Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 29
margir muna, fyrsta læknismennt-
aða kona á Íslandi, gift Vilmundi
Jónssyni landlækni. Kristín gegndi
líka oft hlutverki ljósmóður og brá
auðvitað skjótt við. Við stelpurnar
fylgdumst með því úr öruggri fjar-
lægð þegar hún mætti á tröppurn-
ar hjá nágrönnunum, reiðubúin til
skyldustarfa. Konan sór auðvitað
af sér óléttuna og furðu lostinn eig-
inmaðurinn kallaði upp yfir sig:
„Hví hefur þú leynt mig þessu?“
Engir eftirmálar urðu af hrekk
þessum og ekki komst upp um okk-
ur stelpurnar. Þetta var á þeim ár-
um sem ungt fólk þurfti að hafa of-
an af fyrir sér sjálft.
Eflaust hefði Kristín frænka þó
fyrirgefið okkur stelpunum, því
hún hafði góðan húmor.
Síðan rofnar samvera okkar þar
sem ég flyt til útlanda og dvelst
líka seinna flest stríðsárin í Fær-
eyjum. En leiðir okkar liggja aftur
saman eftir að foreldrar mínir
flytja í hús sitt í Gentofte. Þá býrð
þú ekki langt frá, í Hellerup, hjá
frænda þínum Jakobi Möller, þá
sendiherra Íslands í Danmörku.
En hann var einnig gamall vinur
foreldra minna og tengdur þeim
fjölskylduböndum.
Eftir að þú giftist hinu mikla
tónskáldi Jóni Leifs hófst nýtt og
jafnvel ögrandi tímabil í ævi þinni.
En þú kunnir einhvern veginn tök-
in á flestu – oft á ævintýralegan
hátt.
Sonur ykkar Jóns, Leifur, ynd-
islegur drengur, og börn okkar
Sigurðar léku sér oft saman, ýmist
heima hjá okkur eða ykkur Jóni á
Freyjugötunni.
Þér tókst alltaf afar vel að gera
huggulegt þar sem þú bjóst þér til
hreiður.
Ef ég reyni að lýsa þér, Dídí mín
elskuleg, þá varstu engum lík.
Sterkur persónuleiki og bjóst yfir
listrænum gáfum, sem þú gafst þó
ekki beint lausan tauminn. En þú
varst listunnandi og studdir við
bakið á ýmsu listskapandi fólki.
Ég vil muna þig sem ungu sér-
stöku stelpuna Dídí Möller.
Þín
Ólöf Pálsdóttir (Lóla).
Ég kynntist Þorbjörgu Leifs
skömmu eftir að ég kom heim að
loknu námi erlendis. Hún, og eig-
inmaður hennar Jón Leifs, tóku vel
á móti ungum listamönnum.
Jón var fordómalaus maður, og
fylgdist vel með því sem var að
gerast í listum. Þorbjörg var móð-
urleg og hlý. Hún bar hag tón-
skálda mjög fyrir brjósti.
Jón var umdeildur maður, bæði
sem félagsmálafrömuður og tón-
skáld. Þorbjörg stóð sem klettur
við hlið hans og hafði óbilandi trú á
málstað hans og hugmyndum.
Það var henni mikil gleði að upp-
lifa þá alþjóðlegu athygli, og sívax-
andi viðurkenningu, sem verk hans
nutu hin síðari ár.
Þorbjörg var frábær gestgjafi.
Það var einstaklega gott og eft-
irminnilegt að vera gestur á heimili
hennar og Jóns á Freyjugötunni.
Þar ríkti glaðværð og víðsýni.
Þorbjörg vann um árabil í
STEFI, sem Jón stofnaði, og tók
þannig þátt í uppbyggingu þessara
réttinda- og hagsmunasamtaka
tónhöfunda.
Þrátt fyrir töluverð veraldleg
umsvif sinnti Jón listsköpun sinni
af kappi þau ár sem þau Þorbjörg
voru gift.
Jón var þroskaður listamaður
þegar þau kynntust, skoðanir hans
fastmótaðar og hann vissi ná-
kvæmlega hvað hann vildi.
Þorbjörg skildi hvað innra með
honum bjó. Hún skapaði honum
skjól og þann frið, innan heimils og
fjölskyldu, sem gerði honum kleift
að reka endahnútinn á stórbrotið
ævistarf. Ber þar hæst Eddurnar
þrjár, um sköpun heimsins, líf guð-
anna og ragnarök.
Ást hennar, umhyggja og fórn-
fýsi, sprottin af kvenlegu innsæi,
auðvelduðu honum sköpunarstarf-
ið.
