Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GRÆNATÚN 22 - OPIÐ HÚS Í DAG KL.18.00-19.00
Ert þú með lítinn rekstur? - Tilvalið fyrir aðila sem geta nýtt sér neðri hæð fyrir
lítinn rekstur, s.s. endurskoðendur, smærri heildsölur o.fl.
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Grænatún 22 - Kóp. Mjög fallegt og
mikið endurnýjað 287 fm einbýlishús á
tveimur hæðum með innbyggðum tvöföld-
um bílskúr. Eignin hefur verið mikið endur-
nýjuð og má þar nefna gólfefni, eldhús,
baðherbergi, gestasnyrting og fl. Björt og
rúmgóð stofa með arni og útgangi út á
stórar suður svalir með heitum potti. Hús-
ið skiptist í 5 svefnherbergi, sjónvarps-
stofu, stofu, borðstofu, eldhús, tvö bað-
herbergi og rúmgóða ca 17 fm geymslu
undir svölum sem er ekki inn í fm tölu
hússins. Bílskúr er með rafmagni og hita.
Garður er fallegur í rækt. Verð 70 millj.
Möguleiki að gera sér íbúð á neðri hæð.
Allir velkomnir í opið hús í dag
milli kl. 18.00-19.00
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
PÓLITÍKIN almennt er vond tík.
Stórveldapólitíkin er þó einna verst
því hún veldur átökum á milli ríkja.
Átökin í Kákasus eru helst í sviðsljós-
inu þessa dagana. En eru menn búnir
gleyma Kosovo? Evrópusambandinu
og SÞ fannst það allt í lagi að Albanir í
Kosovo fengju sjálfstæði og þar með
væri stór hluti Serbíu sniðinn af rík-
inu. En hver er munurinn á því og að
Abkasar og Ossetar fái sjálfstæði frá
Georgíu? Og hvað eru Rússar að
hugsa? Hver er munurinn á Ossetíu
og Tétsníu? Ég held að SÞ og ES hafi
ekki hugsað dæmið til enda. Hvað er
þá næst á dagskrá? Hvað um Moldav-
íu? Hvað um Baska á Spáni? Hvað um
Ungverja í norðurhluta Serbíu? Hvað
um Kúrda? Hvar endar þetta? Það er
stundum svo að stjórnarmálamenn,
jafvel þeir sem við höldum að séu í
hópi hinna hæfustu, sjást ekki fyrir.
Hugsunin er ekki skýr. Hvað er að
þessu fólki? Mér sýnist að allt of
margir stjórnmálamenn séu fastir í
gömlum klisjum, séu of „nærsýnir“.
Við verðum að hugsa lengra fram í
tímann og reyna að gera okkur grein
fyrir hagsmunum annarra en okkar
sjálfra. Þegar maður veltir fyrir sér
áhuga fjölda smáríkja og smáþjóða
fyrir því að ganga í Evrópusambandið
vakna spurningar um hvað sjálfstæði
í raun og veru þýðir. Þýðir það e.t.v.
bara að fá að ráða því sjálfir hver ræð-
ur yfir þér? Vegna átakanna í Georgíu
er það augljóst að Georgíumenn sáust
ekki fyrir um afleiðingar þess að beita
ofbeldi gagnvart Abkösum og Osset-
um. Treystu þeir e.t.v. of mikið á
stuðning ES og NATO? Já, ég held
það, jafnvel þótt þeir væru varaðir við.
NATO og ES eru ekki tilbúin að fara í
styrjöld við Rússa út af átökum við jað-
arríki í gamla Sovétinu. Það er aug-
ljóst og er það eina jákvæða við þessi
átök. Þetta ættu aðrir að láta sér að
kenningu verða. Það sem næst liggur
fyrir er að Rússland og ES/NATO
verða að leggja sig fram um að kom-
ast að samkomulagi um framhaldið.
Stríð kemur ekki til greina. Þessir að-
ilar verða að semja. BNA verður jafn-
framt að gera sér grein fyrir að það
getur ekki hundsað Rússa eins og
þeir séu einskis megnugir. Rússland
er stórveldi sem þarf að taka tillit til.
Palli (BNA) er ekki einn í heiminum.
