Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 19 MENNING NÝVERIÐ fannst pappakassi með 27 segulbandsspólum, eða um 13 klukkustunda hljóðritunum, í einu af húsunum sem sakamálahöfund- urinn vinsæli Agatha Christie átti. Á böndunum er rödd Christie, sem segir þar frá ævi sinni og verkum. „Fullkominn egóisti,“ segir hún um Hercule Poirot, hinn snjalla belgíska spæjara sem hún skapaði. Samkvæmt The New York Times fann eina barnabarn rithöfundarins upptökurnar í húsi hennar í Devon. Christie las inn á böndin snemma á sjöunda áratugnum, fyrir sjálfs- ævisögu sem kom út eftir andlát hennar. Annars veitti Christie afar sjaldan viðtöl á sínum langa ferli. Hún var fædd árið 1890 en lést árið 1976. Árið áður hafði hún látið Poirot „deyja“ í skáldsögunni Curtain. Þótti dauði spæjarans það merkilegur að andlátsgrein var birt á forsíðu The New York Times. Christie skrifaði 66 saka- málasögur, 163 smásögur, 19 leik- rit, sjálfævisöguna og sex ást- arsögur undir dulnefni. Mikill áhugi er á verkum Christ- ie, en um hálf milljón eintaka af sögum hennar selst árlega. Ein- ungis hafa selst fleiri eintök af verkum Shakespeares og Biblíunni. „Þetta eru mjög persónulegar hljóðritanir,“ segir yfirmaður hjá Christie’s, sem fer með útgáfurétt- inn. „Það má endurskoða sitthvað í sjálfævisögunni með hliðsjón af þeim.“ Mun það vera ætlunin, sem og að gefa hluta hljóðritanna út, enda mikill áhugi á öllu sem við- kemur höfundarverki Christie. Höfundur- inn talar um sig og sína Rödd Agöthu Christ- ie á segulböndum Spennuhöfundurinn Agatha Christie er enn ein sú vinsælasta. ÁRLEGUR farskóli safna og safnmanna hefst á Ísafirði á morgun og stendur til 19. september. Umfjöllunarefni skólans að þessu sinni er menningar- landslag og húsverndarmál, en einnig stendur til að heim- sækja söfn á norðanverðum Vestfjörðum. Skólastjóri að þessu sinni er Jón Sig- urpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vest- fjarða. Fjölmargir úr ýmsum greinum hafa framsögu í skólanum á morgun, en fundar- og pallborðs- stjórnandi verður Egill Helgason. Þjóðmenning Skóli safna og safn- manna á Ísafirði Jón Sigurpálsson ÞEIR sem hafa áhuga á bók- menntum geta notið útivistar í Breiðholtinu á morgun í stað þess að sitja heima og lesa, enda verður þá farin fyrsta bókmenntaganga vetrarins á svæðinu. Gengið verður hringur um Berg, Fell og Hóla og lesin sögubrot og ljóð. Lagt er upp með sögur sem gerast í Breið- holtinu eða skáld sem búið hafa í hverfinu. Breiðholtið hefur víða komið við í bók- menntum landans þótt það sé ungt hverfi í bygg- ingarsögunni. Gangan hefst í Gerðubergi kl. 17.30 og tekur um klukkustund. Bókmenntir Glæpir, tröll og ljóð í Breiðholtsgöngu Göngumóðir bókaormar. GUÐMUNDAR Guðmunds- sonar skólaskálds verður minnst á málþingi í Heklusetr- inu á Leirubakka næstkomandi laugardag. Fjallað verður um ljóðagerð þessa hugsjóna- manns sem deildi bæði á stríð og misrétti. Ljóð hans hafa lif- að með þjóðinni í sönglögum margra þekktustu tónskálda 20. aldar, þeirra á meðal „Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit“ og „Viltu með mér vaka er blómin sofa?