Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn SÝND Í SMÁRARBÍÓI - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR - B.S., FBL - Þ.Þ., D.V. - S.V., MBL “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs GlitnisSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI S.V. MBL SÝND Í SMÁRARBÍÓI, 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Burn after Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Pineapple Express kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Mirrors kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Rafmögnuð Reykjavík kl. 10:15 LEYFÐ -T.S.K., 24 STUNDIR - S.V., MBL - Þ.Þ., DV -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS 650k r. -L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - DÓRI DNA, DV -T.S.K., 24 STUNDIR - H.J., MBL650k r. 650k r. 650k r. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Reykjavík Rotterdam kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Pineapple Express kl. 8 - 10 B.i.16 ára Mamma Mia kl. 5:50 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Reykjavík Rotterdam kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.i. 14 ára Burn After Reading kl 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Sveitabrúðkaup kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ 650k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga ÍSLENSKA stuttmyndin Smá- fuglar, sem hefur gert víðreist og unnið til verðlauna, var í hópi ís- lenskra stuttmynda sem voru sýnd- ar á kvikmyndahátíðinni núna um helgina. Mynd Rúnars Rúnarssonar fjallar um nokkra unglingsvini sem hanga saman eina kvöldstund. Atli Óskar Fjalarsson, Hera Hilm- arsdóttir, Sigurður Jakob Helgason og Þórunn Jakobsdóttir fara með hlutverk krakkanna. Þau standa sig öll vel, en fókusinn er mestur á per- sónu Atla. Hann er feiminn strákur sem er hrifinn af vinkonu kærustu besta vinarins. Mynd Rúnars er þroskasaga. Hún er þroskasaga þess sem lærir á því að reka sig á. Sakleysið er að baki þegar sláandi atburðir gerast og nú þarf að axla ábyrgð. Rúnari tekst að halda tilfinningaskala myndarinnar nokkuð þéttum og hlýjum, þrátt fyrir ljóta atburði. Það helst í hendur við hversu fal- lega myndin er unnin ásamt góðri frammistöðu leikaranna. Þetta er vönduð mynd sem flestir fá vonandi tækifæri til að sjá. Keisarinn Þorbjörg Jónsdóttir myndlist- armaður og leikstjóri sýndi Keis- arann í þessari stuttmyndasyrpu. Hún fjallar um Joshua Norton (Jas- on Coleman) sem var efnaður kaup- sýslumaður í San Fransisco á 19. öld. Þegar hann glataði öllu þá lýsti hann sig keisara Bandaríkjanna. Þetta er eflaust mjög tímabær mynd, bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum, hvað varðar innihald. Maður tapar öllu í braski og kemur þá með glórulausa yfirlýsingu. Þorbjörg velur að setja myndina fram í stíl gömlu þöglu myndanna. Allt er tekið upp í stúdíói (nema blá- endirinn), millititlar með texta út- skýra hvað persónur segja, myndin er að sjálfsögðu svarthvít o.s.frv. Það eru ágætispunktar í þessari mynd og Norton en persóna sem er um margt forvitnileg, en myndin sjálf nær ekki almennilega að fanga athyglina eða endurvekja hughrif eins og Guy Maddin gerir. Aðskotadýr Á meðal stuttmyndanna var einn- ig sýnd breska myndin Aðskotadýr (Varmints) eftir Marc Craste, en hann fékk m.a. BAFTA-verðlaunin fyrir mynd sína JoJo in the Stars árið 2004. Íslenska framlagið í Að- skotadýr er tónlistin eftir Jóhann Jóhannsson en íslenskir áhorfendur heyra einnig tónlist hans í Svörtum englum á RÚV þessa dagana. Að- skotadýr er teiknimynd um smádýr sem býr í friði og spekt í sveitinni þar til stórborgin ryðst inn í líf þess. Myndin er eins konar dæmisaga með vísindaskáldsögu ívafi. Sagan er byggð á barnabók eftir Helen Ward en Craste-myndskreytti fyrir hana. Samspil myndar og tónlistar er skemmtilegt en Jóhann fékk ný- lega verðlaun á Rhode Island Int- ernational Film Festival fyrir tón- listina í myndinni. Hræringar í stuttmyndagerð Anna Sveinbjarnardóttir KVIKMYNDIR Smáfuglar: Leikstjóri: Rúnar Rúnarsson. Leikarar: Atli Óskar Fjalarsson, Hera Hilmarsdóttir, Sigurður Jakob Helgason, Þórunn Jabobsdóttir. Ísland. 15 mín. 2008. Keisarinn: Leikstjóri: Þorbjörg Jónsdóttir. Leikarar: Jason Coleman. Ísland/ Bandaríkin. 16 mín. 2007. Aðskotadýr: Leikstjóri: Marc Craste. Tónlist Jóhann Jóhannsson. Bretland/ Ísland. 24 mín. 2008. Íslenskar stuttmyndir: Smáfuglar – Keisarinn – Aðskotadýr (Varmints) bbbbm Smáfuglar „...vönduð mynd sem flestir fá vonandi tækifæri til að sjá,“ segir meðal annars í dómi. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ÞETTA er blár mánudag- ur; mánudagsblús mán- aðamótanna,“ segir Hall- dór Bragason blúsmaður, höfuðpaur Vina Dóra. Þeir troða upp á fyrsta blúskvöldi Blúsfélags Reykjavíkur á Rósenberg í kvöld. Hefst dagskráin klukkan 21 en þá fremja Vinir Dóra og KK blús- gjörninginn Hit the streets running. Fyrirhugað er að hafa blúskvöld á Rósenberg fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar í vetur. „Blúsinn er náttúrlega eins konar gjörningur, hann er ekki eins og tón- list í raun. Blúsmaðurinn fer og segir sögu sína,“ segir Halldór. „Þetta er fyrsta blús- kvöld vetrarins og við verðum tilbúnir. KK verður með okkur og blæs í munnhörpuna, en Vinirnir verða skipaðir sem fyrr; við Guðmundur Pétursson, Ásgeir Ósk- arsson og Jón „ofurgóði“ Ólafsson á bassann.“ Blúsfélag Reykjavíkur hefur rekið vefinn blus.is og póstlista fé- lagsins, auk þess að heiðra blús- menn árlega, en Blúsfélagið hefur áður staðið fyrir blúskvöldum. „Eins og KK segir þá finnum við mikinn meðbyr með tónleik- unum … Ótrúlega margir hér á landi njóta þess að hlýða á lifandi blús. Þetta er harður kjarni. Vonandi verða tónleikarnir fastur hluti af starfsemi Blúsfélagsins.“ Halldór bætir við að nú sé svo sannarlega tími til að spila blús á Íslandi. „Ástandið í þjóðfélaginu er hræðilegt. Við blúsarar segjum samt að nú eigum við að gera það sem íslenska þjóðin kann best að gera; standa saman. Það þarf ekki að finna sökudólga, þann sem festi bílinn, heldur þurfa allir að fara út að ýta.“ efi@mbl.is Mánudagsblús mánaðamótanna Vinir Dóra og KK spila á fyrstu mánu- dagstónleikum Blúsfélagsins í kvöld Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Blúsmaðurinn Halldór Bragason vill að nú fari allir út að ýta, enda ástandið erfitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.