Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 11

Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR URÐUR Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu, segir borgaralegu flugi á ís- lenska flugeftirlitssvæðinu ekki hafa verið sér- stök hætta búin þegar rússneskar sprengjuflug- vélar flugu í kringum landið í upphafi síðustu viku, þótt franskar orrustuþotur hefðu ekki fylgt þeim eftir allan tímann. Tvær franskar vél- ar af fjórum sem hér eru fylgdu Rússunum frá því á Grænlandssundi suður og austur fyrir land- ið. Að svo búnu þurftu þeir frá að hverfa vegna flugþols vélanna. Ratsjá nóg til að vita um ferðir Rússanna Yfirlýstur tilgangur flugs Frakkanna var, auk þess að sýna nærveru herliðs, að staðfesta hvers konar flugvélar væru á ferðinni og gefa frá sér merki fyrir borgaralega flugumferðarstjórn- unarkerfið, sem Rússarnir gefa ekki frá sér. Mir- age-þotur Frakka fylgdu þeim eftir í hálfan ann- an tíma en sprengjuvélarnar voru lengur en svo í íslensku loftrými. Urður segir vélarnar hafa ver- ið sýnilegar á ratsjá allan tímann en þar að auki hafi AWACS-ratsjáreftirlitsvélar frá NATO ver- ið fyrir austan land og fylgst með þeim. Upplýs- ingar frá loftvarnakerfinu séu aðgengilegar flugumferðarstjórum hér á landi og því hafi borgaralegu flugi ekki verið hætta búin þegar Rússarnir voru án fylgdar. Engu að síður sé enn betra þegar þeim sé fylgt og merki gefið með þeim hætti. Líklega verði mótfluginu háttað með svipuðum hætti næst, nema eitthvað í atferli að- komuvéla gefi tilefni til annars. Ákvarðanir um slíkt séu í höndum þeirra sem sinna eftirlitinu hverju sinni. onundur@mbl.is Borgaralegt flug ekki í hættu Ógn? Áður voru það bandarískar F 15-vélar, sem tóku á móti rússneskum sprengjuflugvélum. ORKUVEITA Reykjavíkur hefur sótt um virkjunarleyfi til iðnaðar- ráðuneytisins fyrir stækkun Hellis- heiðarvirkjunar úr 160 megavöttum í 280 MW. Samkvæmt upplýsingum Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, er áformað að viðbót- in verði tekin í notkun árið 2010. Raf- orka er nú framleidd með fjórum afl- vélum í virkjuninni og tvær aflvélar munu bætast við þegar ráðist verður í stækkunina. Orka úr Skarðsmýrarfjalli Sú orka, sem fyrirhugað er að afla til stækkunarinnar, mun koma úr Skarðsmýrarfjalli. Mat á umhverfis- áhrifum hefur þegar farið fram og féllst Skipulagsstofnun á fram- kvæmdina með skilyrðum með úr- skurði, dagsettum 28. mars 2006. Skarðsmýrarfjall er innan þjóðlendu og óskaði Orkuveita Reykjavíkur heimildar forsætisráðherra til að nýta jarðhitaréttindi innan þjóðlendunnar skv. ákvæðum þjóðlendulaga. For- sætisráðherra veitti heimildina með bréfi haustið 2007. Hluti þess rafmagns, sem framleitt verður í Hellisheiðarvirkjun, verður nýttur á almennum markaði Orku- veitu Reykjavíkur og til að mæta stækkun markaðarins. Í samræmi við 34. grein raforku- laga er þeim aðilum er málið varða, gefið færi á að koma á framfæri sjón- armiðum sínum til iðnaðarráðuneyt- isins innan fjögurra vikna frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu. Upplýsingar og gögn má nálgast á skrifstofu Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, Reykjavík. sisi@mbl.is Virkjun verður stækkuð Umhverfismat hefur verið samþykkt SJÖ fyrrver- andi blaða- menn á Krón- ikunni hafa höfðað mál gegn útgáfu- félagi blaðs- ins og krefj- ast alls sjö milljóna króna sem þeir segja að séu vangoldin laun í uppsagnar- fresti. Þegar Krónikan lagði upp laupana keypti útgáfufélag DV út- gáfuréttinn að blaðinu og af hálfu út- gefanda var litið svo á að blaðamönn- um Krónikunnar hefði ekki verið sagt upp þar sem þeim var boðið að starfa áfram fyrir DV. Blaðamenn- irnir mótmæltu því og bentu á að störfin væru ekki sambærileg. Lára V. Júlíusdóttir hrl., lögmað- ur blaðamannanna, gerir ráð fyrir að málið verði flutt í ágúst. runarp@mbl.is Krefjast fimm milljóna Sjö tölublöð komu út af Krónikunni. UM helgina losnuðu loks síðustu fíkniefnapakkningarnar úr iðrum fertugs Hollendings sem var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmlega tveimur vikum, eða 29. maí sl. Hann reyndist hafa gleypt pakkn- ingar sem alls innhéldu tæplega 800 grömm af kókaíni. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og bíður nú dóms fyrir smygltilraun- ina sem misheppnaðist svona óþægi- lega. runarp@mbl.is Kókaínið laust úr iðrum Við hjá Hótel Eddu fyllumst ætíð miklu stolti og tilhlökkun á 17. júní. Líkt og aðrir landsmenn höldum við upp á þjóðhátíðar- daginn. En fyrir okkur markar hann jafnframt sumarkomuna því þá hafa öll hótelin okkar opnað upp á gátt. SUMARSÆLA Í 47 ÁR Fyrsta Edduhótelið var opnað árið 1961 og byggði á þeirri hugmynd að nýta húsnæði og heimavistir héraðsskólanna til að bjóða ferðalöngum þar upp á gistingu yfir sumartímann. Nú mynda 13 Edduhótel víðs vegar um Ísland eina elstu og virtustu hótelkeðju landsins. Sum þeirra eru sérhönnuð sem hótel, en öll starfa þau á þeim upprunalega grunni að bjóða hagkvæma og notalega gistingu og góða þjónustu. ATVINNUSKAPANDI FERÐAMENNING Við erum stolt af hlutverki okkar í ferðamenningu Íslendinga og ekki síður af þætti Edduhótelanna í atvinnusköpun á landsbyggðinni. Nú sem fyrr eru hundruð sumarstarfa á Edduhótelum í heimabyggð gríðarlega eftirsótt, jafnt meðal íslenskra ungmenna og þeirra sem eldri eru. Reynsla starfsfólksins og þekking á náttúru og nágrenni hótelanna eru dýrmætur sjóður fyrir okkur og gesti okkar að sækja í. VIÐ ÓSKUM ÞÉR GLEÐILEGRAR ÞJÓÐHÁTÍÐAR OG HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI ÞÉR Í SUMAR. Starfsfólk Edduhótelanna GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjaskóli • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar PANTAÐU ALLAN HRINGINN Á HOTELEDDA.IS EÐA Í SÍMA 444 4000 12 1 2 4 5 8 9 10 11 13 3 67 1 13 2 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.