Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 11
FRÉTTIR
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
43
84
7
10
/0
8
www.apótekið.is • Í Hólagarði • Í Hagkaupum Skeifunni • Í Hagkaupum Akureyri
Apótekið.is er nýr þjónustuvefur sem annast afgreiðslu
og heimsendingu á lyfseðilsskyldum lyfjum um land allt.
Einfalt og fljótlegt
Til þess að njóta þjónustu á Apótekið.is með lyfseðilsskyld lyf þarf
lyfseðill að berast okkur frá lækni, t.d. á rafrænan hátt. Þegar lyfseðill-
inn hefur borist okkur hefst afgreiðsla lyfjanna. Greiða má lyfin í
gegnum Apótekið.is og að því loknu færðu þau send heim með pósti.
Gerðu verðsamanburð
Apótekið.is er með mjög hagstætt verð á lyfseðilsskyldum lyfjum og
við hvetjum sérstaklega elli- og örorkulífeyrisþega til þess að gera
verðsamanburð.
Hafðu samband við okkur í gegnum heimasíðuna Apótekið.is
eða í síma 530 5888.
Fáðu lyfin send heim
.......................................
heimsending um land allt
Lægra
verð
„STAÐAN er einfaldlega þannig að
menn eru að selja vöruna á gömlu
gengi,“ segir Knútur Signarsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna. Hann vísar til þess
að heildsalar kaupi vöru erlendis
fyrir ákveðna upphæð í erlendri
mynt með 30-60 daga gjaldfresti.
Greiðslan fyrir selda vöru berist
þeim hins vegar ekki frá íslenskum
kaupendum fyrr en kannski tveim-
ur mánuðum síðar.
„Menn eru einfaldlega miður sín
út af þessari blessuðu krónu,“ segir
Knútur. „Segjum að þú hafir fengið
vöru til landsins í septemberbyrjun
og þú selur hana frá 1.-10. sept-
ember ef vel gengur. Greiðslan
berst þér hins vegar ekki í íslensk-
um krónum fyrr en 30-60 dögum
seinna og varan hefur þá verið seld
á gömlu gengi, því krónan hefur
hrunið um meira en 20% á nokkrum
vikum. Þetta er vægast sagt hrika-
legt ástand og brennur mjög á stór-
kaupmönnum sem öðrum,“ segir
Knútur Signarsson. aij@mbl.is
Varan seld
á gömlu
gengi
Morgunblaðiðr/Valdís Thor
Eftir Birnu G. Konráðsdóttur
Borgarbyggð | Í miklum samdrætti
var í eina tíð sagt að ríki og sveit-
arfélög ættu að auka framkvæmdir
til að draga úr honum. Í allri um-
ræðu um yfirvofandi kreppu undan-
farna daga og hið háa verðbólgustig
kemur í ljós að 65-70% allra sveitar-
félaga á landinu eru með útsvarspró-
sentuna í hámarki eða 13,03%.
Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri
Borgarbyggðar, segir það ekkert
öðruvísi í sínu umdæmi. Hann kann-
ast jafnframt við þá kenningu að
sveitarfélög eigi að koma inn með
auknar framkvæmdir á samdráttar-
tímum. „Það eru hins vegar fá úr-
ræði til að auka tekjurnar hjá okkur
og líklega hjá mörgum sveitarfélög-
um,“ segir Páll. „Hér í Borgarbyggð
hefur fasteignamat hækkað á eign-
um og því höfum við frekar farið þá
leið að lækka prósentuna. Það er
auðvitað hægt að hækka fasteigna-
skattinn en spurningin er hvort slíkt
sé gerlegt í svona árferði.“
Páll segir ennfremur tekjur íbúa
hafa hækkað undanfarin ár og því
gefið meira í sveitarsjóð, það verði
tæplega uppi á teningnum nú og
rekstur sveitarfélagsins hafi ekki
skilað neinum tekjum að ráði.
Fá úrræði sveitarfélaga
til tekjuaukningar
Morgunblaðið/Birna
Tekjuskortur Páll S. Brynjarsson segir erfitt að auka tekjurnar í dag.
SÉRA Gunnþór
Ingason sókn-
arprestur mun
flytja fræðslu-
erindi um nokk-
ur meginstef í
keltneskri
kristni á vegum
Fullorðins-
fræðslu Hafn-
arfjarðarkirkju í
safnaðarheimilinu Strandbergi nk.
miðvikudagskvöld kl. 20. Gunnþór
er nýútskrifaður meistari í þessum
fræðum og mun m.a. fjalla um
trúarhugsun og trúarboðun Kelta á
miðöldum, segja frá sérstæðu og
áhrifavöldum og lýsa keltneskum
krossum. Erindið er öllum opið og
aðgangur ókeypis.
Rætt um kelt-
neska kristni
Gunnþór Ingason
Vantaði nafn Ómars
Í frétt í blaðinu á laugardag af opn-
un suðuramerískrar menning-
arhátíðar í Kópavogi láðist að segja
að á meðfylgjandi mynd hefði Ómar
Stefánsson, forseti bæjarstjórnar,
verið með Gunnari I. Birgissyni bæj-
arstjóra. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT