Morgunblaðið - 10.06.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.2008, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 157. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er REYKJAVÍKREYKJAVÍK JAMES BLUNT ELSK- AÐUR OG HATAÐUR DAGLEGTLÍF Aldrei migið í salt- an sjó en sigla þó H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is Ambra >> 37 Leikhúsin í landinu BRESKUR almenningur er að sigla inn í mikinn efna- hagslegan ólgusjó og getur vænst þess að lífskjörin stefni í það horf sem þau voru í þegar olíukreppurnar dundu yf- ir árin 1973-74 og 1980-81 og leiddu til keðjuhækkana á öllum helstu nauðsynjavörum. Það sama er uppi á teningnum nú. Fatnaður, matvæli og umfram allt eldsneyti, svo eitthvað sé nefnt, hefur hækkað mikið í verði og vara breskir hagfræðingar nú við því að ráðstöfunartekjur fjölskyldna muni dragast saman á hraða sem hefur ekki sést síðan olíukreppurnar drógu úr kaupgetu alls þorra almennings. Hafði dagblaðið The Daily Telegraph eftir bresku hag- stofunni að verðlagshækkanir síðasta mánaðar hefðu verið þær hröðustu í 22 ár. Á sama tíma breiðast olíu- verðsmótmælin út. | 16 og 17 Svört spá um lífskjör bresks almennings á næstu misserum Kaupmátturinn hrynur Reuters Launin hækki Opinberir starfsmenn í Bretlandi fara fram á launahækkanir nú þegar efnahagsútlit er dökkt. LITRÍKIR hópar ungra listamanna eru orðnir boðberar sumarsins í Reykjavík, ekki síður en lóan og krían. Sem fyrr er það Hitt húsið sem leiðir skapandi sumarstarf fyrir ungt fólk í Reykjavík og hafa ófáir lista- menn stigið sín fyrstu skref í listsköpun undir handleiðslu Hins hússins. Í ár láta alls 12 hópar ljós sitt skína á ýmsum sviðum, og er boðið upp á allt frá djasstónlist til myndlistargjörninga. | 41 Borgin lifnar við Morgunblaðið/Valdís Thor Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ENN ein verðhækkun á eldsneyti var tilkynnt í gær. Það var Skelj- ungur sem reið á vaðið og tilkynnti 6 króna hækkun á bensínlítranum og 7 króna hækkun á dísilolíu. Algengt verð á bensíni í sjálfs- afgreiðslu er 170,40 krónur lítrinn og algengt verð á dísilolíu er 186,80 krónur lítrinn. Á sama tíma í fyrra var algengt verð á bensíni 124 krón- ur lítrinn. Hækkun milli ára er því um 37%. Dísilolían hefur hækkað ennþá meira. Í byrjun júní í fyrra kostaði dísillítrinn 123 krónur. Hækkun milli ára er því um 52%. Vegna tíðra verðhækkana að und- anförnu eru Íslendingar farnir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja í langferð á bifreiðum sínum. Þeir sem best þekkja til eru sam- mála um þetta. Nýjustu tölur úr Hvalfjarðar- göngunum renna stoðum undir þessa skoðun. Í maí sl. fóru 177.188 bílar um göngin. Í sama mánuði í fyrra fóru 182.193 bílar um göngin. Fækkunin nemur 2,7%. Marktækasti samanburðurinn fæst þegar bornar eru saman sömu vikur milli ára. Í 22. viku þessa árs, þ.e. frá 25. maí til 31. maí, fóru 42.752 bílar um göngin. Sömu viku í fyrra fóru 48.403 bílar um göngin. Fækkunin nemur 11,7%. Sigurður Ingi Jónsson, verkefnastjóri hjá Speli, sem rekur Hvalfjarðargöng, segir hækkun eldsneytisverðs að undanförnu langlíklegustu skýr- inguna á minnkandi umferð um göngin. Önnur atriði geti ekki út- skýrt þessa miklu fækkun. Frá því að göngin voru opnuð 1998 hefur bíl- um fjölgað árlega, þar til nú. | 14 Færri bílar um göngin  Enn ein stórhækkunin á eldsneyti  Hækkanir hafa dregið úr umferð                      !" " " " "    !    !     EFTIR verð- hækkun gær- dagsins kostar 60 lítra áfylling á fólksbíl með bensínvél 10.224 kr. og 90 lítra dæling á jeppa með dísilvél 16.812 kr. Magnús Ás- geirsson hjá elds- neytisinnkaupum N1 segir hækk- unina eina þá mestu sem hann hafi séð, en tunna af hráolíu úr Norður- sjó hækkaði um 4 dollara í gærdag. Hann segir nýja tíma gengna í garð í olíuverslun. Magnús hafði allt eins búist við lækkun í gær, þar sem verð rauk upp sl. föstudag. Ein fylling á fólksbílinn kostar tíu þúsund krónur Sopi af þessum stút kostar ansi mikið.  SÓMÖLSK stjórnvöld und- irrituðu í gær vopnahléssam- komulag við vopnaða upp- reisnarhópa eftir áralöng blóðug átök í landinu. Sameinuðu þjóð- irnar fóru fyrir friðarumleit- unum og kveða samningar á um að eþíópískar hersveitir yfirgefi land- ið innan 120 daga. Margir harðlínu- og uppreisnar- menn viðurkenna ekki samkomu- lagið, en eþíópíska herliðið kom stjórninni til bjargar eftir blóðuga uppreisn íslamista. Engu að síður er samkomulagið talið mikilvægt skref í átt að varanlegum friði í landinu. | baldura@mbl.is Vopnahlé í Sómalíu Hermaður í Mogadishu.  HINN illræmdi spánarsnigill, sem hefur gert sig heimakominn á Ís- landi undanfarin ár, gerir sig nú líklegan til að fjölga sér enn frekar og dreifa sér um landið. Snigillinn telst meindýr og er talin rík ástæða til að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Erling Ólafsson hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands hyggst kort- leggja landnám sniglanna og óskar því eftir hjálp landsmanna við að handsama þá og senda til skrán- ingar. Hann hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart sniglinum. » 2 Er sniglaplága í uppsigl- ingu þetta sumarið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.