Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Ás-grímur Eyfjörð Antonsson fæddist á Akureyri 18. september 1935. Hann lést á krabbameinsdeild 11E á Landspít- alanum sunnudag- inn 28. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ósk Jóhann- esdóttir, f. 18. febr- úar 1898, d. 14. mars 1978, og Ant- on Axel Ásgrímsson, f. 21. ágúst 1885, d. 3. maí 1967. Systkini Kristins sammæðra voru Helena Svanhvít Sigurðardóttir, f. 1924, d. 1988, og Sigríður, f. 1925, d. 1982. Samfeðra Kristinn Lén- harð, f. 1906, d. 1936, Að- alheiður, f. 1907, d. 1978, og Margrét, f. 1926, d. 2005. Kristinn kvæntist 28. nóv- ember 1959 Hjördísi Hjörleifs- dóttur, f. 2. október 1940. For- eldrar hennar voru Hjörleifur Jónsson bifreiðaeftirlitsmaður, f. 7. október 1910, d. 31. janúar 1984, og Margrét Ingimund- ardóttir húsmóðir, f. 7. sept- ember 1912, d. 23. mars 1986. Dóttir Kristins er Agnes Ey- fjörð skrifstofumaður, f. 22. ágúst 1956, gift Elíasi Erni Ósk- arssyni pípulagningameistara, f. grímur tæknifræðingur, f. 9. apr- íl 1966, var kvæntur Margréti Hrönn Viggósdóttur, f. 2. nóv- ember 1965, d. 6. september 2003. Börn þeirra eru Sunna Ósk, f. 25. september 1984, í sambúð með Magnúsi Blöndahl Kjartanssyni, f. 2.desember 1981, Nanna Margrét, f. 4. desember 1993, og Tinna Kristín Indíana, f. 16. febrúar 2000. Unnusta Krist- ins er Hrund Grétarsdóttir, f. 6. maí 1968. 5) Hulda Sjöfn þjón- ustufulltrúi, f. 26. janúar 1968, gift Jóni Ólafi Jóhannessyni húsasmíðameistara, f. 16. febrúar 1965. Synir þeirra eru Kristinn Ásgrímur og Jóhannes Þór, f. 29. júlí 2005. Kristinn ólst upp á Akureyri fram að tvítugsaldri. Hann dvaldi oft á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal hjá frændum sínum og naut þess tíma mjög. Hann lauk námi frá Iðnskólanum á Akureyri 1953. Rúmlega tvítugur kemur hann til Reykjavíkur og fer að læra flug. Hann fékk atvinnumannaflug- mannsskírteini í ágúst 1967. Hann vann ýmsa verkamanna- vinnu, vann svo hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar frá 1973 allt þar til að hann slasaðist við vinnu sína þar 1982. Hann vann nokkur ár hjá byggingarfulltrú- anum í Reykjavík. Síðustu ár naut hann tímans með fjölskyldu sinni í Stafnaseli, húsi sem hann byggði sjálfur, og í sumarhúsi sínu í Hraunborgum í Grímsnesi. Útför Kristins fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. 1. desember 1959. Börn þeirra eru Eva Ósk, f. 1. janúar 1984, sambýlismaður Davíð Kristinsson, f. 23. júlí 1981, og Birkir Örn, f. 27. febrúar 1991. Sonur Agnesar er Rúnar Þór, f. 26. janúar 1974, sambýliskona Regína Margrét Gunnarsdóttir, f. 11. apríl 1976, þau eiga Elías Orra, f. 30. apríl 2008. Börn Kristins og Hjördísar eru: 1) Ástþóra ljósmóðir, f. 20. ágúst 1958, gift Magnúsi Eiríks- syni tæknifræðingi, f. 10. desem- ber 1953. Börn þeirra eru Hrafn- kell Freyr tölvunarfræðingur, f. 22. ágúst 1982, í sambúð með Margréti Jóhannsdóttur íþrótta- fræðingi, f. 5. október 1975, þau eiga Arnþór Goða, f. 31. maí 2008, og Hjördís, f. 8. október 1995. 2) Anton Ásgrímur vél- fræðingur, f. 10. ágúst 1960, kvæntur Helgu Sveinsdóttur kennara, f. 18. janúar 1956, dótt- ir þeirra Ásgerður Inna, f. 27. desember 1994. 3) Hjörleifur tæknifræðingur, f. 14. ágúst 1962, var kvæntur Bjarneyju K. Garðarsdóttur, f. 5. október 1955, sonur þeirra Ástþór, f. 12. febrúar 1997. 