Morgunblaðið - 17.06.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 9
Hver var maður dagsins?
Jón Sigurðsson lifir í þjóðarsálinni. Kenningarnafn hans, forseti, var spásögn.
Hann var raunverulega forseti íslensku þjóðarinnar löngu fyrir daga lýðveldisins.
En hvað vitum við um þennan vestfirska útnesjamann, sem skyggði á hvaða
konung sem var?
Litla sögubókin um Jón Sigurðsson forseta segir frá lífi hans og persónu á
skorinorðan og aðgengilegan hátt fyrir alla.
Afar og ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur:
Ungdómurinn þarf að eignast þessa litlu bók, lesa hana og læra utanað helstu
æviatriði Jóns forseta. Svo er það ykkar að hlýða þeim yfir.
Sumt af því sem menn lærðu í æsku muna margir ævilangt. Þá þarf ekkert að
fletta því upp í tölvu! Auk þess hafa allir gott af því að læra eitthvað utanbókar.
Ungur nemur, gamall temur!
Fæst í bókaverslunum um land allt.
Verð 390,- kr.
Morgunblaðið/RAX
Nálægur Björninn hélt sig í um 230 m fjarlægð frá Hrauni. Dreginn hefur verið svartur hringur utan um björninn.
Morgunblaðið/RAX
sannarlega í feitt því hann fann mikla matarkistu í æðavarpinu rétt hjá Hrauni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frá Hrauni I Hvítabjörninn sést greinilega við sjóndeildarhringinn þegar maður stendur við bæinn Hraun I.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÖRYGGIÐ var sett á oddinn norður á Skaga, eftir að
vart varð við hinn óboðna gest. Lögregla lokaði strax
leiðinni, bæði að austan og vestan, að bæjunum þremur
sem eru rétt við Skagatána, til þess að koma í veg fyrir
að forvitnir vegfarendur kæmust í námunda við dýrið
eins og raunin varð þegar hinn fyrri kom í byrjun mán-
aðarins. Ábúendur voru látnir halda kyrru fyrir heima
á bæjunum, skyttur úr héraðinu komu á staðinn í ör-
yggisskyni og lögreglu- og björgunarsveitarmenn
vöktuðu dýrið frá veginum. Allt var með kyrrum kjör-
um, sárafáir bílstjórar freistuðu þess að koma auga á
björninn því tilkynnt var tímanlega að leiðin væri lok-
uð. Óhætt er að segja að náttúran hrópi og kalli þarna á
Skaganum; ólgandi hafið og logn á hraðferð í gær. Síð-
ast þegar ég kom var það til að fylgjast með hring-
myrkva á sólu í maí 2003. Þá var þungbúið, fólk beið
víða á Norðurlandi upp á von og óvon en svo heppilega
vildi til að nákvæmlega á þessum stað rofaði til stutta
stund um miðja nótt og myrkvinn sást vel. Hvítabjörn-
inn við Hraun sást líka ágætlega, þótt úr fjarska væri.
Bangsi virtist hafa það huggulegt í æðarvarpinu, og lét
sig það vitaskuld engu varða þótt fáeinir fjölmiðlamenn
þokuðust í lögreglufylgd áleiðis að Hrauni II vopnaðir
myndavélum. Eina ógnin sem að þeim steðjaði var af
kríunni sem gætti eggja sinna af kunnri grimmd.
Öryggið sett á oddinn á SkagaS&S
Hvaðan kom hvítabjörninn?
Heimkynni bjarnarins eru líklega í
Grænlandssundi en mismunandi
kenningar eru uppi um hvernig hann
rataði hingað til lands. Ísbreiða gæti
hafa flutt hann suður með Grænlandi
og þaðan til Íslands.
Hvað gerist í dag?
Sérfræðingur frá dýragarðinum í
Kaupmannahöfn kemur til landsins
um miðjan dag. Hann verður vopn-
aður deyfilyfjun og stóru búri. Land-
helgisgæslan flytur búrið. Síðdegis
eða undir kvöld ættu aðgerðir að
hefjast á Skaga. Gangi allt að óskum
verður björninn unninn í kvöld eða
nótt.
Hver verða örlög bjarnarins?
Ef allt gengur að óskum verður dýrið
svæft og komið fyrir í traustu búri.
Þá er talið líklegt að varðskip ferji
björninn aftur til heimkynna sinna í
Grænlandssundi. Einnig kemur til
greina að flytja hann til Danmerkur
sé áhugi þar fyrir því að hýsa hann í
dýragarði.