Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VINNUHÓPUR Alþjóðahval- veiðiráðsins, IWC, fundar á Flórída í Bandaríkjunum í vik- unni í þeim tilgangi að reyna að höggva á þá hnúta sem hindra að ráðið virki eins og það á að gera. Stefán Ás- mundsson, annar fulltrúi Ís- lands á fundinum, segir að verkefnið sé að skoða málið frá ýmsum hliðum og nið- urstöðurnar verði síðan rædd- ar á sérstökum aukafundi á næsta ári. Á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Santiago í Chile í sumar var samþykkt að koma á vinnuhópi, sem er ætlað að reyna að finna lausnir á efnis- legum ágreiningi aðildarríkja IWC. Fundur hópsins hófst á Flórída í Bandaríkjunum í gær og honum lýkur á föstu- dag, en fulltrúar liðlega 20 ríkja sitja fundinn. Skiptar skoðanir Stefán Ásmundsson segir að mjög skiptar skoðanir séu innan ráðsins og því sé ekki auðvelt að ganga frá sameig- inlegu samkomulagi, en á fundinum sé verið að reyna að leita leiða til þess að komast að samkomulagi, sem geti tryggt að IWC gegni því hlut- verki sem ráðið eigi að gegna. „Við vonum að það gangi sem best að þoka málunum áfram í viðræðunum í vikunni,“ segir Stefán. Reynt að höggva á hnúta í IWC Fundur vinnuhóps Alþjóðahval- veiðiráðsins hófst á Flórída í gær Morgunblaðið/Kristinn Veiðar Guðmundur Haraldsson á vélbátnum Nirði við undirbúning hrefnuveiða í Kópavogshöfn síðastliðið vor. ALLS hafa 22 alþingismenn ráðið sér jafn marga aðstoðarmenn í samræmi við ný lög og reglur sem tóku gildi í mars á þessu ári. Aðstoðarmenn formanna stjórnarand- stöðuflokkanna fá fullt þingfararkaup, 541.720 krónur, en aðstoðarmenn „óbreyttra“ þingmanna fá 25% af þingfar- arkaupi, um 135.000 krónur. Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi og eru ekki jafnframt ráðherrar, eiga rétt á að ráða sér aðstoðarmenn í fullt starf. Alþingismenn úr Norðvestur-, Norð- austur- og Suðurkjördæmi, sem eru ekki jafnframt ráðherrar eða flokksformenn, eiga rétt á að ráða sér aðstoðarmann í þriðj- ungsstarfshlutfall. Þrír þingmenn sem eiga rétt á aðstoð- armanni hafa ekki nýtt sér réttinn, þeir Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Kristinn H. Gunnarsson, skv. upplýsingum á vef Al- þingis. Ráðning aðstoðarmanns má fara fram án auglýsingar og hann má samhliða gegna öðru starfi. Samkvæmt reglum Alþingis ræður alþingismaður störfum aðstoð- armanns og ákveður verkefni hans en þau skulu vera í þágu hans sem þingmanns. Al- þingismönnum er bannað að ráða sem að- stoðarmann náið skyldmenni eða vensla- mann. Greiðslur fyrir kostnað Auk fastra launa á aðstoðarmaður rétt á ýmsum greiðslum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, s.s. styrk á móti far- símakostnaði, 60.000 krónur á ári, greiðslu fyrir útlögðum rekstrarkostnaði, þ.á m. fyr- ir leigu á skrifstofu í kjördæminu þar sem hann starfar, að hámarki 420.000 krónur á ári. Hann getur einnig fengið fartölvu að láni frá Alþingi. runarp@mbl.is 22 aðstoða alþingismenn  Flestir alþingismenn sem hafa rétt á að ráða aðstoðarmenn hafa nýtt sér réttinn  Þrír þingmenn eru aðstoðarmannslausir Morgunblaðið/ÞÖK Aðstoð Það er hlutastarf að aðstoða flesta alþingismenn. BARNAHEILL, Save the Children og rithöf- undar víða um heim hafa tekið höndum saman og hvetja til aðgerða til að tryggja öllum börnum skólagöngu fyrir árið 2015, en það er eitt af þús- aldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Rithöfundarnir hafa skrifað undir bréf, til leiðtoga ríkja heims og Ban-Ki Moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að herða róðurinn í baráttu gegn ólæsi og skorti á menntun. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, af- henti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanrík- isráðherra áskorunina með undirskrift 45 ís- lenskra rithöfunda, en utanríkisráðherra og forsætiráðherra sækja Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna síðar í mánuðinum þar sem þúsald- armarkmiðin verða til umræðu. Íslensk ung- menni voru viðstödd athöfnina í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Rithöfundar víða um heim krefjast þess að SÞ standi við markmið sín Morgunblaðið/G. Rúnar Öll börn fái skólagöngu fyrir árið 2015 Arnbjörg Sveinsdóttir – Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Atli Gíslason – Ragnheiður Eiríksdóttir Birkir J. Jónsson – Stefán Bogi Sveinsson Bjarni Harðarson – Ármann Ingi Sigurðsson Björk Guðjónsdóttir – Halldór Leví Björnsson Einar Már Sigurðarson – Örlygur Hnefill Örlygsson Guðbjartur Hannesson – Guðrún Vala Elísdóttir Guðni Ágústsson – Agnar Bragi Bragason Grétar Mar Jónsson – Guðrún María Óskarsdóttir Guðjón A. Kristjánsson – Magnús Þór Hafsteinsson Herdís Þórðardóttir – Eydís Aðalbjörnsdóttir Höskuldur Þórhallsson – Mínerva Björg Sverrisdóttir Jón Bjarnason – Telma Magnúsdóttir Karl V. Matthíasson – Hlédís Sveinsdóttir Kristján Þór Júlíusson – Anna Blöndal Lúðvík Bergvinsson – Árni Rúnar Þorvaldsson Magnús Stefánsson – Gunnar Bragi Sveinsson Ólöf Nordal – Kristín Ágústsdóttir Steingrímur J. Sigfússon – Finnur Ulf Dellsén Sturla Böðvarsson – Sigríður Finsen Valgerður Sverrisdóttir – Hallveig Björk Höskuldsdóttir Þuríður Backman – Huginn Freyr Þorsteinsson Alþingismenn og aðstoðarmenn STAÐA forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laus til umsóknar. Vé- steinn Ólason er forstöðumaður stofnunarinnar nú. Stofnunin er háskólastofnun sem hefur náin tengsl við Háskóla Ís- lands. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræð- um og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði miðaldafræða, ís- lenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á vefsíðu hennar: http:// www.arnastofnun.is. Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skal hafa hæfi sem prófessor á fræðasviði stofnunarinnar að mati þriggja manna dómnefndar sem menntamálaráðherra skipar. For- stöðumaður stjórnar starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann ræð- ur starfsmenn hennar og er í fyr- irsvari fyrir hana. Hann ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Menntamálaráðherra skipar for- stöðumann til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um stofn- unina. Skipunartímabil forstöðu- manns er frá 1. mars 2009. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. október 2008. Staða forstöðu- manns Árna- stofnunar laus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.