Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is S igurður Guðmundsson, sem flestir þekkja sem Sigga í Hjálmum, hefur verið hluti íslensks hljóð- heims undanfarin ár. Út- setningar Hjálma, sem virðast stundum frumstæðar, hafa hrifið fólk og söngur Sigurðar hljómar eins og hann sé annaðhvort feiminn eða dálítið kærulaus. „Við strákarnir höfum aldrei tekið okkur neitt sérstaklega alvarlega,“ segir hann þegar ég slæ fram þess- ari fullyrðingu. „Við erum líka svo heppnir að enginn samstarfsmanna okkar tekur sig heldur of hátíðega. Tilgangurinn með tónlistinni er fyrst og fremst sá að hafa gaman af henni. Um leið og ég fer að verða al- varlegur verð ég ekki lengur ég sjálfur og við tekur andlegur dauði eins og Þórbergur sagði.“ – Lestu mikið í Þórbergi? „Eiginlega ekki. Ég heyrði einu sinni viðtal við hann á Gufunni frá því að hann var orðinn gamall og hrumur. Þegar hann var spurður hvað hefði tekið við þegar hann kom austan úr Suðursveit til Reykjavíkur var svarið andlegur dauði.“ Leiddist í lúðrasveit Sigurður fæddist í Keflavík árið 1978. „Ég ólst mestan partinn upp í Njarðvík, kominn af tónlistarfólki, Gróu Hreinsdóttur og Guðmundi Sigurðssyni. Það var mikil tónlist á heimilinu og píanó. Mamma er kór- stjóri og spilar á píanó og orgel. Pabbi syngur mikið, sérlega í kór- um. Ég hef eiginlega verið í þessu frá því að ég man eftir mér.“ Sigurður hóf þessa venjulegu tón- listarskólagöngu með því að læra á blokkflautu en færði sig síðan yfir á kornet og saxófón. „Ég var látinn ganga í lúðrasveit og þar þurfti ég að spila í skrúð- göngum. Ég hætti fljótlega því að mér fannst svo leiðinlegt að spila og ganga í einu. Ég fór í staðinn yfir á gítar, því að þá gat ég setið, spilað og sungið í senn.“ Hann fékk fyrsta rafmagnsgít- arinn í fermingargjöf og fljótlega eftir það stofnuðu þeir strákarnir hljómsveit í hverfinu. „Hún entist nú ekki lengi. Sumir héldu þó eitthvað áfram og nokkrir eru jafnvel enn að. Árið 1996 kynntist ég svo góðvini mínum, Guðmundi Kristni Jónssyni, Kidda, sem er líka í Hjálmum og stjórnaði einmitt upptökum á plöt- unni minni, Oft spurði ég mömmu. Við unnum saman í Geimsteini hjá Rúnari Júl og stofnuðum saman hljómsveitina Fálka frá Keflavík. Sú hljómsveit spilaði talsvert í nokkur ár við ágætan orðstír. Við vorum ungir og það heyrist á plötunum sem við gáfum út.“ Fimmtíu ára eðalorgel – Hvers konar tónlist spiluðuð þið? „Það var eiginlega einhvers konar partítónlist og lítið sungið. Hammondorgel lék aðalhlutverkið. Við gáfum út tvær plötur og það var nú einhver söngur á þeirri seinni.“ Ég man að Sigurður leikur á Hammondorgel í Hjálmum eins og frægt er og spyr í grandaleysi hvort hann eigi slíkt alvöruhljóðfæri. „Ég er með lítið hljóðfæri frá Hammond sem var sennilega smíðað í kringum 1955, M3 sem er eins kon- ar vasaútgáfa af B3 eða C3, en þó al- veg tveggja góðra manna tak.“ Sigurður segist hafa verið með lé- legt transistor-orgel þegar hann spilaði í Fálkum en sig hafi alltaf langað í alvöruhljóðfæri. Þeir Kiddi keyptu Hammondinn frá Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum. „Það er alveg ótrúlegt hvað þessir gripir tóra lengi, ef maður passar að smyrja þá einu sinni á ári“, segir hann þegar ég spyr nánar út í hljóð- færið. „Vel með farinn Hammond getur kostað allt að tvær milljónir króna. Orgelið mitt var í frábæru standi, hafði sennilega staðið inni í stofu í um 40 ár. Það rauk í gang um leið og ég stakk því í samband. Ég þurfti bara að setja í það riðabreyti. Tónninn var of lágur því að gang- verkið snerist of hægt.