HERMANN ÞÓRÐARSON,
fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Stórveldapólitík
Frá Hermanni Þórðarsyni
ÞROSKAHEFTIR hafa lengi verið
tengdir við niðursetningsviðhorf ríkis
og sveitarstjórna og stundum notið
minni umhyggju en heimilisdýrin.
Margt hefur þó færst til betri vegar,
en enn eru allmargar gloppur í þjón-
ustunni. Sum sveitarfélög hafa komið
upp sérstökum þjónustustöðvum fyrir
þroskahefta. Þetta er mjög þarft verk-
efni og vel til þess fallið að tryggja
þeim, sem ekki geta búið hjá for-
eldrum, þægilegt heimili. En þjón-
ustan þarf að vera veitt af til þess
hæfu starfsfólki. Þetta er þó ekki auð-
velt verkefni því hugarheimur þess
þroskahefta getur verið mjög á skjön
við fyrirætlanir stjórnenda og skamm-
ir eða refsing valdið óþægindum fyrir
báða aðila.
Þeir einstaklingar sem einnig eru
flogaveikir geta verið mun erfiðari en
aðrir vegna afbrigðilegra geðhrifa sem
lyfin framkalla, því þarf að umgangast
þá með tilliti til þeirra áhrifa sem lyfin
valda einstaklingnum og eru honum
ekki sjálfráð. Þetta þarf starfsfólkið að
þekkja svo það refsi ekki ein-
staklingnum fyrir það sem hann ræð-
ur ekki við. Reyndar ætti refsing ekki
að þekkjast á svona heimilum og floga-
veikilyf mega aldrei tengjast refsingu,
það heyrir undir ofbeldi. Flogaveiki-
lyfin eru eign þess sem á að nota þau
og eiga því alltaf að fylgja ein-
staklingnum hvar sem hann er því
mikilvægt er að lyfin séu tekin alltaf á
réttum tíma. Þau eiga að vera skil-
yrðislaust óháð öllum deilum.
Stundum gleymist að þroskaheftir
eru tilfinningaverur því tilfinningar
sjást sjaldnast utan á fólki og menn
fara að stjórna þeim eftir því sem
kerfinu hentar best. Hjá flogaveikum
sjást köstin, en ekki eftirköstin.
Þriggja til sjö sekúndna hjartastopp
er ekki langur tími en tekur á líkam-
ann og sá sem fyrir þessu verður er
mjög ringlaður á eftir og líkaminn er
marga klukkutíma að jafna sig, en
þeir sem litla eða enga þekkingu hafa
á flogaveiki verða ekki varir við þenn-
an þátt, því er ekki óeðlilegt að sá
sem fyrir þessu verður, jafnvel
nokkrum sinnum í mánuði, verði óör-
uggur og kvíðinn, finni hann fyrir því
að þeir sem þjóna honum í foreldra-
stað hafi ekki skilning á hans vanda,
og vilji því aftur til foreldranna.
Samskiptareglur starfsfólks svæð-
isskrifstofa við foreldra þurfa að vera
skýrar og foreldrum aðgengilegar
þegar afkomandi fer til dvalar á veg-
um svæðisskrifstofu svo annar hvor
aðilinn geti ekki valdið yfirgangi, og
æskilegt væri að hafa aðgang að
óháðum aðila til að leysa deilur, svo
þær verði ekki að endalausu einelti.
Svona stofnanir eiga ekki að vera í
lokuðu kerfi þar sem allar kvartanir
eru svæfðar.
GUÐVARÐUR JÓNSSON
Valshólum 2
Þjónusta við þroskahefta
Frá Guðvarði Jónssyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í FRÉTT Morgun-
blaðsins þann 30.
