Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 23
FRUMVARP um sjúkratryggingar er orðið að lögum. En eins og allir vita er eitt að setja lög og annað að fara eftir þeim. Framhaldið veltur á framkvæmd- inni. Nú tekur við innleiðing þeirrar að- ferðarfræði sem lögin boða. Innleiðing þess- arar aðferðarfræði er langtíma samstarfs- verkefni allra stofn- ana innan heilbrigð- iskerfisins. Í lykilhlutverki verður Sjúkratrygg- ingastofnun, ný stjórnsýslustofnun sem mun annast framkvæmd laganna. Hér er á ferðinni vandmeðfarið og nokkuð marg- slungið viðfangsefni sem felur í sér nýja hugsun. Heilbrigðismál eru flókinn málaflokkur. Innviðir heil- brigðiskerfisins eru margir og ólík- ir og gangverk kerfisins afar dýna- mískt. Þegar farið er inn á nýjar brautir í slíkum kerfum skyldi eng- inn gera lítið úr þeim hættum sem því kann að fylgja. Það er vitað að hvers kyns inngrip eða breytingar á kerfinu hafa ekki einungis fyr- irséð áhrif, – heldur einnig ófyr- irséðar afleiðingar sem oftast koma ekki fram fyrr en löngu síðar. Í tiltölulega stuttri en snarpri umræðu um frumvarpið komu fram ýmis varnaðarorð. Vil ég gera að umtalsefni varnaðarorð prófess- ors Allyson Pollock sem hingað kom með erindi um þær ófarir sem breytingar innan breska heilbrigð- iskerfisins höfðu í för með sér. Allyson gefur lýsandi mynd af því ástandi sem hún telur vera beina afleiðingu þess að þar var komið á fyrirkomulagi kaup- enda og seljenda í kerfinu. Það veikir málflutn- ing Allyson að hún kemur ekki fram með sannfærandi greiningu á því hvaða aðstæður gerðu yfirtöku mark- aðsafla á stefnunni mögulega og hvers vegna þetta gerðist í Englandi. M.ö.o.: hún setur þessa atburði ekki í nægilega upp- lýsandi samhengi til að fólk fái skilið hvernig þetta gat gerst og hvers vegna. Allyson kynnir mikið safn gagna máli sínu til stuðnings, en ekki er að sjá að hún notist við fræðileg skýringalíkön við greiningu gagnanna. En það dregur verulega úr möguleikum Allyson til að rétt- læta það að yfirfæra megi það sem þarna gerðist yfir á önnur heil- brigðiskerfi. Aftur á móti kemur Allyson með hárbeitta og allt að því tilfinningaþrungna pólitíska greiningu á þessum atburðum og þykjast sumir fræðimenn sjá að þar sé marxískum gleraugum beitt, en Allyson er nokkuð umdeildur fræðimaður í heimalandi sínu. Það er hins vegar rétt hjá Ally- son að það fylgir ákveðin áhætta slíkum kerfisbreytingum. Til þess að varast hætturnar er nauðsyn- legt að geta svarað nokkrum „ana- lýtískum“ spurningum um það hvað gerðist nákvæmlega, hvers vegna gerast svona hlutir, hvernig gerast þeir og hvað var það, sem gerði það mögulegt að láta málin fara svona úrskeiðis í Englandi á þessum tíma? Með því að skilja þetta getum við fundið út hvað af því sem þar gerðist gæti átt við á Íslandi, lært af þeirri reynslu og gert ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona „slys“ gerist hér. Við samanburð á kerfisbreyting- unum í Englandi og á Íslandi má sjá að ríkisstjórnir þessara landa eru að beita sams konar lausnum en við afar ólíkar aðstæður. Í stuttu máli má t.d. lesa af með- fylgjandi töflu að við upphaf breyt- inga í Englandi var þjónustugeta í kerfinu mæld í fjölda starfandi lækna á hverja 1000 íbúa lítil, heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu (VLF) lág miðað við OECD- lönd og hlutfall 65 ára og eldri af heildaríbúafjölda nokkuð hátt. Þá höfðu langir biðlistar verið þar krónískt vandamál í áraraðir og gæði þjónustunnar léleg. Nánast öllu þessu er öfugt farið hér á Ís- landi nú við upphaf breytinga. En þær ófarir sem Allyson lýsir hófust fyrst fyrir alvöru eftir að Tony Blair lýsti því yfir í beinni sjónvarpsútsendingu árið 2002 að framlög til heilbrigðismála skyldu aukin með það að markmiði að út- gjöld sem hlutfall af VLF í Eng- landi árið 2008 hefðu náð meðaltali útgjalda OECD-landa. Yfirlýsingin kom án þess að stjórnvöld hefðu tilbúna áætlun um það hvernig staðið skyldi að úrbótum á kerfinu, aðra en þá að stórauka þjón- ustugetu kerfisins með því að, vel að merkja, flytja inn bæði lækna og tæki. Þarna átti að gefa vel á garðann til að auka valfrelsi not- enda. En þetta var ávísun á vand- ræði – innlend og erlend fyrirtæki settust að kjötkötlum ríkisstjórn- arinnar. Eins og fyrr segir eru aðstæður hins vegar allt aðrar á Íslandi. Með dýrt heilbrigðiskerfi, mikla þjón- ustugetu og gæði er það ein meg- ináskorun íslenskra sjórnvalda að viðhalda slíkum gæðum til að kyn- slóðir framtíðarinnar fái notið sam- bærilegra gæða og við gerum í dag. Framkvæmd nýrra laga um sjúkratryggingar er ætlað að mæta þessari áskorun. Við framkvæmd- ina er brýnt að viðhafa heildarsýn á starfsemi kerfisins, en jafnframt að þekkja og meta aðstæður og áhættu rétt hverju sinni. Áhætta fylgir öllum breytingum. Við nú- verandi aðstæður er þó engu minni áhætta fólgin í því að breyta engu. Eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur » Áhrif nýrrar hugmyndar ræðst allt eins af framkvæmd- inni eins og af hugmyndinni sjálfri. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur PhD. „Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða“ 0/3 3/45 01/ 5 6/7 8/15 00/75 9   ,, -   1331    ,,A - A :224 ;F? EGH :227< ?   %   1222 -+  A<2"  "  J$ I ?       A > -+   67    Við nánari skoðun Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu leikskólann Fálkaborg í tilefni Breiðholtshátíðar sem hófst með pompi og prakt í gær. Ein stúlkan á leikskólanum hafði mestan áhuga á að skoða naglalakkið á tám forsetafrúarinnar enda eldrautt og áberandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 23 Valdís Thor Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 15. september 2008 Landsföðurlegur Geir – í vandræðum Athyglisvert var að hlusta á ræður manna í Silfri Eg- ils í gær. Augljóst er að sjálfstæðismenn vilja sem minnst gera úr þessu út- spili Árna Mathiesens að lögsækja ljósmæður í miðri kjaradeilu. Forsætisráðherra talaði eins og lögsóknin væri „lagatæknilegt“ úrskurðaratriðið sem „breytti ekki deilunni um kjörin“ eins og þetta væru tvö aðskilin mál algjörlega úr tengslum hvert við annað. Jebb … menn eru í stökustu vandræð- um, sem vonlegt er. Því það er auðvitað alveg sama hvað hver segir, lögsókn fjár- málaráðherra á ljósmæður nú þegar verk- föll eru hafin er auðvitað innlegg í sjálfa deiluna og fjarri því að vera óháð henni. Hafi þetta legið fyrir frá því í júlí að efa- semdir væru uppi um lögmæti uppsagna ljósmæðra, þá er þetta vægast sagt und- arleg tímasetning núna. Annars var Geir Hilmar bara landsföð- urlegur og traustvekjandi í samtalinu við Egil. Það var gott að heyra hann tala af föðurlegri visku eftir hrunadans efna- hagsumræðunnar í fyrri hluta þáttarins þar sem allt var á fallanda fæti, ævisparn- aður fólks horfinn í kreppuhít og ég veit ekki hvað. Ef Kristinn H. hefði ekki verið til staðar að stemma þau ósköp öllsömul af, veit ég ekki nema maður sæti enn stjarfur af skelfingu fyrir framan skjáinn. Meira: olinathorv.blog.is Salvör | 15. september 2008 Svartur mánudagur Þetta verður minn- isstæður dagur á verð- bréfamörkuðum, þetta verður svartur mánudag- ur. En hversu svartur hann verður kemur ekki í ljós fyrr en bandaríski hlutabréfamarkaðurinn verður opnaður. En menn búast við hinu versta, það er strax búið að nefna daginn Meltdown Monday og sagt er að dagurinn snúist um að þrauka af: „For most investors and bankers anywhere in the world, today will be a day to endure and sur- vive.“ Frændur okkar Danir eru eins og aðrir uggandi yfir ástandinu og það er panik í bankakerfinu þar og það er há- vær krafa um að ríkisstjórnin verði að taka í taumana. Hvað með íslensku ríkisstjórnina? Geir forsætisráðherra kallar kreppuna mótvind og gerir lítið úr efnahagserf- iðleikum. Er íslenska ríkisstjórnin eins konar hagrænn veðurviti sem situr í núna í Stjórnarráðinu og mælir mótvind- inn og spáir nokkrum vindstigum meira í dag en í gær? Eða er ríkisstjórnin núna á hugarflugsfundi að finna ný skrauthvörf fyrir orð svo ekki þurfi að nefna hlutina sínum réttum nöfnum? Það er erfitt núna í hringiðu atburða að átta sig á því hvað er að gerast. Það er þó eins og allt- af reynt að finna blóraböggla og fjár- málamarkaðir undanfarinna ára hafa verið eins og matador-spilaborð þar sem ekki eru endilega neinar raunverulegar eignir á bak við fjárfestingar. Meira: salvor.blog.is Guðsteinn Haukur / Zeriaph | 15. september 2008 Bæn mín er hjá ljósmæðrum Ég vona og bið fyrir því að þessari deilu ljúki sem fyrst og allir gangi sáttir frá borði. Sjálfur varð ég yfir mig hneykslaður þeg- ar fjármálaráðherra hæst- virtur ætlar að stefna ljósmæðrum og þvinga þær sem sögðu upp til vinnu aftur. Það er algjör skömm af fjármálaráðherra að mínu mati! Í fáum tungumálum nema íslensku er að finna jafnfagurt orð yfir þessa starfsstétt. Orðið ljósmóðir finnst mér afar fagurt sem lýsir þeirra göfuga starfi afspyrnuvel. Ef við berum þetta t.d. saman við ensku útgáfuna þá er að finna orðið „midwife“ sem er ekki eins fagurt og íslenska útgáfan. En ég lýsi yfir fullum stuðningi við ljós- mæður, og hef þær konur sem eru óléttar núna í bænum mínum og bið þess að allt fari vel þrátt fyrir ljósmóðurskortinn. Meira: zeriaph.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.