4) Kristinn Ás- Elsku pabbi minn er dáinn. Hann gekk í gegnum erfið veikindi af miklu æðruleysi. Minningarnar um árin okkar saman þjóta um hugann og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Pabbi minn var mikill stríðnispúki, það var allt- af stutt í glensið og fjörið hjá hon- um. Hann var líka til í að ræða al- varleg málefni eins og trúmál enda var hann trúaður maður. Þú varst góður vinur, pabbi minn, og ég gat alltaf leitað til þín. Þú hafðir enda- lausan tíma og áhuga á lífi mínu og minna. Það eru forréttindi að hafa átt þig að. Ég man hvað þú varst svo glaður þegar Hrafnkell Freyr, sonur minn, barnabarnið þitt, fædd- ist. Þú varst alls ekki búinn að jafna þig eftir slysið sem þú lentir í í vinnunni í slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli þar sem þú lamaðist fyr- ir neðan mitti. Rétt farinn að staul- ast um en þú ætlaðir sko að koma til mín upp á fæðingardeild upp- réttur og það gerðir þú og notaðir bara tvær hækjur og slepptir hjóla- stólnum. Svona varstu nú, þú ætl- aðir þér eitthvað og þá gerðirðu það. Þú passaðir Hrafnkel svo oft fyrir okkur Magga. Ég man svo vel þegar við biðum eftir fyrstu íbúð- inni okkar og vorum í kjallaranum hjá ykkur mömmu. Ég var á næt- urvöktum og þú leist eftir Hrafnkeli fyrir mig á daginn. Ég man þegar þú skreiðst upp stigann með Hrafn- kel undir handleggnum, hann var þá nokkurra mánaða. Þú gast svo vel passað þó þú gætir ekki gengið upp stigann, það var frábært að sjá ykkur saman. Hrafnkell var í miklu uppáhaldi hjá þér og þú hjá honum. Aðaláhugamál þitt vorum við börnin þín, barnabörnin og barna- barnabörnin. Það var ekkert sem við tókum okkur fyrir hendur þér óviðkomandi og þú hafðir endalaus- an áhuga á því hvað við öll vorum að gera. Þú hafðir skoðun á öllu sem við gerðum og fannst okkur nóg um stundum. Þú tókst þátt í leik okkar, námi og störfum í gleði okkar og sorg. Það var enginn glað- ari en þú þegar gekk vel hjá ein- hverju okkar. Nýjasta áhugamálið mitt með þér kom nú fyrir nokkrum árum þegar ég og fjölskylda mín eignuðumst sumarhús rétt hjá þér og mömmu. Þá fékk ég mikinn áhuga á plöntum, gróðursetningu og umhirðu gróðurs. Um það vissi pabbi allt og gat hjálpað mér mikið. Við hjálpuðumst að við að gróð- ursetja, grisja og hlúa að gróðri og höfum yndi af að vera saman úti í móanum. Lífið er þraut og leysa hana þarf, ljúft það og sárt er í senn, en bjartsýni ég fékk í föðurarf og frábært lífið er enn. Pabbi þú hefur kennt mér svo mikið margt hefur þú lifað og reynt, ég veit ég er sterkari fyrir vikið þótt erfiðleikarnir fari ekki leynt. Ætíð má tárin af vöngum þerra, alltaf þú ert til að hugga mig, þú hefur lyft mér úr þunglyndi verra, þakklát ég er Guði fyrir þig. Takk fyrir stuðning og styrk þinn mikla, sterk ég horfi framtíðar til, þú sýnir mér lífið sem ótal lykla sem ganga að hverjum þeim lás er ég vil. (Árný Sigurbjörg Guðjónsdóttir.) Ég elska þig, pabbi minn, og mun alltaf minnast þín. Fjölskylda mín biður að heilsa og óska þér góðrar ferðar í þína hinstu för. Guð blessi þig. Þín dóttir Ástþóra og fjölskylda. Elsku pabbi minn, hvernig getur þetta verið að þú sért horfinn á braut. Hvern á ég að spyrja ráða núna? Pabba var mjög umhugað um allt það sem við systkinin vorum að gera svo að stundum þótti okkur nóg um. En mikið á ég eftir að sakna þessara yfirheyrslna. Hvern- ig hafa gullmolarnir það, hvað eru margar kindur bornar, eru þær ein- lembdar eða tvílembdar, hvar er þessi lóð, hvenær fáið þið hana af- henta, hvernig hús á að byggja o.s.frv. Áhugi hans á því sem við tókum okkur fyrir hendur sýndi glöggt hve mikils virði við vorum honum og að okkur farnaðist vel. Ef eitthvað gekk ekki nógu vel, þá var hann alltaf fyrstur að hlaupa undir bagga með okkur hvort sem það var að mála, múra, smíða, byggja, passa börnin okkar eða skutlast fyrir okkur. Aldrei taldi hann eftir sér þau fjölmörgu hand- tök sem léttu undir með okkur. Pabbi var einstaklega handlaginn og það var í raun ekkert sem hann ekki gat eða það fannst mér alla- vega. Stuttu eftir að pabbi hóf lyfja- meðferðina var ljóst að styrkur hans og heilsa fór þverrandi. Því ákváðum við Óli að flýta brúðkaupi okkar til að þú gætir fylgt mér upp að altarinu, elsku pabbi, því ég mátti ekki til þess hugsa að gifta mig án þín. Þér leist nú ekkert á það, þar sem þú treystir þér ekki til þess. Tíminn leið og brúðkaupið nálgaðist, þá jókst styrkur þinn aft- ur og jú, þú ákvaðst að leiða mig upp að altarinu. Ég minnist þess á brúðkaupsdaginn er þú varst kom- inn í skrúðann og eins og þér var einum lagið, nokkuð ánægður með sjálfan þig, horfðir á mig brosandi og sagðir: „Handsome?