Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 13 ÚR VESTURHEIMI ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar fékk mjög góðar móttökur á tónleikum í Toronto og Ottawa í liðinni viku og segir Almar Grímsson fararstjóri að góðum fræjum hafi verið sáð. „Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og stjórnandi kórsins, undirleikarinn Peter Máté, og sjö einsöngvarar voru ákaft hyllt ásamt kórnum,“ segir hann og bætir við að aðsókn hafi verið sérlega góð. Í Toronto voru tónleikarnir haldnir í tónleikasal konunglega tónlistarskólans, Royal Conserva- tory, og í Ottawa í glæsilegri kirkju. Kórinn fór einnig til Montreal og söng í L’Oratorie St. Joseph, næst- stærstu dómkirkju í heimi, en hún trónir hátt á Mount Royale-fjallinu sem borgin heitir eftir. Almar segir að efnisskrá kórsins hafi verið alþjóðleg með ítölsku, frönsku, þýsku og íslensku ívafi. Elín Ósk hafi jafnframt sungið eina af stóraríunum úr Macbeth eftir Verdi. Félögin hjálpleg Að sögn Almars voru tónleikarnir í Ottawa haldnir í samvinnu við Ís- lendingafélagið í borginni, Friends of Iceland, og íslenska sendiráðið, en í Toronto hafi Gail Einarson McLeary ræðismaður og David Vis- entin, rektor tónlistarháskólans, haft veg og vanda af undirbún- ingnum. Aðstoð heimamanna hafi haft mikið að segja enda hafi þeim verið sérstaklega þakkað. Undirbúningur ferðarinnar stóð í um tvö ár. Upphaflega var áætlað að fara á vesturströndina en síðan var ákveðið að takmarka ferðina við minna svæði. Í Ottawa Fulltrúar kórs, lands og félags að loknum tónleikum. Frábærar móttökurEftir Steinþór Guðbjartssonsteinthor@mbl.is „ÞETTA er mesta hugsjónarstarf, sem unnið er með þjóðinni,“ segir Oddur Helgason um skráningu ætt- fræðigagna. Hann rekur ORG ætt- fræðiþjónustuna ehf. í Skerjafirð- inum og hefur meðal annars unnið við að skrásetja fólk af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada. Oddur er að byrja að skrá gögn um afkomendur Vesturfara, sem hann fékk frá Atla Steinarssyni blaða- manni fyrir nokkrum árum. Safnað vestra Atli bjó á tímabili í Bandaríkjunum og á árunum 1996 og 1997 vann hann fyrir nefnd á vegum utanríkisráðu- neytisins við að safna saman upplýs- ingum um fólk af íslenskum ættum vestanhafs. Hann fékk félagalista hjá Íslendingafélögum og í kjölfarið sendi hann félagsmönnum staðlað form, sem hann hafði útbúið, og bað þá um að útfylla og skila síðan til sín. „Ég fékk um 10.000 nöfn og flest frá Kaliforníu, sem kom mér á óvart,“ segir Atli. Hann rifjar upp að nefnd undir forystu Vésteins Ólafssonar hafi staðið fyrir verkefninu og hann hafi verið í sambandi við marga vestra vegna þess. Sérstaklega hafi kona nokkur á Washington-eyju í Minnesota-ríki verið hjálpleg. Hún hafi verið með langan nafnalista og þrýst á fólk að svara spurningunum, en blöðin fylla nokkrar möppur. „Mér fannst þetta best geymt hjá Oddi og hann lagði líka áherslu á að fá gögn- in,“ segir Atli. Um 680.000 nöfn Oddur segir að hann og Þórir Sig- urbjörnsson, áhugamaður um ætt- fræði og fyrrverandi íþróttakennari á Seyðisfirði, séu að byrja á því að skrá- setja gögnin frá Atla. „Ég byrjaði á þessu 1995, er kominn með rúmlega 680.000 nöfn í grunninn og stöðugt bætist við,“ segir hann. Oddur er fyrrverandi sjómaður en sneri sér alfarið að ættfræðinni fyrir um 13 árum. „Ég var atvinnulaus og fór á tölvunámskeið,“ rifjar hann upp. „Þá kynntist ég Espólín-forritinu hans Friðriks Skúlasonar og fór að fikta við það að gamni mínu eins og fleiri.“ Óvissa Enginn veit hvað margir eru af ís- lenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada. Þeir sem mestu yfirsýnina hafa telja að um 300.000 manns séu í Kanada og ámóta margir í Bandaríkj- unum. Tölurnar eru mun lægri sam- kvæmt manntali, en á það hefur verið bent að margir geti ekki um uppruna sinn í þessum manntölum og því sé ekki hægt að byggja á þeim. Sam- kvæmt kanadíska manntalinu 2006 voru til dæmis um 90.000 manns af ís- lenskum ættum í Kanada og þar af um 30.000 í Manitoba. Oddur segir að frá byrjun hafi hann sett inn gögn frá Vesturheimi í ættfræðigrunn sinn. „Ekki bara Vestur-Íslendinga, heldur afkom- endur og forfeður Íslendinga um all- an heim,“ segir hann. Oddur bætir við að hann hafi í sínum fórum gögn um mjög marga sem hann eigi eftir að skrá í grunninn. „Hérna er ég með gögn um 400 til 500 þúsund manns sem á eftir að skrá, fólk alls staðar að úr heiminum,“ segir hann og fær sér í nefið. „Það þarf geysilega þolinmæði og þolgæði til þess að vinna þetta og lykilorðið er samvinna.