Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 36
36 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga MaríaKristjánsdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 6. september
1939. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 23.
apríl sl.
Foreldrar Helgu
voru Kristján Guð-
bjartsson, f. 29.6.
1911, d. 22.2. 1979
og Þórey María Elí-
asdóttir, f. 22.7.
1913, d. 30.4. 1970.
Systkini Helgu
Maríu eru: Elísabet Rósa, f. 18.2.
1932. d. 19.7. 1977, Björgvin Sig-
urður, f. 17.12. 1936, Guðmundur,
f. 13.2. 1938, d. 12.12. 1938, Júl-
íus, f. 2.12. 1940, d. 29.6. 1941,
Enika Hulda, f. 27.9. 1941, Eyjólf-
ur, f. 6.5. 1943, Elísabet Rósa, f.
19.5. 1946 og Herdís, f. 23.10.
1948, d. 26.10. 1948.
Þórðardóttur (skilin), þau eiga
saman þrjú börn og tvö barna-
börn. Guðbjartur giftist Sóleyju
Sveinsdóttir og eiga þau þrjú
börn. Hún á fjögur börn úr fyrri
samböndum.
4) Stúlka, andvana fædd 19.10.
1964.5) Sesselja Anna, f. 3.1. 1967,
var í sambúð með Kristjáni Inga
Sveinssyni og eiga þau þrjú börn
en slitu samvistum. Gift Jóni Pétri
Einarssyni og eiga þau tvö börn.
6) Ólafur Helgi, f. 15.9. 1971,
var í sambúð með Sigríði Jó-
hannsdóttur og eiga þau tvö börn,
slitu samvistum, síðar í sambúð
með Olgu Kristínu Jóhann-
esdóttur og eiga þau eitt barn en
slitu samvistum. 7) Þórey María, f.
30.5. 1973, sambýlismaður hennar
er Þórður Emil Sigurvinsson og
eiga þau fimm börn. 8) Lilja De-
bóra, f. 4.5. 1976, var í sambúð
með Magnúsi Erlingssyni og eiga
þau eitt barn. Slitu samvistum.
Gift Sæmundi Bjarna Guðmunds-
syni og eiga þau tvö börn. 9) Nína
Dís, f. 25.3, 1985, sambýlismaður
hennar er Magnús Salvarsson og
eiga þau eitt barn saman.
Helga María verður jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju í dag kl. 11.
Helga María eign-
aðist dóttur, Sigrúnu
Þóreyju Ágústs-
dóttur, f. 7.6. 1958.
Sigrún er gift Guð-
jóni Andersen og
eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn.
Faðir Sigrúnar var
Ágúst Grétar Jóns-
son ,f. 21.8. 1937, d.
28.9. 2000.
Hinn 4. júní 1960
giftist Helga María
Ólafi Sveinbirni Vil-
hjálmssyni, f. 26.7.
1927. Börn þeirra eru:
Vilhjálmur, f. 25.10. 1960. Sam-
býliskona hans er Birna Ólafs-
dóttir og eiga þau tvö börn.
2) Kristján, f. 12.1. 1962, giftur
Huldu Valdísi Steinarsdóttur og
eiga þau þrjú börn og eitt barna-
barn. 3) Guðbjartur Brynjar, f.
1.6. 1963, giftur Jónínu Eyju
Mig langar að kveðja þig elsku
mamma mín með söknuði og trega.
Ég sagði við vinkonurnar mínar að ég
væri ekki alveg inn núna. Það eru
engin orð til þegar maður missir þig
mamma. Maður er bara hissa og ótrú-
lega leiður og tómur. Við vorum rétt
að ná okkur af sjokkinu eftir að pabbi
varð mikið veikur. Þegar ég hringdi í
þig eftir að hann náði sér sagðir þú:
„Setta, þú veist ekki hvað ég er ham-
ingjusöm með hann pabba þinn, að
hann hafi náð sér svona vel.“ Svo
brast þú í gleðigrát. Þú elskaðir hann
svo heitt eins og okkur öll.
Þú og pabbi hafið alltaf verið eitt og
sterk saman. Þið stóðuð alltaf saman
og voruð okkur systkinunum svo góð-
ir foreldrar. Ég var oft að vona að við
fengjum annað kraftaverk, að þú
mundir ná þér að fullu eins og pabbi
gerði. Það er eitthvað svo óréttlátt að
þú hafir farið og það er ekki létt að
missa þig. Þú ert stóri hlekkurinn
okkar og varst alltaf svo glöð að fá
okkur til þín.
Við vorum alltaf góðar vinkonur.
Þú varst mjög klár og skemmtileg. Þú
þorðir að segja allt og komst fólki oft-
ast í gott skap. Þú varst mjög
skemmtilegur persónuleiki og allir
voru sammála þér í mörgu. Það var
oft sagt að við værum mjög líkar, en
mér fannst við samt mjög ólíkar. Ég
dáðist oft að þér eins og þegar ég fór
að eiga börn. Þú áttir tíu börn og
misstir eitt við fæðingu. Núna ertu
sennilega hjá systur minni og öllum
sem þú saknaðir sárt.
Börnunum mínum þótti líka alltaf
gaman að koma til ömmu, þú sagðir
skemmtilegar sannar sögur úr Skála-
víkinni sem voru miklu skemmtilegri
en allar aðrar sögur, enda varst þú
góður sögumaður. Þú varst líka góð
söngkona. Það var yndislegt að heyra
þig syngja og ekki fáir söngtextarnir
sem þú kunnir. Þú varst líka alltaf
tilbúin til að hjálpa mér ef ég þurfti á
því að halda. Það góða við vinskap
okkar var að við gerðum allt að sjálf-
sögðum hlut eins og við værum ein
heild, sem við vorum. Það var líka
gott að vera hjá þér af því að við vor-
um mjög nánar. Þú baðst mig oft að
koma, ég sé aldrei eftir þeim stundum
með þér. Ég hefði þó viljað hafa þær
miklu fleiri. Það voru alltaf margir
sem komu heim til okkar. Þú kenndir
okkur margt í þessu lífi og það besta
er að þú kenndir mér að trúa á guð.
Mörg tár streyma niður vangann
minn elsku mamma, ég er mjög sorg-
mædd en það er gott að þú þurftir
ekki að vera lengi veik. Það er senni-
lega guðs vilji og ég trúi því að þú sért
hjá guði enda varstu mjög góð mann-
eskja og lifðir í guðsótta. Ég hugsa
um góðu stundirnar okkar og ef ég
ætti að skrifa allt um þig mamma þá
yrði það mjög stór bók. Það eina sem
við getum gert er að vera jákvæð. Við
sendum jákvæða strauma frá okkur,
það er mjög sterkt vopn. Ég ætla að
ganga fram veginn með það í hugan-
um og ég trúi því að allt í þessu lífi
verði þá mun léttara. Vona að þú gerir
það líka elsku mamma mín og ég trúi
því líka að leiðir okkar liggi saman
aftur. Ég kveð þig elsku mamma mín
með góðar minningar. Guð mun
styrkja okkur í þessari sorg og tóm-
leika. Hjartans þakkir fyrir allt. Þín
elskandi dóttir,
Sesselja Anna
Ólafsdóttir.
Mig langar að segja nokkur orð um
hana móður mína sem kvaddi þennan
heim 23. apríl 2008.
Elsku mamma, ég trúi því ekki að
ég komi ekki til með hitta þig aftur.
Það er svo margt sem mig langar til
að segja og læra af þér. Ég átti samt
32 ár með þér, mamma mín, og ætla
ég að geyma allar þær minningar eins
og ég get og minna börn mín, Jakob,
Kötlu og Tómas Geira, á þig og
hversu góð og dugleg kona þú varst
og hvað þú afrekaðir mikið á ekki
langri ævi.
Við pössum pabba fyrir þig,
mamma mín.
Til þín, Mamma:
Ég horfi á hafið og sé ekki neitt.
Elsku mamma, ég vildi að þú værir
hjá mér og þá myndum við sjá út á
hafið og sjá sólina koma og fara.
Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Lilja Debóra Ólafsdóttir.
Elsku mamma. Þú sem varst svo
góð og hjartahlý og vildir öllum vel.
Ég mun aldrei gleyma hve hendur
þínar voru mjúkar og hvað þú varst
með mjúkar kinnar sem alltaf var svo
gott að kyssa á. Ég mun aldrei
gleyma öllum hlutunum sem þú
kenndir mér. Ég mun heldur aldrei
gleyma hversu ánægð þú varst þegar
maður gerði eitthvað fyrir þig.
