Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 43 MINNINGAR Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Hjartans þakkir fyrir alla þá vinsemd og samúð sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARKÚSAR B. KRISTINSSONAR vélstjóra, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði og til starfsfólks lungnadeildar A-6 á Landspítala Fossvogi fyrir alúðlega umönnun og elskulegt viðmót. Soffía Sigurðardóttir, Helga Markúsdóttir, Fjóla Markúsdóttir, Hulda Markúsdóttir, Páll Eyvindsson, Svala Markúsdóttir, Leifur Jónsson, Lilja Markúsdóttir, Lárus Bjarnarson, Árdís Markúsdóttir, Sædís Markúsdóttir, Rafn Heiðar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU ANDREU ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun, alúð, hlýju og virðingu. Þórður G. Sigurjónsson, Berglind Oddgeirsdóttir, Guðlaugur Reynir Jóhannsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Hörður Kristinsson, Hanna G. Sigurðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR, áður Meistaravöllum 33, Reykjavík. Ingólfur Kristjánsson, Ólafía Einarsdóttir, Jón Egill Kristjánsson, Rita Moi, Sigurður Kristjánsson, Ingibjörg Birna Ólafsdóttir, Baldur Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Sendum okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, SVERRIS NORÐFJÖRÐ arkitekts, Hrefnugötu 8, Reykjavík. Alena F. Anderlova, Sverrir Jan Norðfjörð, Bryndís Pétursdóttir, Óttar Martin Norðfjörð, Eloísa Vazquez Vega, Hákon Jan Norðfjörð, Pétur Wilhelm Norðfjörð og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR ÓLAFÍU EIRÍKSDÓTTUR, áður til heimilis á Kleppsvegi 62. Sérstakar þakkir til starfsfólks H2 hjúkrunardeildar Hrafnistu í Reykjavík, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Ólöf Erna Óskarsdóttir, Dóra Björg Óskarsdóttir, Hallgrímur Helgi Óskarsson, Pálína Halldóra Magnúsdóttir.Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Í dag er besta mamma í heimi borin til grafar. Á slíkri stundu eru margar minningar sem renna í gegnum hugann. Eins og hversu góð þú varst við alla sem til þín leituðu. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta og ræða málin og þá skipti ekki máli hver átti í hlut og menn gátu ávallt treyst því að það sem við þig var rætt var ekki verið að bera á torg fyrir aðra. Þegar við krakkarnir vorum komin á þann aldur að þú treystir okkur til að koma með þér í síldarsöltun leyfðir þú okkur að hjálpa til. Þá var ekki verið að æsa sig þó ekki gengi allt- af vel hjá okkur að raða í tunn- urnar, þetta varð bara að hafa sinn gang eins og þú sagðir alltaf, þrátt fyrir að þú fengir borgað visst fyrir tunnuna þá skipti það ekki máli, „einhvern vegin þurfa krakkarnir að læra að vinna,“ sagðir þú. Eitt er það sem þú sagðir við mig sem krakka, sem hefur mótað mig og hef ég búið að alla mína ævi. Eitt Ingibjörg Þórðardóttir ✝ Ingibjörg Þórð-ardóttir fædd- ist í Hvammi á Völlum 10. maí 1931. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans að- faranótt 29. júní síðastliðins og fór útför hennar fram frá Reyðarfjarð- arkirkju 5. júlí. sinn er ég ætlaði að fá mér frí í skólanum með því að þykjast vera veikur, en þú skynjaðir það á þér að ég var ekki veikur og sagðir: „Ef þú ert veikur í dag þá þarftu að vera heima á morgun líka, menn eru aldrei veikir í einn dag, þú verður að jafna þig minnst einn dag eftir veik- indin.“ Það vildi ég alls ekki, þannig að ég læknaðist mjög fljótt og dreif mig í skólann. Þegar við krakk- arnir sem erum fædd á árunum ’66–73 vorum á unglingsárum voru oft haldinn partý í stofunum heima, þá sváfuð þið pabbi í rólegheit- unum eða þá að þú komst niður og spjallaðir við krakkana sem voru í partýinu. Þeir voru margir hissa á því að þið skylduð vera heima og leyfa þessi partý og krakkarnir urðu ekki minna hissa þegar þú varst farin að skilja eftir dunk full- an af kleinum eða fullan disk af pönnukökum eftir á eldhúsborðinu til að partýgestirnir gætu fengið að borða þegar þeir kæmu. Eitt sinn þegar þú varst spurð að því hvort þið gætuð eitthvað sofið í þessum hávaða sagðir þú að þér liði vel að heyra að krakkarnir væru komnir heim, þú myndir frekar vakna ef við kæmum ekki með krakka heim og þá hefðir þú áhyggjur af því hvar allir væru. Eftir að ég fluttist svona langt frá þér var alltaf gott að hringja til þín ef hlutirnir gengu ekki upp og maður var einmana, þá gafstu manni alltaf styrk til að halda áfram og gefast ekki upp þótt á móti blési. Það er mér mikils virði, mamma, að hafa getað verið hjá þér, aðstoðað þig og átt með þér þessar stundir eftir að þú komst í bæinn og greindist með sjúkdóminn sem tók þig frá okkur á svo skömmum tíma. Þín verður sárt saknað af okkur öllum, mamma mín. Þetta ljóð á svo vel við þig: Við daglega umhyggju alls, fyrir óskir, löngun og þörf hún beitir sér eins og best er unnt og býr undir framtíðarstörf. Hún vinnur sín verk í kyrrð, hún vinnur þau löngum duld. Við hana eru allir að endi dags – allir í þakkarskuld (Úr Húsmóðirin eftir Sigurð Jónsson.) Elsku pabbi, þú hefur misst svo mikið, ég vona að guð gefi þér styrk til að standast þessa raun. Elsku systkini, okkar missir er mikill. Þinn elskandi sonur Bóas. Takk fyrir amma. Fyrir að fá að kúra hjá þér, fyrir ísinn í frystinum, fyrir kleinurnar, fyrir að lána okkur búningana þína, fyrir að hekla fyrir okkur hlýju teppin sem við getum kúrt með og hugsað til þín. Þínar, Alda Særós og Eva Hafrós. Meira: mbl.is/minningar Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar, þakka þér fyr- ir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér og öðrum. Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár. Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur, að fá ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst óáreittur, markaði þig fyrir lífstíð. Því miður, það er sárast af öllu. En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á hættulegum Lárus Stefán Þráinsson ✝ Lárus StefánÞráinsson fædd- ist á Akureyri 30. maí 1987. Hann lést 21. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. júlí. aðstæðum í skólum sem upp geta komið heldur áfram í þínu nafni og mun lifa. Þú kenndir mér umburðarlyndi, þolin- mæði og að sýna öll- um skilning og nú lát- um við það berast. Ég trúi því, elsku drengurinn minn, að þú sitjir nú í englask- ara sæll og glaður. Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta ham- ingjudag. Litli „outsiderinn“ minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefð- um bara komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað hversu frábær maður þú varst. Betri mann gat engin stúlka eignast. Þú varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hug- rakkur, fallegur og góður. Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vin- um fyrir 21 ári og við biðum fæð- ingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu jarðvistarlífi. Kveðjustundin er komin, engill, og ég er svo óend- anlega sorgmædd. Ég bið þig um að fyrirgefa mér. Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera. Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera. Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja. Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja. Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál. Ingibjörg Helga Baldursdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.