Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Efnahagur í óvissu Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FUNDAHÖLD stóðu sleitulaust alla helgina, þar sem reynt var að finna vopn Íslands gegn yfirstandandi bankakreppu. Samráðið var víðtækt, sem sýndi sig á tíðum mannaferðum til og frá ráðherrabústaðnum í Tjarn- argötu í gær og fyrradag. Þátttak- endur í fundahöldunum voru ríkis- stjórnin, fulltrúar Seðlabanka Íslands, atvinnurekendur, verkalýðs- hreyfingin, fulltrúar viðskiptabank- anna þriggja, fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna, auk aðkomu ýmissa fræðimanna og ráðgjafa. Fulltrúar ASÍ og SA funduðu snemma morguns á laugardag í húsa- kynnum ASÍ og héldu svo til móts við ríkisstjórnina í ráðherrabústaðnum. Landssamtök lífeyrissjóða og stærstu lífeyrissjóðir landsins funduðu sömu- leiðis og mótuðu sameiginlega af- stöðu. Eftir hádegið kynntu þeir af- stöðu sína fyrir formönnum og framkvæmdastjórum annarra lífeyr- issjóða, sem að sögn héldu sérstaka stjórnarfundi í gærdag. Geir H. Haarde forsætisráðherra sat fundi frá því klukkan níu í gær- morgun. Snemma morguns kom Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjár- málaeftirlitsins, til fundar og nokkrir hagfræðingar. Þar á meðal var Jón Steinsson, dósent við Columbia-há- skóla í Bandaríkjunum. Þá tíndust ráðherrar þangað einn af öðrum um hádegisbilið, auk Sturlu Böðvarsson- ar, forseta Alþingis, og Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Skömmu síðar héldu þeir aftur á braut einn af öðrum og véku sér undan spurningum. Frágengnar aðgerðir fyrir opnun markaða Um fimmleytið komu yfirmenn við- skiptabankanna þriggja í ráðherrabú- staðinn. Björgólfur Thor Björgólfs- son, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson frá Landsbankanum, Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding frá Glitni auk Óskars Magn- ússonar og Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson frá Kaup- þingi. Líklega hafa hátt í hundrað manns komið og farið frá ráðherrabú- staðnum frá því á föstudag. Geir gaf sér fyrst tíma til að ræða við frétta- menn um sexleytið. Þá sagðist hann hafa rætt við aðila vinnumarkaðarins um hugsanlega framlengingu kjara- samninga, sem hann sagði æskilega. Hann sagði að hluti þeirra aðgerða, sem hafa verið í undirbúningi, þyrfti að vera frágenginn áður en fjármála- markaðir yrðu opnaðir í dag, annað mætti bíða. Ekki lengur þörf á aðgerðum Þá biðu hans kvöldfundir. Fulltrú- ar ASÍ og SA mættu aftur á fund um áttaleytið, auk Eiríks Jónssonar, for- manns KÍ, og Ögmundar Jónassonar, varaformanns lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna. Sá fundur stóð í um klukkustund. Þá mættu fulltrúar Glitnis og Landsbankans aftur, auk Ingimundar Friðrikssonar seðla- bankastjóra. Fundað var með fulltrú- um bankanna hvorum í sínu lagi, en að sögn sat Ingimundur báða þá fundi. Þegar Geir gekk svo út úr ráð- herrabústaðnum rétt eftir ellefu í gærkvöldi svaraði hann því ekki hvort samningar hefðu náðst við erlenda seðlabanka. „Þessi helgi hefur skilað því að við teljum núna ekki lengur nauðsynlegt að vera með sérstakan pakka með aðgerðum,“ sagði hann þá. Fundur með stjórnarandstöðunni er ráðgerður klukkan hálftíu í dag. Þá eru fundir áætlaðir með lífeyrissjóð- um klukkan ellefu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kl 17.00 Björgólfur Thor Björgólfsson og bankastjórar Landsbankans. Björgólfur þótti óvenjulega frár á fæti. Kl. 15:30 Gylfi Arnbjörnsson og Grétar Þorsteinsson mættu til fundar í ráðherrabústaðnum á laugardag. Fátt var um svör við spurningum. Kl. 14:00 Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þegar hann mætti til fundar öðru sinni í gærdag. Hann var þá einn á ferð. Kl. 16:00 ASÍ og SA funduðu með ríkisstjórn. Kjarasamninga bar á góma en erlendar eignir lífeyrissjóða voru líklega fyrirferðarmikið umræðuefni. Kl. 16:00 Ráðherrar komu og fóru úr ráðherrabústaðnum í allan gærdag. Össur Skarphéðinsson var þögull sem gröfin, spurður um framgang mála. Leitað að vopnum gegn bankakreppu Kl. 18:00 Geir sagði yfirstandandi bankakreppu í heiminum hugsanlega þá mestu síðan 1914, alvarlegri en kreppuna á fjórða áratug síðustu aldar. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „KAUPHÖLLIN verður opin á morgun [í dag] eins og venjulega, það hefur ekki verið tekin ákvörðun í aðra veru,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, en hann var staddur í Bandaríkjunum þegar blað- ið náði tali af honum í gær. Að sögn Þórðar kemur lokun Kauphallarinnar ekki til greina nema í algjörum neyðartilvikum. Í gær var athugaður sá möguleiki að hafa Kaup- höllina lokaða í dag vegna aðstæðna á mörkuðum. Þórður útilokaði þó ekki að Kauphöllin yrði lokuð. Hann sagði að aðrir kostir í stöðunni væru t.d. að stöðva viðskipti með ákveðin félög í Kauphöllinni til að tryggja jafnræði meðal fjárfesta á markaði. „Ef það eru einhver félög þar sem er hætta á ójafnræði meðal fjárfesta þá kemur það vissulega til skoðunar að stöðva viðskipti með bréf þessara félaga,“ segir Þórður. „Fjárfestar eiga að hafa það val eins lengi og mögulegt er að ráða því hvort þeir kaupa eða selja hlutabréf,“ segir Þórður. Hann bendir á að forsvars- mönnum Kauphallarinnar finnist það ekki léttvæg ákvörðun að loka mark- aðnum og ef það gerist verði það gert af illri nauðsyn. Forstjóri útilokaði ekki lokun Kauphallarinnar Morgunblaðið/Kristinn Kauphöllin Forstjóri útilokar ekki lokun vegna markaðsaðstæðna. GEIR H. Haarde sagði samstöðu ríkja um að íslenskir bankar þyrftu að minnka við sig í út- löndum. „Það er mjög góður vilji hjá bönkunum til að selja eignir í útlöndum og ég tel að það sé nauðsynlegt.“ Hann kvaðst mjög ánægður með viðbrögð aðila vinnumark- aðarins við því sem rætt hefði verið um helgina. Samstaða banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.