Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 33
fjölmargir öflugir hugsjónamenn séu
að vinna afrek í þessum efnum við
þröngan stakk þar sem sífellt er sótt
að einkafluginu með endalausum
„Brussel“-kröfum og yfirmenntunar-
kröfum sem eiga ekkert skylt við flug.
Öllum ber saman um að Helgi
Jónsson hafi verið frábær flugkennari
og flugmaður, traustur félagi, varkár,
öruggur og hlýr, með áherslur á kór-
rétt viðbrögð við hinar óvæntu að-
stæður.
En nú er hann farinn í sitt síðasta
flug, óvænt og allt of fljótt, fyrir aldur
fram. Megi góður Guð varðveita ást-
vini hans og stóran vinahóp. Megi
starf hans verða hvatning fyrir aukna
rækt í fluginu, aukinn vilja flugyfir-
valda til þess að létta undir með
einkafluginu og auka möguleikana.
Alltaf eru nýir möguleikar til að vinna
að og þegar flugkennarinn góði lendir
á völlum eilífðarinnar munu margir
bíða spenntir. Það skyldi þó aldrei
vera að englar alheimsins vilji skerpa
á flugtækninni í hröðum heimi nú-
tímans og njóta leiðsagnar frábæra
flugkennarans.
Árni Johnsen, Breki Johnsen.
Ég kynntist Helga fyrir fáum ár-
um. Hann kom með félögum sínum á
skrifstofu landbúnaðarráðuneytisins
að ræða sameiginlegt áhugamál
þeirra; uppbyggingu Selárdals í Arn-
arfirði. Þegar Helgi Jónsson er
kvaddur hinstu kveðju, er rétt að
gera þessum þætti í starfi hans ein-
hver skil.
Framkoma Helga bar það með sér
að þar færi hógvær maður en fylginn
sér og ósjaldan hafði hann orð fyrir
sínum félögum í viðræðunum, rök-
fastur í máli og skýr.
Í ráðuneytinu höfðum við rætt
framtíð Selárdals og skoðað þennan
sögufræga dal og mannvirkin sem ár
hvert nöguðust upp af tímans tönn.
Skemmst er frá því að segja að verk-
efni um endurreisn Selárdals var
hrundið í framkvæmd af ráðuneytinu
og áhugafólki. Á fáeinum mánuðum
hafa algjör stakkaskipti orðið á svæð-
inu til hins betra. Í stað eyðileggingar
er verið að byggja upp og gömul hús
og mannvirki að fá svip sinn að nýju.
Af áhugamönnunum var Helgi
fremstur meðal jafninga. Hann sótti
um að fá sjálft Selárdalshúsið, sem
var mjög illa farið til að gera það upp.
Á síðsta ári og allt til þessa dags var
hann ásamt fjölskyldu sinni að byggja
upp húsið: steypa gólf, skipta um
glugga, taka inn rafmagn, mála húsið
og lagfæra með það að markmiði að
geta flogið þangað í frístundum sínum
og notið góðra stunda á fornum æsku-
slóðum. Hann lét uppbyggingu Sel-
árdalshússins hins vegar ekki nægja,
heldur var hann boðinn og búinn að
hjálpa félögum sínum og saman vann
þessi hópur í sjálfboðavinnu við að
lagfæra og mála kirkjuna í Selárdal
og umhverfi hennar, sem ekki var
vanþörf á. Áhugi Helga á verkefninu
var einlægur og oft hringdi hann í mig
til að láta mig vita hvernig gengi og
hvað stæði til. Síðast var það fyrir
tæpum mánuði og gaf hann mér þá ít-
arlega skýrslu um framgang mála, en
vildi einnig vita hvernig gengi hjá
mér, sem er að fást við svipað verk-
efni annars staðar á landinu. Saman
ræddum við bjástur með hamar og
sög í náttlausri veröld vorsins og hvað
þess konar streð er gefandi. Teikna á
koddanum að kveldi það sem fram-
kvæma skal næsta dag. Eina sem
vantaði var tíminn, þetta undarlega
fyrirbrigði og afstæða hugtak sem
enginn skilur.
