Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Nú eru Íslandsvinirnir í SavingIceland enn mættir í sumarbúð- irnar sínar. Í þetta sinn hafa þeir slegið upp „aðgerðabúðum“ á Hellis- heiði.     Væntanlega halda þeir uppteknumhætti frá fyrri sumrum; reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minniháttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyr- irtækja eða al- menna umferð.     Og sjálfsagtmun sagan frá fyrri sumrum endurtaka sig; ein- hverjir úr þeim hópi, sem barizt hef- ur gegn virkjunum og stóriðju á Ís- landi með friðsamlegum, lýðræðis- legum aðgerðum, munu gera þau mistök að andmæla þegar lögreglan tekur þessa óknyttastráka og -stelp- ur úr umferð.     Útlendir atvinnumótmælendurgera nefnilega ekkert annað en að spilla fyrir málstað raunveru- legra náttúruverndarsinna, sem nýt- ur mikils stuðnings á Íslandi.     Þeir spilla fyrir málstaðnum rétteins og róttæku vinstrimennirn- ir, sem á sínum tíma beittu ofbeldi í mótmælum gegn varnarsamn- ingnum og veru Íslands í NATO.     En náttúruverndarsinnar verðalíka að gæta sín á því að falla ekki í sömu gryfju og róttækling- arnir, sem urðu óskiljanlegir vegna innbyrðis deilna um hugmynda- fræðilegt keisarans skegg.     Hver skilur til dæmis þá ritdeilu,sem nú stendur í Lesbók Morg- unblaðsins á milli náttúruverndar- sinna og minnir helzt á hatrammar deilur trotskíista, maóista, endur- skoðunarsinna, samfylkingarsinna og hvað þetta hét nú allt saman? STAKSTEINAR Aðgerðahópar og sellur?                            ! " #$    %&'  ( )                 * (! +  ,- . / 0     + -                     12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    ! ""# $$% ! ""# $$%       &%% !% !      :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? '   ' ' ' '    '  ' ' '                             *$BCD                         !        "   "  $    %  &  ' (!   # *! $$ B *!   ( )  * " ") "      + <2  <!  <2  <!  <2  ( * $# ",  $% -".#$/ CE2F                       87  )     (!   *        # $          &  # 6  2  +     %       "  ,(!    $  &  &  ' (!  B  +  %-    "           *"  # .          "   '  %  &  ' (!  / " # 0&## ""11 $#""2  ",  $% "3 '" $ "'"'4 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ INNAN um hvalveiðiskip, gúmmí- báta og ýmsa ryðdalla í Reykjavík- urhöfn var á dögunum að finna snekkju Færeyingsins Peters Holm. Peter dvaldist hér ásamt konu sinni í tvær vikur en sneri í lok vikunnar aftur til Færeyja. Í samtali við blaðamann samþykkti hann með semingi að hann hefði atvinnu af bátasölu en sagði báta og siglingar miklu frekar vera ástríðu en starf. Peter hefur farið víða á und- anförnum vikum. Lagt var upp frá Danmörku í byrjun júní og staldrað við í Noregi, á Hjaltlandseyjum, Ís- landi og heima í Færeyjum. Auk þess að heimsækja Reykjavík kom hann við í Vestmannaeyjum á leið- inni frá heimalandi sínu. Hann sagðist hafa séð töluvert af hvölum á siglingum sínum und- anfarið og stórar lóðsfiskstorfur hafi verið vestan af Hjaltlands- eyjum. „Við sáum mjög mikið af þeim, hafið ólgaði af lóðsfiskum.“ Veðurguðirnir hafa verið Peter hliðhollir en hann er að sögn orðinn nokkuð lunkinn við að lesa í veðrið og forðast að sigla þegar illa viðrar. Siglingin hafi verið tíðindalítil og það sé sennilega fyrir bestu. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ástríða frekar en atvinna Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HIÐ árlega Laugavegarhlaup fór fram í gær. Hlaupið í ár var það fjöl- mennasta frá upphafi og alls voru 250 þátttakendur frá 18 löndum skráðir til leiks. Hlaupaleiðin er frá Landmanna- laugum til Þórsmerkur og er um 55 kílómetrar. Stígur liggur alla leiðina og undirlag á honum er ákaflega fjölbreytilegt, allt frá sandi að snjó. Fjórir áfangar Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá Landmannalaugum yfir í Hrafn- tinnusker. Loftlína yfir það svæði er um 10 km. Annar hluti leiðarinnar nær frá Hrafntinnuskeri að Álftavatni. Loft- lína þar yfir er um 11 km. Á þeim kafla má iðulega búast við ís og snjó. Þriðji áfangi leiðarinnar er svo frá Álftavatni í Emstrur. Loftlína yfir svæðið er um 16 km Að lokum nær fjórði áfanginn frá Emstrum yfir í Þórsmörk og er um 13,5 km í loftlínu. Endað í Húsadal Endamark hlaupsins í ár var í Húsadal og þar var fagnað með heitu baði, grillveislu og veglegum verðlaunum. Að sögn Svövu Odd- nýju Ásgeirsdóttur gekk hlaupið vel. Vel hafi viðrað við rásmarkið en tek- ið hafi að rigna á keppendur við Álftavatn. 250 þátttakendur í 55 km hlaupi úti í íslenskri náttúru Ljósmynd/Brynja Guðjónsdóttir Hreystimenni Leiðinni er skipt í fjóra áfanga og þurftu þátttakendur að vera búnir undir hvers kyns veðurskilyrði. Árlegt langhlaup eftir Laugaveginum var í gær Í HNOTSKURN »Á heimasíðunni www.mar-athon.is segir að Lauga- vegarhlaupið sé „hin endalega þol- og þrekraun langhlaup- arans í stórkostlegu umhverfi Laugavegarins“. »Leiðinni er skipt í fjóra,misjafnlega erfiða áfanga og er í heildina um 55 kíló- metrar. »Meðalhiti í júlí á Lauga-veginum er um 7-8°C og því máttu keppendur vera búnir undir hvers kyns að- stæður. ALLT AÐ 180 milljónum króna verð- ur veitt til menntaverkefna á lands- byggðinni. Um er að ræða mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna tímabundins aflasamdráttar. Styrkir verða veittir til 59 verkefna og var áhersla lögð á að styrkja menntunar- verkefni sem eru til þess fallin að mæta afleiðingum samdráttar í fisk- veiðum og fiskvinnslu. „Við reyndum að líta til þess að styrkja verkefni sem mundu líka nýt- ast til lengri tíma,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra. Áhersla hafi verið á að auka og styrkja samstarfið milli símennt- unarmiðstöðva og framhaldsskóla. Þorgerður Katrín segir að fara eigi í verkefni sem feli í sér að styrkja fólk með hvað minnstu menntunina sem hefur orðið fyrir áföllum vegna kvóta- skerðingar. „Við ætlum að auka raun- færnina enn frekar þannig að þetta eru að mínu mati verkefni sem munu skila sér og styrkja samfélagið til lengri tíma“ ylfa@mbl.is 180 millj. kr. mótvæg- isaðgerðir GLITNIR greiðir mismikið mót- framlag til umhverfismála vegna nýju sparnaðarleiðarinnar Save- &Save, þar sem bankinn greiðir ákveðið hlutfall af innstæðu reikn- inga í umhverfissjóð. Fyrir íslensku reikningana greiðir bankinn 0,1% mótframlag, en 0,15% sé um norska viðskiptavini að ræða. Már Másson, forstöðumaður sam- skiptasviðs Glitnis, segir það stefnu fyrirtækisins að hafa innlánsreikn- ingana eins milli landa, en segir að í vissum tilfellum þurfi að laga vöruna að mismunandi markaðsaðstæðum, sérstaklega þegar verið sé að kynna vöruna. Hann segir hið aukna mót- framlag í Noregi vera tímabundið, til standi að hafa framlagið 0,1% í báð- um löndunum. Ekki hafi verið skoð- að að bjóða upp á hærra mótfram- lagið á Íslandi. andresth@mbl.is Greitt mót- framlag er hærra í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.