Ég kveð Þorbjörgu með söknuði,
því um hana á ég aðeins góðar
minningar.
Atli Heimir Sveinsson.
Kveðja frá STEFi
Leiðir STEFs og Þorbjargar
Leifs lágu saman í meira en hálfa
öld. Sem eiginkona Jóns Leifs, sem
var frumkvöðull að stofnun sam-
takanna og forystumaður þeirra
fyrstu tvo áratugina, fylgdist hún
að sjálfsögðu náið með baráttu
hans fyrir sjálfsögðum, en torsótt-
um réttindum tónskálda og ann-
arra rétthafa að tónverkum. Þá
skipti það Jón miklu máli að eiga
hana að bakhjarli, því að oft gust-
aði um hann, svo að um munaði, á
fyrstu hjúskaparárum þeirra. Síðar
þegar um hægðist sá hún til þess
að hann gæti sinnt tónsmíðum sín-
um óskiptur.
Þorbjörg kom þó ekki aðeins að
starfsemi STEFs með þessum
óbeina hætti, heldur starfaði hún
sjálf fyrir samtökin. Í fyrstu með
því að stýra um langt árabil út-
hlutun á höfundagreiðslum til tón-
skálda og annarra rétthafa. Síðar
var hún kjörin í stjórn samtakanna
sem fulltrúi erfingja höfundarétt-
inda árið 1979 og átti sæti í stjórn-
inni allt fram á þetta ár, enda þótt
hún hefði ekki getað sótt stjórn-
arfundi síðustu árin vegna heilsu-
brests.
Við fráfall Þorbjargar vil ég, fyr-
ir hönd stjórnar STEFs, færa
henni alúðarþakkir fyrir óeigin-
gjörn störf hennar í þágu samtak-
anna á liðnum áratugum. Ennfrem-
ur vil ég persónulega þakka henni
fyrir samstarf okkar, sem aldrei
bar skugga á, þ.á m. fyrir það
hversu vel hún tók mér þegar ég
réðst til starfa hjá STEFi. Syni
hennar og öðrum aðstandendum
sendi ég samúðarkveðjur.
Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri STEFs.
Ég hitti Þorbjörgu Leifs í fyrsta
skipti upp úr 1956, að mig minnir.
Björt og glaðleg gekk hún niður
Bankastræti með tónskáldinu Jóni
Leifs, sem hún hafði þá nýlega
gengið að eiga. Þar með hófst nýr
kafli í ævi hennar.
Það fyndna var að ég var líka ný-
gift tónskáldi, Leifi Þórarinssyni,
og hann var hvorki meira né minna
en systursonur Þorbjargar. Móðir
hans var hin elskaða leikkona Alda
Möller, en hún var þá látin langt
fyrir aldur fram.
Við skiptumst á nokkrum
kveðjuorðum en við áttum eftir að
kynnast betur.
Reykjavík var ansi frumstæð í
þá daga og lítið um veitingastaði.
Það var því mikil framför þegar
mjög fallegur matstaður var reist-
ur neðarlega á Vesturgötu. Hann
bar nafn sitt, Naustið, með rentu,
því innréttingarnar báru keim af
sjómennsku.
Borðin voru í básum sem merkt-
ir voru með útskornum skipanöfn-
um. Svo voru þar ef ég man rétt
líka stólar, hannaðir af Sveini
Kjarval, og vöktu aðdáun. Lista-
menn borgarinnar löðuðust mjög
að staðnum og Jón Leifs stofnaði
þar eins konar listamannaklúbb.
Oft var Þorbjörg með honum,
glæsilega klædd, og það geislaði af
henni. Hún var gjarna með gler-
augu sem hún átti í mörgum litum,
og á einhverju listamannaþingi, að
mig minnir, í Þjóðleikhúskjallaran-
um, mætti hún í logagylltum kjól
og skóm í stíl.
Sannkallaður fagurkeri, það var
hún! Og hrifnæm með afbrigðum.
Það var gaman að koma á Freyju-
götuna þar sem þau bjuggu og sjá
hvað hún gat búið tónskáldinu sínu
hrífandi umgjörð. Svo bjó hún til
fjarska góðan mat! Einhvern tíma
þegar henni fannst Jón þurfa mikið
næði til að skapa tónverk sín fann
hún honum vinnustað í vitanum á
Dyrhólaey í Mýrdal þar sem þau
dvöldu part úr sumri. Þar voru
herbergi sem hún fór létt með að
gera vistleg. Það var makalaust
hvað hún Dídí, eins og hún var
gjarna kölluð af vinum og ættingj-
um, gat gert umhverfi sitt fagurt.
