Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 16. september, 260. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyr- ir yður. (1Pt. 5, 7.) Víkverji óskar Listasafni Reykja-víkur til hamingju með glæsi- lega yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum. Það var löngu tímabært að koma slíkri sýningu í kring enda geta flestir ver- ið sammála um að Bragi sé í hópi merkustu núlifandi myndlistar- manna okkar Íslendinga. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér feril þessa litríka listmálara sem spannar hvorki meira né minna en sex áratugi. Ótrúlegt er hverju Bragi hefur af- kastað gegnum tíðina en sem kunn- ugt er stundaði hann áratugum sam- an kennslu með list sinni, auk þess að vera um árabil einn mikilvirkasti gagnrýnandi og listasögumiðlari þjóðarinnar. Hann hefur skrifað ófáa dálkmetrana um dagana, einkum í þennan miðil hér, eins og glöggt má sjá í einu herbergja sýningarinnar. Þar hefur skrifum Braga bókstaflega verið komið fyrir í hólf og gólf. Víkverji var við opnun sýning- arinnar sl. laugardag og auðséð er af fjöldanum sem var þar saman kom- inn að Bragi nýtur ómældrar virð- ingar meðal listelskra Íslendinga. Vonlaust var að njóta sýning- arinnar sem skyldi í slíku fjölmenni en þá er bara að koma aftur. Sýn- ingin stendur til 16. nóvember. x x x Frá Kjarvalsstöðum hélt Víkverjiá laugardaginn sem leið lá í sparkhúsið Kórinn í Kópavogi til að fylgjast með úrslitaleiknum í ut- andeildinni í knattspyrnu. Áttust þar við Vængir Júpíters úr Grafar vogi og knattspyrnufélagið Hjör- leifur en uppistaðan í því liði eru menn sem ólust upp hjá Þrótti í Reykjavík. Leikurinn var jafn og tvísýnn en Vængirnir höfðu að lokum verð- skuldaðan sigur, 1:0. Skoraði Helgi Frímannsson markið með glæsi- legum skalla eftir eitraða fyrirgjöf frá David Beckham þeirra Vængja, Andrési Ársælssyni. Vængir Júpí- ters eru þar með tvöfaldir meistarar í ár, unnu bæði deild og bikar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fanga, 8 naut, 9 ávöxtur, 10 gljúfur, 11 hamingja, 13 svarar, 15 tappagat, 18 undrandi, 21 bókstafur, 22 ill- kvittni, 23 hin, 24 barn að aldri. Lóðrétt | 2 andróður, 3 raka, 4 pinna, 5 málms, 6 þvottasnúra, 7 skordýr, 12 raddblæ, 14 alls ekki, 15 sáldra, 16 skelfiskur, 17 hægur, 18 alda, 19 sólar, 20 peninga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hægur, 4 felds, 7 óþörf, 8 orkan, 9 sót, 11 sótt, 13 haga, 14 áræði, 15 bull, 17 nekt, 20 rit, 22 fagri, 23 andar, 24 syrpa, 25 lerki. Lóðrétt: 1 hjóms, 2 gröft, 3 refs, 4 flot, 5 lykta, 6 senda, 10 ótæti, 12 tál, 13 hin, 15 buffs, 16 lógar, 18 endir, 19 torfi, 20 riða, 21 tagl. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 a6 6. O–O b5 7. Bd3 Bb7 8. a4 b4 9. De2 c5 10. dxc5 Bxc5 11. e4 Rc6 12. Rbd2 Rd7 13. Rc4 O–O 14. e5 Rb6 15. Rxb6 Bxb6 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Sigurvegari mótsins í ár sem og sl. átta ár, Hannes Hlífar Stef- ánsson (2566), hafði hvítt gegn Birni Þorfinnssyni (2422). 16. Bxh7+! Kxh7 17. Rg5+ Kg8 18. De4 He8 19. Dh7+ Kf8 20. Dh8+ Ke7 21. Dxg7 Rxe5? Betri leikir stóðu svörtum til boða þó að staða hans væri við það áfram erfið. Í framhaldinu vinnur hvítur drottningu svarts og heldur áfram sókn sinni. 22. Rxf7! Rxf7 23. Bg5+ Kd6 24. Bxd8 Rxd8 25. Dg3+ Kd7 26. Hfd1+ Bd5 27. Dg4 Kc7 28. a5 Ba7 29. Hac1+ Rc6 30. Hxd5 exd5 31. Dg7+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Erfið vörn. Norður ♠64 ♥10 ♦ÁKG8643 ♣Á94 Vestur Austur ♠KDG ♠Á10987 ♥643 ♥D52 ♦1075 ♦D92 ♣D752 ♣KG Suður ♠632 ♥ÁKG987 ♦-- ♣10863 Suður spilar 4♥. Sveit Eykar varð bikarmeistari um helgina eftir sigur á sveit Breka jarðverks í úrslitaleik (198–161 í 64 spilum). Áður höfðu Eykarmenn lagt Grant Thornton í undanúrslitum (125–115 í 48 spilum). Í Eyktarsveit- inni spiluðu fjórmenningarnir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen. Spilið að ofan er frá úrslita- leiknum. Austur vakti á báðum borð- um á 1♠, en síðan tóku NS völdin. Vörnin misfórst báðum megin eftir ♠K út. Til að ná 4♥ niður þarf vest- ur að taka annan slag á spaða og skipta síðan yfir í lauf. En báðir vesturspilarar völdu að spila laufi strax í öðrum slag. Þar með var hægt að henda tveimur spöðum nið- ur í ♦ÁK, svína í trompi og sækja slag á fjórða laufið heima. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert hetja í augum ástvinar. Ef þú meðtekur það kemurðu auga á fleiri tækifæri til þess að haga þér hetjulega – án þess endilega að hlaupa inn í brenn- andi byggingar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að vera í rólegu umhverfi svo þú getir hvílst fyrir annasama viku framundan. Innleiddu reglu sem bannar öskur á heimilinu. Aðdáandi eykur sjálfs- traustið í kvöld. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Himintunglin hressa tvíburann við. Hann er með fullan tank og brunar eftir hraðbraut lífsins, staðráðinn í að lenda á ókunnum stað. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú uppgötvar eins mikinn sann- leika um tilteknar aðstæður og þú kærir sig um. Treystu skilningarvitunum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ljónið veit sitt af hverju en til allrar hamingju ekki allt, enda væri það mjög þreytandi fyrir félagana. Reyndu fyrir þér sem byrjandi á einhverju sviði í dag. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Svo virðist sem meyjan hafi misst tökin snemma í dag. Kannski gerði mak- inn áætlanir fyrir tvo eða þá að skuld- binding sem gleymdist riðlar öllu skipu- lagi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ljúf samskipti eiga sér stað. Vogin sönglar af spenningi sem fylgir nýrri vin- áttu, eða kannski á að kalla þetta hams- lausa hrifningu. Farðu varlega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sumir myndu segja að það sem þú sérð fyrir þér verði líklega ekki að veruleika. Það er fyrsta vísbendingin um að takmarkið sé verðugt verkefni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Allt verður meira spennandi þegar þú ert með. Láttu reyna á þessa kenningu. Leggðu þitt af mörkum í sam- ræðum og sjáðu hvernig lifnar yfir þeim. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Andstæðan við að tala er ekki að bíða. Segðu það við sjálfhverfasta kunningja þinn. Það eina sem þú upp- skerð er tómt augnaráð. Ekki hafa áhyggjur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef sálir í erfiðleikum geta komið skikki á líf sitt virðist ekki mikið mál að herða agann hjá sjálfum sér. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfa(n) þig. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Himintunglin ýta undir skemmti- legt félagslíf. Það, sem þér tekst að áorka, verður til vegna persónulegra sambanda. Hjálpaðu vinum þínum. Stjörnuspá Holiday Mathis 16. september 1905 Ellefu manns drukknuðu er bátur fórst nálægt landi við Akranes. Í bátnum var ungt fólk, þar af fimm systkini, á heimleið frá Reykjavík. 16. september 1936 Franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? strandaði í fár- viðri við Straumfjörð á Mýr- um. Alls fórust 38 menn, þeirra á meðal vísindamað- urinn og heimskautafarinn dr. Jean Charcot, en einn komst lífs af. Minnisvarði var reistur á strandstaðnum rúmum sex- tíu árum síðar. 16. september 1940 Skipverjar á togurunum Snorra goða og Arinbirni hersi björguðu um fjögur hundruð mönnum af franska flutningaskipinu Asca á Ír- landshafi en þýsk flugvél hafði gert árás á skipið. 16. september 1989 Tilkynnt var að Erró hefði gefið Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og að safninu yrði komið fyrir á Korpúlfsstöðum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Vinkonurnar Petra Sylvie Bohic og Kara Sól Samúelsdóttir færðu Kópavogsdeild Rauða krossins 4.010 kr. Þær höfðu tekið til í dóta- kössunum heima hjá sér í sumar og haldið tombólu fyrir utan Sundlaug Kópavogs. Hlutavelta ÁRNI Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur er 35 ára í dag, 16. september, og má segja að afmælis- dagurinn marki lok á velheppnaðri tónleikaferð hans í Frakklandi. Árni Heimir var á flugvellinum í París á heimleið þegar hann var gómaður í spjall. „Ætli ég mæti ekki með köku í vinnuna handa sam- starfsfólki mínu hjá Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir hann um mögulegt tilstand í dag. Árni Heimir tók þátt í tónlistarhátíð sem nefnist Festival d’ile de France og flutti þar fyrirlestur um íslenska miðaldatónlist ásamt því að flytja tónlist með sönghóp sem starfar undir merkjum kamm- erhópsins Carmina. „Við vorum þarna tólf íslenskir karlmenn sem sungum fimmundarsöngva og gamla íslenska tvísöngva. Viðtökurnar voru mjög góðar og stemmningin ótrúlega góð. Við þurftum að taka aukalög og áheyrendur ætluðu varla að sleppa okkur. Við hefðum ekki getað verið ánægðari með viðtökurnar. Einn er sá afmælisdagur sem stendur út úr í minningunni. Það var árið 1993 þegar hann var nýkominn til náms í Bandaríkjunum og skóla- félagar hans létu hann upplifa óvænta afmælisuppákomu. „Þeir höfðu komið sér fyrir inni á heimavistinni hjá mér, með ljósin slökkt og biðu komu minnar. Þegar ég kom inn stukku allir fram með látum og sungu afmælissönginn. Þá vissi ég að ég var kominn til Bandaríkjanna.“ Árni Heimir Ingólfsson er 35 ára í dag Stukku fram með látum ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.