Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Indriði PállÓlafsson fædd- ist 6. desember 1951. Hann andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 25. september síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Ólafur Indriðason, f. í Áreyjum í Reyð- arfirði 4. október 1921, d. 16. október 1986, og María Jón- asdóttir, f. á Þur- íðarstöðum í Fljóts- dal 18. apríl 1929. Indriði kvæntist 1. desember 1984 Eddu G. Ár- mannsdóttur, f. 31. desember 1949. Foreldrar hennar voru Ármann Magn- ússon, f. á Leir- ubakka í Landsveit 1. janúar 1920, d. 4. júní 1999, og Að- alheiður Ásta Er- lendsdóttir, f. í Reykjavík 7. októ- ber 1914, d. 14. jan- úar 2008. Útför Indriða Páls fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Indriði. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast þín. Bjartar og hlýjar minningar líða um huga okkar frá fyrstu kynnum. Það var ógleyman- legt að vera með ykkur hjónunum á Spáni í sumar þó að þú værir orðinn veikur. Það var dýrmæt stund. Svo má ekki gleyma matarboðum ykkar á gamlárskvöld sem við hjónin höf- um verið hjá ykkur á síðustu ár. Líf- ið getur verið ljúft og sárt og það er sorglegt að þurfa að horfa á eftir góðum vini yfir móðuna miklu í blóma lífsins. Elsku Edda, megi Guð styrkja þig í sorginni. Þú hefur misst mikið. Elsku Indriði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. ( V. Briem.) Hannes og Magnea. Kveðja frá Strætókórnum Í dag verður til moldar borinn Indriði Páll Ólafsson, mikill heið- ursmaður og prúðmenni, en hann lést að kvöldi 25. september á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi. Indriði gekk í Starfsmannakór Strætisvagna Reykjavíkur haustið 1994 og hefur verið virkur félagi í kórnum síðan. Árið 2001 var nafninu breytt í núverandi heiti, þ.e. Strætó- kórinn. Á síðasta starfsári kórsins voru veikindi farin að hrjá Indriða en hann mætti þó alltaf á æfingar með okkur. Við sáum að honum leið vel í þessum félagsskap, því þar voru hans vinir. Hann kom ávallt með á allar uppákomur sem kórfélagar stofnuðu til og fór með okkur á söngmót, bæði erlendis og hér heima. Hann var mikill dansmaður, enda var hann félagi í Þjóðdans- afélagi Reykjavíkur, og á skemmt- unum hjá kórnum slógust konurnar um að fá að dansa við Indriða. Indriði ók stórum bifreiðum um 24 ára skeið. Fyrst steypubílum og rútum, m.a. hjá Kynnisferðum, og Hagvögnum, en 1981 hóf hann fyrst starf hjá SVR. Samanlagður starfs- aldur Indriða hjá SVR og Strætó bs. eru rúm 18 ár. Mörg þessara ára ók Indriði leið 5 og var hann mjög vel liðinn af farþegunum. Sérstaklega var tekið eftir hversu tillitssamur hann var gagnvart eldra fólki og passaði vel upp á að aka ekki af stað fyrr en farþegar voru sestir. Eins og fyrr segir var Indriði mikið prúð- menni og gott að vera í nálægð hans. Fyrir hönd Strætókórsins og eig- inkvenna kórmanna vil ég þakka honum og eiginkonu hans allar ánægjulegar samverustundir. Eddu, eiginkonu Indriða, sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðmundur Sigurjónsson formaður. Indriði Páll Ólafsson Hnyklarnir hennar Gauju eru hættir að dansa og tifið í prjón- unum hefur þagnað. Amma Gauja er látin. Síðustu dag- ar hafa verið erfiðir en hún háði aðdáunarverða baráttu sem enginn gat unnið en Gauja gaf allt sitt og vildi vinna en það var kominn tími til að fara. Við rifjum upp minn- ingar um skvísuna ömmu, handa- vinnukonuna sem aldrei stoppaði en hún hafði bæði prjóna og heklu- nál sér við hlið þar til hún fór. Teppin hennar munu halda á okk- ur hita næstu áratugi, teppin sem Jóhann heitinn og hún unnu að í samvinnu. Það laumast bros fram á var- irnar þegar maður hugsar til hennar máta föt, eins og fagmaður með sína sérstöku takta, snúandi sér til hliðar og toga niður peys- una um leið og hún spyr hvort hún sé ekki fín. Einnig þegar hún montaði sig af lipurleik sínum, engin var eins lipur og hún. Þegar hún talaði um þetta „gamla fólk“ sem voru jafnaldrar hennar en henni fannst þetta vera gamalt fólk en hún sjálf rétt komin af létt- asta skeiði. Stoltið í röddinni þeg- ar hún kynnti kærastann sinn hann Sveinbjörn og bætti svo yf- irleitt við: „Er hann ekki sætur.