“ Rúnar kveikti reggíbálið Þeir félagarnir unnu að ýmsum verkefnum hjá Rúnari í Geimsteini. Árið 2003 hljóðrituðu þeir með hon- um reggílagið Gott er að gefa sem kom út á diskinum Það þarf fólk eins og þig. „Eftir það datt okkur í hug að hljóðrita nokkur lög og vorið 2004 uppgötvuðum við að við ættum næstum því nóg á eina plötu. Þess vegna var haldið áfram og í sept- ember kom út fyrsta plata Hjálma, Hljóðlega af stað.“ Skemmst er frá því að segja að platan fékk frábærar viðtökur og var lengi efst á vinsældalistum út- varpsstöðvanna. Hjálmar hlutu ís- lensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna sem var valin besta rokk- plata ársins 2004 og hljómsveitin bjartasta vonin. „Okkur óraði aldrei fyrir því að hún fengi svona góðar viðtökur. Við renndum algerlega blint í sjóinn með þessa hljómsveit og veltum fyr- ir okkur hvort við ættum að gefa út 500 eða 1000 eintök. Nú hefur platan víst selst í 7 eða 8000 eintökum.“ Með gufuna í eyrunum Þegar Sigurður er spurður hvort hann eigi sér einhvern söngvara sem fyrirmynd telur hann ýmsa erlenda söngvara koma til greina sem góðar fyrirmyndir. Hann segist mest hafa hlustað á góða íslenska söngvara eins og Guðmund Jónsson, Hauk Morthens og fleiri. „Ég hlustaði mikið á rás 1 sem barn og hef því vaxið úr grasi með gufuna í eyrunum. Pabbi er tenór og hefur sungið lengi í kórum og gerir enn. Mig dreymdi alltaf um að verða bassi. Ég hef ekki lært að syngja en reynt að gera mitt besta. Ég hef þróast í eins konar barítón. Guðni Már Henningsson á rás 2 sagði um daginn að ég væri týndi hlekkurinn á milli Hauks Morthens og Ragga Bjarna.“ Lögin breytast jafnt og þétt Næst berst talið að útsetningum Hjálma. Sigurður segir að þeir pæli yfirleitt ekki mikið í þeim. Þeir læri lögin og spili þau síðan einu sinni yf- ir. Flest þeirra eru eftir Þorstein Einarsson og hann. „Stundum lærum við lögin rétt fyrir tónleika. Þau eru aldrei fast- mótuð hjá okkur og því verða oft ýmsar breytingar á þeim á tón- leikum. Ef breytingarnar eru skemmtilegar reynum við að muna eftir þeim og taka þær með næst.“ Hljómurinn (sándið) í upptökum Hjálma hefur fengið góða dóma. „Við viljum helst spila allir saman í hljóðverinu. Þá eru hljóðfærin stúkuð af en við reynum að halda augnsambandi og spilum svo allir í einu. Að vísu var fyrsta platan tekin upp í bútum, fyrst trommur og bassi, þá gítararnir o.s.frv. En þegar við gerðum aðra plötuna, Hjálma, fórum við austur á Flúðir. Við feng- um afnot af félagsheimilinu og vor- um þar í viku. Við stilltum hljóðfær- unum okkar upp á sviðinu og höfðum hátalaraboxin handan þess. Hljóðin blönduðust lítið og við heyrðum hver í öðrum í heyrn- artólum.“ Lifir og hrærist í tónlist Áhugamál Sigurðar beinast flest að tónlist og hann er haldinn þeirri áráttu að safna alls kyns hljóðfærum – nefnir sérstaklega misónýt píanó. Hann segir að langflestir tónlist- armenn hafi aðaltekjur sínar af tón- leikahaldi. „Við höfum spilað víða um land og erum svo heppnir að fólk hefur vilj- að hlusta á okkur. Ég trúi því að á meðan tónlistin er ekki allt of nið- urnjörvuð vilji fólk koma og njóta stemmningarinnar og þess hvernig hún breytist á milli tónleika. Þetta er lykillinn að velgengni Hjálma.