Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 41
hversu náin þið voruð. Það að fá að eyða mörgum áramótum með þér voru mikil forréttindi og það var allt- af erfitt að kveðja þig vegna þess að það var svo gaman með þér. Þegar orðið jákvæðni og bros kemur upp í hugann þá kemur mynd af þér, Helgi minn. Það verður erfitt að geta ekki sent á þig línu á netinu og spjalla um daginn og veginn eins og við gerðum oft. Eins og Dale Carnegie sagði: „Þú getur eignast fleiri vini á tveimur mánuðum með því að sýna öðrum áhuga en á tveim- ur árum með því að reyna að fá aðra til að sýna þér áhuga.“ Og það gerðir þú svo sannarlega, þú sýndir öllum öðrum mikinn áhuga. Við munum biðja fyrir þér um ókomna tíð og biðja fyrir því að það verði vel tekið á móti þér hinum megin. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku frændi. Elsku Guðrún, James, Már og fjöl- skyldur, megi Guð veita ykkur styrk til að vinna á þessum mikla missi. Bros okkur sýnir að hjartað er heima, hlæðu og láttu þig stressinu gleyma, lifðu í gleði og lát þig svo dreyma, lystisemdir sem órofa blað og hamingju nýturðu á hverjum stað. (Einar Sigfússon.) Davíð Kristinsson. Elsku Helgi Þór. Það eru ekki til nógu sterk lýsing- arorð í jákvæðri merkingu til að lýsa þér. Þú varst jafn fallegur að innan sem utan og hafðir mikil og góð áhrif á alla sem þú þekktir. Við kynntumst þér fyrst þegar þú og sonur okkar Guðmundur Borgar byrjuðuð saman í 8. bekk í Réttarholtsskóla. Þar myndaðist frábær vinskapur milli ykkar og nokkurra drengja þar sem hugtökin traust, trúnaður, virðing og samstaða voru lög sem aldrei voru brotin. Það var frábær þroski og hrein forréttindi fyrir okkur sem foreldra að fá að kynnast þér og þeim sterka vinahóp sem sonur okk- ar hafði valið sér. Auðvitað skiptust oft á skin og skúrir í lífi ykkar, en ég veit að þú og Guðmundur voruð miklir trúnaðarvinir. Okkur hjónunum þótti einfaldlega of lítið í boði fyrir unglinga og allt var í raun kallað unglingavandamál. Við ákváðum því að galopna dyr heimilisins fyrir vinum barna okkar, kynnast þeim og sýna þeim traust. Strákurinn okkar fékk oft að halda teiti fyrir vini og samferðafólk. Hann og vinir hans vissu þó fyrirfram að ef illa yrði gengið um heimilið eða traustið og virðingin rataði ranga boðleið yrði ævintýrið úti. Þessari ákvörðun þurftum við hjónin ekki að sjá eftir. Aldrei brotnaði glas og það sem meira var, oft komum við snemma heim, samt hélt gleðskap- urinn áfram og nærvera okkar virt- ist ekki trufla drengina. Helgi hafði oft orð á því hvað ung- lings- og menntaskólaárin hefðu ver- ið skemmtileg og hvað þeir vinirnir hefðu átt margar góðar stundir sam- an í Grundargerðinu. Að loknu stúdentsprófi Helga kom hann og Raggi með okkur fjölskyld- unni til Benidorm. Þessi ferð var frá- bær og vorum við hjónin og Diljá dóttir okkar ákaflega stolt af því að strákarnir vildu koma með okkur í frí. Með þeim áttum við margar frá- bærar stundir og oft var setið á spjalli. Þar ræddi Helgi oft um fjöl- skyldu sína, hann sagði okkur hvað gott væri að búa heima hjá Guðrúnu móður sinni og hvað hún dekraði við hann í mat og fataþvotti, einnig minnti hann okkur oft stoltur á feg- urð hennar. Helgi sagði okkur líka frá Anítu sem hann var nýbúinn að kynnast og fór ekki á milli mála að hann var ástfanginn. Á Benidorm virtist Helga líða mjög vel, hann var ótrúlega sáttur við allt og alla, sér- staklega þó við bróður sinn James. Honum varð tíðrætt um hversu traustur bróðir hans væri og hvað hann væri áreiðanlegur í alla staði og svo kom þessi fleyga setning frá Helga „Ég og James erum eins og tveir hanskar og pössum saman, já par af leðurhönskum“ og stoltið leyndi sér ekki. Helgi var óspar á hól í garð annarra og nennti að taka eft- ir litlu hlutunum sem svo oft gefa líf- inu meira gildi. Helgi var mikill fjölskylduvinur og gaf sér ávallt tíma til að heimsækja okkur, nú síðast í júní. Elsku Helgi, haf þökk fyrir frá- bær kynni síðasta áratug, þín minn- ing mun verða vel varðveitt á okkar heimili. Að lokum vil ég votta allri fjölskyldu Helga okkar dýpstu sam- úð. Sorg okkar allra er óbærileg. F. h. fjölskyldunnar í Grundar- gerði, Áslaug Þóra Harðardóttir. Góður vinur og spilafélagi, Helgi Þór Másson, er látinn og skilur eftir sig skarð í hópi okkar sem aldrei verður fyllt. Okkar síðustu kynni voru á spilakvöldi fyrir rúmlega tveimur vikum síðan þar sem hann fór á kostum sem endranær og sýndi í síðasta sinn hvílíkur yfirburðaspil- ari hann var. Hann sat við hlið bróð- ur síns, James, og unnu þeir marga glæsta sigra með samstilltu átaki. Það vita þeir sem þekktu Helga að þar fór góður og skemmtilegur drengur sem gott var að hafa sér við hlið í kröppum dansi. Leikstíll Helga einkenndist af fádæma vinnusemi, útsjónarsemi og sókndirfsku, en ekki síst því að hann var fyrstur manna til að koma liðsfélaga til hjálpar ef eitthvað bjátaði á. Þannig var hann sá spilafélagi sem allir sótt- ust eftir að hafa í sínu liði. Þrátt fyrir yfirburði sína í okkar hópi kom hann ætíð fram af lítillæti þótt hann ætti sannarlega ríkulega inneign fyrir öðru. Þá var hann alltaf glaður og reifur og aldrei var langt í grínið. Að öllu þessu samanlögðu er auðsætt að okkur var mikill heiður og ánægja að því að fá að njóta nær- veru Helga á spilakvöldum. Hann mun ávallt verða með okkur þegar við hittumst og minning hans mun lifa í öllum þeim sögum um afrek hans sem við munum aldrei þreytast á að segja. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Helga og ekki síst James bróður hans á þessum erfiðu tímum. Missir okkar er mikill, þeirra er ómælan- legur. F.h. spilafélaga, Ólafur Jón Jónsson. Elsku Helgi Þór, það er skrítið að hugsa til þess hvað það er stutt síðan við ræddum um það hvað við héldum að gerðist eftir dauðann. Þú sagðir að þú héldir að það væri eitthvað svakalegt sem gerðist, að það tæki eitthvað við sem væri æðra okkur öllum. Þú sagðir líka að þú værir spenntur að komast að þessu. Það leið varla sá dagur að við töl- uðum ekki saman á MSN. Það var alltaf svo gaman og gott að tala við þig. Það var ósjaldan sem ég leitaði ráða hjá þér við alls kyns „vanda- málum“ og þú varst alltaf með ein- hver ráð til að gefa mér eða sagðir í gríni að ég væri rugluð. Ég var mjög ánægð þegar þú ákvaðst að sækja um í HR því þá sá ég fyrir mér að mæta þér á göng- unum og það hefði nú gert skóladag- inn skemmtilegri. Að mæta fallega brosinu þínu og glaðlega andlitinu. Þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi. Það var virkilega gott að vera í kringum þig. Þegar maður hugsar um Helga Þór þá sér maður fyrir sér sætan og brosmildan strák sem öllum líkaði vel við. Ég mun alltaf geyma í hjartanu mínu allar minningarnar um þig, spjöllin okkar, bíltúrana sem við tók- um og allar stundirnar með þér. Sér- staklega þykir mér vænt um síðasta bíltúrinn okkar þar sem við ræddum um haustið og ég reyndi að gefa þér góð ráð varðandi námið, því þú virt- ist vera svolítið „týndur“. Elsku Helgi minn, mér þykir svo vænt um þig og það er svo sárt að hugsa til þess hve illa þér leið, en ég vona að þér líði betur á þeim stað sem þú ert á núna. Þú ert ábyggilega brosandi og að fíflast eitthvað eins og alltaf, ég sé það alveg fyrir mér. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég votta fjölskyldu og ástvinum alla mína samúð og bið Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Hildur Georgsdóttir. Helgi var einn af þessum strákum sem gátu hrifið allt og alla í kringum sig. Skært bros hans og löngun til að hafa gaman af lífinu var til eftir- breytni. Húmor hans og uppátæki voru óborganleg og við vinirnir er- um þess fullvissir að við munum ekki kynnast neinum sem á jafn auð- velt með að láta okkur fara að hlæja og skemmta okkur. Við vorum þrír saman vinir í bekk í Menntaskólan- um við Sund. Oft var lítið lært en fíflagangur og félagslíf var sett í for- grunn. Við gátum hangið saman heilu dagana án þess að verða leiðir á hver öðrum og svo einkennilega vildi til að ef einhver ládeyða kom yfir hópinn þá tókst Helga alltaf að rífa mannskapinn af stað í allskyns uppátæki. Eitt uppátæki af mörgum sem okkur er mjög minnisstætt er þegar við þurftum að mæta í ensku- tíma á mánudagsmorgnum. Eins og gefur að skilja var oft fjör um helgar og menn því oftar en ekki þreyttir á mánudagsmorgnum. Í nóvember á öðru ári hafði tiltekinn kennari ætl- að að kenna hlustun í ensku. Menn áttu mjög erfitt með að halda ein- beitingu enda þreyttir eftir brölt helgarinnar. Allt í einu hringir sím- inn hjá Helga en við það komu skruðningar í segulband kennarans. Helgi hafði stillt símann sinn á þögn og því vissi kennarinn ekki af hverju tækið lét svona og beið ekki boðanna og skipti um tæki. Eftir að hafa skipt sjö sinnum um tæki upplýsti Helgi kennarann um að ljósin í stof- unni yllu trufluninni. Kennarinn slökkti þá ljósin og viti menn, skruðningurinn hætti. Helgi hafði þá líka slökkt á símanum sínum. Þetta varð til þess að klukkan 8 á mánudagsmorgnum gátum við sofið fyrstu tvo tímana, en menn undr- uðust að slökkt væri í stofunni hjá 2. H. Helgi er sá maður sem fór ekki í manngreinarálit hann gat setið með hverjum sem var í skólanum og tal- að við alla sem jafningja sína. Hann var mikill vinur vina sinna og tók upp hanskann fyrir þá sem honum fannst brotið á. Hjartahlýr vinur, traustur og skemmtilegur, allt þetta var Helgi. Dauðsfall Helga varð því mikið áfall. Enginn átti von á þessu. Tilfinningarnar hafa flætt og spurn- ingar vaknað um ástæður og mögu- leika á að koma í veg fyrir að Helgi sé farinn. Engin svör. Þau fáum við sennilega aldrei. Helgi gat fundið til með öðrum og hjálpað þeim en hann sýndi ekki eigin tilfinningar. Hann faldi þær svo vel að enginn okkar vinanna tók eftir einhverju sérstöku í fari hans rétt áður en hann fór. Nú situr eftir spurningin um hvort við hefðum getað gert eitthvað til að forða endalokunum. Engin svör fást, Helgi er farinn og því verður ekki breytt. Hann vildi láta sér líða betur og þetta var hans leið. Við sem syrgjum Helga sjáum hversu mikið hann hafði fram að færa og hversu mikill missir er að honum úr þessu lífi.Hans er sárt saknað og það skarð sem hann skilur eftir sig í hjörtum okkar mun aldrei verða fyllt. Það sem við getum lært af við- burðaríkri ævi Helga er hversu allt- of stutt hún var. Hvíldu í friði, elsku besti vinurinn okkar. Eldur og Hallgrímur. Við Helgi Þór vorum ekki háir í loftinu þegar vinskapur okkar hófst. Við lékum okkur saman nánast dag- lega. Helgi Þór var og er alltaf sér- stakur hluti af mínu lífi því margar minningar á ég með honum. Fyrsta prakkarastrikið gerðum við saman, fyrstu sjoppuferðina fórum við sam- an og þegar ég lærði að hjóla vorum við einnig saman. Ég man einmitt hvernig fyrsta áfallið mitt var. Ég var sjö ára og Helgi Þór sex ára. Hann var nýbyrj- aður í Fossvogsskóla og einn daginn eftir skóla hringdi ég í Helga Þór og spurði hvort hann vildi koma að leika eins og við vorum vanir að gera. Helgi Þór sagðist ekki geta það því hann væri að fara að leika við Gulla. Ég man enn eftir sársaukan- um því ég hélt að vinskap okkar væri þar með lokið og hann hefði eignast annan leikfélaga. Eftir 11 ára aldur skildust leiðir okkar smátt og smátt en samt vorum við alltaf góðir félagar og mér þótti alltaf mjög vænt um að hitta Helga Þór og spjalla við hann. Við Helgi Þór höfðum talað um það að við myndum reyna að hittast og eyða tíma saman og gera eitthvað skemmtilegt. Þann 27. júní rættist það á sinn hátt þegar ég hitti Helga Þór og við skemmtum okkur mjög vel saman. Þessi tími sem við áttum saman reyndust vera síðustu sam- verustundir okkar og eru þær mér mjög dýrmætar. Þessi kveðjustund er mér mjög sár en minningin um Helga Þór lifir með mér. Hannes Þór Egilsson. Vinur okkar Helgi var einn af þessum drengjum sem gátu hrifið alla með sér. Skært bros hans og lífslöngun var okkur til eftirbreytni. Við munum seint kynnast öðrum þeim sem eiga jafn auðvelt með að vekja hlátur. Gamansemi Helga og uppátæki voru mörg hver óborganleg. Þrír saman sóttum við vinirnir Mennta- skólann við Sund. Á þeim árum vék lærdómur gjarnan fyrir fíflagangi og félagslífi. Við gátum hangið saman heilu dagana án þess að verða leiðir hver á öðrum. Ef örlaði á ládeyðu tókst Helga alltaf að rífa mannskap- inn af stað í allskyns uppátæki. Þannig þurftum við á öðru ári að mæta þreyttir í enskutíma snemma á dimmum mánudagsmorgni í nóv- ember eftir erfiðar vökunætur helg- arinnar. Kennarinn ætlaði að kenna hlustun í ensku. Þreyttir áttu menn mjög erfitt með að halda einbeit- ingu. Allt í einu hringir farsími Helga en við það hófust miklir skruðningar í segulbandi kennarans. Helgi hafði stillt símann sinn á þögn og því vissi kennarinn ekki af hverju segulbandið lét svona og beið ekki boðanna en skipti um tæki. Eftir að hafa skipt sjö sinnum um segul- bandstæki upplýsti Helgi kennarann á sannfærandi hátt um að líkast til væru það ljósin í stofunni sem yllu trufluninni. Kennarinn slökkti þá öll ljós og viti menn, skruðningurinn hætti, enda hafði þá Helgi slökkt á símanum. Þetta varð til þess að þreyttir gátum við sofið fyrstu tvo tímana, enda slökkt í kennslustof- unni hjá 2.H. Það mætti skrifa heila bók um öll uppátæki Helga og lífsgleði. Seint varð hann fúll eða sýndi vanlíðan. Helgi var vinsæll í vinahópi og mikill vinur vina sinna og tók gjarn- an upp hanskann fyrir þá sem hon- um fannst brotið á. Hjartahlýr vin- ur, traustur og skemmtilegur. Þetta var Helgi. Dauðsfall Helga varð okkur gríð- arlegt áfall. Tilfinningarnar hafa flætt og spurningar vaknað um ástæður og möguleika á að koma í veg fyrir brottför Helga. Eftir á að hyggja fann hann auðveldlega til með öðrum og hjálpaði en hann sýndi sjaldan eigin tilfinningar. Hann faldi þær svo vel að enginn okkar vinanna tók eftir neinu sér- stöku í fari hans rétt áður en hann fór. Nú situr eftir spurningin um hvað við hefðum getað gert til að forða þessum endalokum vinar okkar. Ekki dugir að spyrja hvers vegna, því að það fæst ekkert svar, enda eru vegir Guðs órannsakanlegir og mátt- ur okkar dauðlegra manna svo lítill og skilningur enn minni, enda þótt við þykjumst vita og neitum stund- um að viðurkenna að gátur hins mikla lífs verða aldrei ráðnar. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Hans er sárt saknað. Það skarð sem hann skilur eftir sig í hjörtum okkar mun aldrei verða fyllt. Hvíldu í friði, elsku besti vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Eldur Ólafsson og Hallgrímur Andri Ingvarsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 41 ✝ Útför okkar ástkæru KATRÍNAR ELSU JÓNSDÓTTUR, Espigerði 8, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu föstudaginn 4. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg S. Gísladóttir, Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Brynja Björk Baldursdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Sigurður Sverrir Sigurðsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS G. JENSSON, Klukkurima 5, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín G. H. Sveinbjörnsdóttir, Jens Magnússon, Ása Kristveig Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Magnús Magnússon, Sigurlaug Hrönn Lárusdóttir, Elín Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Erlendur Sæmundsson, Kristín Björg Magnúsdóttir, Hrafnhildur Gígja Magnúsdóttir, Haraldur Theodórsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.