Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 46
Hún skipar álíka sess hjá Sjónvarpinu og börn að borða þorramat í leikskóla … 52 » reykjavíkreykjavík  Hljómsveitar- keppni Cod Music, Þorskastríðið, hefur nú staðið yfir í 3 vikur og hefur heldur bet- ur slegið í gegn að sögn aðstandenda. Á sjötta tug hljómsveita hefur sent inn efni sem er víst langt umfram það sem Cod Music bjóst við. Lokað verður fyrir innsendingar næsta þriðjudag 6. maí og eru þeir aðilar sem ætla sér að vera með hvattir til að senda inn efni fyrir þann tíma. Úrslitin verða svo kynnt föstudaginn 16. maí. Ekkert kostar að taka þátt og eina reglan er að lögin verða að vera frumsamin. Hver listamaður/ hljómsveit skal senda inn minnst tvö lög og mest fjögur lög. Nánari upplýsingar á www.cod.is. Stutt eftir af Þorskastríðinu  Metal-hátíðin Eistnaflug verður líkt og undanfarin þrjú ár haldin á Neskaupsstað dagana 10.–13. júlí. Dagskrá hátíðarinnar hefur líklega aldrei verið jafnglæsileg og í ár en hápunkturinn er óneitanlega tón- leikar rokkkónganna í Ham sem hafa ákveðið að leiða saman hesta sína fyrir þessa þyngstu þunga- rokkshátíð Íslandssögunnar. Á meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru: Ashton Cut. Ask the Slave, Atrum, Blood Feud, Brain Police, Diabolus, Forgarður Helvítis, Gordon Riots, Innvortis, Moment- um, Reykjavík!, Saktómiður, Sever- ed Crotch, Skítur, Slugs, Sudden Weather Change, Swords of Chaos, Universal Tragedy og Æla. Það er sem fyrr þungarokks- hausinn og íþróttakennarinn Stef- án Magnússon sem á veg og vanda af hátíðinni. Ham á Eistnaflugi 2008 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG og Evróvisjón-spekingarnir mínir þrír, Dr. Gunni, Guðrún Gunnars og Reynir Þór, ætlum fyrst og fremst að veita áhorfendum heima í stofu leiðsögn í gegnum þennan mikla frumskóg sem þessi blessaða keppni er orðin,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um nýjan sjónvarpsþátt sinn, Alla leið, sem hefst í Sjónvarpinu kl. 19.40 í kvöld. Í þáttunum verða skoðuð þau 43 lög sem þátt taka í keppninni að þessu sinni. „Það er bara engin leið fyrir venjulegan sjónvarpsáhorf- anda að hlusta á 43 lög í einum graut og ætla sér að mynda sér skoðun á þeim og velja svo með símakosningu,“ segir Páll Óskar. „Við ætlum hins vegar að skoða sérstaklega þau lög sem keppa við Ísland í undankeppninni 22. maí, velta því fyrir okkur hvaða lög komast upp úr þessari undankeppni og hvaða lög kom- ast jafnvel alla leið,“ segir Páll Óskar, en 38 lög þurfa að taka þátt í undankeppninni í tveimur 19 laga riðlum. Tíu lög komast upp úr hvorum riðli og þar með í úrslit, alls tuttugu lög, auk þeirra fimm þjóða sem samkvæmt reglum keppninnar eiga sjálfkrafa sæti í úrslitakeppn- inni. „Það er eru þessar „sjálfsögðu“ þjóðir, Bretland, Þýskaland, Frakkland og Spánn, sem er svolítið „íronískt“ því þessum þjóðum er al- veg sama um þessa keppni. En svo eru Serbar þarna auðvitað líka, af því að þeir unnu í fyrra.“ Hver einasti kjaftur söng með Aðspurður segist Páll Óskar búinn að heyra hvert einasta lag í keppninni, enda hafi hann haft þau í eyrunum í rúman mánuð. Hans uppá- haldslög koma frá Úkraínu og Armeníu. „Ég sá drottningarnar sem flytja þau lög einmitt troða upp í Evróvisjón-partýi í London um síðustu helgi. Þangað komu fulltrúar tíu eða tólf þjóða, meðal annars Regína Ósk og Friðrik Ómar, og kynntu lögin sín. Það var stappað hús, svona þúsund Evróvisjón-aðdáendur sem voru með öll lögin á hreinu,“ segir Páll Óskar sem tók að sjálfsögðu lagið, enda „gamall“ keppandi. „Það var samt ekki hápunktur partýsins fyrir mér, heldur var það að heyra Regínu og Friðrik syngja „This Is My Life“, enda söng hver einasti kjaftur í húsinu með allan tímann. Þarna rann upp fyrir mér hversu mikinn mátt Youtube hef- ur, enda hefur þessi smáskífa hvergi komið út, þannig að það er ljóst að þessir aðdáendur liggja á netinu og læra öll lögin utan að og eru löngu búnir að mynda sér skoðun,“ segir Páll Óskar og bætir því við að ekki hafi svo vel verið tekið undir með hinum keppendunum. Komumst upp úr undankeppninni En aftur að nýju sjónvarpsþáttunum, sem verða þrisvar sinnum 40 mínútna langir: „Það er ljóst að við þurfum að fara hratt yfir sögu, og við náum ekki að spila öll lögin í fullri lengd. Við horfum aðeins á lögin, svo hefjast umræður, og í lokin ýta spekingarnir á þar til gerða takka. Þeir þurfa sem sagt að gefa lögunum rautt eða grænt ljós. Ef lagið fær til dæmis tvö græn ljós og eitt rautt er það komið áfram upp úr und- ankeppninni að þeirra mati. Ég er hins vegar bara með einn rauðan takka í borðinu hjá mér sem ég ýti á ef mér finnst viðkomandi lag mjög leiðinlegt, þá slekk ég bara á því í miðju kafi. Þannig að ég forða áhorfendum frá því að sitja yfir hundleiðinlegum lögum,“ segir Páll Óskar og hlær. Ekki er hægt að sleppa Páli Óskari án þess að fá hann til að spá fyrir um gengi íslenska lags- ins, jafnvel þótt hann eigi stóran hlut í því. „Ég trúi að við komumst upp úr undankeppninni,“ segir hann. „Við höfum aldrei gert það því við höfum alltaf verið í 13. til 16. sæti í þessum und- ankeppnum, en aðeins tíu lög komast í gegn. Hingað til hafa 24 lög verið í þessum und- ankeppnum, jafnvel meira. Núna eru þau hins vegar 19 og það eitt eykur líkur okkar til muna. Og fyrir utan það er þetta lag sem við erum með í höndunum flott popplag og grípandi, viðlagið er rosalega flott, flytjendurnir afskaplega sterk- ir og vita hvað þeir eru að gera,“ segir Páll Ósk- ar. „En það er svo magnað að það skiptir engu máli hvað veðbankarnir segja, hvernig mynd- bandið er eða hvað fólk úti í bæ segir. Það eina sem skiptir máli eru þessar þrjár mínútur sem við erum á sviðinu. Það er stund sannleikans. Framhaldið er svo í Guðs höndum.“ Þessar þrjár mínútur Evróvisjónþáttur Páls Óskars, Alla leið, hefst í Sjónvarpinu í kvöld Morgunblaðið/Frikki Sérfræðingurinn „Ég trúi að við komumst upp úr undankeppninni,“ segir Páll Óskar bjartsýnn. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ var árið 2004 sem Hjörvar Hjörleifsson gaf út plötuna Paint Peace undir listamanns- nafninu Stranger. Hjörvar hafði þá verið við- loðandi tónlistarbransann í 15 ár og leikið með hljómsveitum á borð við Guði gleymdir, Los, Gums og Monotone. Platan fór lágt en var hik- laust með því besta sem út kom það ár, óvenju heilsteypt verk þar sem fór þekkilegt og glúrið nýbylgjurokk, þægilega lágstemmt og angur- vært og auðheyranlegt að nostrað hafði verið við verkið á öllum sviðum. Hjörvar, sem nú kallar sig einfaldlega Hjörvar, tók upp aðra sólóplötu sína, Copy of me, í Puk-hljóðverinu á Jótlandi í maí 2006. Af ýmsum sökum hefur hún legið uppi í hillu síð- an en um helgina kemur Ken Thomas til lands- ins í þeim tilgangi að hljóðblanda gripinn og verða hann og Hjörvar innilokaðir í Sýrlandi alla næstu viku vegna þess. Ken Thomas er mikilhæfur upptökustjóri og stýrði hann m.a. upptökum á meistaraverki Sigur Rósar, Ágæt- is byrjun. Hann vann einnig með Wire í upp- hafi ferils þeirra og starfaði með Buzzcocks og P.I.L. og einnig með Queen í árdaga þeirrar sveitar. Þétt og gott „Það var þéttur og góður mannskapur sem fór með mér út á sínum tíma,“ rifjar Hjörvar upp. „Þeir Guðni, Addi og Tobbi úr Dr. Spock, hljóðmennirnir Hrannar Ingimarsson og Palli Borg en einnig textasmiðurinn Davíð Stef- ánsson og vinur minn Halldór Júlíusson, sem er einnig hljóðmaður. Við rúlluðum upp 15 lög- um á einni viku, efni sem við höfðum þaulæft hér heima.“ Þegar heim var komið tóku við miklar annir hjá þeim Guðna og Adda, sem leika á bassa og trommur, og hafa Dr. Spock og Mugison verið hvað frekastir á þeirra tíma. Tafir hafa því orð- ið á eftirvinnslunni. „Maður var hálfpartinn farinn að hafa áhyggjur af því að platan myndi hreinlega daga uppi,“ segir Hjörvar. „En nú hillir undir endalokin. Þegar hljóðblöndun er lokið er æði stutt í það að hægt sé að loka pakkanum.“ Plötuna gefur Hjörvar sjálfur út og vonast til að koma henni út í sumar. Veglegir útgáfu- tónleikar verða haldnir en fyrst þarf að ná bandinu aftur. „Ég þarf að leggjast í samningaviðræður við Mugison,“ segir Hjörvar glettinn á svip. „Það er ótrúlegt hvað strákarnir eru uppteknir um þessar mundir, ég skil ekki hvernig þeir fara að þessu. Og það er auðvitað ekkert nema já- kvætt … en ég var samt með þá á undan (hlær).“ Mugison stal bandinu Hjörvar „Ég þarf að leggjast í samninga- viðræður við Mugison.“ Hjörvar (áður Stranger) leggur lokahönd á aðra sólóplötu sína með góðri hjálp frá Ken Thomas

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.