“ Þetta er bara smábrot af því sem gerði Gauju svona skemmtilegan og lifandi persónuleika, en hún var sú flottasta og hef ég oft öfundað hana af sjálfstraustinu sem hún bjó yfir. Gauja tilheyrði kynslóð sem færri og færri börn fá að njóta, tif- ið í klukkunni var það eina sem sagði til um tímann en heimilið sjálft var tímalaust. Þar var setið og saumað, spjall- að, púslað eða litað, ekkert stress en oft gat umræðan orðið heit ef Guðríður Petersen ✝ Guðríður Pet-ersen fæddist í Hafnarfirði 8. febr- úar 1925. Hún lést á Líknardeild Landa- kotsspítala 18. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirkju 2. október. um pólitík var að ræða og þá var ekk- ert verið að skafa ut- an af hlutunum, oft greip maður andann á lofti vegna þess hversu beinskeytt hún gat verið. Hún kenndi Sæ- unni Önnu að prjóna og hekla en litla daman hún Brynja Sif hafði ekki eins mikinn áhuga á þessu dútli en þær náðu vel saman að púsla eða leika sér með dúkkurnar hennar ömmu. Amma Gauja var nefnilega einstök áhugamanneskja um dúkk- ur og var gríðarlega ánægð með „baby born“ dúkku sem hún fékk frá Dísu systur sinni og var stolt af því að þetta var flottasta gerðin. Brynja Sif mátti leika sér með hana en hún þurfti að fara vel með hana að sjálfsögðu. Oft heyrði maður frá henni eftir að hún hafði keypt nýja dúkku að dúkkan hefði horft svo fallega á hana og hún varð einfaldlega að kaupa hana, þannig lifði barnið í henni. Það var erfitt að kveðja hana, glampinn í augunum var farinn, en húmorinn enn til staðar eins og þegar stelpurnar voru búnar að koma sér fyrir í rúminu hennar á líknardeildinni og ég spurði hvort ég mætti ekki bara skilja þær eftir og hún svaraði að það væri sjálf- sagt en hún ætlaði bara að skríða upp í hjá einhverjum herramann- inum á deildinni og hló svo. Húðin hennar var svo mjúk þegar ég kyssti hana bless og enn erfiðara var að vita að líklegast var þetta okkar síðasta stund. Við verðum víst aldrei tilbúin að kveðja ástvini í hinsta sinn. Einn hornsteinn í lífi okkar er farinn. En ætli sé ekki best að nota hennar orð þegar hún kvaddi Sæunni Önnu síðast á spít- alanum með kveðjunni „síjú lei- ter“. Þín Auður. Á æsku- og ungdómsárum hefur maður tilhneigingu til að ganga að ýmsu sem gefnu. Þannig er t.d. með gott viðmót og atlæti á heim- ilum vina og vinkvenna. Seinna skilur maður að ekkert slíkt er sjálfsagt og að það á stóran þátt í að treysta þá vináttu sem stofnað er til á unga aldri. Við vorum svo lánsamar að vera heimagangar á heimili Guðríðar og Jóhanns, foreldra Elínar vinkonu okkar. Myndarlegt og fallegt heimili þar sem oft var gestkvæmt og þar sem okkur mætti ætíð góð- vild og gestrisni. Gauja var fremur hlédræg kona sem naut sín best á sínu heimili. Hún var ákaflega myndarleg hús- móðir. Hún var umhyggjusöm og trygg sínu fólki og vinum. Henni féll aldrei verk úr hendi og allt lék í höndunum á henni. Við sjáum hana fyrir okkur með einhverja handavinnu: útsaum, flík, prjón, hekl eða eitthvert annað skapandi verk. Þannig var það allt til síð- ustu stunda. Bæði ættingjar og vinir eiga margvíslega fallega handavinnu eftir hana. Í erfiðum veikindum síðastliðið ár sýndi Gauja styrk og æðruleysi. Hún fékk líka að finna hve vel börn hennar og aðrir nákomnir stóðu saman um að veita henni hjálp og stytta henni stundir. Við þökkum Gauju samfylgdina og einlæga vináttu. Börnum henn- ar og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Birna og María. Ein af bestu vinkonum okkar hjóna í Hafnarfirði, Guðríður Pet- ersen, er látin. Við Sigga kynnt- umst hjónunum Gauju, eins og hún var gjarnan kölluð og Jóhanni heitnum Petersen fyrsta búskap- arár okkar í Hafnarfirði. Síðar leigðum við íbúð á Skólabraut 2, sem faðir Gauju, Guðjón Arn- grímsson átti. Jóhann vann hjá mér sem skrif- stofustjóri frá 1962 til starfsloka. Þar fyrir utan áttum við mikla og góða samleið í einkalífinu og vor- um við hjónin nánast daglegir gestir á heimili Gauju og Jóhanns að Tjarnarbraut 7. Það var alltaf fjölmennt á heimili þeirra hjóna, hvort sem var af skyldmennum eða vinum, enda voru þau mjög fé- lagslynd og störfuðu víða og má þar m.a. nefna K.F.U.M og K og Sjálfstæðisflokkinn. Gauja var ein af þessum konum sem aldrei féll verk úr hendi. Hún saumaði jafnt á sig sem og á alla fjölskylduna auk þess sem margir aðrir nutu saumaskaparins. Hún var mikil hannyrðakona og flink í höndunum. Mörg heimili í Hafn- arfirði skarta vafalaust fallegum hlutum úr hennar ranni. Hún var mikil fjölskyldukona og frændrækin. Árlega fóru þau hjón- in í frí til Ameríku þar sem frænd- fólk Jóhanns bjó og ferðuðust þau víða innan Bandaríkjanna sem var mjög framandi á þeim tíma. Þess- ar ferðir voru þeim hjónum mikils virði. Svo vildi til að sumarið 1976 var ég staddur í Washington og hitti þá fyrir Gauju og Valdísi systur hennar. Þær voru þá að heimsækja Þór- hildi frænku Jóhanns og mann hennar Ellert. Í ferðinni keypti Gauja á mig köflóttar sumarbuxur sem ég kunni ákaflega vel við en fékk lítið að nota heima á Íslandi. Börnin voru hins vegar lukkulegri með það sem kom upp úr tösk- unum ætlað þeim. Síðasta vetur var Gauja lögð inn á Borgarspítalann á sömu deild og ég dvaldi á. Þó við værum bæði veik þá heimsótti hún mig á stof- una eins oft og hún gat og mikið var gott að hitta hana svona hressa og káta þrátt fyrir að hún væri að byrja að veikjast af krabbameini og kringumstæðurnar ekki hinar ákjósanlegustu. Þetta voru seinustu samskipti okkar Gauju. Við Sigríður sendum börnum Gauju og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðríðar Petersen. Sigríður og Árni Grétar Finnsson. Guðríður Petersen var fjöl- skyldu okkar kær á margvíslegan hátt. Hún og eiginmaður hennar, Jóhann Petersen, voru þungamiðj- an í samskiptum okkar við okkar íslensku ættingja yfir tímabil sem spannar fjórar kynslóðir. Fjöl- skyldur okkar hafa alltaf viðhaldið sérstökum tengslum og gagn- kvæmar heimsóknir milli Íslands og Bandaríkjanna eru orðnar fjöl- margar. Gauja var alltaf ættmóðirin sem við leituðum til í heimsóknum okk- ar til Íslands. Heimili hennar stóð okkur ávallt opið og skipaði hjá okkur sérstakan sess. Gauja naut þess að ferðast til Bandaríkjanna og lærði ensku á seinni hluta æv- innar til þess að geta notið meiri og betri samskipta við Bandaríkja- menn. Hún ferðaðist víða í Bandaríkj- unum og var aldrei feimin við að kanna ný svæði eða spjalla við fólk sem á vegi hennar varð. Í gegnum tíðina höfum við deilt með Gauju mörgum sameiginlegum fjöl- skylduævintýrum sem nú verða geymd í minni og reglulega rifjuð upp fyrir komandi kynslóðir. Hin sterku fjölskyldubönd munu við- haldast og styrkjast í gegnum börn hennar, barnabörn og barna- barnabörn. Greenesboro, NC, USA, Björg, Dick, Scott, Lisa og Gunnar Matthews. Góð Vorboðakona, Guðríður Pet- ersen, er fallin frá. Guðríður hefur verið ein af máttarstólpum Vorboða síðustu áratugi. Þeir eru ekki margir fundirnir hjá Vorboða sem hana hefur vantað á. Guðríði hefur alltaf verið hægt að treysta á ef eitthvað hefur staðið til í Sjálfstæðishúsinu, hvort heldur vegna basara, kosn- inga eða hvers sem til stóð. Sér- staklega vil ég þó nefna jólasvei- nakaðlana hennar sem hún útbjó og gaf í happdrættið á jólafundi okkar, nú síðast á fundinn okkar fyrir seinustu jól. Því fylgdi alltaf sérstök