Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 35
Sundagarðar 2 – Til leigu
Til leigu 2. og 3. hæðin í þessu glæsilega vel innréttaða húsi.
Hvor hæð 500 fm. Mötuneyti á efstu hæð fyrir starfsfólk.
Næg bílastæði. Leigist saman eða hver hæð fyrir sig.
Til afhendingar strax.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com
TJARNARGATA - MIÐBORGIN
TIL LEIGU
Til leigu þetta virðulega hús við Tjarnargötu. Leigist eingöngu undir atvinnurekstur, t.d. skrifstofur og
skildan rekstur. 340 fm á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr. Laust nú þegar.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com
ÞAÐ má með sanni
segja, að þjóðin standi á
öndinni í vanþóknun
sinni og undrun yfir
meðferðinni, sem Páll
Ramses og fjölskylda
hans hefur orðið að
sæta af stjórnvalda
hálfu hér á landi – skilj-
anlega og á ekki nógu
sterk orð til að lýsa
skoðun sinni á málinu. Svo er um mig
farið. Þetta eru ekki eðlilegar aðfarir
að flóttafólki, sem þeim hefur verið
boðið upp á.
Ef það væri bara dómsmálaráð-
herrann, sem hér á hlut að máli, og
um fólk á hans vegum að ræða, þá
væri kannske hægt að skilja málið að
einhverju leyti en svo vill nú til að hér
er líka um kirkjumálaráðherra lands-
ins að ræða, þótt hann hafi látið það í
ljós á síðasta Kirkjuþingi að honum
sé lítt um þann málaflokk gefið og
vilji koma honum af
sér, þótt vonandi sé
honum ekki lítið um
kristna kirkju og henn-
ar siðferðisgildi gefið
að sama skapi. Og því
finnst mér málið vera
alvarlegra fyrir bragð-
ið, því að kristin kirkja
leggur mikið upp úr því
að mannúð og mann-
réttindi séu í heiðri
höfð við afgreiðslu allra
mála.
Það má kallast held-
ur kaldhæðið, svo ekki
sé meira sagt, að á sama tíma og ver-
ið er að vísa ungum, kenískum hjón-
um með kornabarn fæddu hér á landi
af landi brott á vergang, jafnvel út í
opinn dauðann, þá er verið að und-
irbúa móttöku á palestínsku flótta-
fólki sem kemur von bráðar til lands-
ins og er náttúrulega velkomið
hingað. Yfir slíkri tvöfeldni í af-
greiðslu mála flóttafólks á kristin
kirkja aðeins eitt orð: hræsni. Við Ís-
lendingar eigum að sýna okkar ann-
áluðu gestrisni og að það sé líka pláss
fyrir þessa ungu kenísku fjölskyldu,
sem fann sér helst griðastað hér á Ís-
landi, af því að Páll Ramses hafði
kynnst Íslendingum af góðu einu,
unnið jafnvel fyrir þá og með þeim í
Kenýa, og hélt að hjá þeim gæti hann
og fjölskylda hans átt vinum að mæta
og góðum griðastað á erfiðum tím-
um. Annað hefur komið í ljós. Það er
jafnvel efast um að hann segi satt til
um það að hann sé í lífshættu í
heimalandi sínu.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
dvaldi um nokkurra mánaða skeið í
Kenýa í vor og segir í einum ann-
álspistli sínum þaðan frá presti úr
stjórnarandstöðunni í einu fjalla-
þorpa Pókót-héraðs sem her forset-
ans var á eftir og átti fótum fjör að
launa út í stórfljót nálægt heimili
sínu þegar herinn sótti að honum og
fjölskyldu hans og hann fékk kúlu úr
byssu eins hermannsins yfir höfuð
sitt um leið og hann henti sér út í
fljótið. Hann beið þar, þangað til her-
mennirnir gáfust upp og fóru á brott.
Þá kom hann sér upp úr fljótinu og
heim til hrelldrar fjölskyldunnar.
Þau pökkuðu saman og fóru niður í
kristniboðsstöðina, þar sem þau eru
enn eftir því sem best verður vitað.
Sem betur fer fyrir þennan prest og
fjölskyldu hans þá er kristniboðs-
stöðin í Kapengúría rekin af norska
kristniboðssambandinu. Ég hefði
gefið lítið fyrir örlög fólksins ef Björn
Bjarnason og útsendarar hans hjá
Útlendingastofnun hefðu ráðið þar
lögum og lofum. Ég segi ekki annað
en þetta sýnir að stjórnarandstæð-
ingar í Kenýa eru alls ekki óhultir
fyrir herjum forsetans, hvað sem
hver segir, og því ástæða til að trúa
orðum Páls Ramses þar um.
Það er einlæg ósk mín og von að
dómsmálaráðherra sjái sóma sinn í
því að gæta kristinna mannúðar- og
mannréttindasjónarmiða og afgreiði
mál kenísku fjölskyldunnar af sann-
girni og hún fái réttláta máls-
meðferð.
Satt að segja finnst mér Sjálfstæð-
isflokknum ekki ganga svo vel í skoð-
anakönnunum um þessar mundir,
eftir allt það sem á undan er gengið,
að hann megi við enn einu hneyksl-
ismálinu til viðbótar. Það væri vissu-
lega hneyksli ef á ekki aðeins að fara
að brjóta mannréttindi á blessuðu
barninu með því að vísa föðurnum al-
farið brott frá Íslandi og senda hann
jafnvel út í opinn dauðann heldur
vísa því og móður þess með tímanum
úr landi líka út í óvissuna. Ef við telj-
um okkur geta tekið á móti flóttafólki
frá Palestínu og öðrum löndum og
boðið það velkomið til Íslands þá get-
um við alveg að sama skapi boðið Páli
Ramses og fjölskyldu hans velkomin
að dvelja hér á landinu og sýnt að það
er líka pláss fyrir þau hérna.
Ég vona því að dómsmálaráðherr-
ann sjái að sér í þessu máli og leyfi
Páli Ramses að koma aftur til Ís-
lands, og hafi orð Bjarna Benedikts-
sonar, sem hann viðhafði á sinni tíð
þegar átti að brjóta á rétti barna, í
huga og að leiðarljósi:
Svona gerir maður ekki.
Svona gerir maður ekki
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir vill að
mál Pauls Ramses
verði endurskoðað
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
» Við Íslendingar eig-
um að sýna okkar
annáluðu gestrisni og að
það sé líka pláss fyrir
þessa ungu kenísku fjöl-
skyldu, sem fann sér
helst griðastað hér á Ís-
landi.
Höfundur er guðfræðingur og félagi
í Amnesty International á Íslandi.
Í DAG, 13. júlí, eru
liðin 40 ár frá því
fyrsta formlega til-
kynningin var send til
Tilkynningaskyldu ís-
lenskra skipa. Það
gerði Harald Holsvik,
loftskeyta- og tækni-
maður á Árna Frið-
rikssyni, en skipið var
þá við síldarleit um 60
sjómílur vestur af
Svalbarða. Fleiri skip
voru á svæðinu og var
tilkynnt um þau öll á
einu bretti með þessari
fyrstu tilkynningu.
Slysavarnafélag Ís-
lands átti mikinn þátt í
tilkomu Tilkynninga-
skyldunnar árið 1968.
Það sem meðal annars
hrinti þessum und-
irbúningi af stað var
sjóslys þegar Stígandi
ÓF sökk á leið í land
með síldarfarm haustið
1967. Áhöfnin komst í
gúmbjörgunarbáta en gat ekki látið
vita af sér og fannst ekki fyrr en
eftir nokkra daga enda hafði enginn
tekið að sakna þess að heyra ekki
frá henni fyrr en eftir þrjá daga.
Síldveiðiskipstjórar komu í fram-
haldinu á tilkynningaskyldu sem
Síldarleitin og hjálparskipið Goðinn
önnuðust það haust. Menn sáu ör-
yggið með slíkum tilkynningum og
sáu að þörf var á eftirliti með skip-
um umhverfis landið allt til þess að
geta gripið strax til aðgerða ef
grunur vaknaði um að eitthvað
hefði farið úrskeiðis.
Hefur sannað gildi sitt
Ég rek ekki söguna nánar hér en
Tilkynningaskyldan hefur margoft
sannað gildi sitt. Hversu oft höfum
við ekki heyrt áminningar frá henni
í útvarpi gegnum árin þegar hinn
eða þessi báturinn er beðinn að
hafa samband við næstu strandstöð
Landssímans. Oftast kom sem bet-
ur fer í ljós að einhver hafði gleymt
sér en ef eitthvað alvarlegt var á
seyði leið mun styttri tími þar til
hægt var að bregðast við en ella
hefði verið.
Nú er þetta umhverfi allt orðið
gjörbreytt og tæknivætt undir
merkjum Vaktstöðvar siglinga sem
vakir yfir ferðum
stórra sem smárra
skipa við strendur
landsins. Formlega er
það Siglingastofnun
Íslands sem fer með
málefni vaktstöðv-
arinnar fyrir hönd
samgönguráðuneyt-
isins. Gerður var þjón-
ustusamningur við
þrjá aðila um rekstur
vaktstöðvarinnar:
Landhelgisgæslu Ís-
lands sem fer með
faglega stjórn hennar,
Neyðarlínuna hf. sem
fer að hluta til með
fjármál, húsnæðismál
og annan rekstur og
Slysavarnafélagið
Landsbjörg sem rekur
björgunarbáta víða
um land, auk yf-
irstjórnar björg-
unarsveita.
Þarna er því búið að
sameina sérhæfða
krafta og er á engan
hallað þótt minnt sé á
frumkvæði forráða-
manna Slysavarna-
félags Íslands fyrir
fjórum áratugum. Þá byrjaði þessi
bolti að rúlla sem hefur síðan undið
upp á sig og teknar hafa verið upp
margs konar nýjungar eftir því sem
tækninni hefur undið fram.
Einstök þjónusta
Það er í raun merkilegt að sjá
hvernig hægt er frá stjórnstöðinni í
Skógarhlíð að fylgjast með og sjá á
tölvuskjám á einu bretti hvar ein-
stök skip eru á ferð og um leið að
hefja eftirgrennslan ef einhver hef-
ur ekki tilkynnt sig í tíma.
Tilkynningaskyldan hérlendis er
einstök og er nauðsynlegur örygg-
ishlekkur í sjómennsku og sigl-
ingum öllum við erfiðar aðstæður
við landið. Hún hófst hjá grasrót-
inni og er nú eðlileg þjónusta
stjórnvalda við sjófarendur. Hún er
líka í rökréttu samhengi við lang-
tímaáætlun um öryggi sjófarenda
sem alltaf þarf að vera til skoðunar.
Við minnumst þessa áfanga í dag
með þakklæti og af þeirri virðingu
sem við þurfum að bera fyrir oft
óblíðri náttúrunni hér við land og
virðingu fyrir þeim sem gengnir
eru.
Fjórir áratugir frá
tilkomu Tilkynn-
ingaskyldunnar
Kristján L.
Möller skrifar um
öryggishlekk
sjófarenda
Kristján L. Möller
» Tilkynn-
ingaskyldan
hérlendis er ein-
stök og er nauð-
synlegur örygg-
ishlekkur í
sjómennsku og
siglingum öllum
við erfiðar að-
stæður við land-
ið.
Höfundur er samgönguráðherra.