ágúst er haft eftir
undirrituðum að skóg-
rækt hér á landi hefði
lítið að segja í baráttu
við loftslagsbreyt-
ingar. Ég sagði að
„trén hafa lítinn tíma
til að laufgast og eru
auk þess oft sett niður í jarðveg
sem þegar er gróinn. Ef þú plægir
upp mólendi þá losarðu ákveðinn
koltvísýring og svo ætlarðu að
binda hann aftur með því að setja
niður einhverjar hríslur. Viðbót-
arbinding kolefnis verður þá svo lít-
il að ávinningurinn er sama og eng-
inn.“ Og að lokum kom fram í frétt
Morgunblaðsins eftirfarandi nið-
urstaða mín: „Ef menn vilja virki-
lega beita sér fyrir því að efla bind-
ingu kolefnis með skógrækt, þá er
mun vænlegra til árangurs að koma
í veg fyrir eyðingu regnskóganna
og styrkja skógrækt þar.“
Ofansögðum ummælum mínum
vilja þrír yfirmenn hjá Skógrækt
ríkisins, skógfræðingar og „áhuga-
menn um raunverulega nátt-
úruvernd“ andmæla í
Morgunblaðinu í gær,
þeir Þröstur Eysteins-
son, Þorbergur Hjalti
Jónsson og Aðalsteinn
Sigurgeirsson. En
fræðingarnir missa
marks. Hvergi í grein
skógfræðinganna
þriggja er því andmælt
að binding kolefnis
með skógrækt hér á
landi er harla takmörk-
uð. Hvergi er því and-
mælt að framlag Ís-
lands til að vernda regnskóga
myndi skipta miklu meira máli fyrir
bindingu kolefnis en skógrækt á Ís-
landi. Þremenningarnir segja bara
að „það skapast svo mikil önnur
verðmæti og samfélagslegur ávinn-
ingur með skóggræðslu á Íslandi að
þau ein duga til að borga brúsann
þegar upp er staðið.“ En ummæli
mín í Morgunblaðinu snerust ekki
gegn skógrækt heldur hinu að slík
iðja verður tæplega réttlætt með
baráttu við loftslagsbreytingar.
Náttúruverndarsamtök Íslands
hafa frá upphafi vega krafist að-
gerða af hálfu stjórnvalda gegn
þeirri vá sem loftslagsbreytingar
hafa í för með sér. Samtökin hafa
margoft bent á að íslensk stjórn-
völd verði að marka stefnu um
samdrátt í útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda fyrir árið 2020. Nú
rúmu ári eftir að ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar tók
við völdum hefur slík stefna enn
ekki verið mótuð. Þetta er ákaflega
bagalegt því Ísland hefur formlega
lýst yfir stuðningi við þau meg-
inmarkmið loftslagsstefnu Evrópu-
sambandsins að draga skuli úr út-
streymi um 25-40% fyrir árið 2020
og að hitnun jarðar verði haldið
innan 2°C að meðaltali. Stuðningur
Íslands við þessi markmið er enn
án innihalds.
Ég hirði ekki um að svara rang-
færslum og aðdróttunum þremenn-
inganna í minn garð og Náttúru-
verndarsamtaka Íslands. Þeim væri
nær að svara ábendingum mínum
málefnalega.
Lítil binding
kolefnis með skógrækt
Árni Finnsson svar-
ar grein þriggja
yfirmanna hjá
Skógrækt ríkisins
Árni Finnsson
» Samtökin hafa marg-
oft bent á að íslensk
stjórnvöld verði að
marka stefnu um sam-
drátt í útstreymi gróð-
urhúsalofttegunda fyrir
árið 2020.
Höfundur er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands
MIKIÐ hefur verið
rætt og ritað um ný-
legan úrskurð um-
hverfisráðherra um
sameiginlegt mat á
fjórum af átta fram-
kvæmdum er tengjast
byggingu álvers á
Bakka. Þessi úrskurð-
ur gekk gegn áliti sér-
fræðinga Skipulagsstofnunar og
vilja meirihluta sveitarstjórnar
Norðurþings og flestra annarra
sveitarstjórna á Norðausturlandi.
Ekki var talið hyggilegt að fram-
kvæmdirnar færu í sameiginlegt
mat, meðal annars þar sem þær eru
misjafnlega langt á veg komnar og
óljóst væri hvort flókið sameig-
inlegt umhverfismat myndi leiða til
þess að betri mynd fengist af um-
hverfisáhrifum framkvæmda. En
umhverfisráðherra leitaði ekki álits
sveitarstjórna í úr-
skurði sínum og gekk
gegn vel rökstuddu
áliti Skipulagsstofn-
unar.
Alvarlegsta afleiðing
úrskurðar umhverf-
isráðherra er að hann
tekur hugsanlega fyrir
möguleika á því að fá
leyfi fyrir tilraunabor-
unum næsta vor. Það
myndi hafa í för með
sér eins árs seinkun á
verkefninu. Unnið er
að því hörðum höndum að finna leið
til þess að komast hjá þessum hlið-
arverkunum úrskurðarins. Takist
það, eins og margt bendir nú til að
geti gerst, er verkefnið aftur komið
í góðan farveg.
