Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Efnahagsvandræðin á Íslandi og áÍrlandi hafa nú komið skozkum þjóðernissinnum í bobba.     Allt þar til fyrir nokkrum mán-uðum hamraði Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands og leið- togi Skozka þjóðarflokksins, á því að Skotland gæti náð jafngóðum ár- angri og „baugur velmegunar úti fyrir ströndum Skotlands, sjálf- stæðu smáríkin Írland, Ísland og Noregur.“     Salmond hefursagt að þar sem þessi ríki gætu sjálf ráðið efnahagsstefnu sinni, væru þau í hópi þeirra sex ríkustu í heimi.     Íbúar þessara ríkja væru ekkihæfileikaríkari eða meiri frum- kvöðlar en Skotar, ekki betur menntaðir eða heppnari með legu lands síns – þeir gætu bara ráðið sér sjálfir og væru ríkir þess vegna.     Í gær notaði Jim Murphy, hinn nýiSkotlandsmálaráðherra Bret- lands, hins vegar tækifærið til að ráðast á Salmond.     Sjáið bara hvað er að gerast íþessum löndum; Írland í kreppu, Ísland í mesta basli,“ sagði Murphy í The Telegraph í gær.     Skotlandsmálaráðherrann benti áað Bretland réði yfir fjórða stærsta hagkerfi í heimi og það væri Skotum mikill styrkur. „Hin löndin, sem Þjóðarflokkurinn reyn- ir að bera Skotland saman við, Ír- land, Ísland og önnur, eiga í alvar- legum vanda,“ sagði hann.     Svona er hægt að breytast úr frá-bæru fordæmi í víti til varnaðar á nokkrum vikum. STAKSTEINAR Alex Salmond Góð eða slæm fyrirmynd?                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                             !  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                         *$BC                   !"# *! $$ B *! "# $ %  # %  & '% !(' <2 <! <2 <! <2 "&%$ ) * +,-'.  D!-                 <   $    "#  %     &'      $ $ %     ('     )  6 2                 *    /0 '11  '%!2 ' -!') * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók fjóra eftir að ráðist var að lögreglumönnum í Kefla- vík aðfaranótt laugardags. Aðdragandi málsins var sá að lögreglan stöðvaði för ökumanns við almennt umferð- areftirlit en er hann var kominn út úr bílnum tók hann skyndilega á rás inn í nálægt fjöl- býlishús og veittu lögreglumennirnir honum eftirför þangað inn. Að sögn lögreglu var mað- urinn mjög æstur og ekki batnaði það þegar tveir karlmenn og ein kona komu honum til hjálpar og réðust að lögreglu með hnefahögg- um og spörkum. Vildu þau ekki sætta sig við að lögreglan hefði nokkur afskipti af félaga þeirra. Eftir stutta baráttu voru þau öll handtekin en lögreglan mun kannast vel við sum þeirra. Mega þau eiga von á ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að reyna að frelsa félaga sinn úr klóm lögreglu. Lögreglumönnunum heilsast vel en eru sárir eftir árásina. Reyndu að frelsa félaga sinn Réðust að lögreglunni með höggum og spörkum þegar maður var handtekinn ÞÓTT ekki sé hann aldinn að árum hlaut hinn 26 ára Jón Ómar Gunn- arsson vígslu til prestsembættis í Dómkirkjunni í gær. „Ég er ekki með söfnuð en ég er æskulýðs- prestur KFUM og KFUK á Íslandi og Kristilegu skólahreyfingarinnar,“ segir Jón en auk þess vinnur hann með háskólastúdentum. Hefur hann sinnt þessu starfi frá því í sumar. Hann neitar því hlæjandi að tak- mark hans hafi alltaf verið að verða yngstur manna hér á landi til að taka prestvígslu. „Þegar ég útskrifaðist í sumar átti ég von á því að þurfa að bíða þrjú, fjögur ár áður en ég fengi starf. Svo gerðust hlutirnir hratt í sumar. Ég gifti mig og fékk starf í sömu viku,“ útskýrir Jón, „Þetta var svona kjarnorkuvika.