“ Málþingið hefst kl. 14 og að því loknu gefst kvöldverðargestum kostur á að hlýða á ljóð Guð- mundar sungin. Bókmenntir Þingað um ljóð í Heklusetri Guðmundur Guðmundsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is KÓR Langholtskirkju tekur í nóv- ember þátt í flutningi á Níundu sin- fóníu Beethovens með Royal Philharmonic-sinfóníuhljóm- sveitinni, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. „Þetta er ekki verkefni sem að öðru jöfnu er á dagskrá hjá kirkju- kór,“ segir Jón Stefánsson kór- stjóri. Liverpool er ein af menning- arborgum Evrópu í ár og er kast- ljósinu meðal annars beint að nor- rænni listsköpun. Tveimur kórum frá Norðurlöndum, kór Langholts- kirkju og öðrum norskum, er boðið að taka þátt í flutningnum, ásamt The Royal Philharmonic-kórnum. „Þetta verk er fyrir rúmlega 200 manna kór og það er stórkostlegt að fá að flytja það undir stjórn Ashkenazys. Þetta er afar erfitt verk að syngja, næstum ósyngjandi, verk sem var hvílík gjörbylting.“ Í ferðinni til Liverpool syngur kórinn einnig á jólatónleikum í hinni stóru dómkirkju borgarinnar. Eivör Pálsdóttir og Björg Þórhalls- dóttir syngja einsöng með kórnum. Meðal annarra viðburða hjá Kór Langholtskirkju í vetur eru hinir vinsælu Jólasöngvar í desember. Í maí verða síðan stórtónleikar þar sem flutt verður verkið Dixit Dom- ino eftir Vivaldi. Kom verkið í leit- irnar árið 2005. Kór Langholtskirkju kemur fram í breyttri mynd í vetur, en auknar kröfur eru nú gerðar til kórfélaga. „Breytingarnar eru fyrst og fremst til að bæta kórinn. Hingað til hefur Kammerkór kirkjunnar verið hópur fólks á atvinnustigi en nú vil ég víkka það út þannig að sömu kröfur séu gerðar til söngv- ara í Kór Langholtskirkju. Þetta gerir okkur kleift að takast á við mun erfiðari verkefni,“ segir Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju kynnir fjölbreytilega vetrardagskrá og breytir skipulaginu Flytja þá Níundu í Liverpool Í Langholtskirkju „Þetta gerir okkur kleift að takast á við mun erfiðari verkefni,“ segir Jón Stefánsson um breytingar á Kór Langholtskirkju. Í HNOTSKURN » Kór Langholtskirkjukemur fram í Liverpool undir stjórn Vladimirs Ashkenazy í Níundu sinfóníu Beethovens. » Í maí flytur Kór Lang-holtskirkju verkin Dixit Dominus og Magnificat eftir Vivaldi. » Skipulagsbreytingarmiða að því að kórinn geti tekist á við erfiðari verkefni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég stend í sporum Magnúsar lagabæt-is, fyrsta konungs Íslands. Staðurinn– kirkjuhlað Stafangursdómkirkju, elstu dómkirkju Norðmanna, sem reist var á miðöldum eða 1125, þar sem Magnús og fað- ir hans, Hákon gamli lögðu á ráðin um að gera Ísland að skattanýlendu sinni. Hákon gamli sendi Gissur jarl Þorvaldsson til þess að mæla fyrir því að Íslendingar þekktust boð um ýmiss konar fríðindi í Noregi, gegn því að gangast konungi á hönd. Gissuri varð lítið ágengt þar til Hallvarður gullskór var sendur á eftir honum til þess að „klára dæm- ið.“ Íslendingar, langþreyttir á blóðugum erjum Sturlungaaldar, létu loks til leiðast; voru fegnir, ef eitthvað var. Sunnlendingar og Norðlendingar skrifuðu undir Gamla sáttmála í Lögréttu 1262, á síðasta valdaári Hákonar gamla. Vestlendingar og Vestfirð- ingar vorið eftir, en Austfirðingar ekki fyrr en 1264, þegar Magnús hafði tekið við af föður sínum. Ég horfi á staðinn þar sem Magnús byggði sér hús, við hlið dómkirkjunnar, sé aldirnar renna saman í eitt, sé sögu Íslendinga og Norðmanna renna saman í eitt. “Hvað ef…? verður stór spurning í þessu samhengi.    Í Stafangri á Rogalandi er fólgin stór ogmikil saga – ein sú elsta í Noregi og hún er vel varðeitt í húsum. Hér í jörð liggja elstu fornminjar Norðmanna, því landið þar um kring var það fyrsta í Noregi nútímans sem kom undan ísaldarjöklinum. Hér var fólk á vappi strax á járnöld, og endurgerðir járnaldarbæir skapa áhrifaríkt mótvægi við blokkir nútímans. Byggingalistin er sennilega það fyrsta sem vekur auga Íslendingsins. Miðbær Staf- angurs er gamall, - ekki bara fáein hús, heldur heilt hverfi húsa sem byggð voru frá lokum átjándu aldar og fram yfir aldamótin 1900. Eftir seinna stríð voru uppi stór og mikil áform um að rífa hverfið eins og það lagði sig – enda þá orðið lúið og ljótt – og byggja eitthvað nýmóðins og flott fyrir síld- argróðann. Stafangursbúar þakka það ein- um manni, Einari Hedén sem þá var bæj- ararkitekt, að ekkert varð úr því. Hann sá söguna í húsunum, sá hvaða aðdráttarafl þau gætu haft ef þeim væri sinnt, og árið 1956 samþykktu bæjaryfirvöld loks hug- myndir hans um að gefa húsunum annað líf, með því að koma þeim í upprunalegt horf. Húsin eru friðuð, velflest, en þó aðeins útlit- ið og götumyndin. Þannig standa þau enn í dag og gefa Stafangri ómældan sjarma. Hverfið er fullt af fólki, sem hefur kosið að búa þar, þótt húsin séu lítil og göturnar þröngar. Öll eru þau skjannahvít, þiljuð þversum, þannig að þau virka breiðari en þau eru. Ólíkt skrautflúruðum húsum frá sama tíma í Bergen eru gömlu húsin í Staf- angri einföld, hrein og bein, enginn út- skurður á gluggapóstum, í dyrum eða þak- köntum. Hér var peningum ekki varið í óþarfa hégóma, þeir fóru á þeim tíma í silf- ur hafsins, síldina.    Við höfnina er götumynd eldri húsa ekkijafn heilsteypt og í gamla bænum í brekkunni upp af henni. Eldgömul pakkhús og sjóbúðir standa þó enn í röðum á nokkr- um stöðum. Gamla tollhúsið, byggt 1905, er gríðarfalleg steinbygging, sem nú gegnir nýju hlutverki, með vinsælum veitingastað og verönd sem snýr út að höfninni. Í eyð- unum milli gömlu pakkhúsanna hafa nýjar byggingar risið, víðast hvar í stíl gömlu pakkhúsanna. Þar iðar bærinn af lífi; ilm- urinn frá veitingahúsunum sem þar hafa tekið sér bólfestu hefur leyst af hólmi lykt af reipi og tjöru. Í þessum indæla bæ sem ber svo sterkan keim af liðnum öldum eru Norð- menn að lifa stóra nútíð. Silfur hafsins er horfið. Í staðinn fundu þeir gull hafsins, ol- íuna, sem hefur haft það í för með sér að Stafangur og samliggjandi bæir eru sú byggð Noregs sem nú vex hraðast. begga@mbl.is Fortíð í húsum AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir »Hér var fólk á vappi strax ájárnöld, og endurgerðir járnaldarbæir skapa áhrifaríkt mótvægi við blokkir nútímans. Sögusvið Dómkirkjan í Stafangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.