Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„UM leið og það fréttist af hvítabirni í Skagafirði
sagði ég við mitt fólk hjá Umhverfisstofnun og í
ráðuneytinu að ég vildi að við gerðum allt sem í
okkar valdi stæði til þess að reyna að ná þessu dýri
lifandi, bjarga því og koma því til heimkynna sinna
og að því höfum við unnið í allan dag,“ segir Þór-
unn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.
Að sögn Þórunnar eru menn reynslunni ríkari
eftir 3. júní þegar fyrri hvítabjörninn gekk á land,
en hann var sem kunnugt er felldur af öryggis-
ástæðum. Benti Þórunn á að forsenda þess að
hægt væri að fara í björgunaraðgerðir gagnvart
birninum núna væri að lögregl-
unni hefði tekist að loka svæð-
inu og tryggja öryggi fólksins í
næsta nágreni.
„Við höfum verið í sambandi
við sérfræðinga í Noregi, Dan-
mörku og Kanada til þess að
leita allra leiða til að koma
þessari björgunaraðgerð á og
úr varð að Danir voru tilbúnir
til að hjálpa okkur og við eigum
von á þeim á morgun.
Þarna eru vanir menn á ferð frá dýragarðinum í
Kaupmannahöfn sem hafa áður deyft dýr af þessu
tagi og staðið í álíka björgunaraðgerðum,“ segir
Þórunn og tekur fram að meðal þess sem sérfræð-
ingarnir komi með með sér sé hvítabjarnarhelt
búr, en slíkt sé ekki til hérlendis. Spurð hvað verði
um dýrið segir Þórunn að reynt verði að koma því
til heimkynna sinna í Grænlandi.
Spurð um kostnað vegna björgunaraðgerðar-
innar segir Þórunn ljóst að hann muni hlaupa á
einhverjum milljónum og verði sennilega aldrei
undir 10 milljónum króna. Novator, félag Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, bauðst í gær, að höfðu
samráði við yfirvöld, til að standa straum af þeim
kostnaði sem kynni hljótast af því að bjarga ís-
birninum. „Mér finnst þetta höfðinglega boðið,“
segir Þórunn og tekur fram að sér finnist vel koma
til greina að þiggja boðið.
Allt gert til að bjarga dýrinu og
koma því til heimkynna sinna
Í HNOTSKURN
»Björgunaraðgerðin semframundan er verður
flókin og ljóst að allt þarf að
ganga upp til að vel fari.
»Það er ekki einfalt málað deyfa hvítabjörn og
halda honum sofandi í lang-
an tíma, því sú aðgerð getur
í sjálfu sér hætt lífi bjarn-
arins.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
ÞEIR voru glaðbeittir starfsmennirnir sem unnu
við að leggja nýjar lagnir í Álfheimunum í
Reykjavík í gær. Víða er unnið að umsvifamikl-
um framkvæmdum í borginni, meðal annars
breikkun Miklubrautarinnar, og sums staðar
verða óhjákvæmilega umferðartruflanir af völd-
um þeirra. Og að sjálfsögðu þarf að malbika fjöl-
margar götur í sumar því þótt margir séu hættir
að nota nagla á veturna slitna göturnar hratt
enda umferðarþunginn mikill. En þá er að virkja
sumarskapið sem er auðvelt þegar sólin skín
glatt eins og hún gerði framan af gærdeginum.
Morgunblaðið/Kristinn
Glatt á hjalla í Álfheimum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ trúum því varla að þeir séu
að boða verkfall á þessum tíma, því
framundan er háannatíminn. Í því
erfiða árferði sem núna er þá getur
þetta haft mjög vond áhrif og
hætta á að fólk hætti við að koma í
frí til Íslands út af þessu. Þetta má
því bara alls ekki gerast,“ segir
Matthías Imsland, framkvæmda-
stjóri Iceland Express, um yfirvof-
andi vinnustöðvanir hjá flug-
umferðarstjórum. Segist hann
binda vonir við að samningsaðilar
finni lausn á málinu áður en til
verkfallsaðgerða komi.
Flugumferðarstjórar samþykktu
í atkvæðagreiðslu að boða til vinnu-
stöðvunar í fjóra tíma í senn að
morgni dags í samtals tuttugu
skipti á tímabilinu 27. júní til 20.
júlí. Ljóst þykir hins vegar að
vinnustöðvunin muni hafa áhrif í
allt að sex tíma, því íslenska flug-
umferðarsvæðinu yrði lokað tveim-
ur tímum áður en vinnustöðvunin
hæfist.
