Morgunblaðið - 11.07.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Umboðsmaður
Umboðsmann
vantar í Ólafsvík
Upplýsingar veitir
Ólöf Engilbertsdóttir
í síma 569-1376
eða 669-1376
milli kl 8 og 16 virka daga
Skemmtilegt starf
Leikskólinn Undraland ehf. er lítill, notalegur,
einkarekinn leikskóli í Kópavogi. Okkur vantar
samviskusaman og lífsglaðan starfsmann í
100% starf frá 19. ágúst. Upplýsingar gefur
Sonja, s. 899 8654 og Bryndís s. 862 3029.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Naustabúð 3, fnr. 211-4409, Snæfellsbæ, þingl. eig. Risabjörg ehf.,
gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., Snæfellsbær og
Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 15. júlí 2008 kl. 11:45.
Smiðjustígur 3, fnr. 211-6259, Stykkishólmi, þingl. eig. Erlar Jón
Kristjánsson, gerðarbeiðendur Innheimtumaður ríkissjóðs,
Lífeyrissjóður verkfræðinga og Vátryggingafélag Íslands hf.,
þriðjudaginn 15. júlí 2008 kl. 10:00.
Sýslumaður Snæfellinga,
10. júlí 2008.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Goðanes 12, vikur og steypust. (229-5132) Akureyri, þingl. eig. Eining-
averksm. Borg Akureyri ehf., gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður,
Arnarfell ehf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. ogTrygginga-
miðstöðin hf., miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 10:00.
Granaskjól 1, hesthús og hlaða (fnr. 215-2229) Akureyri, þingl. eig. Ar-
nar Berg Grétarsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga,
miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 10:30.
Gránufélagsgata 49, verslun, (fnr. 214-6655) Akureyri, þingl. eig. Glerá
ehf., gerðarbeiðendur Höldur ehf. og Vörður tryggingar hf.,
miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 11:30.
Hafnarstræti 77, íb. 01-0301, Akureyri (214-6926), þingl. eig. Rolf Jonny
Ingvar Svard, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf. og Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 12:00.
Hjallalundur 5E, íb. 03-0302, (fnr. 214-7374) Akureyri., þingl. eig. Helgi
Kristinsson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 16.
júlí 2008 kl. 12:30.
Hjarðarslóð 4e, íb. 01-0101 (fnr 215-4931) Dalvíkurbyggð, þingl. eig.
Jónína Amalía Júlíusdóttir, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Sjóvá-
Almennar tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Akureyri, þriðjudaginn
15. júlí 2008 kl. 10:00.
Huldugil 40, íb. og bílsk., Akureyri (214-7942), þingl. eig. Guðmundur
Örn Guðjónsson, gerðarbeiðandi Hjördís Helga Birgisdóttir,
miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 13:30.
Möðruvallastræti 1, íb. 01-0201 (fnr. 214-9375), Akureyri, þingl. eig.
Bergur Ingi Ásbjörnsson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður,
miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 14:30.
Norðurvegur 7-11, íbúð ´65 01-0201 (fnr. 227-2883) Hrísey, Akureyri,
þingl. eig. Birgir Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaup-
staður, þriðjudaginn 15. júlí 2008 kl. 12:30.
Ráðhústorg 5, íb. 01-0401 (fnr. 214-9821), Akureyri, þingl. eig. Sverrir
Hermannsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vörður tryg-
gingar hf., miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 15:00.
Sjávargata 4, fiskverkunarhús (fnr. 215-6344), Akureyri, þingl. eig. Bir-
gir Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður,
þriðjudaginn 15. júlí 2008 kl. 12:00.
Tröllagil 9, íb. 09-0101, (fnr. 215-1395), Akureyri, þingl. eig. Júlio Júlíus
E. Soares Goto og Arlinda Rós Pereira Dias Goto, gerðarbeiðendur
Akureyrarkaupstaður og Valitor hf., miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl.
15:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
10. júlí 2008.
Halla Einarsdóttir, ftr.
Til sölu
Bókaveisla
Hin landsfræga og
margrómaða júlíútsala hefst á
morgun laugardag kl. 11.00.
Fullt af fínum bókum á 150 kr. stk.
50% afsláttur af öðrum bókum.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Við erum í Kolaportinu, hafnarmegin í
húsinu. Opið 11-17 lau. og sun.
Afi. Var Jónas
bróðir þinn? spurði
dóttursonur minn
mig þegar ég sagði
fjölskyldunni að Jón-
as frændi væri látinn. Já, sagði ég.
Hugurinn leitar aftur til kirkju-
garðsins við Suðurgötuna þar sem
við Jónas jörðuðum flugurnar í eld-
spýtnastokk, hringdum bjöllunum
og forðuðum okkur svo á harða-
hlaupum undan kirkjugarðsverðin-
um.
Við ólumst upp á Ljósvallagötu
24 sem var ættaróðal Bergmanns-
fjölskyldunnar og þar sem við vor-
um systkinasynir og aðeins tvö ár á
milli okkar vorum við óaðskiljan-
legir og brölluðum ýmislegt saman.
Þegar við vorum 10 og 12 ára fór-
um við til Rikka í Brekku og keypt-
um einn pakka af LM sígarettum,
fórum upp í kvist á Ljósó og læst-
um hurðinni. Þegar við vorum
byrjaðir að púa sígaretturnar kom
amma Munda að læstum dyrunum
og bankaði. Við forðuðum sígarett-
unum en eftir sat reykjarmökkur.
Eruð þið nokkuð að reykja, dreng-
ir mínir? spurði hún. Nei, nei, svör-
uðum við. Æ, það var gott, sagði
amma rólega.
Í sumardvöl að Jaðri sigldum við
með kött á fleka út á vatnið og
hentum honum út í til að vita hvort
hann gæti synt í land, söfnuðum
Jónas Þór
Bergmann
✝ Jónas Þór Berg-mann fæddist í
Reykjavík 23. apríl
1947. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 30. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 8. júlí.
kvöldhressingunni
sem var „Sæmundur
á vinnufötunum“ í
pappakassa með loki
og tókum með okkur
heim að dvöl lokinni.
Af hverju farið þið
aldrei út að hjóla
strákar mínir? Vor-
um við spurði nokkr-
um dögum eftir að
Jónas hafði hjólað
fram af Torfunefs-
bryggju í einni af
heimsóknum hans til
mín til Akureyrar eft-
ir að ég fluttist þangað. Ég á
Möve-hjólinu mínu og hann á DBS.
Sem betur fer höfðum við merkt
staðinn með því að skera rauf í
bryggjuna, hjólið var veitt upp úr
sjónum.
Þegar ég var nýkominn með bíl-
próf fengum við lánaða VW-bjöll-
una hjá afa Andreasi til að fara
með hana og bóna hana. Við fórum
austur að Sandskeiði en þar svifum
við út af veginum á fleygiferð en
einhverra hluta vegna lentum við á
hjólunum. Hvaða vonda lykt er
þetta spurði Jónas þar sem við
keyrðum aftur í bæinn í algjöru
sjokki. Ég hef gleymt að taka
handbremsuna af, sagði ég þá.
Manstu ekki eftir þessu Tommi?
Þú manst ekki neitt, sagði Jónas
svo oft við mig en ég mun alltaf
geyma minninguna um minn besta
vin.
Ég kveð hann ekki því við mun-
um hittast hjá Guði.
Elsku Nonni, Gústa, Addi, Ingi-
björg, Halldór, Guðrún og fjöl-
skyldur. Ég og fjölskylda mín
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Tómas Bergmann.
Guðmundur L. Þ.
Guðmundsson lést í
Reykjavík 24. júní sl.
Fyrir rúmum 30 ár-
um kynntist ég Guðmundi. Frá
fyrstu kynnum var ljóst að Guð-
mundur var mikill mannkostamað-
ur. Um ættir hans, uppruna og
starfsferil væri hægt að fara
mörgum orðum, en hér verður það
ekki gert. Örlitlu ljósi verður hins
vegar varpað á þennan mæta
mann. Guðmundur var öðlingur
sem snerti strengi í hjörtum allra
sem voru svo heppnir að verða á
vegi hans.Guðmundur var mikill
mannvinur. Hann var glaðsinna,
ljúfur, einlægur og blíður og fólk
laðaðist að honum; gildir það bæði
um fullorðna og börn. Börn voru
sérlega elsk að honum og þegar
talað var um afa Guðmund kom
gleðiglampi í augu allra. Hann lét
sér enda sérlega annt um barna-
börnin sín og um fjölskyldu sína
alla.
