Morgunblaðið - 10.06.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BAUGSMÁLIÐ er
mesta hneyksli sem
hent hefur íslenskt
þjóðlíf á mínu ævi-
skeiði. Kolkrabbaþjóð-
félagið er hið næst-
mesta. Og segja má að
Baugsmálið hafi verið
angi af því líka.
Upphafið að síend-
urteknum árásum og
gölnum hernaði gegn
fyrirtækinu Baugi og
oddvita þess Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni og
starfsfólki hans, hófst
með innrás lögregl-
unnar í höfuðstöðvar
fyrirtækisins rétt áður
en stærsti viðskipta-
samningur Íslands-
sögunnar á þeim tíma hefði getað
orðið að veruleika í höndum hans og
Baugs. Og tilefnið – hvert var það?
Bréfsnifsi sem fyrrverandi við-
skiptafélagi Jóns Ásgeirs tók upp úr
vasanum og hvorki lögreglan né vit-
orðsmenn hennar vissu hvort væri í
eðli sínu debet- eða kredit-
reikningur þegar hún gaf samt skip-
un um árás á eitt stærsta fyrirtæki á
Íslandi með hann sem fyrirslátt. Öll
starfsemi Baugs innan seilingar
skotgrafarhernaðarins var lögð und-
ir þetta krumpaða pappírssnifsi sem
gaf þá afsökun sem sumir menn
töldu sig þurfa til að knésetja óvin-
inn í eitt skipti fyrir öll. Og það tók
sex ár af lífi fjölda fólks. Ljóst er að
lögreglunni hefði aldrei dottið í hug
að eyða helming af mannskap sínum
og fjármunum í sex ár í eltingarleik
við einn reikning nema til að verða
við annarlegum þrýstingi í anda
Hafskipsmálsins. Kolkrabbinn var
greinilega ekki dauður. Er hann það
núna?
Með sama hætti og ég segi takk
fyrir vald forseta Íslands til að
skjóta lagafrumvörpum, sem fela í
sér andhverfu lýðræðisins, til þjóð-
arinnar, segi ég takk fyrir íslenska
dómstóla sem hafa vald til að hefta
för óréttlætisins þegar það er komið
á mikla siglingu í höndum ólýðræð-
islega sinnaðra embættismanna í
sumum ráðuneytum og lögreglu-
embættum landsins. Þeir gera sum-
ir sannarlega grein-
armun á Jóni og séra
Jóni.
Þriggja mánaða skil-
orð er væg refsing. En
það er aðeins brotabrot
hinnar raunverulegu
refsingar því hún ligg-
ur í áraraða máls-
meðhöndlun sem lifði
dómgreindarrugluðu
lífi í sex ár. Hvernig gat
einn kreditreikningur
frá fjandsamlegum
fyrrum viðskiptamanni
orðið að þvílíkum eit-
urspúandi kolkrabba í
höndunum á embættis-
mannakerfi Íslands?
Það er spurning dags-
ins og daganna og mán-
aðanna og kannski ár-
anna framundan.
Málsmeðferð Baugs-
málsins var í eðli sínu
andstæð lýðræði okkar og andstæð
því kristilega siðgæði sem það reisir
tilvist sína á eins og það birtist í átt-
unda boðorðinu: Þú skalt ekki bera
ljúgvitni gegn náunga þínum.
Ákæruvaldið braut þetta boðorð sí-
endurtekið í endalausum og síend-
uruppteknum ákæruliðum – og olli
saklausu fólki ómældum þjáningum
á sex ára tímabili sem nú er liðið.
Þetta sex ára langa mál var á leið-
inni að tæra upp siðferðisgrunn sið-
ferðissterkasta stjórnmálaafls Ís-
lands: Sjálfstæðisflokksins, eins og
hann birtist í þáverandi forystu
hans, þótt sá breiði flokkur eigi
meiri fjöldadómgreind en svo að
hann láti afvegaleiðast af þeim
stjarnfræðilega dómgreindarbresti
sem upphaf og síendurtekið áfram-
hald Baugsmálsins fól allan tímann í
sér.
Kolkrabbaþjóðfélagið var að
hruni komið um svipað leyti og
Baugsmálið hófst. Á þeim sex árum
sem liðin eru síðan hefur þessi dap-
urlega þjóðfélagsgerð tuttugustu
aldarinnar runnið sitt skeið á enda
með nýju Íslandi sem hafnaði henni.
Vonandi er kolkrabbinn núna aðeins
hluti af sögunni eins og kalda stríðið.
