Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 37 ✝ Lilja Ólafsdóttirvar fædd í Skála- koti í Vestur- Eyjafjallahreppi 21. apríl 1915. Hún lést að dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli 28. apríl sl. Lilja var dóttir hjónanna Ólafs Eiríkssonar, f. 28. mars 1892, d. 16. okt. 1972, og Guð- rúnar Nikólínu Snorradóttur, f. 21. nóvember 1883, d. 8. maí 1933. Þau bjuggu í Skálakoti undir Eyjafjöll- um. Lilja var næstelst 7 systkina sem öll eru nú látin ásamt mökum. Elstur var Bjarni Marinó, kvæntur Katrínu Mörtu Magnúsdóttur. Þriðji í röðinni var Kjartan, ókvæntur, þá Áslaug Fanney, gift Guðmundi Óskari Jónssyni, þá Ól- ína, gift Ólafi Guðmundssyni. Næstur í röðinni var Sveinjón, ókvæntur og yngst Steinunn Lauf- ey, gift Árna Guðmundssyni. Lilja giftist sumarið 1946 Árna Sæmundssyni hreppstjóra í Stóru- Mörk, f. 30. nóvember 1909, d. 28. sept. 1986. Hann var sonur hjónanna Sæmundar Einarssonar, hreppstjóra í Stóru-Mörk, f. 19. júní 1872, d. 16. ágúst 1951, og Guðbjargar Maríu Jónsdóttur, hús- freyju í Stóru-Mörk, f. 30. desem- ber 1889, d. 30. júní 1961. Þau Árni og Lilja eignuðust sam- an 8 börn en fyrir átti hún Alfreð Ragnhildur og Ólafur Árni. Lilja ólst upp í Skálakoti og vann að bústörfum bæði úti sem inni. Átján ára gömul missti hún móður sína og tók þá við heimilishaldi og annaðist um yngri systkini sín auk þess að sjá um öldruð skyldmenni sem á bænum bjuggu. Eitthvað hafði hún áður verið í vist, sem kallað var, einkum í Vest- mannaeyjum og víðar. Seinna, eftir að Bjarni bróðir hennar tók við búi í Skálakoti, vann hún sem matráðs- kona fyrir vinnuflokka bæði í vega- vinnu og smíðum. Annars var Lilja fyrst og fremst ræktunarkona og ræktaði garðinn sinn auk þess sem hún var húsmóðir og móðir sem aldrei féll verk úr hendi. Árni var mikill félagsmálamaður þar sem skyldur kölluðu hann oft af bæ auk þess sem hann til tekjuöflunar vann sem sláturhússtjóri í Djúpa- dal í 40 haust. Á meðan hvíldi búið á herðum Lilju til viðbótar við hús- móður- og uppeldisstörfin með sín 9 börn. Það þurfti sterk bein til að standast það álag enda urðu vinnu- dagarnir oft langir. Lilja starfaði lengi í Kvenfélaginu Eygló og var einn af heiðursfélögum félagsins. Þá söng hún í áratugi með kirkju- kór Eyfellinga. Síðustu árin starf- aði hún með félagi eldri borgara í Rangárþingi og hafði af því starfi mikla ánægju. Seinustu ár ævinnar dvaldi hún á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og naut þar umönnunar starfsfólks þó hug- ur hennar dveldi ávallt heima í sveitinni hennar. Útför Lilju fer fram í dag, laug- ardag, frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum kl. 13. Heiðar, f. 11. júní 1938, sem flutti með móður sinni að Stóru- Mörk og gekk Árni honum í föðurstað. Hann er kvæntur Margréti Stef- ánsdóttur og eiga þau Stefán, Árna og Eið. Fyrst barna Árna og Lilju er 1) Sæmundur, f. 24. október 1946. Hann er kvæntur Önnu Sigurveigu Sæ- mundsdóttur og eign- uðust þau Árna og óskírðan son, látinn. 2) Ólafur, f. 22. maí 1948, í sambúð með Jónu Kristjánsdóttur og eiga þau Árna. 3) Guðjón, f. 5. júlí 1949, kvæntur Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur og eignuðust þau Sigurð Einar, Árna látinn, Árna Þór og Ævar Örn. 4) Einar Þór, f. 23. október 1950, kvæntur Elínu Kristínu Sæmunds- dóttur og eiga þau Guðlaugu, Lilju, Sæmund og Önnu Rún. 5) Rúnar, f. 29. apríl 1952, kvæntur Guðrúnu Hrönn Gissurardóttur og eign- uðust þau Sólrúnu, Árna Rafn, Klöru, látin, og Gissur Þór. 6) Guð- björg María, f. 9. nóvember 1954, í sambúð með Kristjáni Mikkelsen og eiga þau Lilju Björk. 7) Ásgeir, f. 24. apríl 1956, kvæntur Rögnu Baldvinu Aðalbjörnsdóttur en þau eiga Aðalbjörgu Rún, Árna, Aldísi Stellu og Lilju Rut, en fyrir átti Ás- geir Hafdísi. 8) Sigrún Erla, f. 22. september 1957. Hennar börn eru Amma mín Lilja Ólafsdóttir frá Stóru-Mörk er dáin. Ég var í sveit hjá ömmu og afa í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum í mörg sumur þegar ég var barn og fram á unglingsárin. Margar minningar á ég frá þessum tíma. Í sveitinni voru allajafna margir í heimili, bæði fjölskyldan og oft ann- að vinnufólk og var auðvitað mikið verk að sjá um svo stórt heimili og mæddi þar mest á ömmu. Auk þess var mikill og stöðugur gestagangur á bænum. Það var því oft mikið líf og fjör í Stóru-Mörk á þeim árum. Lífið hjá ömmu og afa snerist um það að vinna og frí og tómstundagaman þekktist varla. Reyndar töldu þau slíkt almennt vera hinn mesta óþarfa. Þetta átti ég oft erfitt með að skilja. Maður var látinn vinna hin ýmsu störf og vinnudagurinn varð oft lang- ur og strangur. Aðalstarfið var í upp- hafi að reka kýrnar og að hjálpa til í fjósinu. Síðan var það aðallega hey- skapurinn og svo auðvitað smala- mennskan auk alls kyns annarra starfa er sinna þurfti. Þegar ég hafði aldur til fékk ég svo að vinna á drátt- arvélunum og það þótti mér mikil upphefð. Mér er sérstaklega minnis- stætt að við krakkarnir vorum látin raka mikið með hrífu jafnhliða því að vélar voru notaðar við heyskapinn og varð ég nú oft ansi þreyttur á því og ræddi þau mál gjarnan við ömmu. Eitt sumarið varð ég svo leiður að ég strauk úr vistinni og fór fótgangandi nokkra kílómetra eftir veginum og gekk upp á Litla-Dímon. Eftir að hafa setið þar alllengi í þungum þönk- um var ég orðinn glorhungraður og ákvað því að snúa aftur og hætta við allt saman en bjóst við því að fá skammir fyrir. Amma tók hins vegar vel á móti skömmustulegum strákn- um með dýrindis kræsingum þegar hann kom til baka og allt féll í samt lag aftur. Þrátt fyrir allt var nú oftast gaman í sveitinni. Var amma stöðugt að frá morgni til kvölds og hugsaði um að öllum, jafnt mönnum sem dýr- um, liði vel en hugsaði minna um sjálfa sig. Alltaf var nóg af mat fyrir alla og gestir gátu treyst því að born- ar væru í þá kökur og annað góðgæti þegar þá bar að garði. Þrátt fyrir miklar annir gaf amma sér samt ávallt tíma til að dunda sér í litla mat- jurtagarðinum sínum sem hún lagði einstaka natni við og þar held ég að hún hafi oft átt kyrrðarstund frá amstri dagsins.Var amma mikið nátt- úrubarn og lýsti gjarnan andstöðu sinni við notkun tilbúins áburðar og fáraðist oft yfir allri þessari tækj- anotkun við bústörfin. Amma átti stundum erfitt enda gjarnan undir miklu álagi en aldrei bar hún tilfinn- ingar sínar eða líðan á torg. Þó að amma hafi aldrei leyft sér neinn mun- að og sjaldan farið í frí átti hún mik- inn fjársjóð í öllum börnunum, barna- börnunum og barnabarnabörnunum sínum sem voru líf hennar og yndi alla tíð. Síðast þegar ég heimsótti ömmu á Kirkjuhvol ásamt fjölskyldu minni var hún mjög hress og ræddum við hin ýmsu mál enda mundi hún svo margt frá því ég var í sveitinni. Eitt af því sem hún mundi sérstaklega eftir var strok mitt frá Stóru-Mörk og átt- um við skemmtilegt samtal um það. Ég kveð þig, elsku amma, sem hefur gefið mér svo margt og minnist þín sem einstakrar ömmu. Stefán Alfreðsson. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp með ömmu á næsta bæ. Amma sá alltaf til þess að öllum liði vel í kringum sig og vorum við ávallt velkomin til hennar. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá henni og gát- um við alltaf gengið að því vísu að hún ætti kleinur, flatkökur og mjólk handa okkur. Amma hafði unun af allri ræktun og var stóri matjurtagarðurinn henn- ar í miklu uppáhaldi hjá okkur krökk- unum því að allt sumarið gátum við nælt okkur í radísur, gulrætur, rófur og rabarbara til að narta í. Við höfðum mikið gagn og gaman af því að hlusta á sögurnar hennar. Sögur frá því hún var ung og hvernig sveitastörfin hafa verið unnin í gegn- um tíðina. Þá voru þær ófár vísurnar og ljóðin sem hún fór með fyrir okkur á góðum stundum, mörg hver hafði hún lært í barnaskóla og kunni enn. Alltaf þótti okkur einnig vænt um gjafir frá henni, yndislegir ömmu- sokkar, vettlingar, spil og nammi og iðulega leyndist smá aur, eins og hún kallaði það, í tánni á sokkunum. Það hafa ófáir fætur hlýjað sér í sokkum frá henni ömmu og sá hún alltaf til þess að öll fjölskyldan og fleiri til fengju hlýja sokka. Amma bjó yfir ómældri ást og um- hyggju gagnvart öllum mönnum og málleysingjum. Vellíðan dýranna var henni hjartans mál og höfum við öll tekið hana til fyrirmyndar í því. Henni var sérstaklega umhugað um smáfuglana á köldum vetrum og gaf þeim alltaf fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér. Þar gátum við setið lengi saman og horft á þá kroppa. Við erum þakklát fyrir alla þá visku og umhyggju sem amma veitti okkur á lífsleiðinni og minnumst hennar með gleði í hjarta og látum fylgja með eitt af hennar eftirlætisl- jóðum. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Hafdís, Ragnhildur, Aðalbjörg Rún, Árni, Ólafur Árni, Aldís Stella og Lilja Rut. Elsku Lilja. Lífi þínu á þessari jörð er lokið, þú ert farin til starfa í öðru lífi. Þú varst ein af þessum sérstöku konum, unnir þinni sveit og þar leið þér best. Þú hafðir tölu á öllum barna- og barna- barnaskaranum, sem mér fannst allt- af merkilegt. Þér var annt um að þeir sem sóttu þig heim í sveitina færu frá þér saddir og sælir í mat og drykk. Þegar ég kom fyrst í sveitina til þín með Stefáni þá tókstu mér vel, mér finnst ég heppin að fá að hafa kynnst þér og við gátum oft rætt saman þeg- ar við hittumst, sem var alltof sjald- an. Síðustu árin var þitt heimili á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli og þar heimsótti ég þig síðast og við spjölluðum um heima og geima. Lífið er oft svo undarlegt, maður reiknar með að hver og einn muni alltaf verða til staðar en svo einn daginn verður breyting, einhver hverfur burt úr líf- inu, hverfur á vit annarra starfa í öðru lífi, lífi þar sem ég er sannfærð um að allt lúti öðrum lögmálum en hér á jörð. Þeir sem horfnir eru af þessari jörð endurnýja kynnin og ást- vinir sem farnir eru á undan, hittast að nýju. Það er engin þjáning, engir verkir, bara sæla. Það útaf fyrir sig er gleðilegt. Elsku Lilja, takk fyrir allar sam- verustundirnar í þessu lífi, þær mun ég geyma í minni mínu. Far þú í friði. Björk Jónsdóttir. Í dag, 3. maí, flutti ég austur að Stóru-Mörk. Í dag, 23 árum seinna kveð ég tengdamóðir mína hinstu kveðju. Hún var húsmóðir og bóndi af gamla skólanum, ósérhlífin, dugleg, nýtin og nægjusöm og mátti helst ekkert aumt sjá hvort sem það voru menn eða dýr. Hún var vel gefin og hefði átt mjög auðvelt með að ganga menntaveginn en á þeim árum gekk vinnan fyrir. Ung að árum tók hún að sér heimilið í Skálakoti þegar móðir hennar lést, og mótaði sú lífsreynsla hana alla tíð. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Hver í fjölskyldunni hefur ekki ylj- að sér með góðum ömmusokkum? Eða litlir puttar fengið að opna jóla- og afmælispakka með fallegum vett- lingum og sokkum frá henni Ömmu í Mörk. Fjölskyldan var hennar fjársjóður, börnin hennar, tengdabörnin og barnabörnin. Þegar komið er að leiðarlokum og löngum vinnudegi lýkur, eftir 93 ár skal engan undra að þreyta sækir að vinnulúnum höndum sem hafa um dagana mörgum kinnum strokið, leitt litlar hendur um hlað og tún, séð til þess að ætíð væri allt nýtt til hins ýtr- asta, að ekkert færi til spillis, hvorki af mat né vinnutíma. Margar samverustundir höfum við átt saman á þessum árum hvort sem það var við útiverkin, við að sinna skepnunum, eða heima við og sé ég þá hana fyrir mér sitjandi með prjóna sína, því hver stund dagsins var nýtt til hins ýtrasta. Vorið og sumarið var hennar árs- tími, fuglasöngur, litlu lömbin að fæð- ast, kýrnar að fara út og öll vorverkin sem þurfti að gera helst í gær. Þannig var hún tengdamamma og þannig munum við hana. Elsku Lilja, takk fyrir samfylgd- ina, takk fyrir að taka mér vel, stelp- unni úr sjávarþorpinu sem ekkert kunni í sveitarstörfum. Minning um hana mun lengi lifa í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir, Ragna. Elsku langamma, takk fyrir allt. Nú ertu búin að kveðja okkur og farin til að hitta langafa. Okkur fannst gott að koma til þín í sveitina og síðast þegar við hittum þig á Hvolsvelli varstu að segja okkur frá því þegar pabbi reyndi að strjúka úr sveitinni þegar hann var lítill. Þá hlóstu dátt, þér fannst fyndið að hann skyldi reyna að strjúka frá ykkur. En takk fyrir að segja okkur frá þessu. Íris Harpa var nú heppin að fá að vera í sveitinni hjá þér að sumri til. Þú bakaðir heimsins besta flatbrauð og þú vildir alltaf að allir færu frá þér saddir. Þú sendir okkur alltaf prjónaða sokka eða vettlinga í jólagjöf og það kom sér alltaf vel. Elsku langamma, nú getur þú prjónað á litlu englana og gefið þeim flatbrauð með osti. Við þökkum þér allar góðar stund- ir, elsku langamma, far þú í friði. Eva Sóley Stefánsdóttir og Íris Harpa Stefánsdóttir. Lilja Ólafsdóttir ✝ Okkar ástkæri JÓSEF HALLDÓRSSON byggingameistari, til heimilis á Dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sem andaðist mánudaginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS A. EVENSEN, Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi, áður til heimilis á Árbraut 5, Blönduósi, sem lést föstudaginn 18. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar á Heilbrigðisstofn- uninni fyrir frábæra umönnun. Anne Jóhannsdóttir, Erla B. Evensen, Guðmundur Haraldsson, Þorvaldur I. Evensen, Charlotta Evensen, Jóhann K. Evensen, Elísabet Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS GUÐNASON, Langholtsvegi 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.00. Örn Úlfar Andrésson, Jóhanna Stefánsdóttir, Kristín Rós Andrésdóttir, Björn Ástvaldsson, Gunnar Már Andrésson, Bjargey Stefánsdóttir, Sigrún Andrésdóttir, Þorleifur Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.