“ Ný gögn í grunninn Safn Atla Steinarssonar með um 10.000 nöfnum af íslenskum uppruna í Bandaríkj- unum skráð í ættfræðigrunn Odds Helgasonar hjá ORG ættfræðiþjónustunni Morgunblaðið/G. Rúnar Skráning Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir aðstoðar Odd Helgason við skráningu í ættfræðigrunninn. Í HNOTSKURN » Oddur Helgason átti einaættfræðibók þegar hann hóf starfsemi sína fyrir um 13 árum. Nú hefur hann ekki tölu á bókum sínum og nöfn- um í grunninum fjölgar stöð- ugt. » Elín Ingibjörg Eyjólfs-dóttir hefur aðstoðað hann frá byrjun og segir hann að hún taki við af sér þegar hann hætti. » Oddur skráir alla semeiga leið um. „Ég hef gagn af hverjum og einum sem kemur inn af götunni,“ segir hann. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ erum að fara í gegnum meiri- háttar kreppu. Það er enginn vafi á því. Sumir halda því fram að sú kreppa sem við stefnum hraðbyri á sé afleiðing af kapítalismanum, al- þjóðavæðingunni og frjálslyndum hugmyndum. Staðreyndin er hins vegar sú að rætur kreppunnar liggja í slæmri ákvarðantöku í stjórnmálum og of miklu reglufargani,“ sagði Henri Lepage á fyrirlestri á Þjóð- minjasafninu sl. fimmtudag. Henri var hér á landi á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál. Undirmálslánin voru upphafið „Árið 1995 ákvað ríkisstjórn demókrata undir forystu Bills Clin- tons að það væri grundvallarréttur fólks að eignast þak yfir höfuðið. Í kjölfarið var sett löggjöf sem átti að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þessi löggjöf fól í sér að fólk sem hafði ekki sérstaklega gott láns- traust fékk húsnæðislán,“ sagði Henri. „Það er mikilvægt að fólk átti sig á tvennu. Stjórnendur Fannie Mae og Freddie Mac voru nátengdir Demó- krataflokknum. […] Bankar voru líka þvingaðir til þess að veita fólki lán sem hafði lélegt lánstraust. Þetta var upphaf undirmálslánanna,“ sagði Henri. Hann lagði jafnframt áherslu á að Fannie Mae og Freddie Mac væru sjóðir sem komið var á fót af stjórnvöldum. Þeir sem stjórnuðu þessum sjóðum vissu að ef rekst- urinn yrði erfiður myndu stjórnvöld hlaupa undir bagga. Í máli Henris kom fram að ýmsar reglur settar af stjórnvöldum hefðu verið fyr- irtækjum óþægur ljár í þúfu. Hann minntist á reglugerð sem fól í sér að fyrirtæki urðu að bókfæra eignir sín- ar á markaðsvirði. „Það koma upp- og niðursveiflur á frjálsum markaði. Þessi hringrás er knúin áfram af fyr- irtækjunum. Við lifum ekki lengur á tímum þar sem þjóðhagfræðin veitir öll svör. […] Þegar við höfum reglu- gerðir sem auka á vandann í stað þess að draga úr honum er erfitt að benda á fyrirtækin og segja að kapít- alisminn hafi brugðist,“ sagði Le- page. Björgunaraðgerðir slæmar Hann talaði líka um björgunar- aðgerðir bandarískra stjórnvalda. „Margir eru ánægðir með að Seðla- banki Bandaríkjanna og þingið ætli að bjarga bönkunum, en þessar björgunaraðgerðir eru gríðarlega kostnaðarsamar,“ sagði Lepage. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna ríkið mismunaði bönk- unum, það hefði verið tilefni til að bjarga Bear Sterns á sínum tíma en ekki Lehman Brothers. Hann sagði einnig að björgunaraðgerðir af þessu tagi hefðu öfugsnúin áhrif. „Fyr- irtækin myndu endurskipuleggja reksturinn eða leita eftir samruna við önnur fyrirtæki, en gera það ekki.“ Fyrirtækin frestuðu end- urskipulagningu og frestuðu því þar með um leið að endurheimta traustið sem glataðist í niðursveiflunni. „Kapítalisminn er í hættu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Rithöfundur Henri Lepage varði kapítalismann á fyrirlestrinum.  Erum að fara inn í „meiriháttar kreppu“  Kreppan er afleiðing slæmrar ákvarðanatöku í stjórn- málum  Undirmálslánin voru upphafið  Björgunaraðgerðir stjórnvalda hafa öfugsnúin áhrif Í HNOTSKURN »Henri Lepage gaf út bók-ina Á morgun, kapítal- ismi (Demain le Capitalisme) árið 1978. »Kapítalisminn er íhættu,“ sagði Lepage. Hann sagði mikilvægt að koma í veg fyrir að sósíal- ismanum yrði „hleypt inn bakdyramegin“. »Spurður um félagslegaábyrgð fyrirtækja sagði hann að það væri inngróið í hagnaðarvon þeirra að þau athöfnuðu sig í sátt við sam- félagið og í samræmi við lög. VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.