Guðmundur var mikill fjöl-
skyldumaður. Velferð sona hans
og fjölskyldna þeirra skipti hann
öllu máli og fylgdist hann grannt
með öllu sínu fólki. Áhugamál
þeirra voru einnig áhugamál hans.
Þau hjónin, Guðmundur og Guð-
rún, voru afskaplega samhent og
þegar Guðmundur lést höfðu þau
Guðmundur L. Þ.
Guðmundsson
✝ GuðmundurLúðvík Þor-
steinn Guðmunds-
son fæddist í Hnífs-
dal 4. desember
1921. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítala 24. júní síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Bústaðakirkju 9.
júlí.
fagnað 61 árs brúð-
kaupsafmæli sínu.
Þegar ég leit inn til
Guðmundar og Guð-
rúnar núna rétt fyrir
sl. jól bar brúð-
kaupsafmælið á
góma. Þau brostu
enn til hvors annars
með blik í augunum.
Væntumþykjan og
virðingin var ótvíræð
og fölskvalaus.
Guðmundur var
húsgagnasmíða-
meistari að mennt.
Hann var handverksmaður og
listasmiður. Munirnir sem Guð-
mundur smíðaði og endursmíðaði
eru einstakir. Verkstæðið í Litla-
gerðinu var hluti af hans heimi,
þar vann hann af mikilli elju og
natni. Vandað var til allra verka.
Vinnusemin og dugnaðurinn voru
honum í blóð borin. Handverk
Guðmundar lifir áfram meðal okk-
ar og ber meistara sínum fagurt
vitni.
Á haustmánuðum sl. var mér
boðið á heimili í Kaupmannahöfn.
Þegar inn í stofuna kom blöstu við
fegurstu mublur. Ég gat ekki orða
bundist og spurði um sögu hús-
gagnanna. Þau höfðu verið smíðuð
á Íslandi fyrir mörgum áratugum.
Þegar þau voru komin til ára
sinna og þörfnuðust lagfæringar
hófst leit að húsgagnasmiði sem
gæti lagfært þau. Leitin stóð lengi
en svo var eigendunum bent á
listasmið sem þau skyldu reyna að
fá til verksins. Maðurinn sá var
Guðmundur L. Þ. Guðmundsson.
Hann tók verkið að sér og þarna
nokkrum árum síðar, í kóngsins
Kaupmannahöfn, stóðu þessi gull-
fallegu húsgögn. Handbragðið var
einstakt. Þannig var Guðmundur.
Allt sem hann kom nálægt gerði
hann af vandvirkni og einstakri
umhyggju.
Guðmundur L. Þ. Guðmundsson
lifði fögru lífi. Elskulegri konu
hans, henni „ömmu Dúddu“, og
fjölskyldunni allri votta ég samúð.
Guð blessi minningu einstaks
manns.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
María Solveig Héðinsdóttir.
Einstakt ljúfmenni hefur kvatt.
Hann er svo ljúfur hann Gummi
frændi, sagði hún móðir okkar um
hann Guðmund L.Þ. og við vitum
að vel hefur verið tekið á móti
honum.
Vinátta og ræktarsemi þessa
fólks náði allt frá foreldrum hans
og systkinum, enda voru þau alin
upp í nálægð, móðir okkar hjá
Friðgerði móðursystur Guðmund-
ar L.Þ. Þessi vinátta hélst alla ævi
og á heimilum okkar eru hlutir
sem hann smíðaði, eða keypti, fyr-
ir foreldra okkar fyrir rúmum 60
árum í það minnsta.
Fyrir allt þetta viljum við
þakka.
Í faðmi fjalla blárra,
þar freyðir aldan köld,
í sölum hamra hárra
á huldan góða völd,
sem lætur blysin blika
um bládimm kletta-skörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Elsku Dúdda og fjölskylda,
minningin um einstakan heiðurs-
mann lifir.
Sigfríð, Ingi og Bára Björk,
börn Dönu og Lalla.