Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 7 ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 43 68 4 09 .2 00 8 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Corolla 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.04 Ekinn: 107.000 km Verð: 1.300.000 kr. Skr.nr. ML-184 Tilboð: 990.000 kr. Toyota Avensis W/G EXE 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 10.07 Ekinn: 14.000 km Verð: 4.150.000 kr. Skr.nr. GSD-70 Tilboð: 3.890.000 kr. Toyota Land Cruiser 120 VX 4000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.07 Ekinn: 18.000 km Verð: 6.460.000 kr. Skr.nr. AL-848 Tilboð: 5.790.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Toyota Yaris T-sport 1800 Bensín 5 gíra Á götuna: 07.07 Ekinn: 18.000 km Verð: 2.630.000 kr. Skr.nr. YZ-522 Tilboð: 2.390.000 kr. Toyta Corolla S/D 1400 Dísel 5 gíra Á götuna: 02.08 Ekinn: 3.000 km Verð: 2.990.000 kr. Skr.nr. HZK-74 Tilboð: 2.690.000 kr. SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Land Cruiser 100 4700 Bensín sjálfsk. Á götuna: 11.05 Ekinn: 57.000 km Verð: 6.450.000 kr. Skr.nr. AZ-426 Tilboð: 5.890.000 kr. „MEÐGÖNGUEITRUN er alltaf hættuleg en ég var heppin að því leyti að fá hana seint á meðgöngunni og var í daglegu eftirliti fram að fæð- ingu,“ segir Valgerður Kristín Guð- björnsdóttir, sem eignaðist dreng í verkfalli ljósmæðra aðfaranótt fimmtudagsins 11. september. Valgerður segir að fæðingardeild Landspítalans hafi verið full, en hún hafi fengið inni á tveggja manna her- bergi sem þriðja kona eftir að hafa átt barnið inni á skoðunarherbergi. „Ég þurfti að liggja inni af því að ég var með meðgöngueitrun,“ segir hún og bætir við að eitrunin einkennist meðal annars af háum blóðþrýstingi, prótíni í þvagi og höfuðverk. „Þetta getur verið mjög krítískt fyrir móður og barn,“ segir hún og leggur áherslu á að hún þurfi að passa sig svo að blóðþrýstingurinn rjúki ekki upp úr öllu valdi. Send heim Verkfallið setti strik í reikninginn hjá Valgerði eins og fleirum, en hún var send heim á hádegi á föstudag. „Þeir hefðu haft mig lengur inni eftir fæðinguna ef það hefði ekki verið verkfall, en ég fékk ljósmóður til að fylgjast með mér heima.“ Hún segir að nýfæddi drengurinn sé mjög vær og svo njóti hún góðrar aðstoðar hjá fjölskyldunni. Það sé hennar lán og þess vegna gangi hlutirnir upp. Hins vegar sé erfitt að þurfa að fara af fæðingardeildinni svona skömmu eftir fæðingu, því fyrstu sól- arhringarnir eftir hana séu svo krít- ískir, þegar um meðgöngueitrun sé að ræða. „Það var ekki þægilegt að þurfa að fara heim og vita ekki hvað myndi gerast.“ Drengurinn er þriðja barn hjón- anna en fyrir eiga þau níu ára stelpu og tveggja og hálfs árs strák. Val- gerður segir að vegna meðgöngueitr- unarinnar hafi verið ákveðið að gang- setja hana sl. föstudag en hún hafi fætt áður en til þess hafi komið. „Ég hefði ekki viljað eiga mitt fyrsta barn í verkfalli,“ segir Valgerður og árétt- ar mikilvægi reynslunnar í þessu efni auk þess sem hún vísar líka til mikils álags á þeim sem vinni í verkfalli. „En það er ljóst að ljósmæðurnar vinna geysilega mikilvægt starf og allt þetta eftirlit skiptir gríðarlega miklu máli.“ steinthor@mbl.is Slapp fyrir horn með með- göngueitrun Morgunblaðið/Frikki Heima Valgerður var komin heim með soninn daginn eftir fæðingu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ANNA Þ. Björnsdóttir á von á sér á föstudag. Hún missti af síðustu mæðraskoðun vegna fyrsta verkfalls ljósmæðra í byrjun september og veit ekki hver staðan verður á fæð- ingardeild Landspítalans á föstudag, hvort það verður verkfall eða ekki. Það þykir henni óþægileg staða. „Óvissan um hvort ég lendi á verkfallsdegi er mjög óþægileg,“ segir hún. „Ég krossa bara fingur og vona það besta.“ Samningafundur í dag Ljósmæður og samninganefnd ríkisins halda áfram samningafundi hjá ríkissáttasemjara árdegis í dag en tæplega sex tíma fundur í gær skilaði ekki árangri. Að öllu óbreyttu hefst þriggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ýmislegt hafi verið rætt á fundinum og í dag komi í ljós hvort þeim miði eitthvað áleiðis. „Ég veit ekki hvað skal segja um það,“ segir Guðlaug spurð hvort hún sé bjartsýnni en áð- ur. „Við reynum að nálgast en meira er ekki hægt að segja um það.“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, er einnig fámáll um gang mála. „Það er auð- vitað verið að reyna að skoða alla fleti,“ segir hann. Ætlaði í Hreiðrið Fyrir um 11 mánuðum eignuðust Anna og maður hennar Sindri Vi- borg soninn Funa. Þá gekk allt eins og í sögu, jafnt á meðgöngu, í fæð- ingu og eftir fæðingu. „Þá var ég bara í Hreiðrinu og hafði það gott,“ segir Anna og bætir við að ætlunin hafi verið að fara aftur í Hreiðrið núna. „Það er svo gott að vera þar því þá getur maðurinn minn verið hjá mér sólarhring eftir fæðinguna, en ef ég er einhvers staðar annars staðar er ég ein yfir nóttina og það er verra,“ segir hún. Í verkfalli ljósmæðra er Hreiðrið lokað. „Það er sérstaklega óþægilegt að vita ekki hvernig aðstæður verða við fæðinguna,“ segir Anna. „Ég hef heyrt að konur þurfi að liggja úti á göngum og ég veit ekki í hverju ég get lent. Það stuðar mann.“ Morgunblaðið/Frikki Óvissa Anna Þ. Björnsdóttir var í Hreiðrinu þegar hún eignaðist Funa og vonar að hún geti endurtekið leikinn en verkfall getur komið í veg fyrir það. Óvissan um fæðingu í verk- falli eða ekki mjög óþægileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.