Þegar allt annað þrýtur
Að sögn Lofts Jóhannssonar, for-
manns Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra (FÍF), hefur félagið
ekki enn boðað formlega til verk-
fallsaðgerðanna en það verði gert á
næstu dögum, enda þurfi að til-
kynna verkfallsaðgerðir til Flug-
stoða með sjö daga fyrirvara. Að-
spurður segir Loftur samninga
FÍF hafa verið lausa frá því í lok
febrúar sl. og verið á borði rík-
issáttasemjara síðan í maíbyrjun,
en samningsaðilar eru annars veg-
ar FÍF og hins vegar ríkið og Sam-
tök atvinnulífsins. Síðasti fundur
samningsaðila fór fram 12. júní sl.
og boðað hefur verið til næsta
fundar 26. júní nk. þ.e. daginn áður
en hugsanlegar vinnustöðvanir
hefjist.
„Þetta er búið að vera hjá rík-
issáttasemjara og samningar hafa
ekki tekist. Þar af leiðandi er þetta
sú aðgerð sem menn grípa til þeg-
ar allt annað þrýtur og ekkert ann-
að í stöðunni að gera,“ segir Loft-
ur.
Treystir því að deiluaðilar
finni lausn sem fyrst
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, treysta því
að deiluaðilar fyndu lausn sem
fyrst, þannig að flugfarþegar hlytu
ekki tjón eða skaða af deilunni.
Hjá Flugstoðum fengust þær
upplýsingar að verði af vinnustöðv-
un flugumferðarstjóra muni það
reynast hið alvarlegasta mál fyrir
íslenska flugstjórnarsvæðið og
hugsanlega veikja samkeppnisstöðu
þess í alþjóðlegu samhengi.
„Þetta má ekki gerast“
Talsmenn flugfélaganna skora á deiluaðila að semja og koma í veg fyrir verkfall
Flugumferðarstjórar hafa samþykkt tuttugu vinnustöðvanir á næstu vikum
TILBOÐ í veiðina í Laxá í Leir-
ársveit voru opnuð í gær. Áin er ein
af bestu laxveiðiám landsins og sam-
kvæmt útboðs-
gögnum var áin
boðin út til
þriggja ára, frá
og með sumrinu
2009.
Samkvæmt
vefmiðlinum
votnogveidi.is
reyndist Stanga-
veiðifélag
Reykjavíkur vera
með hæsta til-
boðið, alls 124,9
milljónir króna. Lax-á hf. var með
næsthæsta boð, 120,6 milljónir, og
Sporðablik ehf. bauð 112,8 milljónir.
Það skipa m.a. Haukur Geir Garð-
arsson og Ólafur Johnson sem hafa
komið að sölu veiðileyfa í Laxá.
Tvö frávikstilboð komu, eitt upp á
118,8 milljónir frá Sporðabliki og
annað upp á 191,5 milljónir, en þar
var gert ráð fyrir leigu til fimm ára.
Stjórn veiðifélagsins mun taka sér
einhvern tíma til að fara yfir til-
boðin. efi@mbl.is
SVFR bauð
hæst í Laxá í
Leirársveit
Veiðimenn með
lax við Laxá
í Leirársveit.
FÆREYSKA skipið Carlton
KG-381 kom með fyrsta síldarfarm-
inn til vinnslu í Norðfirði á sunnu-
dag. Síldin var nýtt til að prófa nýj-
an vinnusal fiskiðjuversins
Síldarvinnslunnar hf.
Litla síld er þó að finna á mið-
unum og segir áhöfn frystitogarans
Bjarna Ólafssonar AK-70 enga síld
hafa fundist síðustu fjóra til fimm
daga, þrátt fyrir að stofninn sé nú í
sögulegu hámarki. „Hún á það til
að hverfa svona og svo eru fá skip á
miðunum.“ haa@mbl.is
Fyrsti síld-
arfarmurinn
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
sat í gær árlegan sumarfund for-
sætisráðherra Norðurlanda í Sví-
þjóð. Auk Geirs sátu fundinn Fre-
derik Reinfeldt, forsætisráðherra
Svíþjóðar, Matti Vanhanen, for-
sætisráðherra Finnlands, Jens Stolt-
enberg, forsætisráðherra Noregs,
og Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur.
Meðal þess sem rætt var á fund-
inum var framboð Íslands til Örygg-
isráðs SÞ, samstarfið á Eystrasalts-
svæðinu, hlutverk Norðurlanda í
alþjóðlegri friðargæslu og málefni
sem snerta ESB. silja@mbl.is
Rætt um
framboðið
Hversu margar flugvélar eru á lofti innan íslenska
flugstjórnarsvæðisins á degi hverjum?
Að meðaltali koma um 300-350 flugvélar í millilandaflugi inn í íslenska flug-
stjórnarsvæðið á sólarhring. Ætla má að 75-100 flugvélar séu á ferðinni dag
hvern í innanlandsflugi.
Hver ber kostnaðinn missi ferðalangur af tengiflugi sínu
vegna verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra?
Flugfarþegar sem missa af tengiflugi vegna verkfallsaðgerða bera sjálfir þann
fjárhagslega skaða, þar sem verkfallsaðgerðir falla utan valdsviðs flugfélaga
og því eru þau ekki skaðabótaskyld gagnvart farþegum.
S&S