Tími Helga hér á jörðu er runninn
út og nú er skarð fyrir skildi hjá þess-
um hópi dugnaðarfólks sem stendur
að uppbyggingu í Selárdal. Gott er þó
til þess að vita að fjölskylda Helga
ætlar að halda ótrauð áfram með
verkið og sannfærður er ég um vilja
Helga í þá veru. Oft ræddum við og til
stóð að hann flygi með okkur vestur
til að líta á verkið en af því varð þó
ekki og verður ekki úr þessu. Helgi
hefur lagt í annað og lengra flug sem
okkur öllum er ætlað, en brottfarar-
tími hans ákveðinn fyrr en nokkurn
óraði fyrir.
Það var einstaklega ánæjulegt að
fá að kynnast Helga og fá að starfa
með honum þótt sá tími væri
skemmri en ég hafði vonað. Um leið
og við vinir hans í ráðuneytinu vottum
eiginkonu og fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð, biðjum við Guð að
blessa Helga Jónsson og minningu
hans.
Farðu vel, góði drengur, og þakka
þér liðsinnið og dugnaðinn.
Níels Árni Lund.
Ég vil í fáeinum orðum kveðja vin
minn Helga Jónsson. Kynni okkar
hófust fyrir nokkrum árum og strax
myndaðist traust vinarsamband,
varla leið sú vika að við heyrðum ekki
hvor í öðrum og þá til að spjalla um
sameiginlegt áhugamál okkar, nú eða
bara um daginn og veginn og þá kom
oft hnyttin tilsvör og hárbeittur húm-
or hans í ljós.
Helgi var maður orða sinna, traust-
ur og hjálpsamur og lét verkin tala,
það voru engin vandamál til hjá hon-
um, aðeins verkefni sem þurfti að
vinna og þá skipti engu hvort það var
fyrir hann eða aðra. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig, vinur, það var
lærdómsríkt að kynnast þér og for-
réttindi að eiga þig að sem vin og fé-
laga.
Elsku Jytte og fjölskylda, við vilj-
um votta ykkur samúð okkar og biðja
guð að blessa minningu um góðan
dreng.
Smári og fjölskylda.
Í dag kveðjum við góðan vin, Helga
Jónsson flugmann. Hann rak sam-
nefndan flugskóla óslitið frá árinu
1964 ásamt eiginkonu sinni og vinnu-
félaga. Skóla þennan sóttu þúsundir
nemenda, ýmist þeir sem voru lengra
komnir, eða að stíga sín fyrstu skref í
flugnámi, skref sem áttu eftir að færa
þá að lokamarkmiðinu, hvort sem það
var próf til atvinnuflugmanns og/eða
einkaflugs. Einnig sóttu margir í
visku- og reynslubrunn Helga á ein-
hverjum þeim tímapunkti sem þeir
þurftu á að halda, ekki síst fyrrver-
andi nemendur Helga, samtímamenn
svo og aðrir félagar hans ungir sem
aldnir, jafnvel þeir sem hættir voru
atvinnuflugi og vildu fljúga litlum
einkavélum sér og sínum til skemmt-
unar.
Þótt sjálfur hafi ég hvorki lært til
einka- né atvinnuflugs hjá Helga
kynntist ég honum um 1979 þegar ég
leitaði til hans ráðalítill vegna ferju-
flugs frá Bandaríkjunum um Græn-
land og hingað heim. Er mér ávallt
minnisstæð sú fræðsla sem hann
veitti mér, og sú alúð sem hann sýndi,
þótt ekki væri ég úr „skólanum hans“.
Hollráð hans þá sem og síðar, eftir að
ég byrjaði mér til gamans að fljúga
smávélum á ný, hafa reynst mér
ómetanleg. Þess vegna tilheyri ég
nemendahópi Helga Jónssonar og er
stoltur af.
