Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 25
ðnar slóðir svona útgerð, en það koma um átta þúsund ferðamenn til Kulusuk á hverju ári og fæstir af þeim hafa nokkuð fyrir stafni nema að labba um þorpið. Það er ekkert framboð á ferðum. Og ég vildi athuga hvort grundvöllur væri til slíkrar upp- byggingar.“ Stefán ætlar ekki að búa á Græn- landi allt árið um kring. „Ég býst ekki við að skapa mér nógu miklar tekjur í byrjun, þannig að ég reikna með að þurfa að vinna á Íslandi. Ég verð meira og minna yfir veturinn hér á landi, en á sumrin á Græn- landi. Ferðamannatímabilið er ekki nema tæpir þrír mánuðir.“ – Og nú er báturinn í Gröf! „Já, hann hefur staðið þar í rúm tvö ár, en hann fer á flot eftir helgina og fljótlega eftir það til Grænlands. Þegar ég hef jafnað mig eftir siglinguna yfir hafið sigli ég með skólastjórana í Kulusuk og lögreglustjórann í Tasiilaq til eyj- unnar Skjöldungen, sem er 250 míl- ur fyrir sunnan Tasiilaq. Þeir koma fram í heimildarmynd um fólk sem bjó á eyjunni fram til 1960, en var þá flutt til þorpanna í Tasiilaq. Í heimildarmyndinni er fylgst með því hvað varð um íbúana, en þeir hafa margir skarað fram úr í sam- félaginu, meðal annars lög- reglustjórinn. Þetta verður átta daga ferð.“ – Hefðirðu ekki frekar átt að kýla á eitthvað svona tvítugur? „Ég var svo upptekinn af öðru þegar ég var tvítugur að ég frestaði því þar til ég var fimmtugur,“ segir Stefán brosandi. „Þegar ég var tví- tugur þekktist ekki svona ævintýra- mennska. Þá var stefnan bara sett á börn og bú, þannig að nú er tíminn til að snúa sér að leikaraskapnum.“ Morgunblaðið/Pétur Blöndal Alsæll Stefán Herbertsson fer með bátinn til Grænlands í þessari viku. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 25 Hrafnhildur Sverrisdóttir Á sama tíma geng ég að skrif- borðinu mínu á hverjum degi þó ég viti í raun aldrei hvern- ig dagurinn muni ganga fyrir sig. Kostirnir við svona líf eru margir. Ég kynnist ólíkum menningarheimum og starfa með fólki hvaðanæva að úr heiminum. Ég hef eignast marga góða vini, sem ég verð í sambandi við ævilangt... vona ég! En það sem mér finnst skemmtilegast er að fá tækifæri til að fara inn í lítil þorp og spjalla við fólk sem býr við aðstæður sem maður hélt að heyrðu sögunni til. Martien E. Lam En þetta hefur sína kosti og galla. Ég reyndi einu sinni að binda mig, eins og ég lýsti áð- an, en þá kom óeirð í mig. Ætli Portúgal komist ekki næst því að vera samastaður, þar hef ég dvalist lengst, og mér finnst ágætt að vinna í bílnum á sólríkum stað. En eitt af því áhugaverða við að ferðast er að hitta nýtt og nýtt fólk. Nú eru allir bátar komnir með GPS, sem þýðir að allir geta siglt, og um leið lögðust samskipti af. En þeg- ar maður ferðast á svona bíl er fólk alltaf að banka upp á. Colleen Kinder Þá áttaði ég mig á því að kannski væru ekki allir að keppast um best launaða starfið eða að byggja upp starfsframa, heldur litu sumir á fyrstu árin eftir mennta- skóla sem tækifæri til að gera þveröfugt við það sem búist væri við af þeim – leið til að upplifa ævintýri. ... Þetta þýð- ir ekki að fólk eigi að slá öllu upp í kæruleysi, heldur að það sé allt í lagi að taka áhættu ungur og elta drauma sína. Stefán Herbertsson Ég var svo upptekinn af öðru þegar ég var tvítugur að ég frestaði því þar til ég var fimmtugur. Þegar ég var tví- tugur þekktist ekki svona æv- intýramennska. Þá var stefn- an bara sett á börn og bú, þannig að nú er tíminn til að snúa sér að leikaraskapnum. Draumurinn rætist É g segi þér ekki PIN- númerið mitt,“ segir Martien E. Lam bros- andi þegar hann hleypir blaðamanni inn í stæðilegan hertrukk á bíla- stæðinu við Herðubreiðarlindir. Lam keypti trukkinn af ríkinu í heimalandi sínu Hollandi og hefur smám saman gert úr honum íverustað á undanförnum árum. Nú er svo komið að hann á ekkert hús nema á hjólum. Hann vinnur sem afleysingaskipstjóri og býst ekki við næstu törn fyrr en um jólin. Þangað til verður hann á ferða- lagi um heiminn, meðal annars Ís- land. „Ég keypti mér miða aðra leið með Norrænu. Mér veitir ekkert af tímanum. Hann fer svo hægt yfir,“ segir hann hlýlega um heimilið sitt – hertrukkinn. Eina planið sem Lam hefur er að hafa ekkert plan. „Ég losnaði um miðjan apríl og býst ekki við símtali fyrr en í desember. Það er ekkert hringt í mig, því þeir vita að ég er ekki laus. Það væri ekki nema út af brýnni nauðsyn, ef eiginkona ein- hvers félli frá, sem ég stykki til.