Elsku mamma, síðustu dagar hafa
verið líkt og í draumi sem ég get ekki
beðið eftir að vakna frá. Ég trúi því
ekki að þú sért búin að kveðja okkur
öll, pabba, systkinin og fjölskyldur
þeirra. Þetta gerðist allt svo fljótt,
mig hafði aldrei órað fyrir því að þú
værir svona mikið veik þegar þú varst
lögð inn á sjúkrahúsið á sunnudeg-
inum. Ég trúði því að þú mundir
hrista þetta af þér eins og áður. En
nei, því miður ákvað guð að slökkva á
kertaljósinu þínu þremur dögum síð-
ar.
Elsku mamma mín, núna ertu búin
að kveðja þennan heim og nú hittir þú
alla englana sem þú hefur þurft að
syrgja í gegnum tíðina. Þú munt
ávallt verða í mínu hjarta, elsku
mamma mín. Þín dóttir,
Nína Dís.
Elsku mamma, ég á eftir að sakna
þín og að geta ekki komið til þín upp á
Urðarveg. Ótrúlega mörg fyndin
minningabrot fljúga um hugann minn
þegar ég bý til þessa minningargrein,
sem koma mér til að hlæja. Enda
varstu skemmtilegur húmoristi sem
gast komið öllum í gott skap. Það var
alltaf skemmtilegt að koma með vini
mína heim og ekki síður börnin mín til
þín. Ég og börnin mín þökkum þér
allt gott sem þú gerðir fyrir okkur. Þú
varst elskuleg mamma og amma okk-
ar. Við kveðjum þig með söknuði,
kæra mamma og amma.
Ólafur Helgi Óafsson,
Stefán Örn, Ísak Rúnar
og Aþena Lilja.
Elsku hjartans amma mín.
Það er aðeins minningarnar sem
við eigum eftir þegar ástvinir okkar
falla frá og þessar minningar eru það
dýrmætasta af öllu. Þegar ég sit hér
og rifja upp minningarnar um þig þá
er það fyrsta sem kemur upp í huga
minn kleinubaksturinn. Ég að hjálpa
þér að baka og undirbúa kaffitímann
fyrir alla sem voru inni í Tungu með
afa. Þú bakaðir bestu kleinur í heimi,
amma mín. Einnig bænirnar, þér
fannst mjög mikilvægt að við lærðum
þær og það varst þú sem kenndi mér
þær allar, takk fyrir það, amma mín.
Þín er svo sárt saknað og mér finnst
ég hafa verið svo heppin að hafa átt
þig fyrir ömmu. Þú varst svo ótrúlega
rík kona, áttir 9 börn, 31 barnabarn
og 5 barnabarnabörn, þvílíkur fjöldi
og geri aðrir betur, ég segi ekki ann-
að.
Elsku amma, ég þakka guði fyrir
að hafa náð að koma vestur og fengið
að vera hjá þér síðasta sólarhringinn
það er mér svo dýrmætt að hafa náð
að kveðja þig. Þú varst allt of ung,
tekin frá okkur ekki nema 68 ára en
það er ekki að spyrja að því, guð tekur
þá fyrst sem hann elskar mest. En þú
mátt vita, amma, að við pössum öll
upp á afa fyrir þig og ekki má gleyma
honum Gulla, hann á sko eftir að
sakna þín.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég elska þig.
Þín
Sigríður Elín.
Elsku amma mín.
Takk fyrir allt.
Alltaf varst þú mér svo góð. Elsku
amma, þú ert sennilega besti engill
sem til er núna uppi á himninum.
Þinn
Jakob Fannar.
Þegar frétt barst af láti Helgu
Maju rifjuðust upp ljúfar minningar.
Minningar sem tengjast barnæsk-
unni og notalegum stundum hjá
ömmu á Hlíðarenda. Helga Maja kom
gjarnan í kaffi, var hláturmild og
skemmtileg og ekki datt barninu ann-
að í hug en að lífið væri auðvelt æv-
intýri. Spádómar í bolla þar sem
leyndust þyrlur, óvæntir gestir,
myndarlegir menn og sólrík sumur
voru meðal þess sem kryddaði til-
veruna. Á unglingsárum mínum unn-
um við Helga Maja saman um tíma í
rækjuverksmiðju og enn var hlátur-
inn og létta lundin hennar aðalsmerki.
Þegar ég horfi á lífið augum fullorð-
inna verður ljóst að það að koma 9
börnum á legg og reka stórt og er-
ilsamt heimili hefur ekki verið þrauta-
laust og varla margar tómstundir sem
þurfti að fylla. Helga Maja var ein af
þessum ónefndu hetjum hversdags-
ins, húsmæðrum sem unnu langa og
stranga daga sem ekki voru sniðnir
eftir reglugerðum um hvíldartíma.
Mér og fjölskyldu minni sýndi hún
ávallt elskusemi. Ömmu minni og
nöfnu reyndist hún alla tíð hinn besti
vinur og hjálparhella, víst er að hún
hefur tekið vel á móti Helgu. Að leið-
arlokum vil ég fyrir hönd fjölskyld-
unnar á Hlíðarenda þakka Helgu
Maju fyrir samfylgdina. Fjölskyldu
hennar sendum við einlægar samúð-
arkveðjur. Hún hvíli í friði.
Björg Aðalheiður Jónsdóttir.
Mig langar að skrifa hér örfá minn-
ingarorð um elsku systur mína, hana
Helgu Mæju.
Hún var alltaf hlý og yndisleg við
okkur hjónin og þegar við komum í
heimsókn vestur á Ísafjörð var alltaf
tekið á móti okkur með heimabökuðu
brauði og góðgerðum. Heimili hennar
var alltaf opið fyrir okkur hvort sem
við vorum tvö á ferð eða börnin og
barnabörnin með okkur. Í þessum
ferðum okkar var alltaf farið í Skála-
vík og við systur elskuðum þennan
stað. Helga tók alltaf til nesti og oftast
borðuðum við úti í yndislegu veðri og
nutum náttúrunnar og rifjuðum upp
bernskuárin.
Mig langar sérstaklega að minnast
ferðar, þar sem við systkinin fengum
lánaðan bústað í Skálavík og hluti af
hópnum gekk upp í Krofstaðaskál og
þar á meðal Helga. Þetta er nokkuð
löng leið og dáðist ég að henni systur
minni að komast alla leið upp. Þess
vegna vil ég láta þetta ljóð fylgja með
vegna ástar okkar systra á Skálavík
og þakka Helgu fyrir allt í þessu lífi.
Megi Guð geyma þig elsku systir þar
til við sjáumst næst.
Í Skálavík eigum við himin og haf
og háfjöll með þoku og ský.
Þetta er víkin sem Guð okkur gaf
nú gleðjumst við öll yfir því.
Í Skálavík brosir hin blíðasta sól
við blikandi úthafsins glóð
hún strýkur af alúð um hæðir og hól
sem hjartfólgið örlaga fljóð.
Og hafaldan úfin við sandinn að sjá
mun sýna þér hafmeyja fans
sem brjóstunum lyfta og földum frá
og faðminn þér bjóða í dans.
(Höf. Elí Kjaran.)
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Þín systir,
Enika Hulda.
Helga María systir mín er látin. Ég
er svo þakklátur fyrir það sem hún
gaf mér þegar við vorum ung í Skála-
vík. Þá skiptust þær mæðgurnar á að
sinna inniverkunum, allar vildu vera
úti í sólinni í heyskap. Þegar þú varst
að baka klatta þá fannst þér ótrúlega
seint að hækka á diskinum. Þú vissir
ekki að bróðir þinn teygði sig inn um
gluggann þegar þú varst við pönnuna
og stal því sem á diskinn kom.
Eitt var þó sem þú gast aldrei fyr-
irgefið mér, það var þegar þið syst-
urnar fenguð dúkkurúm í jólagjöf
sem voru of stutt fyrir brúðurnar
ykkar. Þá þótti mér ekkert mál að
redda því, og sló þau sundur og sagði
að það væri bara að lengja þau, það
tókst mér þó aldrei að gera. Þau eru
ekki mörg árin þegar þú minntir mig
á þetta og hvað þið systurnar höfðuð
grátið mikið yfir þessu. Það var alltaf
sama svarið hjá þér þegar maður
sagðist ætla að fara að heimsækja þig,
hvort sem við bjuggum erlendis eða
hérna á landinu. Já, elskurnar, komið
bara til mín, þið vitið að það er alltaf
nóg pláss hjá mér, alveg sama hvað
barnafjöldinn á heimilinu var mikill
þá var alltaf pláss fyrir gesti. Ég sagði
einhvern tíma við þig að það væri
ótrúlegt að eignast öll þessi börn. Þá
sagðir þú. Að eignast þessi börn
svona vel sköpuð er alveg ótrúleg
hamingja og að eiga svona yndislegan
mann, þetta er það sem maður þakk-
ar Guði. Hjartans systir mín. Heim-
urinn er fátækari eftir að við misstum
þig. Ég bið Guð að styrkja manninn
þinn sem er sársjúkur og börnin ykk-
ar sem og alla ættingja í sorg þeirra.
Guð styrki ykkur öll og styðji.
Björgvin Kristjánsson.
Elsku Helga systir. Ég trúi ekki að
þú sért farin en svona endum við öll.
Ég veit að nú líður þér vel, komin til
pabba og mömmu og systkina og
barna. Það var alltaf gaman að koma
til þín. Við hjónin og börnin fórum oft
í rúntinn á sunnudögum og fengum
okkur kaffi hjá þér þegar við bjugg-
um í Bolungarvík. Alltaf voru full
borð af nýbökuðum kökum eða okkur
var boðið að borða. Ég saknaði þess
þegar ég flutti suður.
Eiginmanni þínum, börnum,
barnabörnum og barnabarnabörnum
vottum við okkar innilegustu samúð.
Guð geymi þig, elsku systir, ég hugs-
aði alltaf til þín áður en þú fórst og nú
geymi ég þína minningu í mínu
hjarta. Kveðja,
Beta systir og fjölskylda.
Á snöggu augabragði líf mannlegt
endar skjótt. Það er skrítið, Helga
mín, að þú sért farin; rétt fyrir hálfum
mánuði að þú bauðst okkur fjölskyld-
unni í mat á Urðarveg 15. Ekki datt
mér í hug að þetta yrði síðasta mál-
tíðin okkar saman, við töluðum saman
um fjölskylduna og sumarið framund-
an, þú varst svo bjartsýn og við hlóg-
um og gerðum að gamni okkar. Þú
varst svo ánægð að ömmubarn þitt,
Óli Sveinbjörn, væri fluttur á neðri
hæðina hjá ykkur. Elsku tengda-
mamma, það er margs að minnast
þegar maður lítur um farinn veg, oft
fórum við saman með kaffi til karl-
anna okkar í næsta fjörð þar sem þeir
voru að heyja, og fórum í bíltúr í leið-
inni og kíktum á mannlífið í kringum
okkur, þú sagðir mér frá því í gamla
daga þegar þú fórst með allan barna-
hópinn upp á tún og hjálpaðir til að
rifja, sem allt var gert með höndun-
um, margt er breytt síðan þá. Oft rölt-
ir þú til okkar í kvöldkaffi með prjón-
ana þína og við sátum saman tvær og
spjölluðum og biðum eftir að þeir
feðgar færu að koma, og á góðviðr-
isdögum þegar við sátum úti á svölum
og sleiktum sólskinið og drukkum
kaffi. Þér var umhugað um þá sem
minna máttu sín og voru veikir og lést
biðja fyrir þeim. En lífið var þér ekki
alltaf auðvelt, Helga mín, heilsu þinni
hrakaði mjög síðustu ár, en alltaf var
stutt í grínið og glettnina hjá þér og
þú sást oft spaugilega hliðina á hlut-
unum og hafðir gaman af.
Mig langar að þakka þér, tengda-
mamma, samfylgdina öll þessi ár og
bið guð að geyma þig. Elsku tengda-
pabbi, missir þinn er mikill. Við biðj-
um guð að styrkja þig og styðja og
börnin þín og aðra ástvini. Ég votta
þér mína dýpstu samúð og fjölskyld-
unni allri.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Hulda V.
Steinarsdóttir.
Helga María
Kristjánsdóttir
Elsku amma okkar. Nú
ertu dáin og orðin að fal-
legum engli á himnum. Takk
fyrir alla ullarsokkana. Við
söknum þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Valur Brynjar og
Samúel Jóhann
HINSTA KVEÐJA