Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 23
Fer þessu bráðum að ljúka? Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands,
kannar hvað tímanum líður. Um 1.100 kandídatar voru brautskráðir á laugardag og tók athöfnin tvo og hálfan tíma.
Kristinn Blog.is
Egill Jóhannsson | 16. júní
Eftiráspeki um hagstjórn
Markmið Seðlabanka Íslands (SÍ) skv. lögum frá Alþingi er að
halda verðbólgu innan við 2,5%. Stýrivextir eru tækið. Það hefur
ekki virkað. Ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Verðbólgumark-
miðið var óraunhæft, 2) vanmat á áhrifum hækkunar stýrivaxta
á gengi krónunnar í hagkerfi með frjálsu fjármagnsflæði, og 3)
verðtrygging húsnæðislána. Nú er auðvitað auðvelt að vera vitur
eftir á og auðveldara um að tala en í að komast en samt sem áð-
ur tel ég að hægt hefði verið að sjá atburðarásina fyrir. Lögmálin, sem stýra
sambandi vaxta, gengis, verðbólgu og atvinnuleysis, voru öll þekkt og gengu,
þegar upp var staðið, öll í takt. Niðurstaðan var nákvæmlega eins og við mátti
búast. Flest af því sem hér er skrifað hefur áður komið fram í ræðu og riti en
hér kemur fram í hnotskurn það sem ég tel að hafi farið úrskeiðis …
… Aukið lánshlutfall húsnæðislána við þessar aðstæður var síðan olían á
eldinn.
Meira: egill.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 16. júní
Veðurútlitið á 17. júní
… Loftið sem NA-áttin
mun bera með sér er
frekar þurrt, og úrkoma
verður óveruleg um norð-
an- og norðaustanvert
landið. Þar má þá gera
ráð fyrir að verði að
mestu skýjað og sólarlítið og fremur
svalt eða 5 til 7 stiga hiti. Sunnan og
vestan til er óhætt að gera ráð fyrir að
það verði léttskýjað víðast hvar. …
Meira: esv.blog.is
Friðjón R. Friðjónsson | 16. júní
Digsby er málið
Það er alltaf gaman að
rekast á hugbúnað sem
einfaldar hlutina. Digsby
er slíkur hugbúnaður. Það
sem Digsby gerir er að
sameina mismunandi
spjallforrit í eitt og hann
skannar pósthólf líka. …
… Digsby er lítið forrit sem sameinar
allar þjónusturnar í eina þannig að til hlið-
ar á skjánum hjá mér er bara eitt forrit
sem kemur í stað allra hinna og Digsby
fylgist með pósthólfunum. Ljómandi.
Digsby er til fyrir Windows, Makka og
Linux.
Einfaldara er alltaf betra …
Meira: fridjon.blog.is
REYKJAVÍK skart-
ar sínu fegursta á
þjóðhátíðardaginn, ið-
ar af blómlegu mann-
lífi þegar borgarbúar
halda daginn hátíðleg-
an í miðborginni. Eftir
liðlega þriggja mánaða
hreinsunarátak sem
bæði borgaryfirvöld,
íbúar og hags-
munaaðilar hafa staðið
að má nú sjá árangurinn. Eins og
flestum er kunnugt var umræðan
um miðborgina afar neikvæð í vor.
En það er ekkert nýtt að fólki
finnist að ástand miðborgarinnar
gæti verið betra og í samræmi við
það að Íslendingar hafa ætíð borið
hag miðborgarinnar fyrir brjósti.
Meistari Kjarval telur Reykjavík
margt til tekna í blaðagrein frá
árinu 1923, en þar segir hann m.a.:
„Laugavegurinn er svo formfull
og laðandi gata að hreinasta yndi
er að ganga hana ef hún bara væri
hreinlegri en hún er. Ef hún væri
slétt og snyrtilega
um hana hugsað frá
Smiðjustíg alla leið
inn að Rauðalæk,
má segja að gatan
lokki mann og seiði.
Þessi örfíni halli
sem laðar augað og
tilfinninguna inn eft-
ir eða niður eftir á
víxl.“
Þetta var ritað
fyrir 85 árum og
standast þessi skrif
ótrúlega tímans tönn
,,bara ef hún væri hreinlegri en
hún er“. Rétt eins og Kjarval bera
núlifandi Íslendingar hag miðborg-
arinnar fyrir brjósti.
Þegar borgin kom undan vetri
var ljóst að aðgerða var þörf.
Haldinn var miðborgarfundur þar
sem borgaryfirvöld, lögregla og
hagsmunaaðilar fóru yfir stöðu
mála. Á þeim fundi lofaði ég fund-
armönnum að reisa miðborgina við
og að eigi síðar en á þjóðhátíð-
ardaginn myndu sjást miklar
breytingar til hins betra.
Víðtækt samstarf borgaryf-
irvalda og borgarbúa hefur skipt
sköpum í þessu verkefni því eins
og við vitum þá mótast borg af
þeim sem í henni búa. Borgaryf-
irvöld lögðu sitt af mörkum og
hreinsunarátak var skipulagt í
samvinnu við framkvæmda- og
eignasvið Reykjavíkurborgar. Haf-
ist var handa við endurskoðun
deiliskipulags við Laugaveg sem
miðar að því að varðveita 19. aldar
götumynd Laugavegs í samráði við
hagsmunaaðila.
Ég taldi brýnt að þeir aðilar
sem ættu hagsmuna að gæta í
miðborginni hefðu aðkomu að
verkefninu og beitti mér fyrir því
að stofnaður yrði sérstakur að-
gerðahópur. Hópurinn fundar
vikulega og er samráð haft m.a.
við lögreglu, slökkvilið og ýmsa
hagsmunaaðila í miðborginni.
