Morgunblaðið - 17.06.2008, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÆVINTÝRIÐ um Hulk (Beljakann)
trónir á efsta sæti bíólistans þessa
vikuna og varpar hárgreiðslu-
grínmyndinni um Zohan hinn illvíga
niður í fjórða sæti.
Er nema von að landsmenn hafi
spanað niður í bíó „í einum grænum“
að sjá stjörnum prýdda myndina
sem skartar m.a. Edward Norton,
Liv Tyler og Tim Roth en um 5.200
manns sáu myndina í fyrstu sýning-
arviku.
Pæjurnar í kvikmyndinni Beðmál
í borginni högguðust hins vegar ekki
og eru enn í öðru sæti eftir þrjár vik-
ur á lista og með tæplega 25.000
gesti frá upphafi.
The Happening, ný mynd sál-
artryllameistarans M. Night Shya-
malan, nær ekki einu sinni að skáka
Carrie Bradshaw og vinkonum og
lendir í þriðja sæti fyrstu sýning-
arviku með tæplega 3.000 gesti.
Indiana Jones nær enn að laða að
gesti á fjórðu sýningarviku og er í
fimmta sæti. Myndin, sem er sú
fjórða um ævintýri fornleifafræð-
ingsins áhættusækna, varð í vikunni
tekjuhæst af öllum Indiana Jones-
myndunum sem gerðar hafa verið.
En það hefst ekki allt með áhlaupi
eins og teiknimyndin um fílinn Hor-
ton sýnir. Barnamyndin hefur verið
heilar 14 vikur á lista og hækkar
milli vikna úr níunda sæti í það átt-
unda.
Á þeim fjórða hálfa mánuði sem
liðinn er frá því sýningar hófust hafa
rösklega 24.300 séð myndina.
Þess verður jafnframt að geta að
spennumynd Als Pacinos, 88 Min-
utes, hríðfellur aðra viku á lista, úr
7. sæti niður í það 14., en samkvæmt
upplýsingum frá kvikmyndahús-
unum lögðu aðeins 36 manns leið
sína í bíó að sjá Pacino.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Beljakinn ógurlegi og
græni ryðst í efsta sæti
.-(.
"#
!
"#$
%&& '
(#)# *"++,
-#
%
% %.# +
& /%
0# 1 ' #2
# #
0%,++
3 #24'
Óður Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að umbreytast í grænan og
styggan jötun þegar síst varir. Edward Norton í hlutverki Bruce Banners.
AÐDÁENDUR bandaríska tónlistar-
mannsins Kanyes Wests voru heldur
ósáttir við sinn mann á Bonnaroo-
tónlistarhátíðinni í Tennessee í fyrra-
dag því kappinn mætti á svið tveimur
tímum á eftir áætlun, kl. 4.25 að
morgni sunnudags nánar tiltekið.
Ástæðan fyrir seinkun Wests er
sögð sú að rokksveitin Pearl Jam
spilaði klukkustund síðar en hún átti
að gera og svo tók heljarinnar tíma
að koma upp sviðsmynd fyrir West en
hún mun vera allflókin smíði.
Fréttir herma að tónleikagestir
hafi orðið svo pirraðir að þeir hafi
sungið „Kanye er ömurlegur“ og
fleygt rusli upp á svið.
Ekki hefur borist nein skýring frá
West sjálfum eða talsmanni hans
vegna málsins.
West tveimur tímum á
eftir tónleikaáætlun
West Skrautlegur á sviði, einhvers
konar framtíðarþema á ferðinni.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Fös. 20. júní kl. 19.30
20 horn - og einn sólisti
Stjórnandi: Stefan Solyom
Einleikari: Radovan Vlatkovic
Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur
hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu
ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama
höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn
er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í
Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að
magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi.
Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu.
Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala
nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á
www.sinfonia.is.