Helgi var greiðvikinn maður, stillt-
ur til orðs og æðis. Hann vék úr vegi
til að gera öðrum til hæfis. Undir niðri
var hann fastur fyrir og lét engan bil-
bug á sér finna þótt að honum væri
sótt. Hann hafði ríka réttlætiskennd
og lét til sín taka ef honum fannst
menn órétti beittir. Hann var rökfast-
ur maður og hafði yndi af þjóðmála-
umræðu og eru mér kærar í minning-
unni stundirnar hin síðari ár yfir
kaffibolla í flugskólanum með fjöl-
skyldu hans, vinum og starfsfólki, þar
sem rætt var um daginn og veginn.
Stundum hefur heyrst að flugskól-
arnir vinni vanþakklátt starf, þar sem
þeir framleiði flugmenn fyrir stóru
flugfélögin en sitji eftir án starfsfólks.
Aldrei heyrði ég Helga kvarta yfir
þessu, þótt oft hafi reksturinn verið
strembinn, sérstaklega yfir langa
vetrarmánuðuna. Hitt er alkunna,
hve vel þjálfaðir nemendur úr Flug-
skóla Helga Jónssonar hafa reynst
hjá öðrum flugfélögum. Að öðru ólöst-
uðu ber þar hæst annálaða blindflug-
skennslu Helga. Þarna var kennarinn
þaulreyndur við erfiðustu skilyrði, ut-
anlands sem innan, og notuð flugvél,
sem að öllu jöfnu er notuð til farþega-
flugs í áætlunar- og leiguflugi.
Það var engum í kot vísað sem
heimsótti þau hjón á Reykjavíkur-
flugvelli. Þar voru þau öllum stundum
og unnu sér lítillar hvíldar. Þau voru
líka góðir nágrannar. Ég minnist sér-
staklega góðra samskipta milli okkar
sem unnum hjá Arnarflugi innan-
lands hf. enda flaug hann heilmikið
fyrir okkur á árunum frá 1980-1990.
Þar bar aldrei skugga á. Ég sendi
konu hans, Jytte, börnum, Jóni, Ester
og Astrid, barnabörnum og starfs-
fólki innilegar samúðarkveðjur. Nem-
endur hans sakna hans í dag og minn-
ast frumkvöðulsins með stóra
hjartað. Gamlir nemendur og vinir
hjá Flugfélaginu Atlanta hf. sem eru
erlendis í dag skila hinstu kveðju.
Jón Grímsson flugstjóri.
Mig langar að kveðja vin minn
Helga Jónsson með nokkrum línum
en hann varð bráðkvaddur hinn 6.
sept. sl. Ég kynntist Helga haustið
1993. Ég hafði þá lokið einkaflug-
mannsprófi nokkrum árum fyrr og
ákvað að ljúka atvinnuflugmanns-,
blindflugs- og flugkennaraprófi hjá
Helga. Maður fann fljótt að Helgi var
maður með mikla reynslu og hafði
miklu að miðla. Sérstaklega er mér
minnisstæð blindflugskennslan þar
sem Helgi kunni að greina aðalatriði
frá aukaatriðum og lagði þunga
áherslu á það sem skipti mestu máli.
Síðar kenndi ég hjá Flugskóla Helga
og flaug einnig hjá flugfélaginu Jór-
vík hf. og naut þar handleiðslu Helga
því hann sá um þjálfun flugmanna
fyrir það félag. Helgi kenndi mér
margt í þeirri þjálfun t.d. varðandi
veður, áhrif landslags á staðbundin
veður, ísingu, fjallabylgjur, mat á
ástandi flugbrauta o.s.frv. Þetta flug
var farið á C-402 og PA-23. Lærði ég
mikið af því og ásamt því að kenna hjá
Flugskóla Helga lagði þetta grunninn
að starfi mínu sem atvinnuflugmaður.
Ég veit að margir starfandi flug-
menn í dag hafa verið í þessum sömu
sporum – kennt við skólann og flogið
jafnframt stærri vélum Odin Air. Ég
verð Helga ævinlega þakklátur fyrir
hans stóra þátt í þjálfun minni til at-
vinnuflugmanns og velvilja þeirra
hjóna í minn garð alla tíð.