Framkvæmdastjóri miðborgarmála
fylgir eftir ákvörðunum borg-
arstjóra varðandi miðborgina og
er tengiliður milli stofnana/
fagsviða borgarinnar og milli
borgarinnar og hagsmunaaðila.
Ábendingavefurinn 1, 2 og
Reykjavík sýndi og sannaði að
borgarbúum er annt um borgina
sína og bárust fjölmargar ábend-
ingar til Reykjavíkurborgar um
úrbætur í hverfunum frá færustu
sérfræðingum í faginu, íbúunum
sjálfum. Ég heimsótti íbúa í öllum
hverfum og fór yfir hin ýmsu mál
sem voru í brennidepli á hverjum
stað. Hreinsun og fegrun var meg-
ininntak þeirra ábendinga sem
bárust frá íbúum miðborgar og
hafa starfsmenn borgarinnar þeg-
ar brugðist við fjölmörgum þeirra
ábendinga líkt og í öðrum hverfum
borgarinnar. Borgarbúar mega svo
eiga von á bæklingi með frekari
upplýsingum um ávöxt samstarfs-
ins í byrjun júlí.
Hreinsunarátakið ,,Hvítur
stormsveipur“ í samvinnu við íbúa-
samtök miðborgarinnar var enn
fremur vel sótt. Þá tóku íbúar til
hendinni; máluðu, sópuðu og gerðu
sitt til þess að fegra miðbæinn.
Menningarlífið í höfuðborginni
blómstrar sem aldrei fyrr og næg-
ir þar að nefna nýafstaðna
Listahátíð auk garðtónleika tón-
listarsendiherranna Mezzoforte,
Bjarkar og Sigur Rósar.
Á þjóðhátíðardaginn verður opn-
uð sýning á skipulagsverkefnum í
miðborginni á Laugavegi 33 og vil
ég benda borgarbúum sem annt er
um miðborgina að fara á sýn-
inguna, því þar gefur að líta
áhugaverð verkefni sem eru í
vinnslu hjá skipulags- og bygg-
ingasviði Reykjavíkurborgar.
Hér er aðeins tæpt á því helsta
sem hefur átt þátt í því að hreins-
unarátakið í miðborginni tókst
jafnvel og raun ber vitni. Verk-
efnið er flókið en með sameig-
inlegu átaki er hægt að lyfta
grettistaki, ekki aðeins í miðborg-
inni heldur í öllum hverfum
Reykjavíkur. Hér verður ekki
staðar numið heldur haldið áfram
á sömu braut og er mér efst í
huga þakklæti til þeirra fjölmörgu
sem lögðu hönd á plóg, bæði
starfsmönnum Reykjavíkurborgar,
íbúum og hagsmunaaðilum.
Til hamingju með hreina og fal-
lega miðborg.
Gleðilega þjóðhátíð.
Eftir Ólaf F.
Magnússon » Víðtækt samstarf
borgaryfirvalda,
íbúa og hagsmunaaðila í
átakinu hefur skipt
sköpum því eins og við
vitum þá mótast borg af
þeim sem í henni búa.
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er borgarstjóri.
Til hamingju Reykvíkingar
Sigríður Laufey Einarsdóttir | 16. júní
Vonandi verða ekki fyrstu
viðbrögð umhverf-
isráðherra að láta miða
byssunni á Bangsa þótt
hann sé að gæða sér á
æðareggjum og fá sér
smá lúr eftir langa sund-
ferð. Hann hefur sinn rétt í náttúrunni;
nú reynir á raunverulegan vilja til að
sýna honum tilhlýðilega virðingu og
vernd.
Meira: logos.blog.is
Ísbjörninn verði velkominn túristi
Þorleifur Ágústsson | 16. júní
Mannfjandinn
er kasóléttur!
… En hví skyldi ég vera
að rifja upp hann Hödda
svo löngu síðar? Jú, ég
rakst á frétt og viðtal við
fýr í henni Ameríku sem
ku vera kvenmaður í karl-
mannsbúningi – svona
„forsteiktur“ skratti sem ekki er meira
„tilbúinn“ en svo að hann er kasóléttur!!
… og ef það er ekki nóg – þá á hann
konu – svona alvörukonu sem hefur „allt
á sér“! Nei, málið var miklu einfaldara
með hann Hödda, hann átti nefnilega
bróður sem svipað var ástatt um og við
krakkarnir vissum að saman hefðu þeir
búið til bumbuna á Hödda! Og það var
satt – stóru strákarnir í Honda-
klúbbnum sögðu okkur það!!
Að vísu mætti halda því fram að með-
gangan hjá Hödda hefði verið óeðlilega
löng og aldrei vissum við til þess að
Höddi yrði léttari – en það skipti engu
máli því að við vissum að á meðan hann
hefði bumbuna góðu þá væru honum all-
ir vegir færir – við nefnilega heyrðum að
hann hefði fallið útbyrðis af síðutog-
aranum Harðbaki og að það sem hefði
orðið honum til lífs hefði verið að hann
flaut á bumbunni!
Það fannst okkur flott!
Enda var lífið svo miklu einfaldara hér
áður fyrr.
Meira: tolliagustar.blog.is
Einar Einarsson | 16. júní
Mikið er talað um að flók-
ið sé að svæfa dýrið og
halda því sofandi. En af
hverju þarf að halda því
sofandi? Er ekki nóg að
svæfa það og setja það í
búr, og þótt bjössi vakni í
sterku búrinu, hvað með það? Hægt
væri að geyma hann þar og gefa honum
að éta á meðan fundið væri út úr því
hvernig og hvert hann yrði fluttur. …
Meira: einarein.blog.is