tilhlökkun og spenna að sjá hver hreppti kaðalinn. Mér er minnisstætt þegar ég fylgdi móður minni á Vorboðafundi sem lítil stelpa. Þá sátu Vorboða- konur við hvert borð og kepptust við að sauma og föndra eins og þær ættu lífið að leysa og höfðu varla tíma til að gæða sér á hnall- þórunum sem þær höfðu útbúið áður en haldið var á fundina. Jafn- framt ræddu þær bæjar- og lands- mál, höfðu margt til málanna að leggja og voru vel að sér um landsins gagn og nauðsynjar. Síðar á lífsleiðinni hafa þessar konur verið mér fyrirmyndir dugnaðar og sjálfstæðis. Guðríði hef ég þekkt frá því ég man eftir mér. Þeir sem hana þekktu vita að hún var mikil hann- yrðakona. Ég var ekki há í loftinu þegar hún fór að sauma á mig föt. Þegar mikið lá við treysti mamma engum nema henni Gauju og alltaf var hún boðin og búin að hjálpa. Hún saumaði m.a. á okkur systk- inin fermingarfötin og dragt á mig þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Það voru hátíðlegar stundir þegar maður kom í kjallarann á Tjarn- argötunni og Gauja með títuprjóna í munnvikinu nældi faldinn upp og tók málin. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðríði hennar mikla og góða starf í þágu Vorboða um leið og ég sendi börnum hennar og fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. F.h. Vorboðakvenna, Lovísa Árnadóttir. Fallin er frá einstök og yndisleg kona, Guðríður Petersen, eða Gauja frænka, eins og hún var jafnan kölluð í okkar fjölskyldu. Gauja ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Hún var mikill Hafnfirðingur og áttu hún og eig- inmaður hennar, Jóhann Petersen heitinn, notalegt og fallegt heimili sem gaman var að heimsækja. Gauja var einnig tíður gestur á heimili Dísu systur sinnar í Hafn- arfirði og síðar í Garðabæ, en þær vor mjög nánar og rétt árið á milli þeirra. Nú hefur Dísa misst góða systur og vinkonu sem hún mun sakna sárt. Það mun fylgja því tómleiki að fá ekki fréttir af Gauju frænku. Þá var líka oft kíkt við í leiðinni en heimili Gauju frænku hin síðari ár var í næsta nágrenni þó að í öðru sveitarfélagi væri. Það var alltaf gaman að hitta Gauju frænku sem hafði mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar, ekki síst stjórnmálum, og lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni. Gauja var feiknamikil handa- vinnukona og verður hennar ekki síst minnst fyrir það. Myndarskap hennar verður vart með orðum lýst. Það lék allt í höndunum á henni og hvaðeina sem hún kom nálægt var fallegt og vel gert. Fjölbreytnin var nánast óendan- leg. Hún prjónaði, saumaði föt og lagfærði, saumaði út, bjó til jóla- skraut, páskaskraut, vann búta- saum og margt fleira. Hinir ein- stöku jólakaðlar hennar voru afar eftirsóttir og munu prýða mörg heimili á jólum um ókomna tíð. Að baki handavinnu Gauju lá mikil vinna og sat hún aldrei auðum höndum. Það leyndi sér heldur ekki hvað hún naut iðju sinnar og hafði ánægju af að færa öllum sem nálægt henni stóðu fjöldann allan af fallegu handverki. Hún hafði líka gaman af að kenna öðrum til verka og föndra með börnum og barnabörnum. Það var alltaf eitthvað skemmti- legt og sniðugt sem hún fann upp á að búa til. Í seinni tíð tók hún að sér að leiðbeina eldri borgurum við handavinnu og hafði hún mikla ánægju af því. Síðastliðið ár háði Gauja harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún barðist hetjulega og lét ekki deig- an síga heldur hélt allan tímann áfram að sinna handavinnu og fylgjast með líðandi stundu. Við þökkum elsku Gauju frænku fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við höfum átt með henni í gegnum tíðina. Minn- ingin um góða frænku mun ylja okkur um ókomna tíð. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð á sorgarstund og erfiðum tímum. Guðjón, Fanney og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.