Morgunblaðið - 17.06.2008, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Hvítabjörninn rólegur
Hvítabjörninn sem gekk á land við
bæinn Hraun á Skaga var hinn ró-
legasti í gærdag og fram á kvöld.
Hann var vaktaður í nótt. Sérfræð-
ingur frá dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn kemur til landsins í dag,
auk þess sem flutt verður hingað búr
fyrir dýrið – 250 kg, 2 metrar á
lengd og 1,4 metrar á breidd. » For-
síða
Boða verkfall
Flugumferðarstjórar samþykktu í
atkvæðagreiðslu að boða til vinnu-
stöðvunar í fjóra tíma í senn að
morgni dags í samtals tuttugu skipti
á tímabilinu 27. júní til 20. júlí.
Vinnustöðvunin mun hins vegar hafa
áhrif í allt að sex tíma. » 2
700 millj. kr. tap
Fjárfestingarfélagið Gift tapaði
701 milljón króna á því að selja 28.
júní liðlega eitt prósent hlut í Kaup-
þingi. Gengi Kaupþings hefur lækk-
að um 17% síðan í byrjun desember.
» 16
Herða refsiaðgerðir
Ríki Evrópusambandsins hyggj-
ast herða refsiaðgerðir sínar gegn
Írönum vegna kjarnorkutilrauna
þeirra, að sögn Gordons Browns,
forsætisráðherra Bretlands. » 15
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Listin að láta lesa fyrir
sig
Staksteinar: Já, já, nei, nei-
hentistefna
Forystugreinar: Skipulag Íslands |
Gleðilega þjóðhátíð!
UMRÆÐAN»
Áskorun til Bjarkar Guðmunds-
dóttur
Vandamálum breytum við
Takk fyrir frelsið
3
3 3
3 3
3 3
4 !5$ .
+ !
6
% " 3
3
3
3
3 3 3
3 3 - 71 $ 3 3 3 3
3
3
3 3
89::;<=
$>?<:=@6$AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@$77<D@;
@9<$77<D@;
$E@$77<D@;
$2=$$@"F<;@7=
G;A;@$7>G?@
$8<
?2<;
6?@6=$2+$=>;:;
Heitast 16° C | Kaldast 6° C
Norðan og norðaustan 3-10
m/s, hvassast við suð-
austur- og vest-
urströndina. Létt-
skýjað syðra. » 10
Megas heldur tón-
leika með Senuþjóf-
unum í Vestmanna-
eyjum 3. júlí. Hefur
ekki spilað þar í ein
18 ár. » 34
TÓNLIST»
Megas í
Eyjum
MYNDLIST»
Sjálfstæðisbaráttunnar
minnst. » 34
Það er við hæfi að
gera eitthvað þjóð-
legt í dag, t.d. fá sér
sviðakjamma og
kíkja á vinnustofu
Jóns Sig. » 41
FÓLK»
Hæ, hó,
jibbí, jei
MYNDLIST»
Samfélagsádeila tvíeyk-
isins Flýjandi. » 41
GAGNRÝNI»
Græni hlunkurinn ekki
svo bragðgóður. »35
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ísbjörn í æðarvarpi
2. „Allt í biðstöðu“
3. Grunur um annan ísbjörn
4. Erfið aðgerð framundan á Hrauni
Íslenska krónan veiktist um 0,76%
ÆSKAN ber Íslands merki á þjóðhátíðardaginn. Veðurstofa spáir allt að 15 stiga hita, bjartviðri og litlum vindi á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá er veg-
leg að venju í Reykjavík og lögregla vill beina til hátíðargesta að nýta sér almenningssamgöngur til að komast niður í miðbæ. |14
Morgunblaðið/RAX
SÝNING á ljós-
myndum Hall-
dórs Laxness
verður opnuð í
Þjóðmenning-
arhúsinu í dag.
Matthias Wagner
K, sýningarstjóri
ljósmyndasýn-
ingarinnar, segir
myndirnar sýna
sérstaklega ást
Halldórs á fjölskyldu sinni. Mynd-
irnar eru úr fjölskyldualbúmi Lax-
ness, teknar á árunum 1952-1962.
Wagner K segir myndirnar sýna
tvær hliðar á Halldóri, Íslendinginn
og heimsborgarann. | 17
Tvær hliðar
nóbelsskálds
Sjálfsmynd eftir
Halldór Laxness
ALÞJÓÐLEGA hornleikaraþingið
Nordhorn 2008 hefst á morgun en
þingið hefur ekki verið haldið áður
á Íslandi. Þingið stendur yfir í fimm
daga og sækja það áhugamenn
jafnt sem atvinnumenn.
Tvennir tónleikar verða haldnir
á þinginu, m.a. sinfóníutónleikar
með 20 manna hornasveit í Há-
skólabíói. | 40
Blásið til horn-
leikaraþings
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„MAÐUR hélt kannski að það væri
hægt að gera eitthvað en svo varð
ekki við neitt ráðið. Húsið varð strax
alelda,“ sagði Guðmundur Magnús
Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöð-
um í Trékyllisvík. Hann missti allt
sitt þegar bærinn brann til kaldra
kola í gærmorgun.
„Ég á eftir fötin sem ég var í þegar
ég hljóp út og svo tókst mér líka að
bjarga einu viskastykki sem ég setti
fyrir andlitið.“ Tveir hundar, sem
Guðmundur átti, brunnu inni en
kettinum tókst að forða sér út um
glugga í tæka tíð.
Guðmundur hefur búið á Finn-
bogastöðum alla sína ævi. Aðspurður
hvernig hann hefði orðið eldsins var
sagði hann: „Reykskynjarinn byrj-
aði að væla á fullu og þá komst ég
ekki niður í kjallarann fyrir reyk.
Svo reyndi ég að komast þangað að
utanverðu en sá þá bara eld þar
inni.“
Eldurinn kviknaði í kjallara húss-
ins um klukkan 11 í gærmorgun.
Guðmundur hringdi strax í neyðar-
línuna og lögregla og slökkvilið frá
Hólmavík og Drangsnesi voru komin
til Finnbogastaða um klukkan 12.30.
Þá stóð húsið í ljósum logum og veð-
uraðstæður voru afar erfiðar til
slökkvistarfs vegna hvassviðris.
Engu tókst að bjarga.
Guðmundur telur líklegast að eld-
urinn hafi kviknað út frá kyndingu í
kjallaranum en rannsókn stendur yf-
ir á eldsupptökum.
Ekki við neitt ráðið
Finnbogastaðir í Trékyllisvík brunnu til kaldra kola í gær
Aðstæður til slökkvistarfs erfiðar og engu tókst að bjarga
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eldsvoði „Ég á eftir fötin sem ég var í þegar ég hljóp út og svo tókst mér
líka að bjarga einu viskastykki sem ég setti fyrir andlitið,“ sagði Guð-
mundur Magnús Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöðum í Trékyllisvík.