“ Já, þú varst sko myndarlegur pabbi minn eins og alltaf. Upp kirkjugólfið gengum við saman hönd í hönd og ég alsæl að fá þig til verksins. Ógleymanlegar minningar á ég frá sumarbústaðnum ykkar mömmu í Grímsnesinu. Þar var allt eins og best verður á kosið fyrir alla ald- urshópa: Sulla í pottinum, sulla í tjörninni, leika úti í kofa, gróður- setja tré, flatmaga, sóla sig og bara hafa það kósí saman. Aðdáun þín og natni við drengina okkar var einstök. Fallegt var að sjá þegar drengirnir komu í áttina til þín í göngugrindinni og teygðu litlu höndina til afa til að heilsa þér með handabandi, siður sem þú kenndir þeim. Þú lagðir þig sér- staklega fram um að fanga athygli þeirra, með því að spjalla við þá og sýna þeim hluti sem þeim fannst áhugaverðir. Ekki taldir þú það eft- ir þér að klöngrast niður á gólf þrátt fyrir fatlaða fætur til að nálg- ast þá betur. Það er erfitt að útskýra andlát þitt fyrir þriggja ára peyjum sem skilja ekki af hverju afi er ekki lengur hér. Nafni þinn sagði við mig um daginn að nú værir þú bú- inn að vera á veikur á spítala og al- veg að verða búinn að vera dáinn. Og ég reyndi aftur að útskýra fyrir honum hvernig þetta er en þá reiddist hann og sagði: „Jú víst er hann alveg að verða búinn að vera dáinn.“ Svo þegar við förum í heim- sókn til ömmu, þá bæta þeir við „og afa líka“. Elsku pabbi, ég kveð þig og óska þér góðs gengis á nýjum stað, guð varðveiti þig. Þín dóttir Hulda Sjöfn. Elsku afi minn, mér finnst óraun- verulegt að vera að skrifa minning- arorð um þig. Að þú sért farinn, að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aft- ur. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur og gaman að spjalla við þig um allt milli himins og jarð- ar. Þú varst svo klár og mér þótti alltaf svo mikið til þín koma, búinn að sinna hinum ýmsu störfum um ævina og áttir skemmtileg áhuga- mál eins og til dæmis áhugi þinn á grasalækningum, þú hafðir alltaf ráð undir rifi hverju við hinum ýmsu kvillum. Það var hægt að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Ég mun ávallt muna allar ynd- islegu stundirnar sem við áttum saman. Þið amma tókuð alltaf svo vel á móti mér og þegar ég var yngri voruð þið alltaf svo dugleg að passa mig og leyfa mér að vera hjá ykkur. Það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar sorgin ber að dyrum en ég þarf að láta mér nægja að senda hlýja strauma til fjölskyld- unnar. Þín, Sunna Ósk. Elsku afi minn. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Mér fannst gaman að hjálpa þér afi minn og saman vorum við að bera á trén og vökva í sumar við sumarbústaðinn. Afa fannst svo gaman úti í móa með skítugar hendur eftir moldina, mér fannst það nú ekki leiðinlegt heldur. Það er því gott að hugsa um það sem segir í spámanninum: Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. Það eru margar minningar þar sem við afi og amma vorum í sumarbústaðnum að leika okkur saman og gera eitthvað skemmtilegt. Afi var líka oft að segja mér hvaða náttúrulyf ég ætti að taka þegar mér var illt í mag- anum. Hann gaf mér regnálm að drekka þegar mér var illt í mag- anum, hann var einstaklega bragð- vondur en virkaði mjög vel. Ég sakna þín elsku afi minn og ég mun aldrei gleyma þér og minningunum um þig. Guð blessi þig elsku afi minn. Hjördís afastelpa. Elsku afi, ég á svo margar minn- ingar um þig, en samt finnst mér þær svo allt of fáar. Ég man þegar ég var lítill í pöss- un í Stafnaselinu og átti að fara að sofa, ég vildi alltaf að þú kæmir til mín og klóraðir mér á bakinu. Ég man allar samræðurnar sem við