Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Það er forvitnilegt að skoðahvernig formönnum stjórn- málaflokkanna gengur að sannfæra eigin fylgismenn um stefnu sína í gjaldmiðilsmálum.     Þetta má sjá með því að skoðahvernig stuðningsmenn flokk- anna svara í nýrri könnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Þar var spurt hvort menn væru hlynntir upptöku evru hér á landi í stað ís- lenzku krón- unnar. Yfir 55% landsmanna vilja evruna, en um 30% krónuna.     Ingibjörg Sól-rún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, telur að krónan njóti ekki trausts. Flokkur hennar vill evru og ESB- aðild. Og 78% stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja evru.     Geir H. Haarde, formaður Sjálf-stæðisflokksins, telur krónuna áfram góðan kost. Af stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins eru 34% sammála honum, en um 50% vilja heldur evruna.     Guðni Ágústsson, formaðurFramsóknarflokksins, er krónumaður. Það eru líka um 40% stuðningsmanna Framsóknar – en yfir 45% vilja frekar evruna.     Og ekki vill Steingrímur J. Sigfús-son, formaður Vinstri grænna, evruna. Hana vill hins vegar hátt í helmingur stuðningsmanna VG. Um 34% vilja halda í krónuna.     Hvernig stendur á þessum mis-munandi sannfæringarkrafti flokksformannanna?     Eru buddur almennings farnar aðkveinka sér undan krónunni? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ósannfærandi krónustefna?                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -                                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    ! "## $   ##  %# %                    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? % %& &%    %& %  %& %& &%   %&! %&   %& %& % !%! !%& !% !%!                             *$BC                            ! "  #$%     *! $$ B *! '( ) #  #( #    * <2 <! <2 <! <2 ' ) #+ $ ,#-.  D$ -            /    E  & '( #    )        *         +'      <   E87  & '( #    )        *         +'        #                   ,  #      ' #)        /0 ##11 ##2  #+ $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR BYGGÐARÁÐ sveitarfélagsins Skagafjarðar bókaði á fundi sín- um á föstudag mótmæli við hug- myndum um flutning innanlands- flugsins úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Í bókuninni segir að Reykjavíkurflugvöllur gegni mik- ilvægu hlutverki í öryggisneti landsmanna þar sem nálægðin við Landsspítalann sé hvað mikilvæg- ust. „Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu, viðskipta-, menning- ar- og menntalífi landsins, sem hefur meginstarfsemi í höfuð- borginni, má ekki takmarka frek- ar en fjarlægðir gera nú þegar. Á það skal minnt að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og því hafa borgaryfirvöld skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum,“ segir í bókuninni og skor- ar byggðaráð Skagafjarðar á borgaryfirvöld og ríkisvaldið að kveða endanlega upp úr með stað- setningu Reykjavíkurflugvallar í nágrenni miðborgarinnar og hefja nú þegar tímabærar framkvæmd- ir við nýja samgöngumiðstöð. Skagfirðingar mótmæla flutningi úr Vatnsmýri Dalvík | Fimm börn á aldrinum 11 til 13 ára frá Ittoqqortoormiit eða Scorysbysundi á Grænlandi voru nýverið stödd í Dalvíkurbyggð. Ittoqqortoormiit er vinabær byggðarinnar. Börnunum til að- stoðar eru Sabine Moratz og Dina Lorentzen en þær vinna báðar við Kutsadda, nokkurs konar skólavist- un eða félagsmiðstöð fyrir börn 5-13 ára sem geta þar sinnt ýmsum við- fangsefnum eftir skóla á daginn. Á meðan á dvöl hópsins stendur nýta börnin tímann til að læra að synda og gengur afar vel hjá þeim þrátt fyrir að hafa ekki fyrr stundað sund, að sögn Bjarna Gunnarssonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Dalvík- urbyggðar. Þau fara víða í heimsóknir, skól- arnir í sveitarfélaginu njóta þess að fá þau í heimsókn, þau snæða hádeg- isverð á degi hverjum með nemend- um í Dalvíkurskóla og fara svo á hestbak og skreppa í réttir. Með heimsókninni er vonast til að hægt verði að treysta enn frekar bönd milli sveitarfélaganna. „Græn- lensku börnin hafa skemmt sér vel og eru himinlifandi yfir öllu sem hér ber fyrir augu en þau hafa einnig getað miðlað mörgu merkilegu til jafnaldra sinna hér sem þeir vissu ekki fyrir,“ segir Bjarni. Læra og leika sér Grænlensku ungmennin hafa nóg fyrir stafni á Dalvík. Synda, ríða út og skreppa í réttir Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Elma Rún Krist- insdóttir og Emil Örn Gunnarsson voru krýnd lestrardrottning og lestrarkóngur á uppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafni Reykja- nesbæjar á laugardag. Krýningin er til komin vegna þess hversu vel þau stóðu sig í sumarlestrinum í ár. Þau lásu fjölbreyttan bókakost, skrifuðu góðar umsagnir alveg sjálf og lásu margar bækur, en kóngurinn og drottningin eru að- eins 7 ára. Bóksafn Reykjanesbæjar hefur boðið upp á sumarlestur frá árinu 2004. Þátttaka hefur vaxið ár frá ári og þetta sumarið var slegið enn eitt lestrarmet. 255 börn lásu 1990 bækur eða 7,8 hver. Þennan mikla fjölda má þakka þremur sprettles- urum sem tóku þátt í sumar. Þetta voru lestrarkóngurinn og lestrar- drottningin frá því í fyrra, Birkir Orri Viðarsson og Heiðrún Birta Sveinsdóttir og yngri bróðir henn- ar, Hafþór Bjartur Sveinsson. Samanlagt lásu þau 191 bók og fengu sérstök verðlaun. Krýningin í fyrra var þeim hvatning til að lesa enn meira í ár, en sumarlest- urinn er þó ekki keppni, heldur fær hver og einn að njóta sín á sín- um forsendum. Markmiðið er að kynna þeim dásemd lesturs og opna þeim nýja heima. Herdís Egilsdóttir rithöfundur gladdi börnin með nærveru sinni og las fyrir þau nýju skessubókina, Sigga og skessan á Suðurnesjum, en þar fá lesendur að vita hvernig stendur á því að skessan er flutt til Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lestrarkóngurinn Emil Örn Gunnarsson og lestrardrottningin Elma Rún Kristinsdóttir stóðu sig afar vel. Lestrarkóngur og lestrardrottning krýnd  Sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar formlega slitið með uppskeruhátíð  255 börn lásu samtals 1.990 bækur Í HNOTSKURN »Bókasafn Reykjanesbæjarhefur boðið grunnskóla- börnum upp á sumarlestur frá 2004. »Í ár var slegið lestrarmet.Meðaltalsútreikningar gefa niðurstöðuna 7,8 bækur á hvern þátttakanda. »Lestrarkóngurinn og lestr-ardrottningin frá í fyrra efldust við krýninguna og urðu sprettlesarar sumarsins. »Börnin þurfa að skila innumsögn um hverja lesna bók og fá hvatningarverðlaun eftir hverjar þrjár lesnar. BROTIST var inn í einbýlishús við Hverafold í Reykjavík á sjötta tím- anum í gær. Lögregla telur að styggð hafi komið að þjófnum er húsráðendur bar að garði. Þjóf- urinn forðaði sér út bakdyramegin en skór hans fundust í garðinum. „Þjófurinn komst undan með eitt- hvert þýfi en hann flýtti sér svo mikið að hann hljóp af sér báða skóna,“ sagði varðstjóri lögreglu höfuðborgarsvæðisins við mbl.is. Lögreglan var kvödd á staðinn og leitaði í nágrenninu að manni á sokkaleistunum en það bar ekki ár- angur. Ekki fylgdu nánari upplýsingar um skóna sem þjófurinn skildi eftir. Þjófurinn hljóp af sér skóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.