Morgunblaðið - 11.07.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.07.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 35 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GÓÐAN DAGINN, HERRA MINN! GAMAN AÐ SJÁ ÞIG! ÞÚ ERT ANSI ÞYBBINN UNGUR MAÐUR... ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT FITUBOLLA ÉG VISSI AÐ ÞETTA MUNDI EKKI ENDAST AFSAKIÐ, FRÍÐA... ÞAÐ ER GREINILEGA KOMINN KVÖLDMATUR Æ, NEI! ENN EINN FYRIRLESTURINN UM SKÓLANN OG HVERSU MIKIL- VÆGT ÞAÐ ER AÐ LÆRA HEIMA ÉG SAGÐI HENNI HVERSU ERFITT ÞAÐ ER AÐ LÆRA ÞEGAR MAÐUR STÆKKAR SKYNDI- LEGA HÚN ER AÐ VERÐA BÚIN... NÚ VERÐ ÉG AÐ KINKA KOLLI TIL SAMÞYKKIS FLOTT! GOTT AÐ ÞÚ HLUSTAR Á MIG NÚNA ER EKKERT NEMA BLA BLA BLA... EINS OG ÞETTA SÉ MÉR AÐ KENNA! MAMMA HEFUR ALDREI VERIÐ STÆRRI EN JÖRÐIN ÞANNIG AÐ HÚN SKILUR ÞETTA EKKI TALAÐU HÆRRA, HRÓLFUR... ÉG HEYRI EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ SEGIR ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ RÉTTA MÉR SKÓFLUNA UPP STROMPINN SVO ÉG GETI GRAFIÐ MÉR LEIÐ INN KISAN MÍN BÍTUR ÞÓ EKKI HVERNIG FER HÚN ÞÁ AÐ ÞVÍ AÐ BORÐA? ÞANNIG AÐ BARNA- TÓNLEIKARNIR Á BÓKA- SAFNINU FÓRU EKKI VEL? NEI, ÞAU ÞOLDU EKKI LÖGIN OKKAR VIÐ BYRJUÐUM AÐ SPILA BARNATÓNLIST SVO VIÐ GÆTUM SPILAÐ OKKAR EIGIN LÖG, EN KRAKKARNIR VILDU EKKI HEYRA NEITT NEMA „GAMLA NÓA“... ...TUTTUGU SINNUM! ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA LISTAMAÐUR LANGAR ÞIG VIRKILEGA AÐ ÉG KOMI Í ÞÁTTINN ÞINN? ER KAFFI Í BRASILÍU? ÞÁ SJÁUMST VIÐ Í KVÖLD! JÁ, KLUKKAN ELLEFU Velvakandi HÓPUR kylfinga sést hér arka um með golfbúnaðinn sem þarf í sportið. Það eru margar mismunandi kylfur sem notaðar eru fyrir ólíkar aðstæður til að ná hringnum með sem fæstum höggum. Morgunblaðið/Ómar Golfarar á nesinu Þakkir MEÐ hjálp Velvak- anda sendi ég út fyr- irspurn í síðustu viku, um vísu þar sem nefnd eru bæjanöfn í kring- um Oddastað á Rang- árvöllum. Ég fékk góð við- brögð og þakka hér með innilega öllum er gáfu mér upplýsingar. Öll þekktu þessa „vísu“ misjafnlega rétta þó og vil ég nú upplýsa sann- leikann um þennan kveðskap. Séra Matthías Joch- umsson var prestur í Odda árin 1881-1887 og árið 1881 skrifaði hann bréf í bundnu máli, til séra Eggerts Briem, þar sem þessar hendingar eru, innan sviga, inni í miðju ljóðinu. Þetta er að finna í Ljóðasafni séra Matthíasar, sem Ísafold gaf út árið 1956, fyrra bindi bls. 500. Til gamans er hér fyrri partur þessa bréfs, eins og það er sett upp í bókinni. Börnin fjögur en fimmtán hross, fimmtíu rollur, átta kýr, guðirnir hafa gefið oss, í gildara lagi karlinn býr. Skundaðu burt af Skaganum – með skarfakál í maganum – hingað að Guttormshaganum – eða hengdu þig strax á snag- anum! Hér er kot, sem heitir For – hafirðu, bróðir, lyst og þor, flyttu þangað þá í vor, þar má fullvel deyja úr hor. (Eru kotin Odda hjá Ekra, For og Strympa, Vindás, Kragi, Kumli, þá kemur Oddhóll skammt þar frá,) og veldu nú um! Unnur Páfagaukur fannst PÁFAGAUKURINN fannst á Tóm- asarhaga miðvikud. 