Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 39

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 39 Það var þó allt umborið af góðvilja og húmor. Það er ekki heiglum hent að reka hefðbundinn búskap á tímum nið- urskurðar og samdráttar í landbún- aði. Til marks um það má nefna að þegar Óli og Nanna byrjuðu búskap var búið á 13 jörðum í Haukadal, en nú er þar einungis rekinn búskapur á fimm jörðum. En hjónin á Leik- skálum voru samhent og þrautseig og sigruðust á hverjum vanda uns þau hættu búskap árið 2004, en bjuggu áfram á Leikskálum og stunduðu vinnu utan heimilis. Óli og Nanna eignuðust tvö myndarbörn, Kristínu Guðrúnu og Viðar Þór. Á heimilinu ólst einnig upp að miklu leyti Sædís Birna, dóttir Kristínar og sambýlismanns hennar Sæ- mundar Björnssonar, sem féll frá af slysförum ungur maður. Nú er komið að minni síðustu færslu í lífsbókina hennar Nönnu og að leiðarlokum þakka ég hjart- anlega fyrir einkar ánægjulega samfylgd. Þegar ég rita þessi fá- tæklegu orð þá er sól úti og bráðum sumar, en ég sakna hlýjunnar. En minningin um Nönnu verður þó í mínum huga ávallt umvafin sól og hlýju. Elsku Óli, Kristín, Sædís, Viðar, Fanney, Sigurvin Þórður og Gróa Margrét. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að milda ykkar mikla missi og styrkja ykkur í sorginni. Benedikt Jónsson. Það eru vordagar – og enn leng- ist dagurinn og við væntum hlýju og sumarsólar – því sumarið er komið og í gleði okkar og fögnuði óskum við hvert öðru gleðilegs sumars og þannig hefur það verið á þessu landi um aldir. En dagarnir koma og fara – hver dagur á sína sögu, það skiptast á skin og skúrir, gleði og sorg. Á þessum fyrstu sumardögum hefur sorgin komið óvænt. Ung kona er fallin frá og allt virðist nema staðar. Okkur er orðvant, þannig er það með okkur flest. Snögg breyting þegar samferðafólk okkar hverfur fljótlega – þá eru flestir óviðbúnir. Nanna Hjaltadóttir var ung kona rúmlega 50 ára. Hún var glöð og hress og það geislaði af henni góð- vild og vinsemd alla daga hvar sem hún fór. Hún var falleg kona, klæddi sig smekklega, og bar sig ávallt vel – án nokkurs tildurs eða tilgerðar. Það var bændahátíð í Dölum. Búnaðarsamband Dalamanna stóð fyrir henni. Hátíðin var haldin í Búðardal og var vel sótt ekki síður af ungu fólki en hinum eldri. Unga fólkið klæddist ekki allt sparifötum – það var tíska þá. Í þessum fjöl- menna hópi kom eitt par sem skar sig úr fjöldanum – svo eftir var tek- ið. Þetta voru þau Nanna og Óli á Leikskálum. Þannig var það þá og jafnan síðan. Nanna var listræn kona, hún var leiðbeinandi við „föndur“ eldri borgara í Búðardal (Silfurtúni) Eftir að þau hjónin hættu búskap var hún við heimilisþjónustu hjá eldra fólki og fór þá út um sveitir og í Búðardal með þessa þjónustu. Þannig kynntumst við best er hún var að aðstoða og hjálpa til á heim- ili okkar í Hundadal. Það var lán okkar að kynnast henni og verkum hennar og hjálpsemi, það birti yfir þegar hún var komin með bros sitt og gleði. Hún var ljósgeisli í okkar byggð og munu margir undir það taka. Við söknum hennar mjög og það gera margir. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur eiginmanni, börnum, barnabörnum, foreldrum og systkinum, sem og tengdafor- eldrum svo og öðrum vinum Blessuð sé minning þessarar elskulegu konu. Lilja og Hjörtur. Þegar fréttin barst um að hún Nanna okkar væri dáin þá fannst okkur eitthvað hrynja inni í okkur. Hún var ein af okkur hér í Silf- urtúni, hún sá um handavinnuna hér og las fyrir heimilisfólkið. Allir elskuðu hana, hún var yndisleg á allan hátt, hláturinn hennar var svo smitandi að allir komust í gott skap nálægt henni. Hún gaf svo mikið af sér til okkar allra. Það verður erfitt að fylla skarðið sem hún lætur eftir sig bæði hér og annars staðar. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að þakka fyrir yndisleg kynni og allar góðu samverustund- irnar hér og í ferðalögunum okkar á sumrin. Við biðjum guð að styrkja fjölskyldu, foreldra og tengdafor- eldra hennar á þessum erfiðu tím- um. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin lifir hér á meðal okk- ar, elsku Nanna. Heimilis- og starfsfólk í Silfurtúni. „Lækkar lífdaga sól“ kom upp í hugan þegar ég frétti að Nanna skólasystir mín væri dáinn, hún sem var á besta aldri. Við vorum skólasystur frá Laugaskóla í Sæ- lingsdal, þar var heimavist og kynntust krakkarnir mjög vel þar og urðu vinir. Eftir skólagönguna höfðum við oft hist eins og gengur og gerist svona í gegnum árin og alltaf var Nanna brosmild og kát, það var hennar sér einkenni. Við höfðum hist fyrir nokkrum árum, árgangurinn okkar frá Laugum, og var það mjög gaman og var Nanna í nefndinni sem stóð í þeim und- irbúningi. Alltaf stóð til að koma saman aftur og ræddum við það þegar við hittumst fyrir um það bil ári síðan, en það varð ekkert af því, vegna þess að manni finnst alltaf vera nægur tími til að gera hlutina. Ég vil kveðja þessa skólasystur mína með ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíl í friði. Ingunn Sigurðardóttir. Mig langar að minnast hennar Nönnu Hjaltadóttur með örfáum orðum. Hún var tekin frá okkur allt of fljótt.. Ég var svo lánsöm að fá að verða henni samferða um skeið. Við unnum saman við að leiðbeina öldruðum Dalamönnum á Silfurtúni í Búðardal. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá henni Nönnu og hún var einstaklega ljúf og góð kona með notalega nærveru, auk þess að vera afbragðs hand- verkskona frá náttúrunnar hendi. Ég fékk hana til að ganga í FAG félag leiðbeinenda, og eru í því kon- ur alls staðar að af landinu sem vinna við að leiðbeina öldruðum. Í fyrra héldum við námsstefnu eins og félagið gerir annað hvert ár og var hún haldin í Borgarnesi. Þá var Nanna búin að vera eitt ár í félag- inu og var á báðum áttum með að mæta en ég hvatti hana til þess sem hún gerði og var mjög ánægð með helgina sem við eyddum saman ásamt 40 öðrum konum við handa- vinnu og aðra skemmtun. Nanna féll strax í hópinn og var vel tekið enda ekki erfitt að láta sér líka vel við þessa ljúfu og skemmtilegu konu. Þar sem svona margar hand- verkskonur eru saman komnar ríkir alveg sérstakur andi, léttur og góð- ur. Mikið var talað og var helgin fljót að líða. Fyrir hönd félagsins okkar, FAG, sendi ég fjölskyldu hennar ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Álfheiður Erla Sigurðardóttir. Það er skrítið hvað tilveran breytist og að það sem alltaf hef- ur verið til staðar hverfur á braut. Við systkinin höfðum haft afa og ömmu á Kópavogsbraut sem fastan punkt í lífi okkar. Þótt aðrir í stórfjöl- skyldunni væru á farandsfæti var alltaf hægt að ganga að því vísu að þau væru heima og tilbúin að taka á móti okkur og spjalla. Okkur langar til að minnast afa Sverris sem við erum nú að kveðja. Hann afi okkar var einstök manngerð. Hann var víðlesinn og klár maður og við gátum alltaf treyst á að fá svör við öllu sem við spurðum hann að, ef ekki strax þá var hann búinn að fletta því upp fyrir næstu heimsókn. Hann hafði mikinn áhuga á að hjálpa okkur þegar við vorum í skóla og þær eru ófáar og ómetanlegar stundirnar sem við eyddum við skrifborðið hjá honum. Hann var alltaf glaður að sjá okkur og tók alltaf vel á móti okkur þegar við kíktum í heim- sókn. Afi var alltaf snyrtilegur, alltaf nýrakaður með góðan ilm, í skyrtu og með axlabönd og hann var alltaf með bindi, meira að segja þegar hann var að vinna í garðinum. Sverrir Arngrímsson ✝ Sverrir Arn-grímsson fædd- ist á Akureyri 30. júní 1918. Hann lést á heimili sínu mið- vikudaginn 9. apríl síðastliðinn og fór fór útför hans fram frá Digra- neskirkju 17. apríl. Garðurinn hans afa er stór og flottur og var afi mjög duglegur að dytta að honum. Þegar við vorum lítil fannst okkur gaman að leika okkur í þess- um risastóra garði og ekki þótti okkur leið- inlegt þegar afi lán- aði okkur stækkunar- gler til að beina í sólina og brenna blað eða lauf. Þegar strák- arnir á fótboltavellin- um hinum megin við götuna spörkuðu óvart boltanum yfir í garðinn lét hann það ekkert fara í taugarnar á sér heldur lag- færði hann girðinguna svo að þeir meiddu sig ekki þegar þeir klifr- uðu yfir. Afi hugsaði líka vel um fuglana í garðinum sínum, hann smíðaði fyr- ir þá hús og bjó til baðlaug þar sem þeir busluðu eins og lítil börn. Það var mjög gaman að sitja í gróðurhúsinu og fylgjast með þeim gera hreiður og koma ungunum sínum á legg. Fuglarnir voru nán- ast eins og gæludýrin hans, hann gaf þeim á hverjum degi, ekki bara venjulegt fuglafóður heldur sér- blandaðan veislumat. Einu sinni þegar hann fór í smáferðalag fékk hann meira að segja Hreiðar til að koma við á Kópavogsbrautinni til að fóðra þá. Með söknuð í hjarta kveðjum við hann afa Sverri. Jóelsbörn. Elsku tegndapabbi. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir öll árin og allar samverustundirnar sem við áttum. Við vitum öll sem til þekkjum að það var ávallt ánægju- legt að koma til ykkar í heimsókn á Kópavogsbrautina. Svo ekki sé minnst á allar samræðustundirnar með þér, þú varst mikill visku- brunnur og hafðir ávallt eitthvað til málanna að leggja. Mér og syni þínum þótti ekki leiðinlegt þegar þú komst í heimsókn til okkar í sumarbústaðinn fyrir austan fjall og fylgdist með framgangi í skóg- ræktinni, þú hafðir mikinn áhuga á þessu öllu, enda vel að þér í þeim málum. Seinustu mánuði höfum við átt okkar stundir þegar ég kom og klippti þig af og til. Mér er of- arlega í minni síðasta skiptið sem ég klippti þig og snyrti augabrún- irnar. Þú sagðir við mig í einlægni að nú ættirðu ekki langt eftir og brostir til mín, og lést þau orð falla að ég yrði nú fjörgömul kona. Að þeim orðum töluðum kom hún tengdamamma inn í samræðurnar og spurði hvort ég gæti ekki litað augabrúnirnar á karlinum og hló. Þarna sá ég hvernig ástin og virð- ingin skein á milli ykkar. Enda fannst þér Áslaug vera fallegasta og besta kona í heimi. Ég ætla að kveðja og þakka þér fyrir allan hlý- huginn og ástina sem þú gafst dætrum mínum þremur, þær lifa á því alla ævi. Með þessum orðum kveð ég þig kæri vinur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Steinþóra. Elsku amma mín, ég sit hér og rifja upp allt um þig er ég Hulda Kristinsdóttir ✝ Hulda Krist-insdóttir fæddist í Samkomugerði í Eyjafirði 28. mars 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 19. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyr- arkirkju 4. apríl. skrifa þetta, minn- ist þín og alls sem þú sagðir mér. Sög- urnar úr Sam- komugerði, og þeg- ar þið fluttuð í bæinn og hvernig lífið hefði aldeilis breyst í gegnum árin. Ég mun aldr- ei gleyma því hvað þú varst góð við mig þó að þú hafir getað verið stríðin líka en þú gekkst alltaf við því. Hvað skal segja meira? Það er af alltof mörgu að taka og ennþá erfitt að trúa að þú hringir ekki oftar í mig til þess að spjalla líkt og þú gerðir, að eiga ekki eftir að sjá nafnið þitt á sím- anum. Það er svo erfitt að við- urkenna þetta allt saman eftir öll þessi ár sem þú hefur fylgst með og passað mann og stutt við. Það er sárt að þú sért farin og það er sem það vanti eina stoð undir mann, svo mikill er miss- irinn. En núna ertu komin til afa og þið eruð loksins aftur saman eftir langan tíma í sundur. Ég bið að heilsa. Ásgeir. Þá hefur hún Dísa frænka föðursystir mín kvatt þennan heim, en hún andaðist 12. mars síðastliðinn hátt á 95. aldursári. Þetta er hár ald- ur, enda er ættin hennar skráð hjá Kára Stefánssyni sem langlíf ætt. Vigdís var næstyngst 8 systkina og eru þau öll látin nema yngsti bróðirinn Gestur Mosdal, f. 1919. Það fyrsta sem ég man eftir Dísu var þegar hún átti heima á Sólbakka ásamt Þórði eiginmanni sínum og börnum þeirra Jóni og Rannveigu sem var 1 ári yngri en ég. Það var mikill samgangur á milli heimilanna á Sólbakka og Forsætis þar sem ég var fædd og uppalin. Sólbakki var í túnjaðri Forsætis og amma okkar María var til heimilis hjá mínum for- eldrum til dauðadags. Minningarnar frá þessum árum eru mjög góðar og mér er sérstak- lega minnisstætt hvað garðurinn við Vigdís Kristjánsdóttir ✝ Vigdís Kristjáns-dóttir fæddist á Minna-Mosfelli 23. júní 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 12. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 19. mars. Sólbakka var alltaf fallegur og snyrtileg- ur. Það var því mikil breyting fyrir mig þegar þau fluttu á Selfoss, þá var ég 7 ára, en áfram héldust góð sambönd, því Dísa og fjölskylda voru dugleg að koma að Forsæti og heim- sækja ömmu og mað- ur naut góðs af, fékk oft pakka með ein- hverju góðgæti og fékk að fara með þeim og vera orlofsnætur á Selfossi sem þótti nú ekki lítið sport. Árið sem amma dó í Forsæti 1964 fór ég um haustið í Gagnfræðaskól- ann á Selfossi og var þar í 2 vetur. Þá fékk ég að vera á heimili Dísu og Þórðar að Smáratúni 20b og var þar tekið eins og ég væri dóttir þeirra og verð ég ævilangt þakklát þeim fyrir þennan tíma. Það heyrðist aldrei annað en það væri sjálfsagður hlutur að systkina- börnin væru þar til heimilis hvert af öðru. Hún hjálpaði mér líka að sauma marga flíkina, t.d. fyrir árshátíðirnar í skólanum o.fl. Eftir að ég fór að búa á Selfossi var hún alltaf til staðar að passa o.fl. Dísa var ein af þessum listakon- um síns tíma, sem fór lítið fyrir. Hún var sjálfmenntuð á flestum sviðum, hún spilaði á orgel, málaði, saumaði, smíðaði og það lék allt í höndunum á henni, hún bæði hannaði og fram- kvæmdi. Hún hafði ákveðnar og sterkar skoðanir en var jafnframt réttsýn og með góðan húmor og sá oft spaugilegu hliðarnar á málum og það var gaman að spjalla við hana og hennar aðalstarf var að þjónusta aðra og láta öllum líða vel í kringum sig. Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni þegar Jonni varð bráðkvaddur árið 1988, 46 ára að aldri, og sex árum seinna deyr Þórð- ur. Dísa hélt áfram að búa ein í íbúð þeirra í Smáratúni 20b. Hún naut góðrar aðstoðar Rannveigar dóttur sinnar og hennar fjölskyldu og aðdáunarvert var að sjá hvað kært var alla tíð með þeim mæðgum. Árið 2005 fékk hún heilablóðfall og síð- ustu ár ævi sinnar var hún máttvana í hægri handlegg og sjón og heyrn mjög farin að daprast og var það þessari dugnaðarkonu erfitt að geta ekkert gert til gagns og dægrastytt- ingar en hún hélt fullri hugsun til dauðadags og lést á Hjúkrunar- deildinni Ljósheimum þar sem hún hafði dvalið síðustu 3 árin. Elsku Dísa mín: Ég og mín fjöl- skylda kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt. Elsku Rannveig og fjölskylda og aðrir ættingjar, innilegar samúar- kveðjur. Guðbjörg Þ. Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.