Sameiginlegt mat
bætir engu við
Ekkert bendir til þess að sameig-
inlegt mat muni á einhvern hátt
leiða til þess að betra mat verði
lagt á umhverfisáhrif fram-
kvæmdanna, eins og skýrt kom
fram í upphaflegum úrskurði
Skipulagsstofnunar. Það mun held-
ur ekki verða til þess að koma í veg
fyrir framgang verkefnisins. Til-
gangur úrskurðarins virðist fyrst
og fremst vera að friða hluta af
kjósendahópi Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna. Auðvitað erum við
Þingeyingar ekki ánægðir með að
fjöregg okkar sé nýtt í slíkum leik.
En við látum það ekki hrekja okkur
af leið.
Samningar verði kláraðir
næsta haust
Við undirritun á endurnýjaðri
viljayfirlýsingu á milli Alcoa, Norð-
urþings og iðnaðarráðuneytisins
varð það að samkomulagi að stefnt
yrði að því að klára samninga
vegna álversins næsta haust. For-
senda fyrir því er að búið verði að
rannsaka háhitasvæðin nægjanlega
til þess að hægt verði að segja með
fullri vissu að hægt sé að virkja í
það minnsta 400 megavött á svæð-
inu. Til þess þarf að leysa hnútinn
sem bundinn var með úrskurði um-
hverfisráðherra. Sveitarfélagið hef-
ur í viðræðum við Alcoa lagt mikla
áherslu á að samningar um bygg-
ingu álversins verði kláraðir sem
fyrst. En eins og áður er sagt er
það ekki framkvæmanlegt fyrr en
búið er að staðfesta að nægjanleg
orka sé fyrir hendi.
Ástæða þess að Norðurþing hef-
ur lagt áherslu á að klára samninga
við fjárfestinn er að ekki er búandi
öllu lengur við það óvissuástand
sem hugsanleg fjárfesting af þess-
ari stærðargráðu skapar. Því fyrr
sem ákvörðun er tekin, því betra
fyrir samfélagið. Yfirgnæfandi líkur
eru á því að samningar um helstu
lykilatriði náist við Alcoa næsta
haust. Búast má við því að fram-
kvæmdir við virkjanir og álver geti
þá hafist árið 2010. Eðli jarð-
varmavirkjana er þannig að best er
að taka þær í notkun í áföngum,
eftir því sem borunum og öðrum
framkvæmdum miðar áfram og
þannig má búast við stöðugum
framkvæmdum frá frá árinu 2010
til 2015. Framkvæmdir við álver og
virkjanir myndu dreifast á 6 ár sem
er jákvætt fyrir samfélagið.
Verum bjartsýn
Ekki er hægt að fullyrða að
samningar náist við Alcoa en á það
verður látið reyna næsta haust af
fullri einurð. Það er hins vegar
hægt að fullyrða að við Þingeyingar
búum yfir einstöku tækifæri til að
styrkja atvinnulíf okkar til langrar
framtíðar með því að nýta orku
sem býr í jörð í Þingeyjarsýslu.
Erfitt er að finna nokkurt annað
samfélag utan höfuðborgarsvæð-
isins sem býr yfir viðlíka vaxt-
armöguleikum. Mikilvægt er að við
gerum okkur grein fyrir þessari
stöðu okkar og að við nálgumst
verkefni dagsins í dag með bjart-
sýni. Samstaða okkar um það að
orka í Þingeyjarsýslum skuli nýtt í
heimabyggð þarf að vera órofin og
við látum enga stöðva okkur í að
nýta þau tækifæri.
Jón Helgi Björnsson
skrifar um vænt-
anlegt álver á
Bakka
» Sveitarfélagið
Norðurþing hefur
í viðræðum við Alcoa
lagt mikla áherslu á að
samningar um byggingu
álversins verði kláraðir
sem fyrst.
Jón Helgi Björnsson
Höfundur er oddviti
Sjálfstæðisflokksins og óháðra
í sveitarstjórn Norðurþings.
Látum ekki hrekja
okkur af leið