Morgunblaðið - 11.07.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 11.07.2008, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 11. júlí, 193. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Einn af samstarfsmönnum Vík-verja er tvíburi og fólk hefur stundum átt í erfiðleikum með að þekkja þá bræður í sundur. Þetta hefur valdið nokkrum vandræða- gangi, en skemmtilegust er sagan sem kolleginn sagði Víkverja sjálfur: Það var eitt sinn kona sem ávarpaði mig svo: Hvernig er það, eruð þið bræður ekki trúlofaðir stúlku ofan af Akranesi? x x x Víkverji er að velta fyrir sér orð-inu steik í fiski; talað er um laxasteik, lúðusteik o.sv.frv. Vissu- lega er steiktur fiskur herramanns- matur, en Víkverji hyggur að þetta steikatal í fiskmetinu sé öpun eftir útlenzku og sölutrix á grillið. Vík- verji biður einfaldlega um hnakka- stykki, þegar þorskgállinn er á hon- um, en hvorki þorskhnakkasteik né heldur þorsksteik. Og þegar hann syngur steikin mín þá er á hreinu að hann er að syngja um kjöt en ekki fisk. Þá væri það auðvitað: fiskinn minn darararara..... x x x Víkverji fylgdist úr fjarlægð meðlandsmóti hestamanna á Gadd- staðaflötum og hafði yndi og gaman af. Þar urðu bæði sætir sigrar og sár vonbrigði, en umfram allt skein í gegn leikgleði og íþróttamennska einsog hún gerist bezt. Á engan hallar Víkverji þótt hann nefni nafn Sigurbjörns Bárðarsonar, sem kom tveimur hestum í A-flokks- úrslit og var kominn með aðra hönd- ina að minnsta kosti á bikarinn, þeg- ar skeifa losnaði og gerði drauminn að engu. Framkoma Sigurbjörns á skjánum í þessum A-flokksmálum öllum sýndi hversu þroskaður ein- staklingur hann er og kann að taka mótlæti ekki síður en meðbyr. Sigurbjörn hlaut Gregersenstytt- una fyrir prúðmannlega reið- mennsku á vel hirtum hesti. Hana átti hann skilið ekki síður en titilinn Íþróttamaður ársins. Á landsmótinu sýndi Sigurbjörn og sannaði að hann stendur enn undir þessari nafnbót. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Ragnar Adam fæddist 5. júní kl. 16.11. Hann vó 4.810 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Joanna Kolka og Wojciech Kolka. Reykjavík Særós María fæddist 20. apríl kl. 5.16. Hún vó 4.085 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Dóra Á. Breiðfjörð og Björn Kristján Bragason. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 bragsmiður, 4 vínber, 7 kvendýrið, 8 ræktarlöndum, 9 tek, 11 klæða hlýlega, 13 hæðir, 14 menn, 15 þungi, 17 kjáni, 20 tímgunarfruma, 22 fuðrar, 23 kvabba, 24 trjágróður, 25 naut. Lóðrétt | 1 örlagagyðja, 2 blíða, 3 fiður, 4 nöf, 5 ós, 6 vesæll, 10 gufa, 12 nöldur, 13 fjanda, 15 daunillar, 16 blauðan, 18 tími, 19 hreyfðist, 20 vaxi, 21 máttlaus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hnullungs, 8 konur, 9 iðjan, 10 inn, 11 rósar, 13 nenna, 15 sunna, 18 snæða, 21 ryk, 22 næðið, 23 eðlan, 24 hranalegt. Lóðrétt: 2 nánös, 3 lærir, 4 urinn, 5 grjón, 6 skær, 7 anga, 12 agn, 14 enn, 15 senn, 16 níðir, 17 arðan, 18 skell, 19 ærleg, 20 asna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Rf3 a6 6. h3 b5 7. g3 Bb7 8. Bg2 e6 9. O–O Rbd7 10. Bf4 Db6 11. a4 Bd6 12. Be3 c5 13. axb5 axb5 14. Hxa8+ Bxa8 15. dxc5 Bxc5 16. Bxc5 Rxc5 17. Dd4 b4 18. Ra2 b3 19. cxb3 O–O 20. b4 Rcd7 21. Dxb6 Rxb6 22. Hc1 Hb8 23. Re5 Bxg2 24. Kxg2 Re8 25. Rc3 f6 26. Rc6 Hb7 27. Hd1 Rc4 28. Hd8 Kf8 29. Ra5 Hxb4 Staðan kom upp á Boðsmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Ingvar Þ. Jóhannesson (2344) hafði hvítt gegn Torfa Leóssyni (2137). 30. Hd4! Red6 31. Rxc4 Rxc4 32. b3! hvítur vinnur nú mann. Fram- haldið varð: 32…Re3+ 33. fxe3 Hxb3 34. Hc4 Kf7 35. Kf3 h5 36. Hc7+ Kg6 37. Re4 Hb1 38. Rd6 Hb8 39. He7 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Græðgi. Norður ♠K64 ♥96 ♦97642 ♣G98 Vestur Austur ♠D10852 ♠7 ♥G74 ♥Á10852 ♦10 ♦85 ♣Á1054 ♣KD632 Suður ♠ÁG93 ♥KD3 ♦ÁKDG3 ♣7 Suður spilar 5♦. Græðgi er synd, við spilaborðið sem annars staðar. Hér er syndasel- urinn í vestur. Norðmaðurinn Mol- berg vakti á Standard-tígli í suður og makker hans með stutta nafnið, Aa, skáldaði í spilin sín og sagði 1♠ á kónginn þriðja – fannst aumingjalegt að passa með fimmlit í tígli. Austur doblaði til úttektar og Molberg „flís- aði“ í fjögur lauf. Aa sló á slemmu- drauma félaga síns með 4♠ og sú sögn gekk til vesturs. Þar sagt á fleti fyrir Þjóðverjinn Smirnov með feitan fimmlit í spaða. Smirnov lét undan græðginni og doblaði. Aa flúði snar- lega í 5♦ og nú svekkelsisdoblaði Smirnov. En það dugði skammt, ell- efu slagir á borðinu með ♥Á réttum og 750 í NS. Syndagjöldin við spila- borðið eru greidd í beinhörðum stig- um. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér þykja stóru samtökin sem þú vinnur fyrir dularfull. Kannski geta sér- fræðingar ráðið gátuna seinna meir. Þangað til ertu ánægður með að leysa lítil vandamál. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gamall og ryðgaður hlutur úr fortíð þinni kemur öðrum að góðu gagni. Fyrr- verandi elskhugar finna nýja elskhuga. Það er eðlilegt að líða skringilega út af því. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Veittu merkjunum eftirtekt. Það sem kemur illa við þig núna mun keyra þig um koll, ef þú gerir ekkert í málunum. Reyndu að koma í veg fyrir það. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum kallarðu fram vissa til- finningu með vissum hugsunum, og hugs- anir með tilfinningum. Hvort sem þú ger- ir tekur þú örlögin í þínar hendur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert ástfanginn af frammistöðu einhvers, sem er auðvitað öðruvísi en að verða ástfanginn af manneskjunni sjálfri. Reyndu að kynnast henni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú rekst á æskuna og barnslega einlægnina. Þú vilt glaður aðstoða og svara spurningum – að vissu marki. Þá er líka gott að láta sig hverfa. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það tekur á taugarnar að koma til móts við fólk. Þú ert miklu hamingjusam- ari þegar þú fylgir eigin hugdettum. Þannig færðu ekki endilega borgað. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Öruggi valkosturinn er ekki jafn girnilegur og loforðið um ævintýri. Þú hrindir því öllum hindrunum úr vegi (aðallega úr höfðinu á þér) og ferðast að eigin vild. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ættir að fara þér hægar á vissum sviðum lífsins, en þó ekki öllum í einu. Til þess að þú missir ekki móðinn er gott að hafa ánægju af öllu saman. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ættir að meta það að hægja aðeins á þér. Það gefur þér tækifæri til að skoða eigin hugsanir, og sumar þeirra í fyrsta sinn. Sköpunin blómstarar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það þarf tíma fyrir minnstu og saklausustu áætlanir. Þess vegna viltu ekki endilega vera með. Þú vilt frekar sinna „nú-inu“ betur og gera gott úr því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hættir aldrei að vera forvitinn, þótt þú þurfir stundum að hrista upp í for- vitninni. Að sjá nýjungar endurnýjar þörf þína til að vita hvernig hlutirnir virka. Stjörnuspá Holiday Mathis 11. júlí 1945 Fyrsta áætlunarflugið til út- landa var farið með Catalina- flugbát Flugfélags Íslands frá Skerjafirði til Glasgow. Flug- menn voru Jóhannes Snorra- son og Smári Karlsson en far- þegarnir fjórir. Ferðin tók sex klukkustundir. 11. júlí 1971 Þátturinn „Beint útvarp úr Matthildi“ var fluttur í fyrsta sinn í Útvarpinu. „Margir munu hafa orðið hálf-klumsa við þegar fréttalestur Matt- hildar hófst, því frásögnin var ekki í hefðbundnum stíl held- ur útfærðum á skemmtilegan hátt,“ sagði í Morgunblaðinu. Umsjónarmenn voru Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugs- son og Þórarinn Eldjárn. 11. júlí 1972 „Einvígi aldarinnar“ hófst í Reykjavík. Bandaríkjamaður- inn Robert Fischer og Sovét- maðurinn Boris Spassky kepptu um heimsmeistara- titilinn í skák. Einvíginu lauk 1. september með sigri Fisc- hers. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Sigþór Sigur- jónsson veitinga- maður, Brúna- landi 21, Reykja- vík, verður sextugur á morg- un, laugardaginn 12. júlí. Eigin- kona hans er Kristín Auður Sophusdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu á morg- un, afmælisdaginn, milli kl. 16.30 og 20.30. Sigþór biður þá sem vilja gleðja hann í tilefni af afmælinu, að láta SOS Barnahjálp njóta þess. 60 ára „ÉG ætla að skella mér austur og vera með fjöl- skyldunni á afmælisdaginn,“ segir Steinar Logi Sigurþórsson, nýstúdent og handboltakappi, sem er tvítugur í dag. Steinar Logi sleit barnsskónum á Egilsstöðum en fluttist á heimavist á Selfossi að loknu grunnskólanámi til að æfa með handbolta- akademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands, samhliða námi á náttúrufræðibraut. Steinar er einmitt mikill íþróttamaður því hann hefur lagt stund á fótbolta og frjálsíþróttir, auk þess sem hann keppti á sínum tíma á Norðurlanda- mótinu í blaki með landsliði 17 ára og yngri. Hand- boltinn hefur hinsvegar verið helsta áhugamálið síðustu 5-6 árin og spilar hann stöðu miðjumanns í meistaraflokki karla með UMF Sel- foss. Steinar lauk stúdentsprófi í vor og fluttist í kjölfarið til Reykjavík- ur, þar sem hugurinn stendur til framhaldsnáms í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík í haust. Hann segist því miður ekki hafa færi á því að ferðast mikið þetta sumarið þar sem hann þarf að safna peningum fyrir náminu næsta veturinn og vinnur hann því af kappi flesta daga, en hann starfar í sumar sem pípulagningamaður hjá Súperlögnum í Kópavogi. Steinari gefst þó sem betur fer tími til að halda aðeins upp á afmælisdaginn, því hann ætlar að dveljast alla helgina í faðmi fjölskyldunnar á Egilstöðum. unas@mbl.is Steinar Logi Sigurþórsson tvítugur Austfirðingur á heimaslóðir ;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.