Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 2
Minni erlend umsvif banka
Morgunblaðið/hag
Á miðnætti Geir H. Haarde forsætisráðherra kom til fundar við þingflokk sjálfstæðismanna undir miðnætti í gær og ræddi við fjölmiðla um leið.
Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur
og Baldur Arnarson
„ÞAÐ er ekki eins mikil spenna í
málum og var,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra á tólfta
tímanum í gærkvöldi við ráð-
herrabústaðinn í Tjarnargötu. Eftir
tveggja daga stíf fundahöld sagði
hann ýmsa ágæta áfanga hafa
náðst. Bankastjórar viðskiptabank-
anna hefðu heimsótt ráðherrabú-
staðinn og hefðu viðræður við þá
snúist um að tryggja fjármálastöð-
ugleika og allar innstæður almenn-
ings í bankakerfinu. Þá ætluðu
bankarnir að draga úr umsvifum
sínum erlendis.
„Ég er mjög ánægður með það
að bankarnir ætla að minnka við
sig, mér sýnist vera almenn sam-
staða um það,“ sagði Geir og taldi
að þeir þyrftu að draga úr mikilli
starfsemi sinni erlendis. „Það er
tímabært að draga úr henni og
minnka efnahagsreikninginn sem
því nemur.“
Spurður hvort einhverjar slíkar
aðgerðir lægju fyrir sagðist Geir
telja að góður vilji væri hjá bönk-
unum til að hefja sölu eigna í út-
löndum. Yfirmenn bankanna yrðu
þó að ráða því hvernig staðið yrði
að þeim aðgerðum. Bankastjórar
stóru viðskiptabankanna þriggja
vildu ekkert láta hafa eftir sér þeg-
ar þeir gengu af fundi í ráð-
herrabústaðnum.
Margþætt viðfangsefni
Geir sagði fundahöld helgarinnar
í raun hafa skilað því að ekki væri
lengur ástæða til að vera með sér-
stakan aðgerðapakka. Sagði hann
viðfangsefnin margþætt. Vinnu-
markaðurinn og samtölin við lífeyr-
issjóðina væru eitt og viðskipta-
bankarnir annað.
Geir sagðist mjög ánægður með
viðbrögð aðila vinnumarkaðarins
við því sem rætt hefði verið við þá.
Það var þó fátt um svör þegar þeir
komu af fundi í gærkvöld.
Geir sagði í samtali við blaða-
menn fyrr um daginn að rætt hefði
verið við aðila vinnumarkaðarins
um að núverandi kjarasamningar
yrðu framlengdir. „Ég tel að það
væri vissulega mjög æskilegt við
þessar aðstæður ef hægt væri að
framlengja kjarasamninga til þess
að allir aðilar í þjóðfélaginu fengju
fast land undir fætur.“ Kjarasamn-
inga sem ella yrðu lausir í febrúar
og mars á næsta ári. Þá þyrfti
vafalaust að hnika til einhverjum
atriðum þeirra samninga sem gerð-
ir hefðu verið síðastliðinn vetur.
Geir hafði ítrekað orð á því í gær
að alvarlegasta fjármálakreppa síð-
an 1914 stæði yfir og því væri ekk-
ert skrýtið að það hefði sín áhrif
hér á Íslandi. Ríkisstjórnir um alla
Evrópu sætu á fundum að glíma
við þessi mál í samvinnu við fjár-
málastofnanir sínar. Nefndi hann
aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar
sem dæmi um slíkt. Það reyndi
hver að bjarga sjálfum sér og Ís-
land væri ekki verr statt en önnur
lönd.
Forsætisráðherra sagði ekki lengur þörf
á sérstökum aðgerðapakka ríkisins
Samfylking Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Björgvin G. Sigurðsson
koma af þingflokksfundi Samfylkingar í Alþingishúsinu í gærkvöldi.
Í HNOTSKURN
» Boðað var til þingflokks-funda hjá stjórnarflokk-
unum eftir að fundahöldum
lauk í ráðherrabústaðnum
seint í gærkvöldi.
» Stjórnarandstaðan og líf-eyrissjóðirnir hafa verið
boðuð á fund með ríkisstjórn-
inni í dag.
2 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Efnahagur í óvissu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Seðlabankinn Sérfræðingar bankans hafa rætt við marga kollega sína.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SÉRFRÆÐINGAR á vegum Seðla-
bankans og bankastjórar bankans
voru í „stöðugum viðræðum“ við
seðlabanka Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar alla helgina, samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabankanum.
Snerust viðræðurnar meðal annars
um að virkja gjaldeyrisskiptasamn-
inga sem Seðlabanki Íslands hefur
við seðlabankana þrjá.
Breska dagblaðið Sunday Tele-
graph segir að Seðlabanki Íslands
hafi um helgina rætt við norræna
seðlabanka um að þeir veiti Íslandi
stuðning vegna gjaldeyriskreppunn-
ar hér á landi. Viðræðurnar snúa að
því að veita jafnvirði 1.560 milljarða
króna inn í íslenska bankakerfið frá
norrænu seðlabönkunum og íslensku
lífeyrissjóðunum.
Heimildir á grundvelli gjaldeyr-
isskiptasamninganna hafa ekki verið
nýttar ennþá en Seðlabankinn hefur
heimildir til að taka út 500 milljónir
evra hjá hverjum seðlabanka, 1.500
milljónir evra samtals, sem eru rúm-
lega 230 milljarðar króna, til þess að
styrkja gjaldeyrisforðann.
Norski vefmiðillinn Økonomisk
rapport [ØR] sagði frá því í gær að ís-
lensk stjórnvöld væru í viðræðum við
norska seðlabankann og aðra evr-
ópska seðlabanka um aðstoð í kjölfar
þjóðnýtingar Glitnis. Í frétt ØR kom
fram að íslensk stjórnvöld væru að
setja saman björgunaráætlun fyrir
hagkerfið upp á 10 milljarða evra eða
um 1.560 milljarða króna.
Vefútgáfa bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CNN fjallaði um
ástandið í íslensku efnahagslífi í gær.
Þar sagði að samanlagðar skuldbind-
ingar íslensku bankanna næmu 100
milljörðum evra en verg þjóðarfram-
leiðsla landsins væri aðeins 14 millj-
arðar evra. Allir helstu fjölmiðlar á
Bretlandi fjölluðu með einhverjum
hætti um kreppuna á Íslandi. Observ-
er birti frétt undir fyrirsögninni:
„Veislan er búin hjá Íslandi, eyjunni
sem reyndi að kaupa heiminn.“
Rætt við frændur um aðstoð
Seðlabankinn átti viðræður við norræna seðlabanka alla helgina Heimildir á grundvelli gjaldeyris-
skiptasamninga ekki verið nýttar Mikil umfjöllun um ástandið í íslensku efnahagslífi í erlendum miðlum
BJÖRGVIN G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra segir ljóst að bank-
arnir muni selja hluta af eignum sín-
um erlendis. Hann segir hins vegar
ekki ljóst hversu stórar upphæðir
verði um að ræða.
„Það er allt uppi á borðinu. Og það
stendur ekki á bönkunum að koma
með fjármagn inn. Það er svo langt
frá því. Þeir voru mjög áfram um það
eftir þetta að minnka eignir erlendis
og þá auðvitað meðal annars til að
koma með peninga heim. Við erum
búin að sitja látlaust yfir þessu með
bönkunum og þeir hafa róið fyrir all-
ar víkur með okkur.“
Björgvin sagðist vera ánægður
með fundina um helgina. Stjórnvöld
hefðu átt góða fundi með bönkunum
og lífeyrissjóðunum. „Svo eigum við
bara eftir að lenda þessu, bæði hvað
varðar kjarasamninga og innkomu
lífeyrissjóðsfjármagns og niður-
tröppun bankanna út á við, sem í
rauninni er stóra málið.“
baldur@mbl.is
Bankarnir
munu selja
eignir
ÖGMUNDUR
Jónasson, for-
maður BSRB, og
Eiríkur Jónsson,
formaður Kenn-
arasambands Ís-
lands og stjórn-
armaður í stjórn
lífeyrissjóðs rík-
isstarfsmanna,
höfðu báðir á
orði eftir fund í
ráðherrabústaðnum í gærkvöldi að
ekki hefðu fengist nægilega skýr
svör frá fjármálakerfinu. Til að líf-
eyrissjóðirnir gætu gert upp hug
sinn varðandi það að flytja hluta
eigna sinna til landsins þyrftu frek-
ari upplýsingar að liggja fyrir. Ög-
mundur sagði alla reyna að vinna
eins hratt og vel að málum og kost-
ur væri.
„Við erum að leita að svörum
varðandi lífeyrissjóðina. Við viljum
að ákveðnum skilyrðum sé fullnægt
þannig að hagsmunir lífeyrisþega
séu tryggðir eins vel og kostur er.“
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði eftir fundinn að spyrja þyrfti
ríkisstjórnina hvenær fregnir af að-
gerðum til bjargar efnahagslífinu
yrðu kynntar. Þeir hefðu ekki getað
fengið svör við því. camilla@mbl.is
Svör liggja
ekki fyrir
Grétar
Þorsteinsson