Morgunblaðið - 06.10.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.10.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 27 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Hreinræktaðir Labrador hvolpar- til sölu Tilbúnir til afhendingar 21. okt. Mælt með gotinu af Ræktunarráði Retrie- verdeildar HRFÍ. Sjá myndir www.blaskoga-tinna.blog.is og frekari uppl. í 898-0655 Auður Flug Upphitað stórt flugskýli til leigu. Halldorj@veb.is Hefur þú áhuga á að fljúga á toppflugvélum? Halldorj@veb.is Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum Aukin orka, vellíðan , betri svefn og aukakílóin hreint fjúka. Þýsk gæða- vara. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Aloe vera djús Er náttúrulegur græðari sem læknar innanfrá. Er í miklum metum hjá fólki með liðagigt, húðvandamál, melting- aróreglu, eflir afeitrun lifrarinnar og er vatnslosandi. Dagmar s. 557 2398. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið PMC silfurleir Búið til módelskartgripi úr silfri. Námskeið 11. - 12. okt. Uppl. í síma 695 0495. www.listnam.is Til sölu Handslípaðar kristalljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Handslípaðar kristalljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Velúrgallar Innigallar fyrir konur á öllum aldri. Str. S - XXXL. Sími 568 5170 Herraspariskór. Vandaðar herramokkasíur úr leðri, skinnfóðraðar og á leðursóla. litir: svart, brúnt og espresso. Stærðir: 41 - 45 Verð: 10.675.- Sérlega mjúkir og góðir herraskór úr leðri og skinnfóðraðir. Góð breidd. Litir: svart. Stærðir: 40 - 48 Verð: 12.450.- Góðir herra-götuskór fyrir veturinn léttir og þægilegir herraskór úr leðri skinnfóðraðir. Góð breidd. Litir: svartir og ljósbrúnir. Stærðir: 40 - 46 Verð: 8.585.- Öflugir götuskór fyrir veturinn. Vandaðir og sterkir skór fyrir göngu- glaða herramenn. Gerðir úr vönduðu leðri, skínnfóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 41 - 47. Litur: capucino Verð: 10.885.- Misty skór Laugavegi 178 sími 551 2070 opið: mán - fös 10 - 18 lau 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf ATHUGIÐ - ENGIN HÆKKUN Teg. 10253 - mjúkur og æðislegur í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Teg. 18659 - haldgóður og flottur í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílar Snjór & hálka? Skoda Oktavia, tilbúinn í veturinn. Dísel, 4x4, nýskr. 12. 2006. Ek. 42 þ. km. Upplýsingar í síma 861 3840. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í s. 899 9825. Einkamál Stefnumót.is "Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant- ar þig dansfélaga? Ferðafélaga? Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu þér vandaðan vef til að kynnast fólki á þínum forsendum. Stefnumót.is Vertu ævinlega velkomin/n. Raðauglýsingar sími 569 1100 Kveðja frá Zontakúbbi Reykjavíkur Hvað er það sem kemur upp í hugann þegar látins vinar er minnst? Völd, metorð, ríkidæmi, mannkostir? Þegar við Zontakonur minnumst félaga okkar og vinar, Kristínar E. Jónsdóttur, verður svarið auðvelt: Mannkostir. Ótrú- lega miklir mannkostir. Kristín var bráðvel greind, fjöl- menntuð, dugleg og hafði ríka rétt- lætistilfinningu. Sætti sig illa við óréttlæti og tók ætíð málstað þeirra er minna máttu sín. Lagði öllum góðum málefnum lið og vann ætíð af heilindum. Mannkostir hennar nutu sín vel við lækningar, vísindi og kennslu og þau félagsstörf er hún gat sinnt vegna anna. Öll hennar Kristín E. Jónsdóttir ✝ Kristín ElísabetJónsdóttir lækn- ir fæddist á Hafra- felli við Skut- ulsfjörð við Djúp 28. janúar 1927. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 7. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík 23. sept- ember. verk báru vitni um vandvirkni og alúð. Kristín gekk í Zontaklúbb Reykja- víkur árið 1961. Þar gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum. Vildi þó aldrei taka að sér formannsstarfið, taldi sig ekki geta sinnt því sem skyldi sökum annarra starfa. Kannski var það ekki síður hógværðin, sem henni var í blóð borin, sem hélt aftur af henni. Ritari klúbbsins var hún um skeið og á þeim fundargjörðum sem hún ritaði má sjá hversu vel ritfær hún var og smekkvís á gott mál. Var ótrúlega fljót að greina aðalatriði frá því smáa. Hún var ætíð reiðubúin að leggja fram krafta sína hvort heldur til fjáröflunar þeim málefnum er klúbburinn vann að hverju sinni eða annarra starfa. Oft flutti hún eitt- hvað til fróðleiks