“ Segulband og einn hljóðnemi Platan Oft spurði ég mömmu, sem kom út hjá Senu 12. júní síðastliðinn, vakti athygli fyrir margra hluta sak- ir og rauk strax upp í fyrsta sæti. Ef fjallað væri um sígilda tónlist væri sagt að þetta væri fyrsta einsöngs- plata Sigurðar Guðmundssonar. Memfismafían sá um undirleik, en svo kallast hópur tónlistarmanna sem vinna við ýmis verkefni í Hljóð- rita. „Platan hefur heyrst á öllum stöðvum, allt frá FM til Gufunnar. Ég held að það sé algert heimsmet,“ segir hann og brosir breitt. „Mig langaði að syngja ýmsar perlur sem við geymum í hjörtum okkar,“ segir Sigurður og nefnir sér- staklega lagið Ég veit þú kemur eft- ir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. „Ég vildi gera plötu sem væri í ró- legri kantinum. Í hljóðveri reynir maður alltaf að spara tímann og í gamla daga segulbandið. En ég vildi losna við alla streitu. Kiddi í Hljóðrita hafði keypt ódýr- an ribbon eða þynnuhljóðnema frá AEA og við prófuðum hann. Hann kom svo vel út að við ákváðum að panta nýjustu og dýrustu gerðina frá þeim.“ Sigurður boðaði síðan tónlist- arfólkið í Hljóðrita og skipaði öllum að vera í sínu fínasta pússi. „Við byrjuðum með morgunmat kl. 9 á morgnana en við höfðum ráðið konu til þess að sjá um að alltaf væru nægar kræsingar handa mannskapnum. Okkur var svo raðað umhverfis hljóðnemann þannig að hljómurinn yrði sem bestur. Síðan voru gerðar þrjár atrennur að hverju lagi og besta upptakan notuð. Okkur tókst að útvega fimm seg- ulbandsspólur, en þær eru ekki lengur á hverju strái. Og með þessu tókst okkur að ná fram þessum heimilislega mónóhljómi sem maður heyrði á gufunni í gamla daga. Það var engin stafræn tækni notuð og engin tilraun gerð til að breyta hljóðinu. Það var einstaklega gaman að ná þessum hljómi og vinna plötuna svona. Annars vinnum við allt okkar efni í Protools upptökuforritinu. En í þessu tilviki var ekkert slíkt notað. Ef ég á að vera algerlega heið- arlegur er ég mónómaður.“ Dægurperlur verða þjóðlög Sigurður segist yfirleitt ekki kynna sér nótur laganna sem hann syngur. Hann hlustar á ýmsar út- gáfur þeirra og metur síðan hvernig flutningurinn verði sem bestur. „Mér finnst ekki skipta höfuðmáli hvort sönglag er sungið nákvæm- lega upp úr bók. Þetta á líka við um textana. Í lag- inu Við gengum tvö segir: „Því sit ég einn og þrái kveðjukossinn þinn.“ En ég söng stend í stað sit því að ég stóð í miðju stúdíóinu fyrir framan Týndi hlekkurinn milli Hauks Í HNOTSKURN »Hljómsveitin Hjálmar varstofnuð í Keflavík árið 2004. »Fyrsta plata þeirra, Hljóð-lega af stað, kom út þá um haustið. »Hjálmar fengu íslenskutónlistarverðlaunin árið 2005 fyrir bestu rokkplötu ársins. Einnig var hljómsveitin kosin bjartasta vonin. »Síðan hafa tvær plöturkomið út með Hjálmum: Hjálmar 2005 og Ferðasót 2007. »Sigurður Halldór Guð-mundsson hefur verið í Hjálmum frá upphafi. »Fyrsta einsöngsplata hanser Oft spurði ég mömmu 2008. Sigurður Guðmundsson hefur getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í hljómsveitinni Hjálmum. Nú hefur hann gefið út sólóplötu og virðist einu gilda á hvaða útvarpsstöð er stillt, alls staðar heyrist tónlistin af nýju plötunni, Oft spurði ég mömmu. Tónlist „Tilgangurinn með tónlistinni er fyrst og fremst sá að hafa gaman af henni.“ Nýbýlavegi 12, Kóp. • s. 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18 • laugardaga kl. 11-16 ÚTSALA Meiri afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.