Baugsmálið virðist hafa verið síð-
asta og langdregnasta tilraun hins
deyjandi kolkrabba til að spúa frá
sér eitri.
Kolkrabbinn
spjó eitri í sex ár
Ragnar
Halldórsson skrifar
um Baugsmálið
Ragnar Halldórsson
» Baugsmálið
er mesta
hneyksli sem
hent hefur ís-
lenskt þjóðlíf á
mínu æviskeiði.
Höfundur er ráðgjafi.
SAMKVÆMT út-
tekt Alþjóða heil-
brigðismálastofn-
unarinnar (WHO) er
tilfinnanlegur skortur
á heilbrigðisstarfs-
fólki í 57 ríkjum
heims. Ástandið í Afríku sunnan
Sahara er sérstaklega slæmt. Þar
er skorturinn himinhrópandi og
má sem dæmi nefna Malawi þar
sem einn læknir er fyrir hverja
50.000 íbúa. Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin, WHO, hefur sett
á laggirnar sérstök samtök (Global
Health Workforce Alliance) sem
er samstarfsvettvangur þeirra og
annarra sem láta sér þetta varða
svo sem alþjóðasamtök lækna,
hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga
og tannlækna með það í huga að
skoða hvað hægt sé að gera. Þessi
samtök stóðu nýlega fyrir sér-
stakri ráðstefnu í Kampala í Úg-
anda til að ræða þessa stöðu.
Meginatriðið er að sjálfsögðu að
bæta aðstæður í þeim löndum þar
sem skortur á menntuðu starfs-
fólki er hvað mestur en það þarf
að efla menntun og þjálfun starfs-
fólks, bæta aðbúnað og kjör og
auka öryggi þeirra svo það helsta
sé upp talið. Það er einnig ým-
islegt sem ríkari löndin geta lagt
að mörkum. Til þeirra sækir
menntað heilbrigðisstarfsfólk frá
Afríku í leit að betri aðstöðu og
kjörum og þeir Afríkubúar sem fá
grunnmenntun og þjálfun utan
síns heimalands kjósa oft að búa
erlendis áfram í stað þess að snúa
aftur heim. Vanda-
málið er að sönnu
risavaxið og vandséð
hvað fámennt land
eins og Ísland getur
lagt af mörkum en
það er þó ýmislegt
þegar betur er að gáð.
Hér verða nefnd
nokkur dæmi um að-
gerðir sem við getum
gripið til hér á landi
og sem munu leggja
þessari baráttu lið:
1. Við getum mennt-
að og þjálfað nægilega margt heil-
brigðisstarfsfólk fyrir okkar eigin
þarfir og helst fleira. Hvað lækna
varðar er framboð nægilegt á Ís-
landi en það sama á ekki við um
hjúkrunarfræðinga. Því hafa heil-
brigðisstofnanir hér á landi leitað
til annarra landa eftir hjúkr-
unarfræðingum en það hefur
keðjuverkun þannig að á endanum
verða einhver lönd að „blæða“ og
það eru oftast þau lönd sem síst
mega við því.
2. Við getum gert samninga við
ríki eða jafnvel einstök sjúkrahús
eða heilsugæzluumdæmi varðandi
samvinnu um vinnu, menntun,
þjálfun eða tækjabúnað, hvort sem
er hér á landi (menntun og þjálf-
un) eða ytra (vinna og tækjabún-
aður). Ýmsir stórir samningar af
þessu tagi hafa t.d. verið gerðir
milli stofnana í Bretlandi og Suð-
ur-Afríku og hefur hann breytt
töluvert miklu fyrir síðarnefnda
landið. Samninga af þessu tagi er
hægt að gera fyrir atbeina Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands enda
er heilbrigðiskerfi okkar að mestu
opinbert. Einnig er hægt að hugsa
sér milliliðalausa samninga hvort
sem er af hálfu sjúkrastofnana eða
jafnvel félagasamtaka. Fordæmi
eru fyrir slíkum samningum en
þeim þarf að fjölga og efla þá sem
fyrir eru.
3. Við getum beitt áhrifum okk-
ar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
en hann setur mjög ströng skilyrði
fyrir fjárframlögum og lánum. Það
vekur óneitanlega athygli að Ís-
land hefur síðustu hálfa öld
sjaldnast uppfyllt þessi skilyrði en
hefur þó komist í fremstu röð.
Skilyrðin eru þannig að ef verð-
bólga er yfir 5% og gjaldeyrisforð-
inn lítill minnka umtalsvert líkur á
fjárframlögum. Auk þess er horft
til þess að fjárframlög fari til arð-
bærra verkefna og þá er opinber
heilbrigðisþjónusta ekki ofarlega á
blaði. Þessi skilyrði eiga uppruna
sinn í nýfrjálshyggjunni sem hefur
fjárhagslega arðsemi einkum að
leiðarljósi. Þetta hefur m.a. haft
þau áhrif að hlutfall útgjalda fá-
tækra ríkja til heilbrigðisþjónustu
hefur orðið lægra en annars hefði
orðið.
Nú hefur verið tekin sú afdrátt-
arlausa afstaða af hálfu íslenskra
stjórnvalda að auka framlög til
þróunarmála. Heilbrigðismálin
brenna sérstaklega á íbúum þró-
unarlanda og því er lag að leggja
þeim lið á þessu sviði enda eru
verkefnin óþrjótandi. Afstaða
WHO liggur fyrir og því er okkur
ekkert að vanbúnaði að láta verkin
tala.
Skortur á heilbrigðisstarfs-
fólki í þróunarlöndunum
Jón Snædal
nefnir dæmi
um það sem
Íslendingar geta
lagt af mörkum
til hjálpar
Afríkubúum
» Það er verulegur
skortur á heilbrigð-
isstarfsfólki í 57 löndum
í heiminum. Ísland get-
ur lagt sitt af mörkum
Jón Snædal
Höfundur er læknir og forseti
Alþjóðasamtaka lækna (WMA).
ÉG ætla að leyfa
mér að horfa nokkra
áratugi aftur í tímann
eins og í endurminn-
ingaskyni.
Að líkindum var
það Stúdentafélag
Reykjavíkur, sem þá
starfaði, sem boðaði
til fundar í Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll 1951 eða 1952 til þess
að ræða stjórnarskrármál. Um
þetta leyti voru aðeins 7 eða 8 ár
frá því að stjórnarskrá lýðveldisins
Íslands var lögfest 1944. Þó und-
arlegt sé var nokkur ágreiningur
um stjórnarskrána. Að því var m.a.
fundið, að lýðveldisstofnun hefði
borið svo brátt að, að ekki hefði
gefist tími til að semja nýja og
efnismeiri stjórnarskrá en fólst í
því að hnika til nokkrum greinum í
stjórnarskrá konungsríkisins Ís-
lands (1918–1944). Menn höfðu á
orði og kölluðu það forsmán að
stjórnarskrá lýðveldisins væri lítið
annað en uppsuða úr dönsku
grundvallarlögunum eins og átti að
hafa verið um stjórnarskrána frá
1874 og æ síðan.
Ég var á þessum fundi og hafði
þá nýlega hafið nám í lögfræði og
var áhugasamur um stjórnmál.
Það man ég frá þessum fundi að
margt var þrasað í anda þess sem
ég gat um fyrr, að stjórnarskráin
væri dönskuskotin úr hófi og elli-
bleik. Ég verð að játa það á sjálfan
mig að ég var haldinn ýmsum for-
dómum um stjórnarskrána og taldi
að í hana vantaði mörg ákvæði um
sitt hvað, ekki síst ít-
arlega umfjöllun um
jöfnuð og mannrétt-
indi.
En þá sté í ræðustól
vörpulegur maður sem
allir kunnu góð skil á,
því að hann var þjóð-
þekktur lögfræðingur
og hinn mesti fræða-
sjór á mörgum svið-
um.
Sigurður Ólason
hæstaréttarlögmaður
las þarna yfir okkur
stutta lesningu og sneri öllu fund-
arsnakkinu á hvolf. Hann sagði
formálalaust að lýðveldisstjórn-
arskráin væri gullvægt plagg og
bætti því við að stjórnarskrársaga
Íslands væri stórmerkileg. Í henni
fælist sjálfstæðisbarátta sem Ís-
lendingum væri til sóma. Hann
lagði ríka áherslu á að í lýðveld-
isstjórnarskránni væri að finna allt
sem máli skipti um stjórnskipun
landsins, lýðveldisform, fullveldi
ríkisins og þrígreiningu ríkisvalds-
ins. Samkvæmt stjórnarskránni
væri Ísland lýðræðislegt fullvalda
lýðveldi. Alþingi samdi og sam-
þykkti stjórnarskrána, sagði ræðu-
maður, og þjóðin staðfesti þá sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá
benti Sigurður á að í stjórn-
arskránni væru viðunandi ákvæði
um grundvallarmannréttindi, per-
sónufrelsi, málfrelsi, trúfrelsi og
vernd eignarréttar. „Ef þörf er á
úrbótum og viðaukum við stjórn-
arskrána verður það gert með
þingræðislegum hætti eins og
ákvæði stjórnarskrárinnar segja
fyrir um.“ Þetta voru orð Sigurðar
Ólasonar um stjórnarskrá hins
fullvalda lýðveldis á Íslandi, mælt
á fundi fyrir u.þ.b. 60 árum.
Á ystu nöf
Ræða Sigurðar undirstrikar það
sem Íslendingar hafa til þessa litið
á sem grundvöll og inntak þjóð-
hyggju sinnar, ungann og merginn
í sjálfstæðishugsjón sinni, að Ís-
land eigi að vera nú og framvegis
fullvalda ríki í anda lýðveld-
isstjórnarskrár frá 1944. Í því felst
að vera hvorki í konungssambandi
við annað ríki né bindast stjórn-
arfarslega ríkjasamböndum á borð
við Bandaríki Norður-Ameríku eða
nýtilkomið Evrópusamband. Af því
leiðir að íslensk þjóðhyggja breyt-
ist í innantóm orð, ef fullveldi rík-
isins er varpað fyrir róða eða
„framselt“ yfirþjóðlegu ákvörð-
unarvaldi.
Íslensk pólitík er komin út á
ystu nöf þegar lagt er til að fórna
fullveldinu til þess eins að þjóna
fésýsluhagsmunum hnattvæddra
stórfyrirtækja, sem gera ekki bet-
ur en vera íslensk, ef þau eru það
þá.
Ræða Sigurðar Ólasonar
Ingvar Gíslason
rifjar upp liðlega
hálfrar aldar
gamla ræðu um
stjórnarskrána
» Íslensk pólitík er
komin út á ystu nöf
þegar lagt er til að fórna
fullveldinu til þess eins
að þjóna fésýsluhags-
munum hnattvæddra
stórfyrirtækja, sem
gera ekki betur en vera
íslensk, ef þau eru það
þá.Ingvar Gíslason
Höfundur er fyrrv. ráðherra og
alþm. Framsóknarflokksins
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Hún er oft skrítin umræðan á Ís-
landi og ekki lagast hún við að fá
björn í heimsókn. Þar sannast á
okkur að við erum ekki mjög gest-
risin þegar birnir eru annars veg-
ar. Það þykja hins vegar ekki
kurteisir gestir sem banka ekki og
lemja svo húsráðendur. Það var
auðvitað ekkert annað í stöðunni
en að skjóta björninn. Hvernig
sem þvaðrað er um þetta fram og
til baka, þá eru margir Íslend-
ingar svo náttúrufirrtir að þeir
geta ekki einu sinni umgengist
hunda án þess að láta þá bíta sig.
Því til viðbótar er stór hluti land-
lýðs svo óagaður að hann tekur
ekkert mark á viðvörunum og það-
an af síður bönnum. Þetta ranalið,
sem af öllu þarf að þefa og flækj-
ast fyrir, er líka vont fóður fyrir
birni, þó að hugsanlega meti
bangsi það betra en ekkert. Þetta
er líka vandræðastóð fyrir þá sem
eiga að gæta öryggis á svæðinu.
En hvernig sem þessu er varið þá
ætti að vera kominn tími til að fá
hingað tæki sem gerðu það kleift
að fanga og flytja svona dýr. Sá
búnaður þarf að vera þannig stað-
settur að auðvelt sé að koma hon-
um á vettvang ásamt áhöfn sem
kann með að fara. Upplýsingar
um hvernig fólk á að bregðast við
sjái það björn þarf að semja og
dreifa. Reglur varðandi þá sem
hlýða ekki boði eða viðvörunum
lögreglu þurfa að vera skýrar og
undantekningalausar. Menn sem
fara vitandi vits til fundar við
björn eru þar á eigin vegum og
bangsi með sinn náttúrurétt. Von-
andi var björninn ekki skotinn til
að vernda þess háttar fólk, heldur
fólk sem á sér einskis ills von. Það
er hjákátlegt að skamma umhverf-
isráðherrann fyrir að gera nú allt
í einu rétt. Hvernig skyldi umræð-
an annars hafa orðið ef björninn
hefði sloppið undan eftirliti lög-
reglunnar og fundið sér mann eða
barn sem óvart varð á leið hans?
HRÓLFUR HRAUNDAL,
rekur vélsmiðju
á landsbyggðinni.
Birnir banka ekki
Frá Hrólfi Hraundal