Hún gerði listamanninum sínum
kleift að sinna köllun sinni, enda
var Jón mikilvirkur í tónsmíðunum
árin sem þau áttu saman. Ég vil
nefna þrjú stór verk sem hann
vann á þeim tíma: Baldur, hljóm-
sveitar- og ballettverk, flutt af Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar undir
stjórn Pauls Zukovskys, Edda,
oratóríur 1-3. Sú fyrsta var frum-
flutt ekki alls fyrir löngu og er nú
fáanleg á geisladiski. Loks var það
forleikurinn Hekla. Hinsta kveðja.
In memoriam, op. 53.
Dídí varð langlífust af systkinum
sínum (öll til samans voru þau 11).
Með tímanum varð hún börnum
þeirra stoð og stytta og sýndi þeim
og mökum þeirra mikla hlýju. Ég
kynntist því vel á þeim 20 árum
sem ég bjó með tónskáldinu mínu.
En þar kom að við skildum. Fyrir
duttlunga örlaganna tók ég all-
nokkru síðar saman við Kristján
Árnason bókmenntafræðing, sem
áður var kvæntur systur Leifs,
Kristínu Önnu Þórarinsdóttur leik-
konu, en hún var þá látin. Öll nut-
um við gestrisni Dídíar og glæsi-
brags. Við Kristján minnumst
hennar með hlýju og sendum syni
hennar og Jóns, Leifi Leifs, inni-
legar samúðarkveðjur.
Inga Huld Hákonardóttir og
Kristján Árnason.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 29
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
GUÐRÚNAR BJARGAR HAFLIÐADÓTTUR,
GÍGJU,
Suðurbyggð 15,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu Akureyrar og öðrum sem sáu
um hjúkrun hennar.
Sigurvin Jónsson,
Sigríður Sigurvinsdóttir, Bjarni Kristinsson,
Jóna Ólafía Sigurvinsdóttir,
Ásdís Sigurvinsdóttir, Einar Birgir Kristjánsson,
Björg Sigurvinsdóttir, Stefán Þór Sæmundsson,
Trausti Sigurvinsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir, mágkona,
amma og langamma,
BRYNDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hrísmóum 4,
Garðabæ,
sem andaðist föstudaginn 5. september, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 18. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á
Barnaheill, sími: 553-5900.
Ástríður H. Þ., Bjarni E. Thoroddsen,
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Betúel Betúelsson,
ömmubörn, langömmubörn
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORLÁKUR BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSSON
rafvirkjameistari,
Bláhömrum 2,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 17. september kl. 13.00.
Ragnheiður Sturludóttir,
Þórunn Þorláksdóttir, Þorgeir Jónsson,
Herborg Þorláksdóttir, Axel Jóhann Hallgrímsson,
Guðsteinn Þorláksson, Lindsey Tate,
Ólafur Magnús Þorláksson, Herborg Þuríðardóttir,
Ragnheiður Kr. Þorláksdóttir, Fergal Malone,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LILJU ÞORLEIFSDÓTTUR.
Einnig færum við öllu starfsfólki sjúkradeildar
Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sérstakar
þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Brynjúlfur Jónatansson,
Halldór Guðbjarnason,
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Smári Grímsson,
Hjálmar Brynjúlfsson, Margrét Ársælsdóttir,
Anna Brynjúlfsdóttir,
Rúnar Páll Brynjúlfsson, Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir,
Brynhildur Brynjúlfsdóttir, Rafn Pálsson,
Steinunn Jónatansdóttir, Óðinn Steinsson,
ömmubörn
og fjölskyldur þeirra.
✝
Kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓHANNES PÁLL JÓNSSON
frá Sæbóli, Aðalvík,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
fimmtudaginn 18. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð MND-félagsins.
Sólveig Björgvinsdóttir,
Björg Jóhannesdóttir, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson,
Signý Jóhannesdóttir, Magnús Ingi Óskarsson,
Sif Jóhannesdóttir, Ingólfur Arnarson
og afabörnin.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma, dóttir og systir,
ÞÓREY ÓLAFSDÓTTIR,
Skarðshlíð 21,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Glerárkirkju, miðvikudaginn
17. september kl. 14.00.
Jarðsett verður í Lögmannshlíðarkirkjugarði.
Benidikt Sigurbjörnsson,
Elínrós Jóhannsdóttir, Sigurjón Herbertsson,
Anna Benidiktsdóttir, Ólafur Jónsson,
Matthildur Benidiktsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson,
Sveinn Benidiktsson, Auður Eiðsdóttir,
Sigurbjörn Benidiktsson, Emelía Sverrisdóttir,
Sveinbjörg Baldvinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista