Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 14
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÉG elska fisk. Það er oftast fiskur í matinn
heima,“ sagði stelpa sem heitir Thelma og er í
6. bekk Síðuskóla, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins, þegar bekkurinn hennar fór í
siglingu með Húna II. í
nágrenni Akureyrar um
daginn „Við eigum fulla
frystikisti af fiski. Mig
langar líka að vita mikið
um fisk. Það er gaman.“
Fiskneysla barna og
unglinga, 9 og 15 ára, hef-
ur dregist saman, skv.
könnun Rannsóknarstofu
í næringarfræði á ár-
unum 2003 og 2004 og til
að sporna við þeirri þróun
hefur fræðsluefni um
hollustu sjávarfangs ver-
ið gefið út á vegum Rann-
sókna- og þróun-
armiðstöðvar Háskólans
á Akureyri (RHA) og
Fiskifélags Íslands.
Þegar krakkarnir í
Húna voru spurð hve oft
þau borðuðu fisk voru
svörin misjöfn. „Tíu sinn-
um í mánuði,“ sagði einn. „Nokkrum sinnum á
ári,“ sagði annar.
„Mér finnst fiskur ekki mjög góður en ég
borða hann samt oft, alltaf þegar hann er í mat-
inn heima. Ýsuflök eru mitt uppáhald. Og mér
finnst hrefnukjöt mjög gott; hrefna er reyndar
ekki oft í matinn hjá okkur vegna þess að hún
er spari. En mér finnst fiskurinn langbestur
þegar hann er orðinn harðfiskur,“ sagði ein
stelpan.
Heimsækja kallinn í brúnni
Fræðsluefnið sem nefnt var er m.a. vegg-
spjald sem hengt er upp í skólastofum grunn-
skólanna á Akureyri.
Nemendur fá líka fræðsluefni þar sem
fjallað er um hollustu sjávarfangs með slagorð-
inu Verum klár – Borðum fisk. Nemendur fá
einnig að svara spurningum upp úr fræðsluefn-
inu með möguleika á því að verða dregin út í
verðlaunapotti.
Í vettvangsferðunum í Húna II., sem allir 6.
bekkingar á Akureyri fara í á haustin, er
áhersla lögð á gleði samfara fróðleik og nýrri
upplifun. Þau fá að heimsækja skipstjórann í
brúnni, kynnast sjávarútveginum og fræðast
um lífríkið í sjónum. Sjávarlíffræðingur miðlar
til þeirra ýmsum fróðleik, m.a. eru krabba-
gildrur teknar upp og innihald þeirra skoðað,
ef eitthvað er að finna. Rennt er fyrir fisk og
gert að honum um borð. Að
lokum er aflinn grillaður.
Blaðamaður varð vitni að
því að krökkunum finnst sigl-
ingin með Húna II. æv-
intýraferð, sem vonandi verð-
ur til þess að þau fá meiri
áhuga á fiski en áður.
Ef við klárum
fáum við plús
„Ég er dugleg að borða
fisk, einu sinni til tvisvar í
viku. Mér finnst hann ágæt-
ur, en samt ekki alltaf. Það er
best þegar mamma býr til
plokkfisk,“ sagði ein stelpan í
Húna.
„Stundum þegar pabbi og
mamma eru með fisk borða
þau hann bara en ekki ég.
Sérstaklega þegar pabbi
kemur heim með reyktan sil-
ung. Mamma setti hann ofan
á brauð! Það var ekki gott.“
Vinunum Sævari og Björgvini finnst sumur
fiskur góður. „Mér finnst saltfiskur bestur og
soðin ýsa líka góð,“ sagði Sævar. Björgvin
nefndi reykta ýsu. „Stundum soðin ýsa og fisk-
ur í raspi,“ sagði Sævar þegar spurt var hvort
fiskur væri oft í matinn í skólanum. „Mér finnst
fiskur í raspi ekkert sérstaklega góður. Ég
held við skiljum svolítið mikið eftir, stundum.“
Tinna og Birgitta sögðust heldur ekki alltaf
klára af diskinum þegar fiskur væri í boði í
skólanum. „Ekki alveg.“ En þær eru í keppni:
„Ef við klárum ekki matinn fáum við mínus, en
ef við klárum fáum við plús,“ útskýrði Tinna.
„Og ef við fáum okkar mikið grænmæti fáum
við ennþá meiri plús. Við sjáum til hvort það
verða einhver verðlaun,“ bætti Birgitta við.
„Fiskurinn bestur
þegar hann er orð-
inn harðfiskur“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skyld’ann vera lifandi? Krakkar úr 6. bekkjum grunnskólanna á Akureyri njóta þess allir að
fara í ferð með Húna II í haust – þar sem í raun fer fram verkleg náttúrufræði.
Í keppni Tinna og Birgitta fá fjölmarga plúsa með fiskátinu og ekki nokkurn mínus.
Sægarpar Fremst er Eva, þá Kristjana Árný, Atli er með brúnu húfuna, Thelma með þá rauðu
en Aldís Eir kíkir út fyrir borðstokkinn. Svo er Elli P þarna með krökkunum, sá gráhærði.
Sposkir Sævar og Björgvin voru í fínu formi um borð í Húna II á dögunum.
Sælkeri Thelma elskar fisk.
Erna Guðjónsdóttir, heimilisfræðikennari í Síðuskóla, var með krökkunum um borð í Húna.
„Það er mjög misjafnt eftir hópum, hvað krakkarnir eru hrifnir af fiski. Ef einhver sterkur
einstaklingur í hópi segir að fiskurinn sé góður eru gjarnan margir honum sammála.“
Erna er sannfærð um að ef þekktir Íslendingar, íþróttamenn eða aðrir sem krakkar líta
upp til, yrðu fengnir til þess að hvetja til fiskneyslu myndu börn verða duglegri að borða
þetta holla og góða hráefni en ella. Og hvetur til þess að til slíkra ráða verði gripið.
En skyldu krakkarnir oft fá að elda fisk í tímum hjá Ernu? „Fiskur er dálítið dýr og því er
ég ekki eins oft með hann og ég gjarnan vildi. En þeim finnst gaman að elda fisk. Það var til
dæmis keppni hjá mér um daginn; þau fengu að vita að hráefnið yrði fiskur, kartöflur, græn-
meti og rjómi og áttu að koma með uppskriftir í skólann. Þetta var eins og í sjónvarpsþátt-
unum 1, 2 og elda, og lukkaðist mjög vel.“
Einn, tveir og elda fisk
daglegtlíf
|mánudagur|6. 10. 2008| mbl.is