Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 11
FRÉTTIR
TVEIR íslenskir tölvunarfræði-
nemar við Háskólann í Reykjavík
hlutu tvenn verðlaun fyrir loka-
verkefni sín á nýafstaðinni al-
þjóðlegri ráðstefnu sem haldin var
í Tókíó í Japan.
Verðlaunin hlutu þeir Bjarni
Þór Árnason og Ægir Þor-
steinsson á fræðasviði sýnd-
armenna (Intelligent Virtual
Agents).
Verkefnið, sem kallast „CADIA
BML Realizer“, er unnið í sam-
vinnu við Suður-Kaliforníuháskóla,
og er opið safn verkfæra til að
myndgera og kvika sýndarmenni í
þrívíðum sýndarheimum. Þetta er
fyrsta aðgengilega kvikunarvélin
sem tekur við hreyfilýsingu á
BML-formi ("Behavior Markup
Language"), sem er nýr alþjóð-
legur staðall til að lýsa nákvæmri
samhæfingu líkamshreyfinga, seg-
ir í frétt frá HR.
Verkefnið var sent í sérstaka
keppni nemendaverkefna í
tengslum við ráðstefnuna og deildi
fyrstu verðlaunum dómnefndar
með öðru verkefni, en fékk að
auki sérstök áheyrendaverðlaun í
almennri kosningu. Í umsögn um
verkefnið sagði dómnefnd að með
framlagi sínu stuðluðu Bjarni og
Ægir meðal annars að bættri sam-
vinnu alþjóðlegra rannsóknarhópa
á sviði sýndarmenna þar sem lítið
hefur verið um stöðluð og að-
gengileg verkfæri fram að þessu.
BSc-lokaverkefni Bjarna Þórs
og Ægis var unnið hjá Gervi-
greindarsetri Háskólans í Reykja-
vík sl. vor undir leiðsögn Hann-
esar Högna Vilhjálmssonar,
lektors við tölvunarfræðideild HR.
Þess má geta að á þessari ráð-
stefnu fluttu að auki tveir meist-
aranemar Gervigreindarsetursins
fræðierindi, og var grein annars
þeirra, Guðnýjar Rögnu Jóns-
dóttur, tilnefnd til verðlauna sem
besta fræðigrein nemanda.
Tölvunarfræði Bjarni Þór Árnason
tekur við verðlaunum þeirra félaga
á fræðasviði sýndarmenna.
Verðlaunaðir fyrir
sýndarmenni
SAMGÖNGUVIKA verður sett í
dag í sjötta sinn. Að henni standa
um 2.000 borgir víðsvegar í Evr-
ópu. Yfirskrift vikunnar er „Hreint
loft fyrir alla“.
Við setninguna verður Sam-
göngublómið afhent hverfum árs-
ins sem eru Grafarvogur og Kjal-
arnes.
Samgönguvika
í sjötta sinn
NÝR þjónustusamningur milli
Íbúðalánasjóðs og Alþjóðahúss var
undirritaður í gær. Markmið samn-
ingsins er að efla þjónustu við nýja
íbúa í íslensku samfélagi.
Íbúðalánasjóður mun í samvinnu
við Alþjóðahús stuðla að því að all-
ar helstu upplýsingar sem við-
skiptavinum sjóðsins standa til
boða á íslensku verði einnig að-
gengilegar á móðurmáli stærstu
hópa innflytjenda. Íbúðalánasjóður
kaupir af Alþjóðahúsinu samkvæmt
nánari skilgreiningu sjóðsins þýð-
ingar á efni á vefsíðunum ils.is og
ibudalan.is á pólsku, rússnesku, taí-
lensku, víetnömsku og portúgölsku.
Þá býðst þeim viðskiptavinum
Íbúðalánasjóðs sem þess óska túlka-
þjónusta, þannig að þeir geti stund-
að viðskipti sín við sjóðinn vand-
ræðalaust og af öryggi.
Á vegum Alþjóðahúss verða
haldnir fyrirlestrar fyrir starfs-
menn Íbúðalánasjóðs um málefni
innflytjenda og aðlögun málfars
þegar talað er við fólk sem kann lít-
ið í íslensku. Þá tekur Íbúðalána-
sjóður saman fagorðasafn sem Al-
þjóðahús sér um að þýða á helstu
tungumál innflytjenda.
Aukin þjónusta
við nýja íbúa
Aukin þjónusta Guðmundur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs, og Einar Skúlason,
framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FRÁ því að rússneskar herflugvélar
fóru aftur að láta á sér kræla við Ís-
landsstrendur eftir að bandaríska
herliðið hvarf af landi brott árið 2006
hafa Rússarnir næst farið í um 35 sjó-
mílna fjarlægð frá landi, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Loft-
helgi Íslands er 12 sjómílur.
Það er ekkert sem bannar Rússum
að fljúga um loftvarnarsvæðið enda
hefur það enga formlega stöðu að
þjóðarrétti. Mörk þess eru ákveðin
einhliða. Með því einu að fljúga inn
fyrir varnarsvæðið hafa Rússar því
engar reglur brotið.