eða skemmtunar á fundum klúbbsins og erftirminnileg- ir eru þættir hennar sem oftar en ekki voru blandaðir léttri kímni. Má þar nefna samantekt hennar um skemmtilegar og fyndnar limrur sem vöktu svo mikla kátínu að þær þurfti hún síðar að endurtaka. Yf- irleitt tók hún fyrir eitthvert efni, sem efst var á baugi hverju sinni. Kristín var mjög tónelsk og alltaf mjög hrifin þegar nemendur frá Söngskólanum í Reykjavík komu á fundi til okkar og skemmtu með söng sínum. Klúbburinn okkar á því láni að fagna að eiga þrjár tónlist- arkonur, þær Ólöfu Kolbrúnu, Kol- brúnu og Ásrúnu, allar starfandi við Söngskólann í Reykjavík. Þær koma árlega með nokkra af nemendum sínum á fundi og oftar en einu sinni man ég að Kristín sagði þá við mig: Nú verður gaman. Zontaklúbbur Reykjavíkur kveður félaga sinn Kristínu E. Jónsdóttur með þakk- læti, söknuði og virðingu og óskar henni heilla – á nýjum slóðum. Að- standendum Kristínar sendum við hlýjar kveðjur. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Fyrir áratugum léku sér saman tvær „blómarósir“ á túninu á Hafra- felli og þar var líka Haukur, yngri sonurinn á bænum, og var hann að slá. Inni í eldhúsinu sátu þær saman frænkurnar Kristín og Elísabet. Já, það var náið samband milli þeirra og breyttist það ekkert meðan báðar lifðu. Þá var það eldhúsið í Reykja- vík, sem við 4 sátum í. Hafrafells-hjónin Kristín og Jón vildu að börn þeirra fengju tækifæri til þess að mennta sig. Já, hún Krist- ín eldri var svo sannarlega kjölfest- an í lífi barna sinna. Vinátta „blóma- rósanna“ sem hlupu í túninu á Hafrafelli breyttist ekki, þótt þær færu ekki á sömu lífsins braut. Báð- ar fóru þær að nota hatta, önnur í henni Ameríku en hin á Skaganum. Þá kom að því að Jón og Kristín fluttu suður til Guðmundar sonar síns, sem bjó í mínum heimabæ. Þær nutu þess svo sannarlega gömlu frænkurnar að vestan að búa loksins á sama stað og nú sem virðulegar eldri konur. „Blómarósirnar“ að vestan voru komnar með maka og börn. Þau voru mörg sporin sem ég og yngsta dóttir mín áttum í afmæli, fermingu og fleira á Kársnesbraut- ina. Þar átti líka Stína eldri vinalega íbúð. Sl. áratugi hefur Stína og fjöl- skylda verið okkur hér á bæ kær- komnir jólagestir, en með árunum urðum við færri til borðs. Sl. jól sát- um við Stína tvær saman, súkku- laðið, jólaljósin og jóladagskráin í sjónvarpinu var svo sannarlega okk- ar stund. Þar sem ég nú sit og pára þessar línur er mín stóra spurning: Hvern- ig gat hún Stína verið sem hún var, alltaf til staðar í sorg sem gleði? Þá var hún besta dóttir, systir, frænka, eiginkona, amma og móðir. Dætur hennar tvær, Ester Auður og Berg- ljót, voru hennar stolt og mikið var hún glöð er hún sagði mér frá komu Ragnars. En hún Kristín E. Jóns- dóttir gaf ekki bara sínum af getu sinni og væntumþykju, heldur varð hún þjóð sinni til sóma sem læknir, fræðimaður og persóna. Þá var hún líka stórfrænka. Það sýndi sig við kveðjustund í Háteigskirkju, sem var ljúf í trega sínum og í hennar anda. Persónulega á ég þessum mæðg- um mikið að þakka. Megi minning þeirra lifa um ókomin ár. Sigríður (Sigga) Sigmundsdóttir. Foreldrar mínir og ég kynntumst Kristínu meðan hún stundaði fram- haldsnám í læknisfræði í Bandaríkj- unum. Ásamt öðrum Íslendingum sem voru þar á þeim tíma var hún oft gestur á heimili okkar. Þar sem faðir minn var læknir og móðir mín bæði læknir og tungumálakennari átti Kristín margt sameiginlegt með þeim, og gaman var að hafa tækifæri til að halda við íslenskunni okkar. Það vildi líka svo til að hún gat verið við brúðkaup okkar Helen árið1959. Árið 1973 þegar móðir mín átti stutt eftir ólifað, bað hún Kristínu um læknisráð. Það leiddi til þess að Kristín kom vestur til að líta eftir henni og létta henni síðustu dagana, bæði sem læknir og sem gamall vin- ur. Bros var alltaf tiltækt á andliti hennar, það var fróðlegt að hlusta á hana því hún var svo vel menntuð í öllum mögulegum efnum. Á seinni árum héldum við áfram að hafa bréfaskipti, og ég og fleiri í fjölskyldu minni höfðum þá ánægju að heimsækja hana á Íslandsferðum okkar. Þannig var það að við fylgd- umst hvort með annars fjölskyldu. Síðast sáumst við 2005 þegar ég sýndi tveim dóttursonum mínum Ís- land. Ég og fjölskylda mín munum sakna hennar, og við sendum dætr- um hennar og aðstandendum sam- úðarkveðjur. Klaus Erlendur Kroner.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.