Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Sudoku dagbók Í dag er mánudagur 6. október, 280. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Flugvöllurinn var sérkapítuli út affyrir sig. Málningin hafði víða flagnað af gólfinu og hér og þar mátti sjá glitta í nakta steypuna. Innritunin var skelfilega hæg og alltof fáir að afgreiða. Salernin voru ekki mönnum bjóðandi og allt yfir- bragð flugstöðvarinnar eins niður- drepandi og hugsast getur. Ljósið í myrkrinu var að þar ágætt úrval af tímaritum. Víkverji hugsaði sér því gott til glóðarinnar og tók með sér tímaritin American Interest og New Yorker í flugið sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að reikningurinn var heldur hár. Afgreiðslustúlkan virtist skynja gengishrunið í norðri þegar hún tók hálfpartinn afsakandi fram að New Yorker kostaði tíu og hálfa evru, um 1.600 krónur íslenskar, rétt eins og Víkverji væri ekki borgunarmaður fyrir svo hárri upphæð. Samanlagt kostuðu tímaritin tvö um 2.600 krónur, eða til jafns við meðalverð á erlendri kilju í bóka- verslun í Reykjavík. Víkverji kvaddi flugvöllinn í Frankfurt Hahn með raunir krónunnar í huga. x x x Víkverji var líkar minntur ágengishrunið á ferðalagi sínu um Berlín. Vínarsnitsel með tilheyr- andi kostaði þó undir 2.000 krónum á besta stað með útsýni yfir Branden- borgarhliðið, eða nokkurn veginn það sem sambærilegur matur myndi kosta við Austurvöll í Reykjavík. Fyrir ári hefði sama máltíð kostað rétt ríflega 1.200 krónur. x x x Af eðlislægri forvitni spurði Vík-verji unga konu sem afgreiddi drykki á djassklúbbi hvernig atvinnu- horfur væru í borginni fyrir fólk á hennar aldri. Svaraði hún því þá til að hún væri heppin að hafa vinnu, þótt vitaskuld vildi hún nota háskólaprófið í annað en að blanda hanastél. Nú blasir þessi sami veruleiki við íslenskum ungmennum kjósi þau á annað borð að verða áfram í landinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 aðstoð, 8 stel- ur, 9 fiskar, 10 ambátt, 11 hellir, 13 mannsnafn, 15 lögunar, 18 syrgja, 21 guð, 22 þátt, 23 eyddur, 24 griðungur. Lóðrétt | 2 húsgögn, 3 hiti, 4 svelginn, 5 veik, 6 lof, 7 þrjóskur, 12 frí- stund, 14 mergð, 15 áfergja, 16 ganga á eiða, 17 vinna, 18 ekki djúp, 19 veislunni, 20 hafa undan. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sakir, 4 flaka, 7 lipur, 8 ástúð, 9 Týr, 11 aurs, 13 hríð, 14 paufa, 15 strá, 17 köld, 20 fag, 22 auðna, 23 óbeit, 24 apann, 25 Andri. Lóðrétt: 1 sálga, 2 kæpir, 3 rýrt, 4 flár, 5 aftur, 6 auðið, 10 ýsuna, 12 spá, 13 hak, 15 spana, 16 riðla, 18 örend, 19 dotti, 20 fann, 21 góna. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp í landskeppni Kína og Rússlands sem lauk fyrir skömmu í Ningpo í Kína. Hin rússneska Tatiana Kosintseva (2511) hafði svart gegn Qian Huang (2430). 52… Hd2+! 53. Ke1 fxg3 54. Kxd2 g2 hvítur ræður nú ekki við frípeð hvíts. Framhaldið varð: 55. Hc1 Kf4 56. Ke2 Kg3 57. Hd1 h4 og hvítur gafst upp. Landskeppnin fór þannig fram að í báðum liðum voru fimm skákmenn af hvoru kyni, samtals tíu keppendur fyrir bæði lið. Kynin tefldu eingöngu sín á milli, samtals 50 skákir. Leikar lyktuðu með sigri Kína, 26 vinningar gegn 24 vinningum. Ól- ympíumótið í skák fer fram í nóvember næstkomandi og verður spennandi að sjá hvernig þessum risum skáklist- arinnar gengur þar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þriðji möguleikinn. Norður ♠K8 ♥Á9632 ♦K8632 ♣Á Vestur Austur ♠2 ♠D73 ♥74 ♥K85 ♦G974 ♦D105 ♣DG8542 ♣10963 Suður ♠ÁG109654 ♥DG10 ♦Á ♣K7 Suður spilar 6♠. Útspilið er ♣D og fyrsta hugsun sagnhafa er sú að hann eigi tvo mögu- leika til vinnings: að trompdrottning skili sér eða hjartakóngur liggi fyrir svíningu. Sem er gott, en varla nógu gott eins og legan er, því engin sérstök ástæða er til að svína í trompinu frekar en að toppa. Og ekki gengur hjarta- svíningin. En þriðji möguleikinn er til staðar, sem er að fría slag á tígul. Til að það beri árangur þarf liturinn að brotna 4-3, en líkur á því eru allgóðar, eða 62%. Sagnhafi spilar þá tígli á ás í öðr- um slag, svo spaða á kóng og trompar tígul. Trompar svo laufkónginn með ♠8 í borði og notar þá innkomu til að stinga tígul. Spilar loks ♠Á og spaða. Austur fær á spaðadrottningu, en ekki á hjartakóng, því tvö hjörtu suðurs fara niður í ♦K8. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú skilur hvort eð er við pen- ingana þína fyrr eða síðar, þú getur alveg eins skemmt þér á meðan á því stendur. Það er notalegt að vera gjafmildur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Stjórnmál kveikja í þér og þú vilt ræða skoðanir þínar við alla. Það gefst tækifæri til að koma hugmyndum þínum í framkvæmd. Nýttu þér það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þú pælir í allri þeirri orku og tíma sem þú hefur eytt í vinnu og heimili undanfarið, er ekki furða að þú þurfir að- eins að sofa. Líkaminn mun þakka þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þig langar að færa til fundartíma eða sleppa einhverju öðru. Hvað sem þú ákveður, mun alla vega einn taka því per- sónulega. Íhugaðu tilfinningar annarra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Tilfinningar verða sterkari eftir því sem maður bælir þær lengur. Hleyptu þeim út og reyndu að takast á við þær. Jafnvel þótt einhver þurfi að aðstoða þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er dásamlegt að þú getir hugs- að um aðra, en gerðu það bara eftir að hafa hugsað um sjálfan þig. Finndu þér nokkra klukkutíma án samviskubits. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ertu að versla til að láta þér líða bet- ur? Það er fínt ef þú ætlar að nota hlutina eða gefa þá að gjöf. Í kvöld skaltu endur- skoða fjárhagslegu markmiðin þín. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig langar til að kynnast mörgum lítillega – ekki verða of náin(n) neinum. Þú verður þó að vera nógu lengi á einum stað til að geta leyst vissan vanda. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er ósiður að efast um sjálf- an sig. Farðu yfir grunninn: hver þú ert, hvað þú vilt og hvað þú vilt gera til að öðl- ast það. Fylgdu innsæinu og lærðu að treysta því. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Verkið sem þú vinnur er þreyt- andi. Kannski veistu ekki enn hvað þú færð út úr því. Spurðu þig að því. Það gef- ur þér orku að viðurkenna að þú ert manneskja með kröfur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt það stundum til að láta áhyggjurnar gleypa þig og gleyma öllu öðru. Er ekki betra að hafa það öfugt? Á meðan nýturðu alla vega lífins. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert manneskja sem gefur, en verður að velja þiggjendur þína vel. Sköp- unargáfa þín og drifkraftur blómstra ef þú forðast óþarfa truflun. Stjörnuspá Holiday Mathis 6. október 1863 Á afmælisdegi Friðriks kon- ungs sjöunda var stofnað félag til þess að koma upp sjúkra- húsi í Reykjavík. Konur söfn- uðu síðar til sjúkrahússins sem tók til starfa við Aðalstræti haustið 1866. Síðar keypti Hjálpræðisherinn húsið. 6. október 1900 Taflfélag Reykjavíkur var stofnað, einkum að frumkvæði Péturs Zóphoníassonar. Stofn- félagar voru um þrjátíu. Will- ard Fiske gaf félaginu safn skákbóka, sjö taflborð, eitt ferðatafl o.fl. „Fáir eru mjög miklir taflmenn hér,“ sagði í blaðinu Fjallkonunni. 6. október 1957 Hafsteinn Sveinsson hljóp maraþonhlaup, 42,2 kíló- metra, fyrstur Íslendinga, á 3 klst. og 1 mín. Hlaupið var frá Kömbum til Reykjavíkur. Þremur áratugum áður hljóp Magnús Guðbjörnsson aðeins styttri leið, 40,2 kílómetra, á heldur lakari tíma. 6. október 1980 Jarðstöðin Skyggnir í Mos- fellsbæ var tekin í notkun. Þar með komst á fjarskipta- samband við önnur lönd um gervihnött og sjálfvirk síma- afgreiðsla til útlanda. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Lovísa Rut Bjargmunds- dóttir er níræð í dag, 6. október. Hún tekur á móti gestum laug- ardaginn 11. október í safn- aðarheimilinu í Árbæjarkirkju á milli kl. 15 og 18. Lovísa Rut af- þakkar vinsamlegast blóm og gjaf- ir. 90 ára Þorsteinn Þröstur Jakobsson, prentari á Morgun- blaðinu, er 55 ára í dag. Hann hefur ekki áform um að gera sér dagamun af því tilefni en mun standa sína plikt á blaðinu, líkt og undanfarin 32 ár. „Ég er á kvöldvakt og kem með smurt að heiman. Það þýðir ekki að bruðla á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þjóðin hefur lifað hátt um stund en að líkindum verður fallið býsna hátt. Þökk sé þotuliðinu. Því voru færðir bankar á silf- urfati og nú erum við, alþýða þessa lands, að gjalda fyrir það. En það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir afmælisbarnið. Þorsteinn lærði sitt fag í Ísafoldarprentsmiðju, m.a. setningu í blýi, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Ég hef gengið í gegnum gríðarlegar breytingar í minni tíð á Morgunblaðinu. Fagið er svo til óþekkjanlegt frá því sem áður var.“ Helsta áhugamál Þorsteins er þjóðsagnasöfnun og ýmislegt efni tengt alþýðufræðum. „Þegar ég hóf að venja komur mínar í forn- bókabúðir fyrir þrjátíu árum skiptu bókasafnarar tugum hér á landi. Þeim hefur fækkað geipilega, eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar í dag. Á sama tíma hefur framboð á eldri bókum aukist.“ Þorsteinn er kvæntur Guðrúnu Óðinsdóttur, og eiga þau þrjú börn. orri@mbl.is Þorsteinn Jakobsson prentari 55 ára Alþýðumenning efst í huga 4 9 3 2 1 8 3 1 4 6 7 8 3 7 2 8 2 6 9 7 4 1 5 4 8 9 9 8 4 7 6 5 6 9 3 4 5 3 4 6 9 2 7 8 1 2 8 9 1 7 3 4 6 5 6 7 1 4 5 8 9 3 2 9 5 7 3 6 4 1 2 8 3 1 2 5 8 9 6 4 7 8 4 6 7 2 1 3 5 9 4 2 5 9 3 7 8 1 6 7 6 3 8 1 5 2 9 4 1 9 8 2 4 6 5 7 3 3 8 1 5 7 4 5 8 7 6 3 9 2 3 5 9 1 9 6 8 1 8 3 9 2 6 4 8 3 1 4 7 8 6 9 5 3 1 2 6 2 9 3 7 1 8 4 5 1 5 3 2 8 4 9 7 6 9 1 2 4 5 7 6 3 8 3 6 4 8 2 9 7 5 1 7 8 5 1 3 6 2 9 4 5 3 6 7 4 2 1 8 9 2 4 7 9 1 8 5 6 3 8 9 1 5 6 3 4 2 7 4 6 9 7 7 9 4 2 8 5 3 4 8 7 9 5 7 7 2 1 7 1 8 5 5 2 3 4 3 1 5 2 3 2 8 7 6 4 5 9 1 5 1 7 8 9 2 3 4 6 6 9 4 3 5 1 8 2 7 2 5 9 6 1 8 4 7 3 7 4 6 2 3 5 1 8 9 1 8 3 4 7 9 2 6 5 9 6 2 1 8 3 7 5 4 4 3 5 9 2 7 6 1 8 8 7 1 5 4 6 9 3 2 Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoki. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.