áttum um málefni líðandi stund- ar. Ég man að gjarnan þegar maður kom gangandi að Stafnaselinu gat maður séð þig inn um gluggann í stólnum við símann að lesa blöðin. Ég man eftir að oft þegar ég kom í heimsókn þá spurðirðu hvort ég væri ekki blankur, gaukaðir að mér pening og glottir út í annað. Ég man allar stundirnar sem þú hjálpaðir mér við ýmislegt, til dæm- is fyrstu íbúðina okkar Möggu, fiskabúrin og fleira. Stundum var eins og þú kynnir allt. Ég er svo glaður að þú náðir að hitta langafabarnið þitt, Goðann eins og þú kallaðir hann. Hann var svo hrifinn af þér og þú af honum. Ég á eftir að segja honum margar sögur af þér. Ég sé þig fyrir mér í brúna vest- inu, að tyggja tyggjó og segja sögur og brandara. En fyrst og fremst man ég eftir þér sem besta afa í heimi og góðum vini. Bless afi minn, ég á eftir að sakna þín. Hrafnkell Freyr Magnússon. Elskulegur svili minn og vinur Diddi hefur kvatt. Konan hans hún Hjördís er litla systir mannsins míns heitins. Árin sem við öll höfum átt saman í lífi og leik eru orðin æði mörg, nærri hálf öld. Samgangur fjölskyldnanna alltaf mikill og ná- inn. Dagleg samskipti, stuðningur og einlæg vinátta ríkjandi. Fylgst fyrst með börnunum á báðum bæj- um og seinna stóra barnabarna- hópnum svo fallegum og efnilegum. Kristinn Ásgrímur Eyfjörð eins og hann hét fullu nafni var fæddur á Akureyri og hafði alltaf sterkar taugar norður og hélt vel sinni hljómfögru norðlensku. Hann var maður bóka og fróðleiks, duglegur að afla sér þekkingar á hinum ýmsu málum og einstaklega áhugasamur um allt það sem tengdist fjölskyld- unni. Þau voru náin hjón Hjördís mágkona mín og Diddi og máttu vart hvort af öðru sjá. Allt þeirra líf snerist meira og minna um barna- hópinn og velferð þeirra. Þau áttu gott heimili sem var þeirra „kast- ali“. Þar undu þau best og seinna í sumarhúsinu í sveitinni við útivist og ræktun. Á báðum stöðum var ávallt opið hús fyrir alla fjölskyldu- meðlimi og vini. Diddi svili minn var mér elskulegur vinur alla tíð. Þau hjón studdu vel við bakið á Villa mínum þegar hann tókst á við erfiðan nýrnasjúkdóm. Eins voru þau umhyggjusöm við mig og mína þegar Villi fór svo allt of fljótt og alla tíð síðan. Þessar síðustu vikur hafa verið þungar hjá mínum kæra vini og hans elskulegu konu sem umvafði hann alla daga ást og birtu, á sinn einstaka hátt. En þau fengu líka margar gleðistundir og þær notuðu þau vel með stóra hópnum sínum. Mig langar nú að þakka öll góðu, skemmtilegu og glöðu árin sem við höfum átt saman. Spámaðurinn Gi- bran segir: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ Ég bið góðan Guð að blessa svila minn Kristin Antonsson á nýjum leiðum í landi ljóssins. Ég bið Guð að blessa konuna hans og barna- hópinn stóra. Ásgerður Birna Björnsdóttir og fjölskylda. Nú eru tímamót sorgar í lífi fjöl- skyldu sem ég hef verið hluti af í mörg ár og er mér svo kær. Við andlát Didda langar mig að deila nokkrum minningum. Í Stafnaselið var maður alltaf vel- kominn jafnt á nóttu sem degi og var ég nú hálfgerður heimalningur hjá þeim hjónum Didda og Hjöddu. Didda var alltaf umhugað um að all- ir fengju nóg að borða. Mér er minnisstæð spurning sem hann spurði mig í hvert skipti sem við hittumst: „Ertu búin að borða í dag, Hrefna mín?“ Líklega fannst honum ég heldur lítil og ræfilsleg. Mikið þótti mér samt vænt um spurningar hans og áhuga á því sem var að gerast hjá mér, Robba mínum og tvíburunum okkar, hest- unum og sveitinni. Þar að baki var ósvikin umhyggja. Diddi var alltaf hjálpsamur og fljótur til ef einhver þurfti á honum að halda þrátt fyrir að þurfa sjálfur að berjast við storma lífsins. Sá styrkur sem Diddi bjó yfir bið ég góðan Guð að megi fylgja fjölskyld- unni áfram. Hrefna Grétarsdóttir, Róbert, Rakel og Sædís. Kristinn Ásgrímur Eyfjörð Antonsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.