Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 40

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 40
40 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ HANNES Hlífar Stefánsson vann Matej Sebenik frá Slóveníu í tíundu og næstsíðustu umferð Evrópumóts einstaklinga sem fram fór í Plovidv í Búlgaríu á fimmtudaginn. Hannes lagaði stöðu sína talsvert með þess- um sigri og er með 5½ vinning og situr í 81.–148. sæti. Héðinn Stein- grímsson tapaði í 10. umferð fyrir Þjóðverjanum Leonid Kritz og er með 5 vinninga fyrir lokaumferðina og er í 149.–194. sæti. Eins og áður hefur komið fram er mótið geysisterkt en tæplega 200 stórmeistarar af 333 hófu keppni. Mikil óvissa ríkir um það hver hljóti Evrópumeistaratitilinn en hvorki fleiri né færri en sjö skákmenn voru í efsta sæti fyrir lokaumferðina sem fram fór í gær. Miklar líkur er á því að grípa verði til úrslitakeppni enda gerir dagskrá mótsins ráð fyrir þeim möguleika. Staða efstu manna er þessi: 1.–8. Sergei Movsesian (Slóvak- íu), Sergei Volkov (Rússlandi), Emil Sutovsky (Ísrael), Vladimir Baklan (Úkraínu) Erwin ĹAmi (Frakk- landi), Pavel Tregubov (Rússlandi), Sergei Tiviakov (Hollandi), Yuri Kryvorucko (Úkraínu) Það vakti nokkra athygli um dag- inn þegar Boris Spasskí, fyrrum heimsmeistari, sem kom hingað vegna minningarathafnar um Bobby Fischer, hélt því fram að tölvurnar hefðu eyðilagt skákina. Óhætt er að fullyrða að tölvurnar hafi gerbreytt skákinni og þau vinnubrögð sem þóttu góð og gild í eina tíð eru ekki líkleg til árangurs í dag. Allir bestu skákmenn heims láta töluforrit reikna út helstu afbrigði þeirra byrj- ana sem þeir tefla og ná þær rann- sóknir langt inn í miðtafl og jafnvel endatafl. Sum afbrigði er svo skörp að minnstu mistök leiða þegar í stað til afhroðs. Í skákinni sem hér fylgir á eftir og var tefld í 10. umferð Evrópu- mótsins í Plovdiv komst alls óþekkt- ur Úkraínumaður, Kryvorucko í efsta sætið með því að leggja hinn kunna stórmeistara Ilja Smirin að velli. Eftir níu leiki er komin upp staða sem lætur lítið yfir sér en þá leggur hvítur til atlögu með 10. e5. Kannski hefði svartur átt að sleppa við að hirða e5–peðið og leika 11. … Rfd7 en sá sem þessar línur ritar ákvað að láta forritið reikna út nokkrar leiðir: 13. … Dg6 leit þokkalega út en á svartur sér ein- hverja viðreisnar von eftir 14. Ra4 Rbd7 15. Bd6? 15. leikur hvíts, Re4 er erfiður viðfangs því 15. … Rxe4 strand- ar á 16. Bg4 og drottn- ingin fellur. Í 17. leik gat svartur leikið 17. .. exf4 og þá yrði fram- haldið væntanlega 18. Had1 Rc6 19. Bf3 Bd7 og eftir því sem forritið rekur sig lengra áfram þá versnar ástand svarts: 20. Bg2 Dg4 21. Hfe1+ Kd8 22. Bxc6 bxc6 23. Dxc6 Hb8 24. Dd6 Hb7 25. Rc5 og hvítur á góða vinningsmöguleika. Það er einmitt þess konar út- reikningar sem menn standa varn- arlausir frammi fyrir á alþjóðlegum mótum. Þegar hafa komið upp nokk- ur tölvusvindlmál um tölvusvindl og grunsemdir eru allt um kring. Eins og þessi skák teflist virðast úrslita- mistök svarts hafa verið leika 22. … Kd8 í stað 22. … Kf7 sem forritið telur að leiði til jafnteflis. Svartur gefst upp því hörfi drottningin kem- ur 25. Db6 mát. EM Plovidiov 2008; 10. umferð: Yuri Kryyvoruck (Úkraínu) – Ilja Smirin (Ísrael) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Bc5 7. Rb3 Be7 8. O–O Rf6 9. f4 d6 10. e5 dxe5 11. fxe5 Dxe5 12. Bf4 Dh5 13. Be2 Dh4 14. g3 Dh3 15. Re4 e5 16. Rd6+ Bxd6 17. Dxd6 Rbd7 18. Hfe1 Re4 19. Db4 f5 20. Bf3 exf4 21. Bxe4 fxe4 22. Hxe4 Kd8 23. Hd1 Dh6 24. Hd6 – og svartur gafst upp. Björn og Kristján efstir á skákmóti öðlinga Björn Þorsteinsson og Kristján Guðmundsson eru efstir fyrir síð- ustu umferð Skákmóts öðlinga sem staðið hefur undanfarnar vikur. Teflt er einu sinni í viku. Fyrir sjöttu umferð sem tefld var sl. mið- vikudag var Kristján einn í efsta sæti en gerði þá jafntefli við Hrafn Loftsson en á sama tíma lagði Björn Magnús Gunnarsson að velli. 22 skákmenn hófu keppni á Öðling- amótinu og staðan fyrir lokaumferð- ina sem fram fer næsta miðvikudag er þessi: 1.–2. Björn Þorsteinsson og Kristján Guðmundsson 4 ½ v. 3.–6. Jóhann Ragnarsson, Hrafn Lofts- son, Jóhann Örn Sigurjónsson og Hörður Garðarsson 4 v. 7.–11. Magnús Gunnarsson, Kristján Örn Elíasson, Eiríkur K. Björnsson, Vig- fús Vigfússon og Frímann Bene- diktsson 3 ½ v. Tveir í framboði til forseta SÍ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu á aðalfundi SÍ sem fram fer í dag. Þeir Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinnsson hafa báðir ákveðið að gefa kost á sér í embættið og fer því fram kosning á aðalfundinum. Í sögu SÍ eru ekki mörg dæmi um kosningu til forseta. Síðast var kosið árið 1999 er Áskell Örn Kárason hafði betur i kosningu við Hrannar Björn Arnarson og árið 1980 vann Ingimar Jónsson í kosn- ingu við þáverandi forseta SÍ, Einar S. Einarsson, með eins atkvæðis mun. Þeir sem töpuðu kosningunum þá hlutu þó báðir kosningu forseta SÍ síðar. Óttar Felix Hauksson er varafor- seti SÍ og formaður Taflfélags Reykjavíkur. Hann er talinn eiga stóran þátt í því að endurreisa TR til fyrri virðingar eftir nokkra lægð á síðasta áratug aldarinnar. Björn Þorfinnsson hefur setið í stjórn SÍ á ýmsum tímum og tekið að sér fjöl- mörg verkefni fyrir skákhreyfing- una og Helli þar sem hann er félags- maður. Átta skákmenn efstir á Evrópumótinu SKÁK EM Plovidiv, Búlgaríu Hannes og Héðinn um miðjan hóp 20. apríl – 4. maí 2008 helol@simnet.is Björn Þorfinnsson Óttar Felix Hauksson Helgi Ólafsson AKUREYRARKIRKJA | Mótormessa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Messuhópur ásamt mótorhjóla- fólki aðstoðar. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur. Krist- ján Edelstein og Pétur Kristjánsson spila ásamt Eyþóri Inga Jónssyni organista. Súpa og brauð í safnaðarheim- ilinu að messu lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari, Grétar Halldór Gunnars- son guðfræðinemi prédikar. Krizstina Kalló Szklenár org- anisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimili kirkjunnar á sama tíma. Kirkjukaffi og ávaxtasafi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Messa í Áskirkju kl. 14 með þátttöku Barð- strendingafélagsins. Séra Gísli Kolbeins, fyrrverandi sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sókn- arpresti. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragn- arsson. Að messu lokinni býður Kvennadeild Barð- strendingafélagsins til kaffidrykkju í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. ÁSTJARNARKIRKJA | Gönguguðsþjónusta kl. 11. Lagt verður af stað frá kirkjunni, gengið um nágrenni Ástjarn- ar, lesið úr ritningunni, hugleiðing og bæn. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guð- mundsdóttir og félagar úr kór Ástjarnarkirkju styðja safn- aðarsöng. Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu. BREIÐHOLTSKIRKJA | Safnaðarferð Breiðholtssafnað- ar, farið frá Breiðholtskirkju kl. 9.30, áætlað að koma til baka kl. 17.30. Guðsþjónusta kl. 14 á vegum Fáskrúðs- firðingafélagsins. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Kaffi á eftir á vegum Fáskrúðsfirðingafélagasins. BÚSTAÐAKIRKJA | Helgistund kl. 11. Síðan verður hald- ið út, þar sem grillaðar pylsur verða í boði kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Renötu Ivan, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Mola- sopi eftir messu. Þetta er síðasta messan kl. 14. en næsta sunnudag breytist messutíminn í kl. 11. DALAPRESTAKALL | Fermingarmessa í Kvennabrekku- kirkju kl. 11. Sr. Óskar Ingi Ingason þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Hjarðarholtsprestakalls syngur undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar organista. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Yrsa Þórð- ardóttir, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digranes- kirkju, B hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Léttar veitingar í safnaðarsal eftir messu. DÓMKIRKJAN | Vorhátíð barnanna kl. 11. Barn verður borið til skírnar. Sunnudagaskólalögin verða sungin og gestir frá Vesturbæjarskóla koma í heimsókn. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á pylsur og andlits- málun á kirkjulóðinni. Jón Víðis töframaður kemur í heimsókn. EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 14. Ferming og skírn. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Messa kl. 11. Fermd verður Hulda Hrönn Sævarsdóttir, Þórðarsveig 36. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir, kór kirkjunnar leiðir söng. Vorferð sunnudagaskólans frá kirkjunni kl. 11. Skráning í síma 557-3280. Nánar á www.fellaogholakirkja.is FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð í Kaldárseli. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, leikir fyrir börnin og gönguferð fyrir hina eldri. Kaffiveitingar og grill fyrir börn- in. Helgistund. Dagskráin hefst kl. 11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10.30. Sjá nánar á www.frikirkja.is FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka. Kennsla, söngur og margt fleira. Almenn sam- koma kl. 14 þar sem Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir. Einnig verður barnastarf og þar sem barnastarfinu lýkur í dag fyrir sumarið mun vera eitthvað sérstakt um að vera fyrir börnin. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag og einnig verður verslun kirkjunnar opin. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kyrrðar- og helgistund kl. 14. Nanda María kirkjuvörður og guðfræðinemi hugleiðir og leiðir stundina. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar leiða tónlistina. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Friðrik J. Hjartar pré- dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn, organisti Jóhann Baldvinsson. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30 með viðkomu í Jóns- húsi og Hleinum. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Aðalheiður Þor- steinsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Lokasamvera barnastarfs kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju o.fl. Pylsugrill. Messa kl. 11. Altarisganga og sam- skot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur, kirkjukórinn leið- ir söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn S. Hákonarson, organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prest- ar: Sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor er Guðmundur Sigurðsson, Barbörukórinn í Hafn- arfirði. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustuna í Hásöl- um Strandbergs. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirs- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústs- dóttur. Messuþjónar aðstoða. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sérstök sögustund fyrir börnin. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón með barnaguðsþjónustu Erla Guðrún og Páll Ágúst. Organisti Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. Léttar veitingar eftir messu. HJALLAKIRKJA | Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Þorvaldur Halldórsson syngur og leiðir safnaðarsöng. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Opið hús á fimmtudag kl. 12. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sunnudagsskóli kl. 11. Samkoma kl. 17, í umsjón Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Félagar úr gospelkórnum syngja og aðrir gestir taka þátt. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma sunnudag kl. 20. Umsjón: Kafteinarnir Ester Daníelsdóttir og Wou- ter van Gooswilligen. Heimilasamband fyrir konur mánu- dag kl. 15. Bæn þriðjudag kl. 20. Kvöldvaka með happ- drætti og veitingum fimmtudag 8. maí kl. 20. Umsjón: Bræðurnir. Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudaga til laug- ardaga. HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11 Brauðsbrotn- ing kl. 11, ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. International church – biblestudy in the cafeteria kl. 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Trausta- son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnakirkja, börn 1-13 ára. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna. Guðsteinn Haukur Barkarson kennir um efnið: Kristin trú og fjölmiðlar. Trúboðshóður kirkjunnar verður með kökusölu eftir stundina til styrktar trúboðsferð í sumar. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram prédikar. Einnig verður heil- ög kvöldmáltíð. Kökusalan heldur áfram eftir samkom- una. www.kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðviku- daga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mánuði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðvikudaga kl. 20. KÁLFATJARNARKIRKJA | Árlegur kirkjudagur verður haldinn hátíðlegur í messu kl. 14. Þau sem eiga 50 ára fermingarafmæli eru sérstaklega boðin velkomin. Hug- vekju flytur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Tónlist- arflutning annast Vera Steinsen og Frank Herlufsen en hann stjórnar jafnframt kór kirkjunnar. Sr. Bára Friðriks- dóttir þjónar fyrir altari. Kvenfélagið Fjóla verður með kaffisölu í tjarnarsal í Stóru-Vogaskóla á eftir. Allur ágóði hennar rennur í sérstakan styrktarsjóð kirkjunnar. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Bylgju Dísar Gunnars- dóttur, organisti er Hákon Leifsson og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Grill í garði að athöfn lokinni. Að- alsafnaðarfundur verður kl. 13. Nánar á www.keflavik- urkirkja.is KÓPAVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stúlkur úr 9. bekk Kársnesskóla syngja og leiða safn- aðarsöng. Tónlist annast Þorkell Helgi Sigfússon og Örn Ýmir Arason. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti kl. 14 á stiga- palli á 2. hæð. Prestur Bragi Skúlason og Ingunn Hildur Hauksdóttir organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Vorhátíð barnastarfsins sem lýkur með leikjum og grill- uðum pylsum sem öllum kirkjugestum er boðið í. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðar- heimilið með Rut og Steinunni. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar, organisti Jón Stefánsson. Veit- ingar og kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Leikmannamessa og sunnudaga- skóli kl. 11. Regína Höskuldsdóttir skólastjóri og kór- félagi í Laugarneskirkju flytur stólræðu, fulltrúar lesara- hóps annast bænagjörð og flutning ritningarlestra, kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar organista en Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari leiðir guðsþjónustuna. Eftir þessa helgi flyst messutími sóknarinnar yfir á sumartímann, kl. 20 hvert sunnudags- kvöld. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar, organisti Jónas Þórir og prestur er sr. Jón Þorsteinsson. LINDASÓKN í Kópavogi | Ferðalag sunnudagaskólans. Lagt af stað frá safnaðarheimili Lindasóknar og haldið í Guðmundarlund (svæði Skógræktarfélags Kópavogs). Þar verður farið í leiki, haldinn sunnudagaskóli, sungið og borðað nesti. Takið með ykkur nesti. Áætluð heim- koma er kl. 12.15. Guðsþjónusta fellur niður. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Meðlimir í Fé- lagi Súðvíkinga og Álftfirðinga vestra munu sækja Nes- kirkju heim 4. maí kl. 11 og vera þar við messu. Að henni lokinni verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messu en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa Sigurvin, Björk og Ari. Súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Að- alsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 12.30. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Uppgjör og endurnýjun“, ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Lof- gjörð og fyrirbæn. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Poppmessa kl. 20. Sóknarprestur flytur hugleiðingu. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. Tví- buramæður hittast í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 6. maí. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu miðvikudag- inn 7. maí. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjureið. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Brokkkórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, organisti við athafnir Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Við at- höfnina þjóna sr. Hans Markús Hafsteinsson og Friðrik Vignir Stefánsson ásamt kór Seltjarnarneskirkju. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Ritningarlestra les Valgeir F. Backman. Al- mennur safnaðarsöngur. Allir velkomnir. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming. VEGURINN kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 11, Elsa Rós Ragnarsdóttir kennir. Aldurs- skipt barnakirkja. Létt máltíð að samkomu lokinni. Allir velkomnir. Bænastund kl. 18.30. Samkoma kl. 19. Erna Eyjólfsdóttir prédikar. Brauðsbrotning, lofgjörð, fyrirbæn og samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir. www.veg- urinn.is VIÐEYJARKIRKJA | Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Theódóra Björk Ágústsdóttir verður fermd. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Prestur Þorvaldur Víðisson. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Englakórinn, kór barna kemur í heimsókn. Stjórnandi Natalía Chow. Undirleikari Julian Hewlett. Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða söng undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar. Ármann, Jóhanna og sr. Friðrik leiða þessa fjöl- skylduvænu stund. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Tónlistarguðsþjónusta kl. 20. Safnað í líknarsjóð kirkjunnar. Organistarnir Gunnhildur Halla Baldursdóttir og Dagmar Kunakova sjá um dag- skrá og stjórna kórum og einsöngvurum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kvennabrekkukirkja, Dalasýslu MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.