Segja má að þau Helgi og Jytte hafi
verið vakin og sofin yfir flugrekstr-
inum, hvort heldur var skólinn eða
Odin Air. Þetta hafa verið þeirra ær
og kýr. Helgi var mikill áhugamaður
um flug og flugvélar og var hafsjór af
fróðleik á þessu sviði. Hann bar um-
hyggju fyrir nemendum sínum og
lagði áherslu á góða kennslu og þjálf-
un. Einnig fylgdist hann úr fjarska
með gömlum nemendum í starfi og
vissi oftast hjá hvaða flugfélagi þessi
eða hinn var að fljúga. Gamlir nem-
endur hafa líka komið í heimsóknir í
skólann í spjall og kaffi. Sjálfur hef ég
litið inn hjá Helga og Jytte oftast þeg-
ar ég hef verið heima. Það hefur alltaf
verið gaman að drekka kaffi með
þeim og ræða málin, hvort heldur er
flugið, þjóðfélagsmálin eða heimsmál-
in.
Oft ræddum við stöðu mála fyrir
vestan enda erum við Helgi báðir
bornir og barnfæddir Arnfirðingar.
Helgi hafði áhuga á framtíð svæðisins
og í því sambandi höfðu þau hjónin í
samstarfi við aðra lyft grettistaki í
enduruppbyggingu mannvirkja í Sel-
árdal. Það er stórglæsilegt framtak
og þeim til sóma. Allt er í heiminum
hverfult og Helga entist ekki aldur til
að sjá frekari uppbyggingu þarna í
dalnum. Hann steig sín hinstu spor á
Reykjavíkurflugvelli, í flugskýlinu
þar sem hann átti svo mörg spor.
Helgi minn, kæri vinur, nú hefurðu
fengið síðustu flugtaksheimildina.
Megirðu hvíla í friði á nýjum ákvörð-
unarstað.
Að lokum vil ég votta Jytte og fjöl-
skyldunni allri mína dýpstu samúð.
Guð geymi góðan mann.
Hannes Sigurður Pétursson.
Það var einstaklega þægilegt að
vera í návist Helga.
Hann var afburða flugkennari,
enda ófáir flugmenn sem hófu sinn
feril hjá honum. Helgi kenndi okkur
ekki bara að fljúga flugvél, hann
kenndi okkur að starfa sem ábyrgir
flugmenn og njóta starfsins.
Við áttum margar ógleymanlegar
stundir með Helga og þær minningar
munu gleðja okkur um ókomna fram-
tíð.
Elsku Jytte, Ester, Astrid og Jón,
við vottum ykkur og ykkar fjölskyld-
um okkar dýpstu samúð,
Birgir og Ólöf Dís.
Fleiri minningargreinar um Krist-
mund Helgia Jónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 33
Raðauglýsingar
Húsnæði í boði
Atvinnuauglýsingar
Einbýlishús
Til sölu/ leigu, 265 fm hús á Seltjarnarnesi með
aukaíbúð í kjallara. Stór gróinn garður.
Ath. Skipti. Uppl. í síma 663 5901
Til leigu
Jörð til leigu
Til leigu rúmlega 1000 hektara jörð í Víðidal,
190 km frá Reykjvík. Eldra íbúðarhús og útihús.
Upplýsingar í síma 663 5901.
Til sölu
Bækur til sölu
Fornmannasögur 1-10, 1825, Sýslumannaævir 1-5,
Hver er maðurinn 1-2, Íslenskar æviskrár 1-6,
samstætt gott band,Tímarit Hins íslenska
bókmenntafélags 1-25, Safn Fræðafélagsins 1-12,
Heimspeki eymdarinnar Þ.Þ., Hvítir hrafnar Þ.Þ.,
Íslensk bygging, Guðjón Samúlsson, Kjósamenn,
Nokkrar Árnesingaættir, Bergsætt 1-3, Stokkseyr-
ingasaga 1-2, Saga hraunhverfis á Eyrabakka,
Sunnlenskar byggðir 1-4,
Upplýsingar í síma 898 9475.
Tilboð/Útboð
Tilboð í þakviðgerð
Húsfélag í Hlíðarhverfi óskar eftir tilboðum í
járnskipti á u.þ.b. 360 fm þaki.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaug, netfang:
gudlaugri@simnet.is
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 1579168
I.O.O.F. Ob.1,Petrus 18909168