Bandaríkjaher og yfirherstjórn
Atlantshafsbandalagsins ákváðu á
sínum tíma hvert væri loftvarnar-
svæði Íslands. Eftir að bandaríski
herinn hvarf héðan ákvað NATO, í
samráði við íslensk stjórnvöld, að loft-
varnarsvæðið yrði óbreytt, að sögn
Urðar Gunnarsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Mörk
íslenska loftvarnarsvæðisins liggja
upp að loftvarnarsvæðum annarra
aðildarríkja NATO og er það hluti af
loftvarnarsvæði NATO.
Ekki í takt við þróun
Frá 2006 hafa rússneskar herflug-
vélar farið í 18 ferðir um loftvarnar-
svæði Íslands. Að sögn Urðar hafa
Rússar aðeins tilkynnt um flug í einu
tilviki en að öðru leyti hafa þeir ávallt
komið óboðnir og án fyrirvara. Slíkt
sé ekki vel séð af íslenskum stjórn-
völdum, bæði vegna þess að um er að
ræða sprengjuflugvélar en einnig
vegna þess að rússnesku vélarnar til-
kynna ekki komu sína inn í íslenska
flugstjórnarsvæðið. Urður bendir á
að mjög hafi dregið úr vígbúnaði á
norðurslóðum, í kjölfar þess að kalda
stríðinu lauk. Flug rússnesku
sprengjuflugvélanna í gegnum ís-
lenska loftvarnarsvæðið gangi þvert
á þessa þróun og engin sjáanleg
ástæða sé fyrir því.
Lofthelgi ekki rofin
Þótt Rússarnir hafi farið býsna ná-
lægt landi hafa þeir verið töluvert
fyrir utan íslensku lofthelgina. Um
lofthelgi gilda alþjóðlegir samningar
og um lofthelgi Íslands mega þeir
einungis fljúga sem hafa gert um það
samninga og hafa tilkynnt um ferðir
sínar. Skv. lögum er lofthelgi Íslands
dregin 12 sjómílur út frá grunnlínu
og er það hámarksstærð lofthelgi.
Það væri grafalvarlegt mál færi ein-
hver óboðinn inn fyrir lofthelgina,
hvað þá ef um væri að ræða erlenda
herflugvél. Í íslenskum lögum og
reglum er hins vegar ekkert að finna
um hversu víðáttumikið loftvarn-
arsvæði Íslands er og að sögn Urðar
Gunnarsdóttur eru nákvæm mörk
þess ekki gefin upp.
Á hinn bóginn er hægt að draga
ákveðnar ályktanir um stærð svæð-
isins út frá því hversu langt ratsjár á
Íslandi draga, þ.e. hve langt íslenska
loftvarnarkerfið nær á haf út. Þá hafa
þær upplýsingar áður fengist hjá ut-
anríkisráðuneytinu að svæðið nái 97-
200 sjómílur út fyrir landsteinana.
Varnarmálastofnun sér um eftirlit
með loftvarnarsvæði Íslands með rat-
sjárkerfi sem stofnunin fékk í arf frá
Ratsjárstofnun. Þar er fylgst með
varnarsvæðinu allan sólarhringinn og
gripið til viðeigandi ráðstafana komi
óþekkt flugvél inn á ratsjá. Slíkum
upplýsingum er komið áfram til
NATO og ef flugsveit er á landinu í
loftrýmiseftirliti er tekin ákvörðun
um hvort hún verði send á móti hin-
um óboðna gesti. Þá er upplýsingum
komið áfram til Flugstoða sem
stjórnar umferð um hið geysi-
víðfeðma íslenska flugstjórnarsvæði.
Skv. upplýsingum frá Flugstoðum
ber öllum sem fara um íslenska flug-
umsjónarsvæðið að senda inn flug-
áætlun og fá flugheimild. Ef slíkt er
ekki gert er það skráð sem atvik og
það tilkynnt til rannsóknarnefndar
flugslysa og Flugmálastjórnar.
Rússarnir í 35 sjómílna
fjarlægð frá landi
!
Mörk loftvarnar-
svæðisins dregin
af Bandaríkjaher
og NATO
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
segist ekki hafa fengið neinar vísbendingar um að
Bandaríkjamenn hafi áhuga á að leita eftir hernaðar-
aðstöðu hér á landi á ný þrátt auknar ferðir Rússa um
N-Atlantshafið og loftvarnasvæði Íslands.
„Við teljum eins og staðan er núna að ekki stafi ógn
af Rússum og þar af leiðandi sé ég ekki ástæðu til þess
að grípa til einhvers sérstaks viðbúnaðar. Þar af leiðir
að það eru engin rök fyrir því að Bandaríkjamenn fari
að leita hófanna við okkur um að koma hingað aftur,“
segir hún. Ingibjörg Sólrún bendir á að eftirlit sé með
umferð um lofthelgi Íslands. Hún minnir á að sérstök
hættumatsnefnd er að störfum og menn bíði eftir að hún skili af sér. „Þá
verður hægt að taka umræðu um þessi mál í ljósi niðurstöðu hennar,“
segir hún.
„Við erum með flugeftirlitskerfi okkar, ratsjárkerfið og þetta árs-
fjórðungslega loftrýmiseftirlit. Á meðan við metum ekki að það stafi
ógn af Rússunum, þá grípum við ekki til frekari aðgerða.“ omfr@mbl.is
Ekki sérstakan viðbúnað
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir