Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ENGAR breytingar hafa orðið á út-
söluverði á bensíni og dísilolíu hjá
olíufélögunum þrátt fyrir umtals-
verðar lækkanir á hráolíu á heims-
markaði að undanförnu. Eldsneytis-
verð hefur að mestu haldist óbreytt
hjá félögunum frá 20. ágúst.
Talsmenn olíufélaga, sem rætt var
við í gær, benda á að á móti nýlegum
lækkunum á heimsmarkaði vegi
óhagstæð gengisþróun sem standi í
vegi fyrir því að unnt sé að lækka
eldsneytisverðs til neytenda hér á
landi eins og sakir standa.
Einn viðmælandi segir sveiflurnar
á alþjóðamörkuðum ótrúlegar en á
móti komi að gengisvísitalan hafi far-
ið upp í 170 og aldrei verið hærri.
Styrking á gengi Bandaríkjadals hafi
étið upp verðlækkunina. Ef gengið
hefði haldist stöðugt síðustu tvær til
þrjár vikur væri búið að lækka bens-
ínverð hér á landi um 6-7 krónur.
Haldi hráolíuverð hins vegar áfram
að lækka næstu daga hljóti það að
kalla á einhverjar breytingar á út-
söluverðinu hér.
Algengasta verð á 95 oktana bens-
íni í sjálfsafgreiðslu er í dag 165,70 kr.
Og á dísilolíu 181,60 kr. Verð á tunnu
af hráolíu á heimsmarkaði nálgast nú
95 dali en svo lágt hefur verðið ekki
verið í hálft ár. Viðmælendur hjá olíu-
félögunum segjast gera sitt besta til
að verðið endurspegli heimsmark-
aðsverðið en gengisflöktið og veiking
krónunnar gagnvart dollar setji
mönnum stólinn fyrir dyrnar.
Skýrari vísbendingar á morgun
Sú spurning er hins vegar áleitin
hvort verðlækkun á hráolíu á mörk-
uðum frá því um mitt sumar sé meiri
en nemur gengissigi krónunnar og
hvort sá munur hafi skilað sér í út-
söluverðinu. Gjaldþrot Lehman
Brothers og sviptingar á fjár-
málamörkuðum áttu í gær stærstan
hlut að máli þegar viðmiðunarverð á
hráolíu lækkaði niður fyrir 96 Banda-
ríkjadali tunnan. Hefur verðið ekki
verið lægra frá því í lok mars sl. Á
þeim tíma var algengt verð á 95 okt.
bensíni nálægt 155 kr. lítrinn. En á
þeim tæplega 6 mánuðum sem liðnir
eru hefur gengi dollars styrkst um
tæp 17%. Gengi Bandaríkjadals var
þá 77,94 kr en stóð í 91,05 kr. við lok-
un markaða í gær. Gengisvísitalan
var 157,70 stig í lok mars sl. þegar
verð á olíutunnu var svipað og eftir
lækkanirnar í gær en vísitalan end-
aði í 169,90 við lokun markaða í gær.
Fæstir treysta sér til að spá hver
þróun heimsmarkaðsverðsins verður
á næstu dögum og vikum. „Það er
fátt sem bendir til að verðið fari jafn-
hratt upp og það hefur farið niður,“
segir Már Erlingsson, innkaupa-
stjóri hjá Skeljungi. Magnús Ás-
geirsson, innkaupastjóri hjá N1, seg-
ir óvissuna talsverða. Hráolíuverðið
hafi sveiflast í gær en á morgun gætu
komið fram skýrari vísbendingar um
hvert stefnir þegar birtar verða
birgðatölur eldsneytis í Bandaríkj-
unum.
Styrking doll-
ars étur upp
lækkunina
!
STARFSHÓPUR um fyrirkomulag flutnings-
jöfnunar leggur til að flutningsjöfnunarsjóður
olíuvara verði starfræktur áfram, en að lögin
um hann verði endurskoðuð.
Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins
sem viðskiptaráðherra skipaði í árslok í fyrra.
Hópurinn átti meðal annars að meta þau áhrif
sem yrðu þegar flutningsjöfnunarsjóður olíu-
vara yrði lagður niður, með hvaða hætti ætti að
mæta þeim og jafna flutningskostnað almennt.
Starfshópurinn telur að verði flutningsjöfn-
unarsjóður olíuvara lagður niður „sé raun-
veruleg hætta á því að eldsneytisverð á af-
Ennfremur að lagt verði mat á hugsanlegan
kostnað við rekstur strandflutningaskips og
væntanlegan hlut ríkisins eftir útboð.
Undanþáguákvæði kannað
Starfshópurinn segir að ein móttökustöð
ÁTVR skekki mjög samkeppnisstöðu inn-
lendra áfengisframleiðenda og fyrirkomulag-
inu megi breyta.
Þá leggur starfshópurinn til að kannað verði
hvernig undanþáguákvæði 53. gr. tollalaga
hafi verið beitt og hvort ástæða sé til að breyta
því. steinthor@mbl.is
ingskostnaði olíuvara sé að mörgu leyti einfalt
og skilvirkt. Í sambandi við flutningsstyrki til
framleiðslufyrirtækja leggur starfshópurinn
til að tímabundið verði komið á sambærilegu
kerfi og gildir í Noregi. Sú ívilnun sem felist í
reglunum þar flokkist sem ríkisstyrkur sam-
kvæmt þeim reglum sem gildi á Evrópska
efnahagssvæðinu og telja verði líklegt að
Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti sambæri-
legt kerfi, aðlagað íslenskum aðstæðum.
Varðandi sjóflutninga vill hópurinn að lagt
verði mat á stórflutningaþörf um landið og
áhrif þess á vegakerfið í sliti á þjóðvegum.
skekktari svæðum landsins verði hærra en á
þéttbýlli svæðum þar sem arðbærara er að
halda úti sölu á eldsneyti. Þá telur starfshóp-
urinn að ekki liggi fyrir með óyggjandi hætti
að starfsemi sjóðsins geti talist samkeppnis-
hamlandi á afskekktari svæðum. Starfshópur-
inn mælir með því að sjóðurinn verði starf-
ræktur áfram en að lögin um hann verði
endurskoðuð m.a. með það í huga að afmarka á
annan hátt þau landsvæði sem jöfnunin tekur
til.“
Í niðurstöðum hópsins kemur fram það álit
að ríkjandi fyrirkomulag við jöfnun á flutn-
Leggur til að flutningsjöfnunarsjóður
olíuvara verði starfræktur áfram
UNNIÐ hefur verið að gagngerum endurbótum innandyra í Akureyrar-
kirkju undanfarið og kirkjan því lokuð. Bekkirnir eru í gámum fyrir utan
húsið og raunar fátt innandyra sem minnir á hvunndaginn annað en kross-
inn fallegi ofan kórsins og auðvitað steindu gluggarnir litskrúðugu og
fögru.
Verið er að mála loft og veggi kirkjunnar auk þess sem hljóðkerfið verð-
ur endurnýjað og skipt um allar perur og lagnir að ljósum. Samkvæmt upp-
lýsingum Sveins Jónassonar kirkjuvarðar eru 18 ár síðan var kirkjan var
síðast máluð innan og lýsingin var síðast tekin í gegn árið 1960. Núverandi
hljóðkerfi er um aldarfjórðungs gamalt. Kirkjan verður lokuð til laugar-
dagsins 20. september næstkomandi, en áætlað er að hefja vetrarstarfið
með fjölskylduguðsþjónustu daginn eftir. skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Málarar og rafvirkjar við
völd í Akureyrarkirkju
Klifrað á Krists vegum
RÚMLEGA 55% eru fylgjandi evru
en 30% á móti, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem Capacent Gall-
up gerði fyrir Samtök iðnaðarins.
Óákveðnir eru 14%.
Karlar eru hlynntari upptöku
gjaldmiðilsins en konur en tæp 63%
karla vilja taka upp evru en 48%
kvenna. Þá eru færri grunnskóla-
prófsmenntaðra fylgjandi upptöku
evru, eða 49% til móts við 59% há-
skólamenntaðra.
Meirihluti þeirra sem eru með
yfir 800 þúsund krónur í laun á
mánuði eru fylgjandi evru, eða 63%
og 24% eru á móti. Þá er helmingur
þeirra sem hafa undir 250 þúsund
krónum í mánaðarlaun fylgjandi
gjaldmiðlinum en 40% á móti.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru
jákvæðari gagnvart evru en íbúar
landsbyggðarinnar. Um 78% stuðn-
ingsmanna Samfylkingarinnar eru
hlynntir því að taka upp evru en
13% eru því andvígir. Þegar litið er
til stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins eru 50% hlynntir en 35%
þeirra eru því andvígir.
Meirihlutinn
vill evru
Reuters
ENN fjölgar
þeim sem sækja
sér þjónustu
Landspítalans,
en þeir voru fjög-
ur þúsund fleiri
fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama
tíma í fyrra.
Þetta kemur
fram í nýjum starfsemistölum spít-
alans. Þá eru komur á göngudeildir
spítalans um 13 þúsund fleiri en í
fyrra en komum á dagdeildir hins
vegar fækkar.
Fjöldi koma á slysa- og bráða-
móttökur er svipaður milli ára en
þeim sem þangað leita og eru lagðir
inn á spítalann hefur fækkað um
4,5%. Heldur meira hefur þurft að
draga úr sjúkrahústengdum heima-
vitjunum í sumar en á síðasta ári.
Fleiri rannsóknir
Aukin aðsókn leiðir einnig til aukn-
ingar á rannsóknum til greiningar
sjúkdóma, svo sem rannsóknum á
sviði myndgreiningar, blóðmeina-
fræði og lífefnafræði. Þá voru fæð-
ingar 182 fleiri en á sama tíma í
fyrra. Heildarfjöldi innlagna á spít-
alann er svipaður milli ára, en legu-
dögum fækkar jafnt og þétt og
meðallegutími styttist.
sunna@mbl.is
Fæðingum
fjölgar enn
Sé verð á bensíni og dísilolíu, sem
íslenskum neytendum stendur til
boða, borið saman við verð í ná-
grannalöndum, kemur í ljós að
smásöluverð á þessum eldsneyt-
istegundum er víða nokkru hærra
en hér. Danska vegagerðin birtir
hvern mánudag samanburð á verði
bensíns og dísilolíu í rúmlega 20
löndum umreiknað í evrum og
dönskum kr. Nýjustu upplýsing-
arnar voru birtar í gær og þar má
sjá að 95 oktana bensínlítrinn er
dýrastur í Noregi eða sem sam-
svarar rúmlega 213 íslenskum kr.
Ísland lendir í 17. sæti á þeim lista.
Lítrinn af dísilolíu er einnig dýr-
astur í Noregi eða rúmlega 212 ísl.
kr. Algengasta útsöluverð á dísil-
olíu á Íslandi skipar landinu í 9.
sæti.
Verðlagning á eldsneyti er og
verður undir smásjá neytenda.
Innan tíðar má búast við niður-
stöðum úttektar sem viðskipta-
ráðherra hefur óskað eftir á þróun
verðlags á olíumarkaði. Talsmenn
olíufélaganna standa á því fastar
en fótunum að ekkert sé óeðlilegt
við verðlagninguna.
Í níunda og 17. sæti