“ Það góða við þennan lífsmáta Eftir að hafa lokið námi lagðist Lam í siglingar, meðal annars til Rússlands og Austur-Þýskalands, en þar var hann þegar járntjaldið féll. „Það var stórkostlegt,“ segir hann. „Ég man vel hvað fólk var hamingjusamt, en hrætt um leið. Eftir það var mér leyft í fyrsta skipti að sigla til baltnesku land- anna, landamærin voru opnuð, en mér er minnisstætt að landamæra- verðirnir höfðu ekki hugmynd um hvert þeir áttu að senda pappír- ana.“ Lam settist svo að í húsi á spænskri eyju í nokkur ár. „Eftir að ég hafði lokið við að reisa húsið fór mér að leiðast,“ segir hann. „Ég hætti því með kærustunni og byggði nýjan bát í Bandaríkjunum og ferðaðist á honum, en seldi hann síðan. Þá keypti ég þennan bíl. Það var árið …“ Hann verður hugsi. „Það góða við þennan lífsmáta er að ég man ekki dagsetningar. En ég held að það hafi verið í lok 2004.“ Og þá hófust framkvæmdir. „Ég var skipstjóri í Portúgal og hafði því aðgang að verkstæði, þannig að ég keypti fjarskiptagám á pallinn næsta árið, innréttingar árið þar á eftir og ferðaðist þannig hringinn í Skotlandi og Wales. Lagði bílnum við Loch Ness og hélt áfram að vinna í honum þar. Gluggana setti ég í á sveitabæ hjá foreldrum mín- um í Frakklandi og klósettið í grennd við rauða hverfið í Amst- erdam. Mér finnst ágætt að breyta bílnum smám saman, því annars þyrfti ég að vera lengi kyrr á sama stað. Það er of mikið að ferðast ekkert í tvö til þrjú ár. Og jafnvel þótt bíllinn sé ekki tilbúinn, er ég með meiri lífsþægindi en margir. Nú er ég kominn með rennandi vatn, miðstöð og allt.“ Gat ekki bundið sig fyrir óeirð – Saknarðu þess ekkert að festa ekki rætur einhvers staðar? „Auðvitað. Það hafa allir þörf fyrir það. En þetta hefur sína kosti og galla. Ég reyndi einu sinni að binda mig, eins og ég lýsti áðan, en þá kom óeirð í mig. Ætli Portúgal komist ekki næst því að vera sama- staður, þar hef ég dvalist lengst, og mér finnst ágætt að vinna í bílnum á sólríkum stað. En eitt af því áhugaverða við að ferðast er að hitta nýtt og nýtt fólk. Nú eru allir bátar komnir með GPS, sem þýðir að allir geta siglt, og um leið lögð- ust samskipti af. En þegar maður ferðast á svona bíl er fólk alltaf að banka upp á.“ – Heldurðu sambandi við allt þetta fólk? „Mjög litlu, kannski nokkra. En ég gæti þess að missa ekki tengslin við bestu vini mína. Viltu kaffi?“ – Já takk. Hann færir blaðamanni stóra álkrús barmafulla af kaffi og segir afsakandi: „Ég er að fara að hella upp á meira.“ Býr í húsi á hjólum Mikilvægast „Viltu fá mynd úti? Þá verð ég að fara í stígvélin fyrst.“ Frelsi „Ég var ekkert að búa um,“ segir Lam og hlær. »Mér finnst ágætt að breyta bílnum smám saman, því annars þyrfti ég að vera lengi kyrr á sama stað. Það er of mikið að ferðast ekkert í tvö til þrjú ár. Mallorca frá kr. 54.990 23. júlí í 2 vikur Stökktu til Síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca 23. júlí í 2 vikur á einstökum kjörum. Mallorca státar af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, fallegum ströndum og frábærri aðstöðu fyrir ferðamanninn. Þú bókar flug og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu 23. júlí í 2 vikur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 64.990 Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 23. júlí í 2 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.