9. júlí. Hann er ljósblár með hvítan haus og svarta díla á baki og svart á stélinu. Eig- andinn getur haft uppi á honum í síma 551-1007 eða 866- 1283. Villtur hundur BLENDINGS-hundur með sterkum dalmatíu- einkennum hefur verið á sveimi í kring um sumarbústaðinn minn allan gærdag 9. júlí. Sumarbústaðurinn minn er við Pálmalund skammt frá Hvamms- tanga í Vestur- Húnavatnssýslu. Hundurinn er ílla á sig kominn og hvekktur, hann er hvítur með svartflekkóttan haus, dálítlar rendur á fótunum. Hann er horaður og hungraður, ég hef gefið honum að éta, en hann er mjög hvekktur og því get ég ekki náð hon- um. Ef einhver kannast við þennan hund er hægt að ná í mig eftir kl. 18 í síma 451-2297. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Olympus FE 300 tapaðist á landsmóti hesta- manna síðustu helgi. Vélin er svört með silfraðri umgerð, hún var í svartri leður tösku með hálsól. Hennar er sárt saknað aðalega vegna myndanna sem voru á kort- inu, sá sem hefur fundið hana er heitið fundarlaunum og beðin að hringja í Örnu í síma 868-3450. Einar í Bónus MIKILL munur er á stækkuninni í versluninni Bónusi í Faxafeninu. Allt er rýmra og aðgengilegra. En það gleður mann að sjá hann Einar verslunarstjóra, ungan og röskan mann, sem gott er að tala við og fá upplýsingar hjá, ef einhverja vöruna vantar. Hann er lipur og þægilegur og um fram allt prúður drengur. Til hamingju með þennan röska strák. Hvergi annars staðar mun ég versla í framtíðinni. Kristín.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn- um kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9-16.30, bingó kl. 14. Síðasti skráningardagur fyrir sumarferð n.k. miðvikudag. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spilað, ódýrt með kaffinu, slök- unarnudd. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Fá sæti eftir í ferð FEBK á Strandir dagana 2.-4. ágúst. Skrifstofan er lokuð í júlí. Skráning og uppl. eru í Gjábakka og Gullsmára og hjá ferða- nefnd FEBK í s. 554-0999 Þráinn / s. 554-0191 Stefnir / s. 565-6353 Bjarni. Greiða þarf f. 18. júlí. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, matur og kaffi, fé- lagsvist kl. 20.30. Borð með óskila- munum í Gjábakka. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9.30, ganga kl. 10, matur. Vegna sumarleyfa lokað kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Matur, spilað e.h. kaffiveitingar, Jónshús opið til kl. 16.30. Furugerði 1, félagsstarf | Aðstoð við böðun kl. 9, hárgreiðslust. og fótaað- gerðarst. opnar, matur, bíó kl. 13.30. Hraunbær 105 | Óvissuferð 16. júlí, lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Verð 1.500. Hárgreiðslust. Blær opin alla daga, tímapantanir í s. 894-6856. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin, kaffi og Mogginn. Gönuhlaup, matur. Hugmyndabanki. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi og blaðaklúbbur kl. 10, opið hús, vist/brids og kaffi. Hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-14.30, matur, sungið við flygilinn kl. 14.30, kaffi, dansað í aðalsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fótaaðgerð- arst. og hárgreiðslust. eru opnar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17-22. Kvöldbænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals og eftir samkomulagi í síma 858-7282.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.