Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 45
Krossgáta
Lárétt | 1 ófeilin, 4 sinni, 7
höndum, 8 gól, 9 inn-
anfita, 11 forar, 13 fall, 14
klukkunni, 15 þungi, 17
þráður, 20 nokkur, 22
hakan, 23 ís, 24 hinn, 25
trjágróður.
Lóðrétt | 1 þvaður, 2 org,
3 tölustafur, 4 heitur, 5
spakur, 6 magran, 10
bjórnum, 12 gust, 13 lund,
15 ríka, 16 vindhviðan, 18
bætt, 19 tölustaf, 20
snöggur, 21 grannur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 ömurlegur, 8 lágum, 9 tugur, 10 aka, 11 rýrar,
13 narta, 15 stams, 18 elfur, 21 tól, 22 mögli, 23 djörf, 24
önuglyndi.
Lóðrétt: 2 múgur, 3 rómar, 4 ertan, 5 uggur, 6 hlýr, 7
trúa, 12 aum, 14 afl, 15 sómi, 16 angan, 17 sting, 18 Eld-
ey, 19 fjöld, 20 rofa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er engin nauðsyn að vera með
ágenga sölumennsku til að vinna sér inn
pening. Þú hefur tilfinningu fyrir því hvað
fólk vill. Útvegaðu því það.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú reynir að synda með straumn-
um, en munt uppgötva að þegar allt kem-
ur til alls viltu það alls ekki. Það er meira
virði að gera hlutina á sinn hátt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú munt skilja hvenær þú ert að
gera rétt af viðbrögðunum sem þú færð.
Haltu áfram þar til þú heyrir töfraorðin:
„Þetta er frábært!“
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Sannleikanum er stundum fórnað
fyrir mannasiðina. Fólk í kringum þig er
ósköp flinkt í að þykjast í dag, og þú ert
jafn góður leikari þegar þú þarft á að
halda.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Vanalega viltu láta hlusta á þig, en í
dag er þér sama þótt enginn hlusti. Þú
getur sungið og gargað eins mikla vit-
leysu og þú vilt – og verður mjög skap-
andi fyrir vikið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert fyrst núna að mæta á sum
svið lífs þíns. Þú hikar við að bjóða strax í
partí og vilt heldur ná að koma á sam-
böndum áður en af því verður.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ætlast til meira af sjálfum þér en
nokkur annar hefur eða gæti gert. Það
mun því setja mikinn svip á vikuna að þú
reynir að láta allar vonir þínar rætast.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Andlega ertu mjög úrræða-
góður. Þú sérð hvernig öll reynslu er
notadrjúg og að ekkert er tímaeyðsla.
Mistök fortíðarinnar hafa gert þig auð-
mjúkari.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ættir að vinna eins og þú
þyrftir ekki á laununum að halda. Það er
sama hvað fólk segir, bestu launin eru
ánægjan sem maður hefur af vinnunni.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ekkert getur stöðvað þig í að
elta örlögin þín. Þú ert næmur svo þú
skilur hvar þú átt að vera og hvaða fólk
hjálpar þér að komast þangað.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ástvinir virðast ekki vera
hreinskilnir í samskiptum, og þú nennir
ekki að taka þátt í þessum leik. Biddu um
sannleikann og kláraðu málið.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Afbrýðisemi hefur verið kölluð
„græneygða skrímlið“. Öfundin sem þú
upplifir í dag er siðmenntað skrímsli sem
fræðir þig um hvað þú virkilega vilt.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5.
Rf3 O–O 6. Be2 e5 7. O–O Ra6 8. Be3
Rg4 9. Bg5 De8 10. He1 exd4 11. Rd5 d3
12. Bxd3 c6 13. Re7+ Kh8 14. Rxc8
Hxc8 15. Bf1 Rc5 16. Dxd6 Rxe4 17.
Da3 f5 18. h3 Re5 19. Bf4 Rd7 20. Dxa7
Bxb2 21. Hab1 Bg7 22. Dxb7 Rdc5 23.
