Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Hörður Stein-bergsson fædd- ist á Siglufirði 12. júní 1928. Hann lést á heimili sínu 22. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Steinbergs Jónssonar frá Hóli við Dalvík og Soffíu Sigtryggsdóttur frá Hólkoti í Hörgárdal. Albræður Harðar eru Ragnar f. 1927, d. 1995, og Jón Kristinn f. 1933, d. 1984. Bræður Harðar samfeðra eru Karl Steinberg f. 1939 og Loftur Gunnar f. 1943, d. 2001. Hörður kvæntist 26. október 1957 Sigrúnu Birnu Halldórsdóttur f. 26. maí 1938, og áttu þau því gull- brúðkaup sl. haust. Saman eign- uðust þau átta börn: 1) Kristjana, d. 2007, maki Friðrik Ottó, börn Helga, Ástríður Emma, Hafdís Kristný, Sigurborg og Haraldur Lúðvík. 10) Steinar, maki Valdís, börn Ásmundur Þór, Þorvaldur, Steinar Valur og Hörður Páll. 11) Njáll, maki Elfa Fanndal, börn Gísli Freyr og Linda Ýr. 12) Sigurður Kjartan, maki Guðrún, börn Anna Margrét, Guðjón Orri, Sunna Berg- lind og Freyja Sólrún. 13) Ásgeir, maki Elísabet, börn Rúnar Ingi, Rannveig Iðunn, Brynhildur, Hall- dór Þorri og Ragnar Smári. Einnig átti hann á þriðja tug langafabarna. Sem barn fluttist Hörður til Akureyrar, þar sem hann ólst upp. Ungur hóf hann sinn sjómannsferil á bátnum Minní frá Hrísey. Hörður starfaði við ýmis störf til sjós og lands, m.a. fyrir KRON. Seinni hluta starfsævi sinnar starfaði hann við verslunarstörf hjá Kaup- félagi Eyfirðinga. Hans aðaláhuga- mál voru golf og bridds og vann hann til fjölda verðlauna í báðum þessum greinum. Hörður og Birna bjuggu öll sín hjúskaparár á Akur- eyri. Útför Harðar fór fram í kyrrþey. Ágúst Birgir, Hörður Ottó og Laufey. 2) Ragnheiður, börn Birna Hadda og Andri Már. 3) Halldór Jóhann, maki Þur- íður, börn Eva Soffía, Ásta Margrét og Ótt- ar Már. 4) Sigrún Soffía, maki Oddur, börn Kristín Lillý, Jónas, Sigurður Helgi, Benjamín Freyr og Patrekur Örn. 5) Steinberg, maki Pia, börn Hörð- ur, Amanda Sofie og Rose Emilia. 6) Ragnar, maki Eydís, börn Eirík- ur Birkir og Ragnar Ingi. 7) Sigur- laug, maki Sigmundur, börn Rakel Óla, Sandra Dögg og Jón Heiðar. 8) Hulda Ósk, maki Hjörleifur, börn Sindri Páll, Tara Lind og Tinna Rut. Önnur börn Harðar eru: 9) Sigrún, maki Haraldur, börn Elsku pabbi, nú ertu farinn til Lillu systur, mér finnst allt of stutt síðan sorgin barði að dyrum síðast en kallið kemur og aldrei er maður tilbúinn. Elsku hjartans pabbi minn, alltaf svo góður, mikill knúsari og glettnin alltaf til staðar. Þú elskaðir að fá börnin þín og fjölskyldur þeirra í heimsókn til ykkar mömmu. Þær minningar munu ylja manni alla tíð. Þú varst mikill golfari og brids- spilari, allir bikararnir sem spanna heilan vegg í stofunni bera vitni um eindreginn áhuga þinn og færni þína á golfvellinum og við bridsborðið. Einnig hélstu alltaf með KA á Akureyri en studdir samt þitt fólk dyggilega þó það væri ekki í KA. Elsku pabbi, ég veit að þú ert bú- inn að knúsa Lillu frá mér. Ég sendi til ykkar stórt knús frá mér. Þín dóttir, Sigrún Soffía. Hörður Steinbergsson ✝ Ólöf GuðrúnTraustadóttir Gerstacker, eða Lóa eins og hún var allt- af kölluð, fæddist á Akranesi hinn 9. júlí 1951. Hún lést á heimili sínu í Round Rock í Texas í Bandaríkjunum hinn 4. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Agnes Sigurðardóttir, f. á Akranesi 24. októ- ber 1931 og Trausti Ingvarsson vörubílstjóri á Akra- nesi, f. í Stíflu, V-Landeyjahrepp 15. júní 1926, d. 9. júní 1977. Systkini Lóu eru Ingvar Hólm, f. bjó þar mestan hluta ævi sinnar fyrir utan nokkur ár á Íslandi. Hún vann alla tíð við fjár- málaráðgjöf og fjármálaumsýslu, bæði í Bandaríkjunum og á Ís- landi, m.a. í banka í Keflavík, hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga í Reykjavík og síðast í Ari- zona og Texas í Bandaríkjunum. Lóa og Lee bjuggu fyrst í Kefla- vík en 1986 fluttu þau til Phoenix í Arizona en Lee gegndi þar her- þjónustu sem ofursti í flugher Bandaríkjamanna. Árið 1991 byggðu þau sér hús í litlum bæ, Round Rock, nálægt Austin í Tex- as og áttu þar fallegt heimili síðan. Útför Lóu fór fram frá Akra- neskirkju á afmælisdegi hennar 9. júlí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 30. apríl 1954 og Ást- ríður Hólm, f. 9. jan- úar 1962. Hálfbróðir Lóu samfeðra er Jak- ob Adolf, f. 18. ágúst 1946. Lóa giftist fyrri eig- inmanni sínum, Ron Hester, 20. mars 1976. Þau slitu samvistum. Hinn 14.júlí 1989 giftist hún Lee Robert Gerstacker, f. í Banda- ríkjunum 29. júlí 1950. Lóa ólst upp á Akra- nesi og lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum þar. Hún fór 17 ára sem au pair til Englands og dvaldist þar í eitt ár en fluttist nokkru síðar til Bandaríkjanna og Elsku Lóa mín. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst yndisleg dóttir. Þetta er búið að vera skelfilegt ár en þú barðist eins og hetja og gast alltaf huggað okkur. Við ætluðum að hittast á miðri leið í Balti- more og eiga þar saman góða daga, en þú máttir ekki fljúga vegna veikinda þinna. Ég þakka fyrir dásamlegar minningar frá tímanum með ykkur í Puerto Rico, Arizona og Texas. Þið systkinin áttu góða æsku á Akranesi en það breyttist margt þeg- ar pabbi þinn féll frá á besta aldri eins og þú. Ég vil þakka þeim Þóru og Helgu Jónu Ólafsdætrum fyrir öll skemmti- legu frænkuboðin sem þær systur héldu þér alltaf þegar þú komst til Ís- lands. Þau voru þér ómetanleg og verðmætar minningar. Svo vil ég þakka Ástu dóttur minni og Óskari tengdasyni fyrir alla hjálpina en án þeirra hefði ég ekki getað þetta. Ég veit, elsku Lóa mín, að þú og pabbi þinn eru nú saman og brosið hvort til annars meðan þið bíðið eftir mér. Ég ætla að kveðja þig með orð- unum sem þú kvaddir mig alltaf með, ég elska þig. Guð geymi þig. Nú margir vinir þakka ástúð þína og þinni minningu binda rósakrans. Gott er að mega fela sig og sína í sæla umsjá góða Frelsarans. (G.G.) Þín mamma. Á mínum yngri árum var ekkert smá-flott að eiga systur í Ameríku. Alltaf átti ég flottasta jólakjólinn og þegar þú komst heim með öll beltin og keðjurnar urðu augun í litlu systur eins og undirskálar af hrifningu. Það áttu ekki margar stelpur á Skaganum uppblásinn plaststól. Árin liðu og þeg- ar ég gifti mig var hamingja þín lítið minni en mín. Þú tókst þátt í öllu, komst með mér í greiðslu, klæddir mig í kjólinn og sást til þess að allt yrði hundrað prósent. Börnum mínum varstu aldrei bara „frænka“, þú varst Lóa sem passaðir upp á þau og komst til Íslands alveg frá því að halda því elsta, Margréti, undir skírn og síðast í fermingu Trausta þess yngsta. Á haustin var ákveðið verkefni sem börnin mín þurftu að ganga í að klára. Nefnilega að senda frænku jólagjafa- lista. Sá listi var oft æði-skrautlegur. Jólagjafirnar bárust alltaf snemma og var eftirvæntingin mikil og oft reynt að kíkja í flottu pakkana frá Ameríku sem amma passaði vel upp á. Ég man ekki eftir að þeir hafi valdið vonbrigð- um, ekki einu sinni síðustu jól þegar þú sárlasin hafðir fyrir því að finna bútasaum frá Amish-fólkinu til að senda heim. Prjónaskapur eða önnur slík handavinna hefur mér aldrei verið til lista lögð en þess í stað virtist þú hafa þá hæfileika tvöfalda. Það kom fyrir að ég reyndi að sannfæra fólk um að peysurnar sem þú sendir heim væru prjónaðar af mér en ekki þér. Enginn trúði því þó. Þú talaðir um að kaupa íbúð á Ís- landi sem sumarbústað en ekki alveg strax. Það átti ekki fyrir þér að liggja að eyða ellinni hér heima. Þörf okkar mömmu að fá þig í heimsókn var mikil og þörfin þín að sækja okkur heim sömuleiðis. Þótti okkur systrum alltaf jafn-skemmtilegt að eyða tímanum við spjall fram á nætur og ekki síst við að rifja upp skemmtilegar minningar frá Akranesi og þá sérstaklega öll prakkarastrikin. Mömmu varð oft að orði þegar henni var nóg boðið og þótti vitleysisgangurinn í okkur orð- inn of mikill: Farið nú að sofa í haus- inn á ykkur. Frænkuboðin stækkuðu með hverri heimsókn og töluðum við um að næst tækjum við sal á leigu svo allar frænkur gætu verið með. Það var mikið spjallað og hlegið þessar kvöld- stundir. Það var undravert að fylgjast með hvernig þú tókst á við þín veikindi með æðruleysi. Þú stappaðir stáli í alla aðra og þegar við spurðum hvernig heilsan væri þá var svarið alltaf það sama: Ég hef það fínt, en hvernig hafið þið það? Heimsóknin til þín í vetur gaf okkur báðum mikið. Þó ljóst virtist hvert stefndi mátti ekki ræða uppgjöf eða kveðjur. Það var ekki til í þínum huga. Þegar við kvöddumst á flugvellinum leist þú yfir gleraugun, settir vísifing- urinn á loft og sagðir; ég ætla ekki að kveðja þig. Við sjáumst í maí þegar ég kem heim. Svo sögðum við báðar eins og ævinlega þegar við kvöddumst í síma: Ég elska þig, sjáumst. Með þessum sömu orðum kveð ég þig, mín kæra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn og elsku Lee minn, þinn missir er mik- ill því þið voruð hvort öðru allt. Þín systir Ásta. Elsku Lóa mín, ég fyllist óumræð- anlegri sorg og trega þegar ég kveð þig í hinsta sinn elsku frænka mín og vinkona. Á milli okkar myndaðist strax í frumbernsku sérstakt samband og vorum við nánast óaðskiljanlegar. Hvar er Lóa? – Hvar er Þóra? Þessar spurningar brunnu á vörum okkar þegar við vorum aðskildar. Æði oft vorum við spurðar að því hvort við værum tvíburar. Það fannst okkur fyndið. Prakkarastrikin okkar ætla ég ekki að tíunda hér, en þau voru ófá. Ég ylja mér við þær minningar núna. Þó höf og lönd skildu okkur af til fjölda ára þá var góða sambandið og væntumþykjan okkar á milli alltaf hin sama. Þegar þú komst í heimsóknir til landsins, hafðir þú fjölskylduna ætíð í fyrirrúmi. Frænkuboðin sem haldin voru þér til heiðurs voru þér mikils virði. Fyrir fjórum árum fórum við saman í óvissuferð með Aad, Ástu Óskari og börnum þeirra. Þá var glatt á hjalla. Stansað við Kerið og skálað í freyðivíni, farið á Klettinn og borðað og síðan á Gullfoss og Geysi. Farið Nesjavallaleiðina heim. Þetta þótti þér stórkostlegt. Meðan þú varst hér þá lá ég fársjúk á spítala. Mikið reyndist þú mér vel þá. Aðra óvissuferð ætluðum við að fara fyrir tveimur árum þegar þú komst heim til að vera við fermingu Trausta Más frænda þíns. Þá treystir þú þér ekki til að fara. Komin með „kvef“, en vildir ekki vita hvert átti að fara því þú ætlaðir að fara ferðina síð- astliðið vor þegar þú ætlaðir að koma á Model51 Akranes „Hittinginn“. Þar var þín sárt saknað. Við eigum eflaust eftir að hittast í „Óvissuferðinni“ sem aldrei var farin. Ég kveð þig að sinni mín kæra frænka og vinkona og send- um við Aad, Lee þínum, sem reyndist þér alveg einstakur í veikindum þín- um, sem og í allri ykkar sambúð, mömmu þinni, og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín, Þóra. Þrátt fyrir að hafa búið nánast hin- um megin á hnettinum alla mína ævi hefur þú alltaf verið til staðar fyrir mig og mína. Svo miklu meira en bara frænka eða eins og ég hef alltaf sagt „Lóa frænka á engin börn en hún á mig“ og þess hef ég svo sannarlega fengið að njóta. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að heimsækja þig og Lee til Texas með ömmu páskana sem ég fermdist. Þar kynnist ég þér upp á nýtt, á þínum heimavelli hjá Lee og kisunum ykkar. Það var ýmislegt brallað þessa heitu páska, en það sem stendur upp úr í minningunni eru kvöldin sem við sátum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þau voru ófá skiptin sem amma þurfti að koma fram og reka okkur upp í rúm um miðja nótt „eruð þið ennþá að kjafta“, „Lóa, barnið þarf að sofa“. Fyrstu ummerki jólanna koma allt- af snemma á Seljabrautinni. Í byrjun nóvember á hverju ári bankar póst- urinn upp á með pakkana frá Amer- íku. Amma leyfir okkur krökkunum að vera viðstödd þegar stóri pakkinn var opnaður og jólapakkarnir tíndir upp úr og komið fyrir uppi á skáp þar sem þeir bíða jólanna. Hún amma hef- ur þó alltaf séð til þess að pakkarnir séu meðhöndlaðir rétt. Það má ekki lesa á merkimiðana eða vera of lengi með þá í höndunum, ekki spá of mikið í lögun pakkanna og alls ekki hrista þá. Þessar stífu reglur hafa þó valdið því að við systkinin höfum læðst niður til ömmu þegar enginn sér til bara til að skoða þá aðeins betur og tryggja það sé örugglega pakki merktur okk- ur. Ég er nokkuð viss um að mamma hefur gert þetta líka þó svo að hún myndi aldrei viðurkenna það. Innhaldsins var alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Alltaf vöktu þær lukku gjafirnar frá frænku og Lee. Sem barn fékk ég yfirleitt föt sem ég gat ekki beðið eftir að sýna hinum krökkunum því enginn átti eins og ég, föt frá Ameríku! Á ung- lingsárunum voru snyrtivörurnar vin- sælar og með þeim skilaboð frá frænku að ég ætti alls ekki að eyða peningunum mínum í krem sem losar mann við freknur „Magoo, það er ekkert krem sem virkar, trúðu mér ég er búin að prófa þau öll.“ Nú í seinni tíð hafa svo bökunarvörurnar og fallegu dúkarnir slegið í gegn. Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla uppgötvaði ég mátt netsins og við fór- um að skrifast á. Tölvupóstana okkar á milli passa ég eins og gull. Eftir að Viktor Blær fæddist styrktist sam- band okkar ennþá meira. Þú skoðaðir myndir af okkur á netinu og við skipt- umst reglulega á fréttum. Allt í einu varstu svo miklu nær okkur og gaman hvað þér fór mikið fram í íslenskunni sem smám saman hafði týnst eftir öll þessi ár erlendis. Við þessi auknu samskipti fjölgaði heimsóknum þín- um til okkar og mikið var alltaf gaman að hafa þig hjá okkur. Kveðjustundirnar voru alltaf erfið- ar en það var regla að faðma hvor aðra og segja bara „sjáumst“. Með þessum orðum kveð ég þig í bili, elsku frænka, takk fyrir allt. Ég elska þig – við sjáumst. Elsku amma, mamma og Lee, missir ykkar er mikill en ég er viss um að Lóa og afi Trausti vaka yfir okkur og leiða í gegnum þessa erfiðu tíma. Þín Margrét (Magoo). Ólöf G. Traustadóttir Gerstacker
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.