Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ er hlynnt því að þessi möguleiki verði skoðaður, en þessi umræða á alveg eftir að fara fram hérlendis,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir og vísar þar til umræðunnar um staðgöngumæður, en núverandi íslensk lög leyfa ekki að kona gangi með og ali barn, sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun, og láti barnið af hendi strax eftir fæð- ingu. Eftir því sem blaðamaður kemst næst kom til greina að kveða á um lagalegt hlutverk staðgöngumæðra í lögum um tæknifrjóvgun sem sam- þykkt voru á Alþingi sl. vor, en talið var að það gæti tafið meðferð frum- varpsins og því var ákveðið að hafa það ekki með í lögunum og skoða það frekar eitt og sér síðar. Lána líkama sinn Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er hins vegar að finna umfjöllun um staðgöngumæð- ur og þar tæpt á nokkrum þeim álitamálum sem vaknað geta í tengslum við staðgöngumæðrun. Þar er t.d. á það bent að reynslan annars staðar frá sýni að kona sem gangi með barn myndar tengsl við það jafnvel þótt það sé líffræðilega óskylt henni og að það hafi í ein- hverjum tilvikum skapað erfiðar og flóknar aðstæður. Jafnframt er á það bent að flestar rannsóknir sýni fram á að tengsl milli barna sem staðgöngumæður hafa borið og fætt og foreldra þeirra væru að jafnaði yfir meðallagi góð. Bent er á að staðgöngumæðrun fylgi mikið álag fyrir þá konu sem taki slíkt hlut- verk að sér og því talið ólíklegt að margar konur væru tilbúnar til að lána líkama sinn með þeim hætti. Kallar á góðan undirbúning Að sögn aðstoðarlandlæknis vek- ur hugmyndin um staðgöngumæðr- un margar spurningar, ekki síst sið- ferðilegar, sem verði að skoða í kjölinn áður en þessi möguleiki yrði leyfður hérlendis. Segir hann ljóst að staðgöngumæðrun kalli á mikinn undirbúning bæði líkamlega og and- lega þannig að öllum hlutaðaeigandi aðilum sé ljóst að hverju þeir gangi. Meðal þeirra gagnrýnisradda sem heyrst hafa í umræðunni um lögleiðingu staðgöngumæðra eru að verði greitt fyrir meðgöngu stað- göngumóðurinnar bjóði það óneit- anlega upp á að efnaminni konur gerist staðgöngumæður á viðskipta- legum grunni. „Þetta má ekki verða atvinnuveg- ur,“ segir Matthías og telur heppi- legra að staðgöngumóðir sé einhver sem sé nákomin hinum verðandi foreldrum. „Hins vegar er eðlilegt að staðgöngumóður sé greitt fyrir vinnutapið og þann kostnað sem hlýst af því að vera staðgöngumóðir, því það er auðvitað mikil fyrirhöfn og viss áhætta að ganga með barn,“ segir Matthías og bendir á að einnig þyrfti að skilgreina í lögum hver eigi rétt á fæðingarorlofi sé barn getið með aðstoð staðgöngumóður. Að sögn Matthíasar mun staðgöngumæðrun einna helst geta nýst konum, sem misst hafa legið en haldið eggjastokkum, til að eignast barn. Aðspurður segir hann Land- læknisembættið ekki búa yfir upp- lýsingum um það hver hin raun- verulega þörf sé hérlendis eftir staðgöngumæðrum, en rifjar upp að á síðasta ári hafi birst auglýsing í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir staðgöngumóður og því megi ljóst vera að þörfin sé einhver. „Má ekki verða at- vinnuvegur“ Talið heppilegast að staðgöngumóðirin sé nákomin hinum verðandi foreldrum Vinnuhópur heilbrigðisráðherra skoðar hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi Annie Engel/zefa/Corbis Leg að láni Samkvæmt núverandi lögum er staðgöngumæðrun ólögleg og sú sem elur barnið skilgreind móðir þess þótt hún sé það ekki líffræðilega. „ÞAÐ sem gerir þessa umræðu jafn flókna og raun ber vitni er að það er svo margt til í raunveruleikanum og ýmislegt hægt að gera jafnvel án þess að nota tæknina neitt mikið,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Aðspurð segir Salvör margar siðferðilegar spurn- ingar vakna þegar erfðafræðileg móðir barns, konan sem gengur með barnið og konan sem elur það upp sé ekki ein og sama konan. Þannig sé t.d. spurning hvernig réttur barnsins til að þekkja uppruna sinn sé best tryggður, hvernig verðleggja megi meðgöngu, hvort hlutverk staðgöngumóður feli í sér of mikla þjónustu sem og hvaða áhrif það hafi á barn að konan sem með það gengur megi ekki tengjast því til- finningalegum böndum. Að mati Salvarar má einnig velta því fyrir sér hvort smæð landsins geri staðgöngumæðrun hérlendis flóknari en í fjöl- mennari löndum þar sem minni líkur séu þar á því að leiðir staðgöngu- móður, barnsins og foreldra þess liggi saman. Of mikil þjónusta? Salvör Nordal GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra upplýsti á Alþingi fyrir skemmstu að hann hefði ákveðið að setja á laggirnar vinnu- hóp til að skoða hvort leyfa ætti staðgöngumæðrun hér á landi. Hjá heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki væri búið að skipa vinnuhópinn en allar líkur á því að það yrði gert fljótlega. Í umræðum á Alþingi lagði heil- brigðisráðherra áherslu á að mikil- vægt væri að málið væri skoðað út frá forsendum heilbrigðisþjónustu, lögfræði og siðfræði, auk þess sem mikilvægt væri að kirkjan og al- menningur kæmu að málinu. Í sömu umræðum kom fram að staðgöngu- mæðrun væri í dag leyfð í á annan tug landa með mismunandi ströng- um skilyrðum. Ekki reyndist unnt að fá frá heilbrigðisráðuneytinu upplýsingar um það hvaða lönd leyfi staðgöngumæðrun þar sem slíkur listi hefur enn ekki verið tekinn saman þar. Eftir því sem blaðamað- ur kemst næst er staðgöngumæðrun hins vegar ekki leyfð á Norðurlönd- unum. Sé leitað í alfræðiritinu Wiki- pedia á netinu kemur í ljós að stað- göngumæðrun af greiðasemi er leyfð í Kanada og á Nýja-Sjálandi, staðgöngumæðrun á viðskiptaleg- um grunni er leyfð á Indlandi. Sam- kvæmt sömu heimild er staðgöngu- mæðrun leyfð með skilyrðum í Ísrael, Hollandi, Belgíu og ákveðn- um ríkjum Bandaríkjanna. Ekki leyft á Norður- löndunum NOKKUÐ algengt mun vera á Ind- landi að konur taki að sér að vera staðgöngumæður fyrir erlend hjón og ganga þá með börnin gegn gjaldi. Nýverið var frá því greint í Morg- unblaðinu að ungbarn á Indlandi væri munaðarlaust í kjölfar laga- flækju sem upp kom í kjölfar skiln- aðar japanskra hjóna sem höfðu ætl- að sér að ættleiða barnið. Hjónin höfðu greitt indverskri konu fyrir að ganga með barnið, sem getið var með gjafaeggi og sæði úr eiginmanninum. Báðar konurnar neituðu hins vegar að taka stúlkubarnið að sér en eigin- maðurinn/faðirinn vildi gjarnan taka það að sér. Indversk lög banna hins vegar að karlmenn ættleiði stúlku- barn og sökum þessa var ungbarnið munaðarlaust. Munaðarlaus vegna deilna Í FLÓKNUM málum leita læknar gjarnan ráðlegginga hjá öðrum læknum. Áður en sjúklingar eru sendir til út- landa til læknismeðferðar er gjarnan búið að halda fjöl- menna fundi lækna þar sem farið er yfir eðli veikindanna, einkenni og meðferð sjúklingsins og möguleg meðferðar- úrræði rædd. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir á Landspítalanum (LSH), en að hans mati gætti ákveðins misskilnings í viðtali við landlækni um helgina. Þar kom fram að sjúklingar leita oft úrræða erlendis ef þeir eru ósáttir við úrræðin í boði hér heima í stað þess að leita annars álits. Var gefið í skyn að læknar og sérfræð- ingar á ákveðnum sviðum ræddu ekki saman sín á milli um flókin tilfelli en svo er ekki. „Það er í raun þriðja álit þegar fólk er sent til útlanda,“ segir Gunnar. Illa launuð vinna Þegar til tals kemur að sjúklingur fái læknismeðferð er- lendis er málið borið upp við siglinganefnd TR sem tekur lokaákvörðun um hvar meðferðin fer fram. „Þegar ég sæki um til siglinganefndar fyrir sjúkling hjá mér er ég búinn að leita álits annarra lækna, bæði á LSH þar sem ég vinn sjálfur og til annarra lungnalækna, t.d. á Akureyri,“ segir Gunnar. Hann segir marga lækna hikandi við að gefa ann- að álit sökum þess hve mikil vinna felist í því. „Það þarf að fara í gegnum allar rannsóknir og allt sem búið er að gera, lesa fræðibækur, afla sér heimilda og þetta tekur langan tíma. Fyrir þá sem eru sjálfstætt starfandi á stofu er ekki til neinn taxti fyrir svona. Ef þú ætlar að vinna svona vinnu færðu aldrei borgað fyrir það sem þú leggur í hana,“ segir Gunnar. Hann leggur til að land- læknir beini til Tryggingastofnunar að settur verði sér- stakur taxti um greiðslur fyrir annað álit. ylfa@mbl.is Hika ekki við að ráð- færa sig við aðra lækna Morgunblaðið/ÞÖK Hjálp Í vafamálum leita læknar álita starfsbræðra. SAMNINGAR um styrki úr Leon- ardo da Vinci-starfsmenntaáætlun ESB voru undirritaðir í gær. Fram kemur í fréttatilkynningu að heild- arkostnaður vegna verkefnanna nemi um 116 milljónum króna en þar af styrki Leonardo-áætlunin 93 milljónir. Styrkina fengu fjögur verkefni sem úthlutunarnefnd ákvað að styrkja að undangengnu mati sér- fræðinga en alls bárust sjö umsókn- ir. Um er að ræða svokölluð yfir- færsluverkefni sem hafa það að markmiði að auka gæði og aðdrátt- arafl evrópska starfsmenntakerf- isins með aðlögun og innleiðingu nýjunga á sviði starfsmenntunar til nýrra markhópa og starfsgreina innan starfsmenntakerfa í 31 Evrópulandi. Styrkupphæðir til einstakra verkefna eru 19 til 26 milljónir kr. en styrkþegar eru eftirfarandi: Háskóli Íslands, menntavísinda- svið, sem fær styrk til að yfirfæra endurmenntunarnámskeið fyrir sundþjálfara sem var þróað við Edinborgarháskóla. Iðan fræðslu- setur hlýtur styrk til að yfirfæra rafræna lausn til notkunar í kennslu og mæta þannig ólíkum þörfum nemenda í fjölmiðlun og grafískri hönnun, sem og fullorð- inna á vinnumarkaði sem eru í þörf fyrir endurmenntun. Þá fær Tækniskóli Íslands – Raftækniskóli styrk til að innleiða og staðfæra sænskt rafrænt námsefni fyrir fjar- nám í rafvirkjun og rafeinda- virkjun og loks hlýtur Þekkingar- net Austurlands styrk til að þróa umgjörð utan um dreifnám sem kallast Netháskóli eða opinn há- skóli. ESB úthlutar til fjögurra verkefna Íslendingar fá 93 milljónir í styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.