“ andresth@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Karl Einarsson Ungdómur Yngsti prestur landsins hlaut vígslu í Dómkirkjunni í gærdag. Yngsti prestur landsins hlýtur vígslu Í HNOTSKURN »Vígsluvottar Jóns voru ÍrisKristjánsdóttir og Guðni Már Harðarson, sem er þriðji yngsti prestur landsins. »Jóni er eingöngu kunnugtum þrjá presta á landinu sem eru undir þrítugu. Eftir Birnu G. Konráðsdóttur Borgarfjörður | Borgfirðingar létu sig ekki vanta á árlega Sauðamessu í Borgarnesi enda margt í boði til að rækta sauðinn í sjálfum sér. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, ann- ars af yfirsauðunum, voru allir þeir sem leitað var til boðnir og búnir að taka þátt í undirbúningi þessarar annars óvenjulegu messu. Sauða- messan var að þessu sinni haldin í Skallagrímsgarði, skrúðgarði Borg- nesinga. Þar var komið fyrir tjöldum og sölubásum ásamt keppnisaðstöðu fyrir hinar ærlegu íþróttir. Fjár- hirslan var hins vegar á plani fyrir utan garðinn. Dagskráin hófst með því að lausafé var rekið eftir aðalgötu Borgarness. Keppt var í ýmsum greinum eins og sparðatíningi, að leita að nál í heystakki, glímu og skeifukasti. Margir óvenjulegir hlut- ir voru til sölu eins og stóllinn Fé- þúfa, hannaður af Bjargeyju Ing- ólfsdóttur. Hann er ætlaður fyrir stofnfjáreigendur fósturjarðarinnar sem ekki vilja láta hafa sig að fé- þúfu. Töff að vera sauður ársins Skipuleggjendur Sauðamessu veita tvenn verðlaun á hverri messu. Annar vegar er einhver heppinn karlkyns Borgfirðingur tilnefndur sauður ársins og einhverjar konur hljóta titilinn æringjar ársins. Björn Bjarki Þorsteinsson segir að valið hafi ekki verið erfitt að þessu sinni. „Sauður ársins var kosinn Einar Guðmann Örnólfsson á Sigmund- arstöðum. Hann er formaður Félags sauðfjárbænda í héraði, býr með kindur og hefur staðið sig vel. Sama gilti um valið á æringjum ársins. Það voru þær Sigrún Sigurðardóttir, Krossi, og Inger Helgadóttir, Indr- iðastöðum. Þetta eru hörkukerl- ingar sem tengja saman dreifbýli og þéttbýli á skemmtilegan hátt. Þær eru dreifbýliskonur sem reka versl- un í þéttbýlinu og skreyttu búðina sína afar skemmtilega.“ Kindarlegasta gatan Hópur kvenna, sem stundar sam- an leikfimi í Borgarnesi, efndi til keppni um kindarlegasta hús eða götu bæjarins. Er skemmst frá því að segja að gatan Kvíaholt fékk þann heiður að hljóta verðlaun Sauðamessunnar 2008. Þá bauð Bifhjólaklúbburinn Raft- ar öllum er vildu þiggja íslenska kjötsúpu. Skemmtikraftar fóru á kostum og handverksfólk seldi hlý- legar flíkur enda komið haust. Bændur mættu í sauðalitunum með pela sína í ullarsokk, sumir með nú- tímalegri útgáfur af sokknum en aðrir. Var það mál manna að messan væri hin besta skemmtan sem ekki mætti missa sín í mannlífi Borg- arfjarðar. Sauðamessa, kindarlega góð Morgunblaðið/Birna Fjárrekstur Fjöldi manns safnaðist saman við fjárvörsluna og gætti að fé sínu á viðsjárverðum tímum. Margir fundu sauðinn í sjálfum sér í Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.