fylgd föður míns, en hann fæddist þar í sveit og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Siglt var inn fjörðinn fyrir Norðfjarðarnýpuna og gengið um garða á Brekku, þar sem faðir minn hitti heimafólk á bænum. Þar stóðu tveir ættliðir fyrir búi, Hjálm- ar Vilhjálmsson og Stefanía Sigurð- ardóttir, ásamt Páli bróður bónda og svo Vilhjálmur sonur Hjálmars og Stefaníu ásamt konu sinni, Margréti Þorkelsdóttur, sem kvödd er í dag. Ofsagt væri að ég myndi glöggt eftir þessu ágæta fólki þennan dag og kannski síst Margréti. Eftir síðari kynnum okkar hjóna af henni að dæma, hefur það án efa verið sökum hlédrægni hennar og lítillætis. Fjórum árum síðar kom ég aftur í Mjóafjörð, en þá landleiðina. Með í för vorum við hjónin, foreldrar mínir og fleira fólk. Þar með hafði ég séð fjörðinn mjóa frá báðum endum og leyndi fegurðin og friðsældin sér ekki. Okkur urðu það vonbrigði og föður mínum þó mest, eftir stuttan stans í blómlegum fjarðarbotninum, að fararstjóranum hraus hugur við að aka lengra eftir vegleysunni, sem þá var, og héldum við til baka sömu leið. Í þessum tveim ferðum hafði ég þó séð nóg af fegurð og seiðmagni Mjóafjarðar til að geta skilið betur það afl, sem vafalaust hefur átt sinn stóra þátt í þeirri búsetu, sem þarna hefur verið frá öndverðu, þrátt fyrir einangrun og erfiðar samgöngur. Seiðmagn þetta hefur vafalaust átt sinn þátt í því, að létta hinum inn- fæddu, ættlið fram af ættlið, að festa ráð sitt og viðhalda ættinni á heima- slóð. Aðeins ári eftir viðsnúninginn áð- urnefnda í Mjóafjarðarbotni, réðst Jóhanna systir mín í vist að Brekku. Sem Margrét fyrrum, festi hún þar rætur. Þrátt fyrir gott mannsefni og seiðmagnað umhverfi, var ekki sjálf- gefið að ung stúlka samlagaðist auð- veldlega lífinu í svo gjörólíku um- hverfi, sem þessi sveit var í samanburði við höfuðborgina. Það var einmitt við þessar aðstæður, sem lítilláta konan, sem mér er svo óljós í minningunni frá heimsókninni forð- um, kom til skjalanna. Enginn skildi betur en hún, hvers þessi unga tengdadóttir hennar þurfti með. Skilningur Margrétar og umhyggja gagnvart henni, lagði flestu öðru fremur grundvöll að góðri og ham- ingjuríkri framtíð ungu hjónanna á Brekku. Margrét var slíkur persónuleiki í okkar huga og nærvera hennar svo þægileg að það var ekki hægt annað en að líða vel í návist hennar. Það eru því mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Að síðustu vil ég þakka henni þá miklu vináttu, ljúfmennsku og tryggð sem hún sýndi foreldrum mínum. Fór einkar vel á með þeim og Margréti í Brekkuheimsóknum, en Vilhjálmur var þá löngum fjarver- andi eða við skriftir. Löngu eftir lát mömmu bjó pabbi samtímis þeim hjónum á Egilsstöðum. Var þá oft og grimmt spilaður manni. Pabbi og Margrét voru gjarna í stjórnarand- stöðu og þjörmuðu að ráðherranum fyrrverandi. Var þá glatt á hjalla, ekki síst þegar tókst að fella ,,rík- isstjórnina“. Vilhjálmi og fjölskyldu hans send- um við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. Þórarinn og Guðborg. Þær fréttir bárust mér á ferð fyrir austan í vorhretinu að Margrét Þor- kelsdóttir væri látin. Ekki kom sú frétt á óvart. Hún hafði átt við van- heilsu að stríða seinni árin og dvaldi á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Vil- hjálmur Hjálmarsson maður hennar var þar nálægur og sinnti heimsókn- um til hennar af þeirri alúð sem hon- um er lagin. Margrét var einn af þeim mörgu sem lifðu við það hlutskipti að vera maki stjórnmála- og félagsmála- manns sem var kallaður til mikilla starfa fyrir samfélagið, sveitarfélag sitt, land og þjóð linnulaust. Þessi störf kröfðust fjarveru frá heimilinu oft um lengri og skemmri tíma. Hún var hinn trausti og hljóðláti bakhjarl manns síns í allri baráttunni, þessi glæsilega og prúða kona. Kynni okkar Vilhjálms voru af eðlilegum ástæðum meiri en okkar Margrétar, en ég átti þess þó kost að heimsækja þau á þeirra glæsilega heimili á Brekku í Mjóafirði og í hlý- lega íbúð þeirra á Ásvallagötunni í Reykjavík þar sem þau höfðu vet- ursetu í ráðherratíð Vilhjálms. Ljúf- mennska þeirra beggja er mér minnistæð. Nú er langri vegferð Margrétar í þessu lífi lokið og hún hefur svo sannarlega skilað sínu hlutverki með glæsibrag. Búskap og barnauppeldi í Mjóafirði og hin góða og glaðværa fjölskylda þeirra Vilhjálms vitnar um það hvernig til tókst. Einnig stóð hún við hlið manns síns með glæsi- brag í vandasömum ráðherradómi og á löngum ferli á þingi og í félags- málum. Það er löng og merkileg saga sem hér verður ekki rakin. Við Margrét sendum Vilhjálmi og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur og óskir um guðs blessun. Jón Kristjánsson. Hún stendur við eldhúsbekkinn, horfir út um gluggann, hnoðar deig, sönglar og smellir fölsku tönnunum. Lítil stúlka situr hjá og horfir dá- leidd á tanngómana smella fram og til baka og bíður eftir að bakstrinum ljúki. Þá fær hún nefnilega enda af nýbökuðu brauði með miklu smjöri á. Á góðviðrisdögum var líka hægt að fá hjá þessari konu rúsínukökur í poka og mjólk í flösku til að taka með upp á Skjögrastaði í búleik. Þetta var amma á Brekku. Mörgum árum síðar er önnur lítil stúlka í heimsókn, ekki hjá ömmu heldur í leikskóla. Hún er ekki há í loftinu aðeins þriggja ára og vill fá leistana sína, láta spúna sig, leitar að gullakistum og fer með gamlar barnaþulur eftir pöntun. Fóstrurnar spyrja hlæjandi hvar þetta barn sé eiginlega alið upp. Svarið er einfalt; langamma í kjallaranum á Ásvalla- götunni gætti hennar vel á meðan mamma var í skólanum og ekkert leikskólapláss var að hafa. Þetta var góður tími fyrir langömmu og lang- ömmubarn. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og sex og sjö heyrðist sönglað meðan ég læddist hlæjandi um gólf og faldi mig undir skrifborðinu hjá langafa sem sat við skriftir. Flissandi lappir langafa komu upp um mig að lokum. Það var líka gott að halda í hönd langömmu og syngja með henni „Blessuð sólin elskar allt …“ á með- an við gengum inn í eldhús þar sem okkar beið biti af jólakökunni góðu og mjólkurglas. Alltaf vakti það jafn- mikla furðu hvernig hún gat brotið sykurmola í lófanum sem hún saug svo á meðan hún sötraði kaffið sitt. Ár eftir ár og svo lengi sem þau bjuggu í kjallaranum læddist ég og settist á stigaskörina, hallaði höfðinu upp að veggnum og bara hlustaði. Sönglið í langömmu og þægilegur talandi langafa fékk mig til að brosa og mér leið vel. Núna, tuttugu og fimm árum síðar, bý ég í þessum sama kjallara og rifja upp þessar góðu minningar sem ég er þakklát fyrir að eiga. Stýk tár af kinn og horfi á son minn sem er á aldur við mig þegar langamma og langafi gættu mín í kjallaranum. Brosi út í annað og söngla fyrir hann … Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: Himneskt er að lifa. Kristín Anna Hjálmarsdóttir og Þórhildur Ögn Jónsdóttir. (Stína og Agga.) Anna Margrét Þorkelsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.