Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 20
|þriðjudagur|16. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Davíð Hjálmar Haraldssonbregður á leik í limru:
Kófsveittur rembdist og rósrjóður
en raunabót var þetta hrós: „Góður!
Þú ert þindarlaus, Kári!“ –
fyrir þrem fjórðu úr ári.
Nú er hann að leita að ljósmóður.
Allir dagar hefjast eins hjá Pétri
Stefánssyni:
Vaknaður er ég enn á ný.
Upp úr rúmi stíg ég.
Vinnufötin fer ég í
fyrst, og síðan míg ég.
Tek svo fölsku tennurnar
og treð í ginið hagur.
Þá er ég orðinn eins og var:
yndislega fagur.
Svo er haldið heiman að
frá hugfanginni kvinnu,
og bílnum ekið beint af stað
og brunað niður’í vinnu,
þar sem blöðin bíða mín,
brauð og Thermoskanna.
-Aðdáun úr augum skín
allra samstarfsmanna.
Og ýmsar konur eftir mér
augum sínum renna.
Af ástarþrá mun önnur hver
örugglega brenna.
Sérhver morgunn svona hefst.
Síst er þörf að kvarta.
Allar stundir um mig vefst
auðnudísin bjarta.
Björn Ingólfsson á Grenivík orti
eftir lesturinn:
Veggbrattur þessi einatt er,
allur á lofti og hreykir sér.
Það sér maður betur og betur
að oft væri dauft og leiðinlegt
og ljóðmálið bæði þungt og tregt
ættum við ekki Pétur.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af morgni, Pétri og limru
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Ég bjó í sveit um nokkurra áraskeið sem krakki og á bænumvar vinnumaður sem notaði frí-tíma sinn til að smíða bíl fyrir
mig,“ segir Helgi K. Pálsson innanhúss-
arkitekt. „Ég var ellefu ára þegar þetta var
og man hvað mér fannst þetta gaman, ekki
hvað síst af því að hann leyfði mér að taka
þátt í bílasmíðinni.“
Bílaáhuginn hefur ekki yfirgefið Helga
því hugmyndin lifði með honum og er raun-
ar kveikjan að leikfangabílunum Gretti og
Spora sem hann sýnir þessa dagana Á skör-
inni hjá Handverki og hönnun.
Læri á verkfærin
Á sýningunni er líka að finna teikningar
að Spora, sem Helgi er með til sölu, enda er
það hugmynd hans að fólk geti smíðað bíl-
inn með einföldum verkfærum og í sam-
vinnu fullorðinna og barna. „Gamli leik-
fangabílinn minn var miklu betri en bílar
sem fengust í búðunum á þeim tíma. Í dag
er úrvalið af leikföngum vissulega miklu
betra svo enginn þarf að standa í þessu.
Það er samt sem áður ekki hægt að kaupa
bíla eins og þessa og fara með þá í sams
konar leiki eins og þeir bjóða upp á,“ segir
Helgi, og bætir við að Spori sé ætlaður
krökkum sem eru sjö ára og eldri.
„Hugsunin er sú að foreldrar smíði bílinn
með börnum sínum. Krakkarnir kynnast þá
þeirri rökhugsun sem liggur að baki smíð-
inni og læra sömuleiðis aðeins á verkfærin í
gegnum vinnuna. Í bílunum felast hug-
myndir mínar um að hægt sé að smíða með
venjulegum verkfærum skemmtilegt og
sterkt útileikfang sem getur enst nokkrar
kynslóðir barna.“
Sjálfur á Helgi þrjár dætur og fjögur
barnabörn sem öll hafa leikið sér með bíl-
ana í gegnum tíðina. „Grettir, sá guli, er
upphaflega frá 1992, þó útgáfan sem ég sýni
núna sé mikið breytt. Spori er mun yngri.
Hann hannaði ég 2002 og hann er mun létt-
ari, enda úr áli og þolir þannig dyntótt veð-
urfar betur.“
Hann segir drauminn að geta útbúið eins
konar „kit-car“ útgáfu af bílunum. „Þá væru
hlutirnir sem hann er samsettur úr tilbúnir
og aðeins ætti eftir að skrúfa þá saman,“
segir Helgi og útilokar ekki að slík eintök
Spora og Grettis eigi eftir komast í fram-
leiðslu seinna meir.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Bílasmiður Helgi Pálsson á heiðurinn af álbílnum Spora sem þolir alls konar torfærur.
Að smíða bíl
með krökkunum
Handverk og hönnun
Aðalstræti 10
www.handverkoghonnun.is
www.hphonnun.is
Það kemst varla hnífur á milli gul-
bröndóttu bræðranna sem fund-
ust við Keilufell í Breiðholti 10.
júlí í sumar og hafa síðan yljað
mönnum um hjartarætur í Katt-
holti.
Þessir blíðu og mannelsku kett-
ir sem líklega koma úr sama
gotinu eru um ársgamlir og bíða
nú húsbónda eða -bænda. Þó nánir
séu þurfa bræðurnir ekki að fara
á sama heimili – aðalatriðið er að
þau séu góð og ábyrg. Þeim hent-
ar vel að vera í félagsskap barna,
enda eru þeir miklar félagsverur.
Búið er að gelda og örmerkja
gulbröndóttu gæðablóðin, sem
búa enn fremur yfir þeim kostum
að vera afskaplega hreinleg.
Hver vill eiga mig?
Gulbröndótt gæðablóð
Morgunblaðið/Frikki
Þeir sem hafa áhuga á kisunum
geta snúið sér til Kattholts í
síma 567 2909.
Torfærurnar ráðast af
afli einstaklingsins
„ÞAÐ kemur í ljós þegar maður byrjar að draga Spora að hann er töluvert þungur – um
átta kíló. Þess vegna það er það alveg sérstök tilfinning að draga hann og ekki laust við
að manni finnist maður vera að draga alvöru bíl,“ segir Helgi.
„Þar sem það er loft í dekkjum bílsins þá pressast þau saman eins og á alvöru bílum og
eins er fjöðrunarsviðið það gott að hægt er
að fara með hann yfir bókstaflega
hvaða torfærur sem er. Torfær-
urnar ráðast af afli þess sem
dregur. Þannig getur fullorðinn
einstaklingur valið sér grófara
undirlag en barnið sem ekki hefur
sama afl og velur þar af leiðandi
léttari hindranir.“
Í torfærum Dætur Helga léku
sér með vörubílinn Gretti þeg-
ar þær voru yngri.