Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Nú eru Íslandsvinirnir í SavingIceland enn mættir í sumarbúð- irnar sínar. Í þetta sinn hafa þeir slegið upp „aðgerðabúðum“ á Hellis- heiði.     Væntanlega halda þeir uppteknumhætti frá fyrri sumrum; reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minniháttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyr- irtækja eða al- menna umferð.     Og sjálfsagtmun sagan frá fyrri sumrum endurtaka sig; ein- hverjir úr þeim hópi, sem barizt hef- ur gegn virkjunum og stóriðju á Ís- landi með friðsamlegum, lýðræðis- legum aðgerðum, munu gera þau mistök að andmæla þegar lögreglan tekur þessa óknyttastráka og -stelp- ur úr umferð.     Útlendir atvinnumótmælendurgera nefnilega ekkert annað en að spilla fyrir málstað raunveru- legra náttúruverndarsinna, sem nýt- ur mikils stuðnings á Íslandi.     Þeir spilla fyrir málstaðnum rétteins og róttæku vinstrimennirn- ir, sem á sínum tíma beittu ofbeldi í mótmælum gegn varnarsamn- ingnum og veru Íslands í NATO.     En náttúruverndarsinnar verðalíka að gæta sín á því að falla ekki í sömu gryfju og róttækling- arnir, sem urðu óskiljanlegir vegna innbyrðis deilna um hugmynda- fræðilegt keisarans skegg.     Hver skilur til dæmis þá ritdeilu,sem nú stendur í Lesbók Morg- unblaðsins á milli náttúruverndar- sinna og minnir helzt á hatrammar deilur trotskíista, maóista, endur- skoðunarsinna, samfylkingarsinna og hvað þetta hét nú allt saman? STAKSTEINAR Aðgerðahópar og sellur?                            ! " #$    %&'  ( )                 * (! +  ,- . / 0     + -                     12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    ! ""# $$% ! ""# $$%       &%% !% !      :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? '   ' ' ' '    '  ' ' '                             *$BCD                         !        "   "  $    %  &  ' (!   # *! $$ B *!   ( )  * " ") "      + <2  <!  <2  <!  <2  ( * $# ",  $% -".#$/ CE2F                       87  )     (!   *        # $          &  # 6  2  +     %       "  ,(!    $  &  &  ' (!  B  +  %-    "           *"  # .          "   '  %  &  ' (!  / " # 0&## ""11 $#""2  ",  $% "3 '" $ "'"'4 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ INNAN um hvalveiðiskip, gúmmí- báta og ýmsa ryðdalla í Reykjavík- urhöfn var á dögunum að finna snekkju Færeyingsins Peters Holm. Peter dvaldist hér ásamt konu sinni í tvær vikur en sneri í lok vikunnar aftur til Færeyja. Í samtali við blaðamann samþykkti hann með semingi að hann hefði atvinnu af bátasölu en sagði báta og siglingar miklu frekar vera ástríðu en starf. Peter hefur farið víða á und- anförnum vikum. Lagt var upp frá Danmörku í byrjun júní og staldrað við í Noregi, á Hjaltlandseyjum, Ís- landi og heima í Færeyjum. Auk þess að heimsækja Reykjavík kom hann við í Vestmannaeyjum á leið- inni frá heimalandi sínu. Hann sagðist hafa séð töluvert af hvölum á siglingum sínum und- anfarið og stórar lóðsfiskstorfur hafi verið vestan af Hjaltlands- eyjum. „Við sáum mjög mikið af þeim, hafið ólgaði af lóðsfiskum.“ Veðurguðirnir hafa verið Peter hliðhollir en hann er að sögn orðinn nokkuð lunkinn við að lesa í veðrið og forðast að sigla þegar illa viðrar. Siglingin hafi verið tíðindalítil og það sé sennilega fyrir bestu. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ástríða frekar en atvinna Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HIÐ árlega Laugavegarhlaup fór fram í gær. Hlaupið í ár var það fjöl- mennasta frá upphafi og alls voru 250 þátttakendur frá 18 löndum skráðir til leiks. Hlaupaleiðin er frá Landmanna- laugum til Þórsmerkur og er um 55 kílómetrar. Stígur liggur alla leiðina og undirlag á honum er ákaflega fjölbreytilegt, allt frá sandi að snjó. Fjórir áfangar Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá Landmannalaugum yfir í Hrafn- tinnusker. Loftlína yfir það svæði er um 10 km. Annar hluti leiðarinnar nær frá Hrafntinnuskeri að Álftavatni. Loft- lína þar yfir er um 11 km. Á þeim kafla má iðulega búast við ís og snjó. Þriðji áfangi leiðarinnar er svo frá Álftavatni í Emstrur. Loftlína yfir svæðið er um 16 km Að lokum nær fjórði áfanginn frá Emstrum yfir í Þórsmörk og er um 13,5 km í loftlínu. Endað í Húsadal Endamark hlaupsins í ár var í Húsadal og þar var fagnað með heitu baði, grillveislu og veglegum verðlaunum. Að sögn Svövu Odd- nýju Ásgeirsdóttur gekk hlaupið vel. Vel hafi viðrað við rásmarkið en tek- ið hafi að rigna á keppendur við Álftavatn. 250 þátttakendur í 55 km hlaupi úti í íslenskri náttúru Ljósmynd/Brynja Guðjónsdóttir Hreystimenni Leiðinni er skipt í fjóra áfanga og þurftu þátttakendur að vera búnir undir hvers kyns veðurskilyrði. Árlegt langhlaup eftir Laugaveginum var í gær Í HNOTSKURN »Á heimasíðunni www.mar-athon.is segir að Lauga- vegarhlaupið sé „hin endalega þol- og þrekraun langhlaup- arans í stórkostlegu umhverfi Laugavegarins“. »Leiðinni er skipt í fjóra,misjafnlega erfiða áfanga og er í heildina um 55 kíló- metrar. »Meðalhiti í júlí á Lauga-veginum er um 7-8°C og því máttu keppendur vera búnir undir hvers kyns að- stæður. ALLT AÐ 180 milljónum króna verð- ur veitt til menntaverkefna á lands- byggðinni. Um er að ræða mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna tímabundins aflasamdráttar. Styrkir verða veittir til 59 verkefna og var áhersla lögð á að styrkja menntunar- verkefni sem eru til þess fallin að mæta afleiðingum samdráttar í fisk- veiðum og fiskvinnslu. „Við reyndum að líta til þess að styrkja verkefni sem mundu líka nýt- ast til lengri tíma,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra. Áhersla hafi verið á að auka og styrkja samstarfið milli símennt- unarmiðstöðva og framhaldsskóla. Þorgerður Katrín segir að fara eigi í verkefni sem feli í sér að styrkja fólk með hvað minnstu menntunina sem hefur orðið fyrir áföllum vegna kvóta- skerðingar. „Við ætlum að auka raun- færnina enn frekar þannig að þetta eru að mínu mati verkefni sem munu skila sér og styrkja samfélagið til lengri tíma“ ylfa@mbl.is 180 millj. kr. mótvæg- isaðgerðir GLITNIR greiðir mismikið mót- framlag til umhverfismála vegna nýju sparnaðarleiðarinnar Save- &Save, þar sem bankinn greiðir ákveðið hlutfall af innstæðu reikn- inga í umhverfissjóð. Fyrir íslensku reikningana greiðir bankinn 0,1% mótframlag, en 0,15% sé um norska viðskiptavini að ræða. Már Másson, forstöðumaður sam- skiptasviðs Glitnis, segir það stefnu fyrirtækisins að hafa innlánsreikn- ingana eins milli landa, en segir að í vissum tilfellum þurfi að laga vöruna að mismunandi markaðsaðstæðum, sérstaklega þegar verið sé að kynna vöruna. Hann segir hið aukna mót- framlag í Noregi vera tímabundið, til standi að hafa framlagið 0,1% í báð- um löndunum. Ekki hafi verið skoð- að að bjóða upp á hærra mótfram- lagið á Íslandi. andresth@mbl.is Greitt mót- framlag er hærra í Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.