Db6 Hf7 24. Rg5 Hb7 25. Dxb7 Rxb7 26.
Hxb7 Kg8 27. c5 h6 28. Bc4+ Kh8 29.
Be5 hxg5 30. Bxg7+ Kh7 31. Bf8+ Kh8
32. Be7 Hb8
Staðan kom upp í atskák á Amber-
mótinu sem lauk fyrir skömmu í Nice í
Frakklandi. Rússinn Vladimir Kram-
nik (2799) hafði hvítt gegn Búlgaranum
Veselin Topalov (2780). 33. Hxe4! og
svartur gafst upp enda fátt um fína
drætti í stöðu hans. Það er vel þessi
virði að fara yfir þessa mögnuðu skák á
milli þeirra sem tefldu hið fræga
„Toiletgate“-einvígi í Elista í Rússlandi.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Trompin tekin.
Norður
♠ÁK952
♥G87
♦G8
♣ÁG2
Vestur Austur
♠D ♠10763
♥963 ♥D102
♦107532 ♦ÁD964
♣10764 ♣5
Suður
♠G84
♥ÁK54
♦K
♣KD983
Suður spilar 6♣.
Á fyrsta degi Íslandsmótsins fengu
tveir spilarar það viðfangsefni að stýra
6♣ með ♠D út. Útspilið er tvíbent. Það
er út af fyrir sig jákvætt að sjá framan
í drottninguna, en verra að hún virðist
vera ein á ferð. Annar sagnhafinn tók
tvisvar tromp og reyndi svo að fella
♥D aðra. Það gekk ekki. Hinn ákvað að
taka öll trompin í þeirri von að eitthvað
gott gerðist. Breski rithöfundurinn
Victor Mollo hefði ekki raðað hönd-
unum betur upp. Fimmta laufið setur
þrýsting á austur. Það kostar strax tvo
slagi að henda spaða eða hjarta, en
austur bjargar sér ekki með því að fara
niður á ♦Á blankan – hann verður þá
sendur þar inn til að spila frá ♥D eða
♠10. Ein sögupersóna Mollos, Hérinn
hryggi, skilgreindi kastþröng þannig:
„Maður tekur öll trompin og andstæð-
ingarnir kasta vitlaust af sér.“ Hér gat
austur ekki annað en hent „vitlaust“ af
sér.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hver er vinsælastur ráðherra í ríkisstjórninni sam-kvæmt könnun Þjóðarpúls Gallups?
2 Stjórnklefi fyrstu þotu Íslendinga er á leið til landsinssem safngripur. Hvað hét þotan?
3 Íslensk-kanadíski geimfarinn Bjarni Tryggvasonhyggst setjast í helgan stein. Hvaða ár fór hann út í
geiminn með Discovery?
4 Hver hefur verið talsmaður skurðhjúkrunarfræðinga ívaktadeilunni við Landspítalann undanfarið?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Einn þekktasti leikari landsins hefur söðlað um, yfir-
gefið Þjóðleikhúsið og
skrifað undir samning hjá
Borgarleikhúsinu. Hver er
hann? Svar: Jóhann Sig-
urðarson. 2. Verið er að
gera heimildarmynd um
myndlistarmanninn Dieter
Roth. Hver er kvikmynda-
gerðarmaðurinn?
Svar: Hilmar Oddsson.
3. Starfsmönnum fyrirtækis í borginni er umbunað sér-
staklega fyrir að sniðganga einkabílinn. Hver er fyr-
irtækið? Svar: Mannvit.
4. Hvað kallast átakið til styrktar Krabbameinsfélagi Ís-
lands? Svar: „Á allra vörum“.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
AÐALFUNDUR SUNN, Samtaka
um náttúruvernd á Norðurlandi,
verður haldinn á Rimum, íþrótta-
húsi Húsabakkaskóla, sunnudaginn
4. maí kl. 16.15.
Á dagskrá fundarins eru fræðslu-
erindi, tónlist, kaffiveitingar og
venjuleg aðalfundarstörf. Erindi
fundarins flytur Bjarni E. Guð-
leifsson. Um tónlistina sjá þau
Kristjana Arngrímsdóttir og Krist-
ján Hjartarson.
Á aðalfundinum leggur stjórnin
fram skýrslu sína um sl. tvö ár. Þar
kemur fram að SUNN hafa tekið
þátt í samstarfi frjálsra fé-
lagasamtaka innbyrðis. Þau hafa
einnig tekið þátt í samstarfi við um-
hverfisráðuneytið sem felst í miss-
erislegum fundum o.fl. Nánar er
frá þessu sagt í starfsskýrslu á vef-
síðunni www.ismennt.is/not/ingo/
stasky08.htm
Allir eru velkomnir á fundinn og
nýir félagar eru boðnir velkomnir í
samtökin. Lög samtakanna eru á
vefsíðu www.ismennt.is/not/ingo/
sunnlog.htm
Aðalfundur
Samtaka um
náttúruvernd
á Norðurlandi
SPARAKSTURSKEPPNI FÍB og
Atlantsolíu verður haldin í dag,
laugardaginn 3. maí. Almenna
keppnin hefst kl. 12 á hádegi þeg-
ar fyrsti bíll verður ræstur af
stað. Skráning fer fram á
www.fib.is og á www.atlants-
olia.is.
Keppnin verður tvískipt að
þessu sinni. Annars vegar keppa
atvinnumenn, þ.e.a.s. keppendur
úr bílgreininni, og hins vegar al-
menningur. Verðlaun verða veitt;
kr. 25.000 til ökumanns þess
fólksbíls sem fer hringinn á fæstu
lítrum. Þátttökugjald er kr. 1.800
pr. fólksbifreið en kr. 1.300 fyrir
félagsmenn FÍB eða dælulykla-
hafa Atlantsolíu.
Innifalið í þátttökugjaldi er
leiðarbók og keppnisgögn, elds-
neytisáfylling í lok keppni og
veitingar á mótstað. Áætlaður
keppnistími er um 2 klst. og 15
mínútur. Keppnisleiðin er 143
kílómetrar. Upphaf og endir
keppninnar verður á bensínstöð
Atlantsolíu við Húsgagnahöllina,
Bíldshöfða.
Mikilvægt er að keppendur
mæti með bifreiðar sínar á upp-
hafsstað keppninnar minnst
klukkustund áður en fyrsti bíll
verður ræstur af stað, þ.e. kl. 11 í
síðasta lagi. Bílarnir skulu vera
með fullan eldsneytistank og rétt-
an loftþrýsting í dekkjum.
Sparaksturs-
keppni FÍB
og Atlantsolíu
(Geysir) bjóða upp á göngudagskrá
í sumar um Reykjanesskagann í
samstarfi við SBK, Víkurfréttir,
Björgunarsveitina Suðurnes og
Rannveigu Garðarsdóttur leið-
sögumann.
Fyrirtækin bjóða upp á alls 13
gönguferðir um Reykjanesið á
tímabilinu apríl-ágúst 2008, allar
undir leiðsögn Rannveigar. Einnig
munu jarðfræðingar HS hf. og
jarðfræðingar Geysis ásamt prest-
um Keflavíkurkirkju koma að
gönguferðum með sértækari fróð-
leik.
Rannveig hefur mikla reynslu af
gönguferðum um Reykjanesskag-
ann. Gönguferðirnar eru allar á
miðvikudögum og munu hefjast við
höfuðstöðvar SBK, Grófinni 2-4, kl.
19 stundvíslega. Kostnaður er 500
kr. á mann.
HS hf. hefur nýlega hafið heilsu-
eflingu meðal starfsmanna sinna
og á hún að standa til desem-
berloka 2008. Einn liður í átakinu
er að hvetja starfsmenn til að
stunda almenna hreyfingu eins og
t.d. gönguferðir og fellur þetta
verkefni því vel inn í heilsuefl-
inguna.
HITAVEITA Suðurnesja hf. (HS
hf.) og Geysir Green Energy
Gönguferðir
um Reykja-
nesskaga